Morgunblaðið - 03.09.1967, Page 16

Morgunblaðið - 03.09.1967, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPT. 1967 tíitgefaindi: Framkvæmdastjóri: Œtitstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn og afgreíðsla: Auglýsingar: 1 lausasölu: Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá. Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 2Í2-4-80. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. FJÖLGUN SJÓNVARPSDA GA „Þið íslendingar getið þá lært, þar sem við misstígum okkur" Sagt trá undirbúningi undir hœgri umfer ð í Svíþjóð „EFTIR nokkrar mínútur lend um við á Arlandafliugvelli", tilkynnti flugþernan á línu 632 —Kaupmannahöfn — Stokk- hólmur. „Við viljum benda yður á, að farið þér aftur til haka hinn 3. september eða síðar, að áætlunarvagnarnir til Arlanda munu fara fimm mín- útum fyrr af stað frá enda- stöðinni í Stokkhólmi, vegna hraðatakmarkana, sem ganga í gildi við umferðarbreyting- una.“ Þannig var maður varla kominn á sænska grund, er maður varð var við umferðar- breytinguna og Svíi, er sat við hlið mér í flugvélinni hló við og sagði, eftir að við höfðum rabbað svolítið saman og ég frætt hann um að fyrirhugað væri að breyta umferðinni á sama hátt hinn 26. maí næsta ár á íslandi: — Já, bara að þið gætuð lært eitthvað af okkur. I það minnsta getið þið vara'st það sem við misstígum okkur á. Umferðahhnútar hafa þegar skapast. Á leiðinni frá Ar- landa kom það hvað eftir ann að fyrir, að bifreiðar stöðvuð- ust í hundraða ef ekki þús- undatali. Þetta var að vísu um háannatímann, er fólk var að koma heim úr vinnu, en óeðli- legt samt, enda var verið á nokkrum stöðum að breyta hringtorgum o. fl. Um alla borgina eru komin upp ný skilti, sem enn er breitt yfir. Kostar þetta mik- ið magn af skiltum — nærri annað eins og fyrir er, en reynt er að spara með því að láta nýju merkin vera með límbandi, sem er í sama lit og myndar t. d. andstæða ör við það sem á að verða á H-deg- inum. Þessu límbandi er unnt að kippa af með einu hand- taki og þá er komið leiðbein- ingarskilti fyrir hægri umferð. Á leiðinni til borgarinnar frá Arlanda var á einum stað stórt svæði og við innakstur þess stóð á skilti: „Æfið ykk- Sporvagnarnir munu hverfa af götunum. ur í hægri akstri og verið við- búin H-deginum.“ Ekki virt- ust margir bílar á svæðinu, en ef til vill fer fólk þangað á kvöldin eftir vinnu? Mikill áróðursstarfsemi hef- ur verið höfð í frammi til þess að búa fólk sem bezt undir breytinguna og meðal fólks vakna margar spurningar. I bæklingum, sem hægriaksturs nefndin hefur gefið út virðist vera gert ráð fyrir öllu. Þar er t. d. spurning sem hljóðar svo: „Hvernig á að leggja bíl 2. og 3. septem/ber?“ Þetta virðist góð spurning og henni er svarað á þann hátt. að hver og einn eigi að leggja bíl sín- um, sem hann er vanur fram að breyti-ngunni, en þó megi hann eigi gera það á þann hátt, að það brjóti í bága við hægri umferð og skapi vanda- mál, er hún hefur tekið gildi. Hins vegar ber mönnum að hafa lagt bílum sínum í sam- ræmi við hina nýju umferð i síðasta lagi á miðnætti hinn 3. september. Lars Skiöld, framkvæmdarstjóri Hægrinefndarinnar. 3. Hvenær og hvernig á að skipta í hægri umferð? — Síðustu mínúturnax, sem vinstri umferð gildir stöðvast öll undanþáguumferð kl. 04.50 aðfaranótt sunnudags- ins. Hver og einn verður að stanza, þótt það sé bannað undir venjulegum kringum- stæðum. Síðan eiga menn að færa sig út á hægri vegar- helming og ef um vandræði er að ræða, á viðkomandi að bíða eftir aðstoð lögreglu. Þegar ökumaður hefur fært sig yfir á hægri brún bíður hann til kl. 05, en þá getur hann ekið áfram — en þá gildir hægri umferð. Umferðarbann verður um alla Svíþjóð frá því kl. 01 til kl. 06 á sunnudag eða í 5 klukkustundir. Má þar eng- inn aka nema undanþágu- vagnar, sjúkralið, lögregla og starfsmenn HKT (Höger- trafikkommission), sem vinna að ýmsum undirbúningi. Umferðarbann er ekki alls staðar einungis í 5 klukku- stundir. í borgum þarf mik- inn undirbúning og umferðar bann gildir t.d. í Stokkhólmi frá því kl. 10 á laugardag til kl. 16 á sunnudega eða í 29 klukkustundir, hvorki meira né minna. Maðurinn að baki allri skipulagningunni og áróðurs- herferðinni, sem er henni samfara er 44ra ára gamall Svíi, lögfræðingur að mennt og heitir Lars Skjöld. Hann hefur komið hér fram á blaða mannafundum með innlend- um og erlendum blaðamönn- um og hann segist ekki búast við því að tala slasaðra í um- ferðinni hækki. Þá var hann spurður um það hvort ekki væri í þessu sambandi um bjartsýni hjá honum að ræða, og svaraði hann þá, að væri hann bjartsýnismaður, myndi hann búast við því að tala slasaðra lækkaði. Hvað um það. Menn hér, sem ég hef talað við telja slysahættuna ekki mikla á H-daginn, en hún muni hins vegar aukast þeim mun lengra sem liði. Framhald á bls. 31 lVrokkrar umræður hafa orð- ’ ið undanfarið um fjölgun útsendingardaga íslenzka sjónvarpsins. Hefur Morgun- blaðið haldið fram þeirri stefnu, að meiri nauðsyn hafi borið til þess að bæta sjón- varpsefni, tryggja sjónvarp- inu nægilegt starfslið og að dreifa sjónvarpinu út um landið en að fjölga nú þegar útsendingardögum sjónvarps- ins. Flest bendir til þess að all- ur almenningur aðhyllist þessa skoðun. En formaður útvarpsráðs, ritstjóri Alþýðublaðsins hef- ur tekið þessum hógværu hugleiðingum mjög illa. Hann hefur ráðizt á Morgunblaðið með brígzlyrðum um að það sé á móti íslenzka sjónvarp- inu!! Við slíkan málflutning er að sjálfsögðu ekki eltandi ól- ar. Kjarni málsins er, að þótt útvarpsráð hafi að sjálfsögðu alltaf gert ráð fyrir því, að þegar sjónvarpið væri komið á traustan grundvöll yrði sjónvarpað flesta daga vik- unnar, þá hefur þó frumskil- yrði slíks sjónvarps alltaf verið það, að sjónvarpið hefði nægilegu starfsliði á að skipa til þess að unnt væri að fram- kvæma 6 daga sjónvarp. í þessu sambandi er rétt að vekja athygli á því, að 11. maí s.l., þegar ákveðið er að hefja 6 daga sjónvarp 1. sept. er eftirfarandi ályktun gerð í útvarpsráði: „í þessu sambandi bendir útvarpsráð á, að nauðsynlegt er að hrinda nú þegar í fram- kvæmd nauðsynlegri manna- fjölgun víð sjónvarpið vegna fyrirhugaðs 6 daga sjónvarps, og auglýsa þær stöður, sero skipa þarf til viðbótar, svo að tími vinnist til að ráða og þjálfa hið nýja starfslið fyr- ir 1. sept.“ Þessu skilyrði fyrir fjölgun sjónvarpsdaga hefur ekki ver ið fullnægt. Því fer víðs fjarri. Að vísu hefur nýlega verið auglýst eftir auknu starfsliði við sjónvarpið, og allmargir munu hafa sótt um stöður þar. En það er ekki einusinni búið að ráða þetta fólk hjá sjónvarpinu, hvað þá heldur að þjálfa það til sinna þýðingarmiklu og sérhæfðu starfa. Af þessum ástæðum verður ekki fyrst um sinn hægt að sjónvarpa fréttum þá 2 daga, sem gert var ráð fyrir að við bættust í sjón- varpinu 1. sept. Líða senni- lega nokkrir mánuðir áður en það verður mögulegt. Að lokum er svo ástæða til þess að minna á það að út- varpsráð samþykkti 6. des. s.l. tillögu frá Sigurði Bjarna- syni um dreifingu sjónvarps- ins um landið. Var þar kom- izt að orði á þessa leið: „Það er skoðun útvarps- ráðs, að æskilegt og hag- kvæmt sé að sjónvarpssendi- stöðvarnar á Skálafelli, í Stykkishólmi, á Vaðlaheiði og Fjarðarheiði verði boðnar út og byggðar samtímis, í því skyni að tryggja sem jafnasta dreifingu sjónvarpsins til hinna ýmsu landshluta, og skulu þá jafnframt athugaðir möguleikar á lántöku til þessara framkvæmda.“ Tillaga þessi var samþykkt með samhljóða atkvæðum í útvarpsráði. Unnið hefur verið að undir- búningi fyrrgreindra sjón- varpsframkvæmda. Verður að vona að þær dragist ekki úr hömlu. Dreifing sjónvarps ins um landið er ekki aðeins réttlætismál, heldur einnig þýðingarmikil fyrir fjárhags- lega afkomu íslenzka sjón- varpsins. ÖRLAGARÍKAR KOSNINGAR ¥ dag fara fram almennar kosningar í Suður-Víet- nam. Kjörnir verðá, forseti landsins og varaforseti svo og löggjafarþing. Kosningar þess ar eru hinar örlagaríkustu og geta haft veruleg áhrif á fram vindu mála þar í landi — til góðs eða ills. Yfirleitt er talið, að hers- höfðingjarnir tveir muni bera sigur úr býtum en í raun og veru skiptir ekki mestu máli hverjir hljóta kosningu held- ur að kosningarnar verði framkvæmdar á heiðarlegan hátt og að kosningaþátttaka verði almenn. Takist það hef- ur sá málstaður, sem Banda- ríkjamenn telja sig berjast fyrir í Víetnam, frelsi og lýð- ræði, unnið umtalsverðan sigur. Verði raunin hins veg- ar sú, að hershöfðingjarnir beiti brögðum í kosningunum til þess að tryggja kjör sitt er ekki ólíklegt, að Bandaríkja- stjórn taki stefnu sína í Víet- nam til alvarlegrar endur- skoðunar. Hin víðtæku og grimmdarlegu hermdarverk kommúnista síðustu vikur benda ótvírætt til þess, að þeir óttist mjög afleiðingar þess að ríkisstjórn kjörin í almennum og frjálsum kosn- ingum taki við völdum í Sai- gon. Vart er við því að búast, að framkvæmd kosninganna í Suður-Víetnam verði með þeim hætti, að ekkert megi að finna. Styrjöld geisar í land- inu og almennar kosningar eru nýjung þar í landi sem í fjölmörgum öðrum Asíulönd- um. En mikið er í húfi, að sæmilega takizt til og ekki er ólíklegt, að ný tilraun verði gerð af hálfu Bandaríkja- manna og Suður-Víetnama til þess að binda endi á styrjöld- ina, ef kosningarnar og úrslit þeirra verða með skaplegum hætti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.