Morgunblaðið - 03.09.1967, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPT. 1967
o
Skrifstofuhúsnæði óskast
Tvö til þrjú herbergi eða 50—70 ferm. salur með
möguleika á skiptingu. Tilboð leggist inn á af-
greiðslu blaðsins merkt: „Teiknistofa — 707“.
Heildsalar - sölumaður
Vanur sölumaður, sem er að fara í hringferð, getur
bætt við sig nokkrum góðum vörutegundum. Lyst-
hafendur leggi nöfn sín inn á afgr. blaðsins fyrir
mánudagskvöld merkt: „Sölumaður — 708“.
Loftskeytaskólinn
Nemendur verða teknir í I. bekk Loftskeytaskólans
nú í haust. Umsækjendur skulu hafa gagnfræða-
próf eða hliðstætt próf og ganga undir inntöku-
próf í ensku, dönsku og stærðfræði.
Umsóknir ásamt prófskírteini sendist póst- og
símamálastjórninni fyrir 10. september nk.
Póst- og símamálastjórnin, 24. ágúst 1967.
Símvirkjanám
Landssíminn vill taka nema í símvirkjun nú í haust.
Umsækjendur skulu hafa gagnfræðapróf eða hlið-
stætt próf og ganga undir inntökupróf í ensku,
dönsku og stærðfræði. Umsóknir ásamt prófskír-
teini sendist póst- og símamálastjórninni fyrir 10.
september nk.
Póst- og símamálastjórnin, 24. ágúst 1967.
Kaupmenn — Kaupfélög
Skóla- og
pappírsvörur
Stílabækur
Reikningsbækur
Glósubækur
Teikniblokkir
Skrifblokkir
Spiralblokkir.
Rúðustrikaðar blokkir
Rissblokkir
Blýantar — yddarar — strokleður,
kúlupennar — blekpennar — patrónupennar,
merkipennar — límmiðar — afritapappír,
sellofanpappír — smjörpappír — frumbækur,
reikningseyðublöð kvittanahefti — umslög,
o. m. fl.
Heildsölubirgðir:
SKIPHOLT HF.
Skipholti 1 — sími 2-3737.
— Minjasafnið
Framhald af bls. 19
myndum. í stærstu stofunum
á þessari hæð er fleira og
fjölbreytilegra en upp verði
talið hér, en þó skal nokkuð
nefnt, svo sem kven- og karl-
mannabúningar, þ. á. m. amt-
mannsbúningur Páls Bríems,
svipur, reizlur og vogir, postulín,
hljóðfæri, signet og stimplar,
göngustafir, sjónaukar, byssur,
kolur og týrur, kver.silfur, gler-
augu og smááhöld margs konar,
ístöð og beiziisstengur. Þar eru
útskornar vindskeiðar af bæjar-
húsum og fjölbreytt safn brauð-
móta með skrauti og áletrunum
með spegilskrift, askar, öskjur,
lárar, kistur, kistlar, skrín og
aðrar hirzlur og ílát úr tré, flest
fallega útskori’ð. Ekki má gleyma
forkunnargóðri galíonsfígúru.
En það, sem mörgum þykir
vænst um þarna, er skúfhólkur
Rannveigar Jónasdóttur frá
Hvassafelli, móður Jónasar
skálds Hallgrímssonar. Þessi litli
hlutur tengir okkur, sem nú lif-
um, næsta fast við skáldið og
móður þess eða flytur þau nær
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 44., 46. og 48. tbl. Lögbirtinga-
blaðsins 1967 á húseign við Nesveg og Ægissíðu,
hér í borg, talin eign Hjólbarðaverkstæðis Vestur-
bæjar, fer fram eftir kröfu Árna Guðjónssonar hrl.,
Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Landsbanka ís-
lands á eigninni sjálfri, fimmtudaginn 7. sept. 1967,
kl. 2i/2 síðdegis.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 44., 46. og 48. tbl. Lögbirtinga-
blaðsins 1967 á hluta í Hæðargarði 40, hér í borg,
talin eign Magnúsar Gíslasonar, fer fram eftir kröfu
Bjarna Beinteinssonar hdl., Jóns Arasonar hdl., Há-
konar H. Kristjónssonar hdl., og Arnar Clausen hrl.,
á eigninni sjálfri, fimmtudaginn 7. sept. 1967, kl.
iy2 síðdegis.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 44., 46. og 48. tbl. Lögbirtinga-
blaðsins 1967 á hluta í Heiðargerði 41, hér í borg,
þingl. eign Áslaugar Nikulásdóttur, fer fram eftir
kröfu Gunnars Jónssonar lögmanns, á eigninni
sjálfri, fimmtudaginn 7. sept. 1967, kl. 10 árdegis.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 44., 46. og 48. tbl. Lögbirtinga-
blaðsins 1967 á Heiðargerði 43, hér í borg, þingl.
eign Benjamíns Jónssonar fer fram eftir kröfu
Sveins Finnssonar hdl., á eigninni sjálfri, fimmtu-
daginn 7. september 1967, kl. IOV2 árdegis.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
----------------------------------P_
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 44., 46. og 48. tbl. Lögbirtinga-
blaðsins 1967 á hluta í Hjallavegi 42, hér í borg,
þingl. eign Jens Ragnarssonar fer fram eftir kröfu
Hafþórs Guðmundssonar hdl., á eigninni sjálfri,
fimmtudaginn 7. sept. 1967, kl. 11 árdegis.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
6 herbergja
íbúð um 142 ferm. á 2. hæð við Hvassaleiti, er til
sölu. Stórar svalir, fallegt útsýni, bílskúrsréttur.
Gott herbergi í kjallara fylgir.
Vagn E. Jónsson, Gunnar M. Guðmundsson
Austurstræti 9 — Símar 21410 og 14400.
Heimasími 18965.
Óskum eftir að ráða
vana vélritunarstúlku. Góð enskukunnátta nauð-
synleg. — pplýsingar á skrifstofunni
KASSAGERÐ REYKJAVÍKUR H.F.
Kleppsvegi 33.
Afgreiðslustúlka
Góð, regusöm stúlka með fallega framkomu óskast
í barnafataverzlun í Miðborginni. Ekki yngri en
25 ára. Eiginhandarumsókn sendist Morgunblaðinu
fyrir mánudagskvöld 4. sept. merkt: „706“.
okkur í tímanum, svo að við
skynjum þau annari skynjun en
ella. Eflaust hefir skúfhólkurinn
oft snert höfuð listaskáldsins
góða, þegar það hjúfraði sig í
bernsku undir vanga móður sinn-
ar í gleði og sorg.
Þegar gengið er niður á ne'ðstu
hæðina, hanga á veggjum forn-
leg skíði, skautar og broddstaf-
ir, enn fremur útskornar fjalir
frá Espihóli, harla merkilegar. Á
vinstri hönd, þegar niður er
komið, er búr með kirnum, föt-
um, strokkum, skilvindum, kötl-
um, kertamótum, vöfflujárnum
og miklu fjölgresi öðru gamalla
búsáhalda, en í næsta herbergi
eru munir úr sjávarútvegi og
fiskveiðum, einnig reipi, aktygi,
reiðtygi, klyfberar, pálar, rekur
og mörg áhöld önnur úr tré,
járni, horni og beinl, sem nú er
velflest horfið úr daglegri notk-
un. Þá er merkilegt herbergi
eða smíðahús með mjög vönduðu
safni smíðatóla og verkfæra úr
trésmíði, málmsteypu, skó- og
söðlasmíði o. fl. í ganginum eru
margar heimagerðar korn- og
kaffikvarnir úr tilhöggnu ís-
lenzku grjóti með sveifum úr
sauðarleggjum. Loks er stór
stofa, þar sem sýndur er vefnað-
ur, saumar, prjón, hekl og hvers
kyns kvenlegar hannyrðir. Þar
eru margar gamlar saumavélar,
vefstóll, rokkar, snældur, hespu-
tré, sokka- og vettlingamót og
margt fleira, sem of langt yrði
upp að telja. En sérstaka athygli
vekur lítið skot eða skukkelsi
inn af þessari stofu, sem ýmsir
kalla „homið hennar ömmu".
Þar er rúm og brekán breitt yfir
og ofan á því liggur vettlingur á
prjónunum. Yfir rúminu er
mynd af síra Hallgrími Péturs-
syni, stundaglas, hilla með
stundaklukku o. fl., en framan
við rúmið stendur rokkur og
kambastóll. Undir rúminu eru
vel gerðir sauðskinnsskór. Engu
er líkara en „amma“ hafi brugð-
ið sér snöggvast frá og sé vænt-
anleg aftur að vörmu spori.
Þessi stutta lýsing bregður
ekki upp neinni tæmandi mynd
af öllu því, sem í Minjasafninu
er að sjá, en þó hygg ég, að af
henni megi ráða, að safnið hefir
vaxið furðu hratt á tiltölulega
skömmum tíma. Það er eiokum
að þakka velvild og áhuga fólks-
ins í bæ og héraði ásamt miklu
og merku starfi Þórðar Friðbjam
arsonar, safnvarðar, og Jónasar
Kristjánssonar, formanns safn-
stjórnar. Fleiri hafa lagt hönd á
plóginn, þótt hér verði ekki tald-
ir, en skylt er þó að nefna nafn
Helga heitins Eiríkssonar frá
Þórustöðum, sem var vakinn og
sofinn í söfnunarstarfinu, meðan
hans naut við.
Eins og áður er lauslega að
vikið, er hugmyndin sú að flytja
til safnsvæðisins gömul hús, sem
á einn eða annan hátt eru eftir-
sóknarverðir safngripir. Minja-
safnið á nú þegar nokkur, þótt
ekki hafi reynzt unnt að koma
þeim á sinn stað enn vegna fjár-
skorts og vöntunar á endanlegu
skipulagi þessa svæðis. Má þar
fyrst nefna smíðahús Þorsteins
Daníelsens á Skipalóni, einnig
gömlu kirkjuna á Svalbarði á
Svalbarðsströnd og kornmyllu
á Stokkahlöðum. Einnig eru til
þil og viðir úr gamla bænum 1
Reykjahlfð við Mývatn. Þá kem-
ur til greina að flytja ýmis merk
hús á Akureyri til safnsins, þeg-
ar fram líða stundir og áður en
þau verða tortímingunni að bráð,
svo sem Laxdalshúsið, sem nú er
elzta húsið í bænum, reist árið
1795, og enn er búið í.
Eitt er víst, að hér er risin
enn ein menningarstofnun á Ak-
ureyri, ekki ómerkari en ýmsar
aðrar, og á vonandi fyrir henni
að liggja að vaxa og dafna á kom
andi árum. Sönn menning er
ekki sízt fólgin í virðingu og
ræktarsemi við gengna tíð og
horfnar kynslóðir, sem háðu lífs-
baráttu sína við mun harðari
kjör en við getum nú gert okkur
ljóst, en við nútíðarmenn eigum
svo margt að þakka, að okkur
ætti að vera ljúft að varðveita
tengslin eins og kostur er, okk-
ur sjálfum til skilningsauka og
uppbyggingar.
Sv. P.