Morgunblaðið - 03.09.1967, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 03.09.1967, Qupperneq 32
Suður um höfin.. með REG/NA MARIS 23,sept.— 14.okt.*g0£g lönd&leiðirIP1 Aöalstræti 8,simi 24313 tttiftttttÞlfafrifr SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1967 RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGR EIÐSLA • SKRIFSTOFA SÍMI 10*100 Forseti íslands skoðar frímerkjasýningnna í fylgd með Gísla Sigurbjörnssyni formanns Félagsfrimerkjasafnara. Frímerkjasýning Filex 1967 opnuð í gær f GÆR var opnuð í Bogasal Þjóðminjasafnsins frímerkjasýn- ingin Filex 1967. Er sýningin af- mælis- og kynningarsýning Félags frímerkjasafnara, sem á 10 ára afmaeli um þessar mund- ir. Meðal viðstaddra gesta við opnun sýningarinnar var forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson. Jónas Hallgrímsson formaður sýningarnefndar félagsins flutti ávarp við opnun hennar, en póst- og símamálar&ðherra, Iitg- ólfur Jónsson opnaði hana form- lega. í ávarpi sínu sagði ráð- herra m.a.: Þetta er þriðja frí- merkjasýningin sem Félag frí- merkjasafnara gengst fyrir. Sú fyrsta var 1958 og önnur 1964. Báðar sýningarnar vöktu mik’a athygli. Þessi sýning er frá'burgðin hin um fyrri, vegna þess að hér er sýndur aðeins hluti af safni, sem íslenzka póststjórnin keypti ár- ið 1964 af sænskum frímerkja- safnara, Hans Hals að nafni. Póst- og símamálastjórnin vildi sýna Félagi frímerkjasafnara velvilja og viðurkenningu í til- efni afmælisins með því að lána hluta af þessu stórmerka safni til sýningar. í lok ávarps síns sagði svo ráðherra: Þegar safnið var keypt til landsins, var hug- mynd póststjórnarinnar sú, að það yrði vísir að póstminjasafni. Sú var og von höfundar safnsins og þeirra, sem með honum unnu við söfnunina. Þetta hefur enn ekki komizt í framkvæmd, en að því ber að stefna að íslend- ingar eignist sitt póstminjasafn eins og aðrar menningarþjóðir, sem láta sér annt um sögu sína Er sýningin hafði verið opnuð gafst gestum kostur á að ganga um salinn. Er sýningunni smekk- lega og vel fyrir komið og þar mun margt vera sem frímerkja- áhugamönnum finnst mikið til koma að sjá. f anddyri Bogasals- ins er pósthús og þar eru seld frímerki og umslög með merki sýningarinnar, ásamt fleiri mun- um, sem fengur er að fyrir safn- ara. í tilefni afmælisins og sýn- ingarinnar lét Félag frímerkja- safnara einnig rita bók þar sem stutt frásögn er um sögu félags- ins í tíu ár og yfirgripsmikil rit- gerð um íslandssafn Hans Hals stórkaupmanns. Ritstjóri bókar- innar er Jón Aðalsteinn Jóns- son cand. mag. LANDIÐ NÆR BEITULAUST Vastfjarðabátar að hœtta línuveiðum ef ekki rœtist betur úr veiðinni Mjög mikil beituvandræði eru nú á Vestfjörðum og sam- kvæmt upplýsingum, sem Mbl. fékk bjá formanni Út- vegsmannafélags Vestfjarða, Guðmundi Guðmundssyni á ísafirði, neyðast þeir Vest- fjarðabátar, sem byrjað hafa línuveiðar. til að hætta þeim von bráðar, ef ekki rætist úr. Þrír bátar hafa hafið línuveið- ar frá ísafirði og nokkrir bátar frá Bolungarvík og Súganda- firði hafa einnig byrjað línu- veiðar. Guðmundur sagði, að nær beitulaust væri á Vestfjörð- um. Vestfirðingar hefðu undan- farin sumur fengið beitusíld að mestu frá Austfjörðum, en nú væri því ekki að heilsa og þess vegna yrði að grípa til annarra ráða. Það þyrfti að fá skip, sem gæti tekið síldina á miðunum við Svalbarða og fryst hana um borð, sagði Guðmundur. Ásgrímur Pálsson, formaður Útvegsmannafélags Suðurnesja, sagði, að segja mætti að landið væri beitulaust. Nokkurt beitu- magn væri að vísu til hér sunn- anlands, en það væri ekki nóg, ekki einu sinni fyrir þennan landshluta, hvað þá að menn væru aflögufærir. Ástandið væri samt ekki eins slæmt hér syðra og á Vestfjörðum. — En við lifum í þeirri von, að síld veiðist hér sunnanlands, sagði Ásgrímur. í fyrra kom fyrsta vinnslusíldin hingað 8. september og síldin hefur verið nokkuð árviss hér syðra. Við er- um því ekki örvæntingarfullir enn. Frostlögurinn ekki eldfimur Rannsóknarlögreglan hefur gert tilraun með. hve eldfim- ur væri frostlögur sá, sem var í tunnu þeirra í Eimskipa- félagsportinu í Borgarskál- um, sem gat var höggið á. Var tvistur vættur upp úr frostleginum og síðan kveikt í. Tók dálitla stund að fá tvistinn til að loga, en síðan brann hann með hægum loga. Var tvisturinn síðan settur í frostlagarpoll, og kveikti hann þá ekki útfrá sér. Er því frost lögur af þessu tagi ekki mjög eldfimur, og ekki nægilegur til að bera einan saman á tré til að fá það til &ð loga. Þess ber að geta að ýmsar aðrar tegundir af frostlögi eru eld- fimari. Sióprófum að mestu lokið Samhljóða framburður fyrir rétti SIGURÐUR Guðjónsson, bæjar- fógeti á Ólafsfirði, tjáði Morg- unblaðinu í gær, að sjóréttur vegna Stígandaslyssins hefði hafizt kl. 2 síðdegis á föstudag og staðið til kl. 11 um kvöldið og aftur frá kl. 9 árdegis á laug- ardag til kl. 12.30. Fógeti sagði, að þá hefðu 10 af áhöfn Stíganda verið yfir- beyrðir og væri aðeins eftir að yfirheyra einn. Sigurður Guðjónsson sagði, að Sjónvarpstöðvar hoðnar út MORGUNBUAÐIÐ fékk í gær þær upplýsingar hjá Sigurði Þorkelssyni, yfirverkfræðingi Landssímans, að um þessar mundir væri verið að leggja hönd á undirbúning útboða í þrjár endurvarpsstöðvar sjón- varps. Eru það fyrirhugaðar sjón- varpsstöðvar á Skálafelii, í Stykkishólmi og á Vaðlaheiði. Fyrirhugað er að koma þess- um stöðvum upp á næsta ári. samhljóða framburður vitna og álit skipstjóra væri, að Stígandi hefði soklkið, þar sem sjór hefði komizt undir þiljur í gegn um lestarop. að á fimmtudag hafi borizt skemmd mjólk til Keflavíkur og sneri aér þvi til Stefáns Björns- sonar, forstjóra Mjólkursamsöl- unnar, og spurðigt fyrir um mál- ið. — Þetta er rétt, sagði Stefán. Um þessar miundir eru erlendir fagmenn að setja upp hjá okík- úr ýmsar vélar og valda þær nak'krum breytingum á leiðsl- um- Vegna þessara breytinga fór svo, að mjög takim,arkað magn af mjólk varð fyrir skemmdum. Hefði komið í ljós, að frágang ur lestarlúga hefði verið losara- legur og ófullkommn, álhlerar með gúmmíþéttingu. Ekki hefði verið nægilega hert að og sjór því komizt niður, þegar hann hefði tekið að ganga yfir skipið. Fógetinn sagði, að afrit af sjó prófunum myndu ganga vana- lega leið, til tryggingarfélagsins, saksóknara ríkisins og sjálfsagt kæmi siglingaréttux til með að athuga málið. Ég vil taka það fram, að þessi mjólk var algjörlega óskaðleg. Þessi skemmda mjólk fór að- eins til Ketflavíkur og var hringt í okfcur þaðan gkömmu síðar. Við brugðum þegar við og köll- uðum alla mjóllkina inn aftur og sendum óskemmda mjólk þangað í staðinn. Ég vil leggja áherzlu á, að þarna var algjörlega um tak- markað maign mjólkur að ræða og ð við höfum búið svo um hnútana, að slí'kt kemur ekki fyrir aftur. Skemmd mjólk til Keflavíkur - MistÖk vegna breytinga á vélum Mjólkursamsölunnar MORGUNBLAÐIÐ hefur frétt, Bilvelta ofan við Kamba MOSKVITSBÍLL úr Reykjavík fór út af veginum austan í Hurð arási, sem er skammt fyrir ofan Kamba, um kl. 11 í gærmorgun. Kona, farþegi í bílnum skarst á höfði. Tildrög voru þau, að Mosk- vitsbíllinn, sem var á austur- leið, var að fara fram úr Saab bíl úr Reykjavík, þegar svo illa vildi til, að Saab-bíllinn rakst í afturenda hans. Við það þeyttist MoskvitsbíU inn út fyrir veginn og vslt. í honum var þrennt, en aðeins konan slasaðist. Bíllinn er stór- skemmdur. Saab-bíllinn skemmdist hins vegar lítið- Stúdentaþing var sett í hátíðarsal háskólans í gær. I upphafi þingsins minntist Ármann Snævarr háskólarektor Stefánssonar, prófessors semlézt fyrr um daginn. Við háborðið má m.a. sjá Björn Bjarnason, forseta þingsins, Snævar háskóiarektor og Þorvald Búason, formann S.f.S.E. f ræðustól er Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra. Kristins Ármann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.