Morgunblaðið - 22.09.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.09.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22.. SEPT. 1967 MAYSIE GREIG: 14 Læknirinn og dansmærin ekki getað fyrirgert ást sinni á Tim á svo skömmum tíma. Hún lofaði honum að kyssa sig enn einu sinni, en skauzt svo frá honum í myrkrinu og inn í hús- dyrnar. Gtrace hafði látið hana hafa lykil. Þegar hún lokaði sig inni, sá hún sér til skelfingar, að klukkan var orðin tvö. Hún læddist á tánum upp í svefnherbergið sitt. Hún kveikti ekki ljós, því að tunglskinið var nóg,u bjart til að afklæðast, fara í náttfötin og leggjast upp í rúm ið. Henni fannst svo mikið hafa gerzt þetta kvöld, en svo þegar hún tók að athuga það betur, var það raunverulega ekki neitt. Ekkert hafði breytzt. Marcel var enn trúlofaður þessari stúlku sinni í París, og sjálf átti hún ennþá Tim — eða hélt, að svo væri. Hún hafði nú ekkert frá honum heyrt, síðustu vikuna — ekki síðan hann hafði farið frá henni í sjúkrahúsinu í Nice. Hann hafði lofað að koma aftur. Hafði hann kannski ekki getað útvegað sér þessa peninga? Það var auðmýkjandi, hversu mjög hann var öðrum háður, en hins vegar var hann svo töfrandi g svo nærgætinn við hana. Hún andvarpaði og lagðist út af til svefns. En það leið löng stund áður en hún gæti sofnað. Henni varð en hugsað til hinnar fáránlegu uppástungu Arons Hennesy, og einhver hræðsia greip hana. 8. kafli Aron Hennesy sneri sér að henni næsta morgun. — Hversvegna voruð þér svona lengi úti í nótt? spurði hann. — Ég sat og beið eftir yður til klukkan hálftvö. Þá gafst ég upp og fór að hátta. Með hverjum voruð þér úti? Hana langaði mest til að svara, H & R Johnson Ltd. NEFNIÐ HARMONY OG ÞÉR FÁIÐ ÞAÐ FALLEGASTA Harmony, einlitu og æðóttu postulínsflísarnar frá H&R Johnson, þykja sérstaklega smekklegar. Sannfærizt sjálf með því að skoða í byggingar- vöruverzlunum litprentaða bæklinga, þar sem sýnd- ir eru allir helztu möguleikar í litasamsetningum. Biðjið verzlunarmanninn að sýna yður HARMONY flísarnar og HARMONY bæklinginn — og hann er með á nótunum. HARMONY flísarnar fáið þér hjá eftirtöldum bygg- ingavöruverzlunum: Byggingavöruverzlun Kópavogs ™ Kársnesbraut 2, Kópavogi, sími 41010. iapi H. Benediktsson hf. * Suðurlandsbraut 4, sími 38300. M Járnvörubúð KRON ™ Hverflsgötu 52, simi 15345. Isleifur Jónsson hf., byggingavöruverzlun, ™ Bolholti 4, sími 36920. m KEA byggingavörudeild, ™ Akureyri, sfmi 21400. Byggingavöruverzlun Akureyrar ™ Glerárgötu 20, sfmi Í1538. Sveinn R. Eiðsson ™ Sunnuhvoli, Fáskrúðsfirði. Einkaumboð: John Lindsay hf. AÐALSTRÆTI 8, SÍMAR 15789 OG 10960 Bless, elskan. að það varðaði hann ekkert um, en hann virtist ekki einungis reiður, heldur og eitthvað óró- legur. — Ég fór út með Sellier lækni, sagði hún. — Fyrst heitmsóttum við hjón, sem hann þekkir og eiga heima í Haut-de-Cagnes. Svo borðuðum við kvöldverð hjá Reynod í Nice. Og lcksins fórum við í Casino Méditerranée. Það snuggaði eitthvað í hon- um. — Og unnuð þér? — Ég vann nokkur hundruð franka en hætti svo. En ég þótt- ist heppin. En hversvegna eruð þér sivona áhugasamur um ferðir mínar, hr. Hennesy? — Þér vitið nógu vel, að ég hef áhuga á yður, sagði hann. — Hér á ég ekkert heimili. Ég á ekki konu, sem vill vera heima, mér til skemmtunar. En mér lík aði vel við yður frá fyrsta fari. Annars hefði ég ekki komið •með þetta tilboð til yðar. Hafið þér íhugað það nánar? — Það, sem þér voruð að segja, gerir mér enn erfiðara að taka því, sagði hún. — Þér haldið, að ég mundi fara að beita hörðu? Hann brosti ólundarlega. — En ég sver, að það mundi ég aldrei gera — nema því aðeins þér gæf-uð tilefni til þess. Ég er nú talsvert eldri en þér, en það breytir eng.u. Fjölmargar stúlkur giftast mönnum, sem eru þeim miklu eldri, og allt fer vel. Þér þurfið ekki neitt að vera að hugsa um hana Grace, því að henni væri alveg sama. í bili er hún að hringsnúast kring um þennan Bonneau greifa, lagleg- an ungan mann, sem hefur aldrei gert ærlegt handtak alla sína hundstíð. Hún fer út með honum, svo að segja á hverju kvöldi. Hún segir mér það ekki, en ég veit það samt. — Það gæfi yður næga ástæðu til að skilja við hana, sagði Yvonne. Og þá væri mín engin þörf. — Það skuluð þér ekki halda. Grace er of klók til þess að láta grípa sig. Að minnsta kosti veit ég það, alveg frá því að við gift- umst, að hún er í rauninni ís- köld. Hún er til með að fara með þeim að svefnherbergisdyr- unum, en svo hleypir hún þeim heldur ekki lengra. Hún er alltof klók til þess að gefa mér átyllu til skilnaðar. — En mundi hún þá skilja víð yður, jafnvel þó hún vissi, að þér væruð orðinn ástfanginn af einhverri annarri. Hann kinkaði kolli. — Já, það held ég hún mundi gera, ef ég gef henni nógu rifiegan lifeyri. Þá gæti hún gifzt þessum ríka greifa sínum og fengið þar með aðalstign. Og á meðan gæti yður farið að lítast á mig, Yvonne. Hún hristi höfuðið. — Nei, þér megið ekki láta yður detta neit slíkt í hug, hr. Hennesy. Ég er sem sé ástfangin af öðrum. — Kannski Englendingnum, sem þér voruð að tala um hérna áður? Hún hikaði. Hún gat ekki sagt henum frá Marcel. Hún gat eng- um sagt frá Marcel og þessari sn.öggu tilfinningu, sem hafði blossað upp hjá 'henni. Hún hélt það vera vegna þess, að hún hafði ekki hitt Tim svo lengi. En Tim var að minnsta kosti óbundinn, svo að hún gat vel sagzt vera ást fangin af honum. — Já, það er Tim Atwater, sagði hún. — Við höfum verið v'nir mánuðum saman. — Elskendur, kannski? sagði hann og brosti meinfýsnislega. Hún hristi höfuðið. — Nei. ekki elskendur, bara góðir vin- ir. — Samband eins og það hefur ekkert gildi, sagði hann. En ef þið hafið verið svona miklir vinir lengi, verðið þið elskend- ur áður en langt um líður. Við Grace vorum elskendur áður en við giftumst. Og fjandinn hafi, ef mér datt í hug, að það mundi fara jafnbölvanlega og raun varð á. — Já, en það er rangt að verða elskendur áður en maður 2:f ist, sagði hún. Hann leit á hana steinhissa. — Og þér, sem eruð dansmær og umgangizt leikhúsfólk, getið ve-ið svona barnaleg? — Ég býst við, að ég hafi alltaf ætlað mér að bíða eftir manninum, sem ég elskaði raun veruiega, sagði hún. — Nei, ég er enginn krakki. Ég veit, hvern ig þetta gengur allt til. — Við gætum farið út saman eitthvert kvöldið, og heimsótt helztu skemmtistaði, sagði hann ginnandi. Ég gæti gefið Grace Barnaflokkar — Unglingaflokkar — Frúarflokkar — Flokkar fyrir alla — Framhaldsflokkar. — Upplýsingar Keflavík: símar 1516 og 2391 kl. 2 — 6 e.h. Hafnarfjörður — Reykjavík: sími 14081 kl. 10—12 og 1—7 e.h. , SIGVALDI ÞORGILSSON j ■ ■EJ." ■■ ■ ■■■ ■■■■■■■■■■■■■ p w w utLMMJB. m..m mm* mMMMM-MnmMMmmmÆ-m-M ■■■■■!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.