Morgunblaðið - 22.09.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.09.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. SEPT. 1967 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar; Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Auglýsingar: Ritstjóm og afgreiðsla: Auglýsingar: I lausasölu: Askriftargjald kr. 105.00 Hf. Arvakur, R'eykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. 'Ámi Garðar Kristinsson. Aðaistræti 6. Simi 10-100. Aðalstræti 0. Siml 22-4-80. Kr. 7.00 eintaídð. á mánuði innanlands. GRIKKLANDS- STJÓRN KÆRÐ ¥ viðtali við Mbl. í gær skýrði * Emil Jónsson, utanríkis- ráðherra frá því, að ákveðið hefði verið að ísland gerðist aðili að kæru hinna Norður- landanna gegn grísku herfor- ingjastjórninni til mannrétt- indanefndar Evrópuráðsins. Upplýsti ráðherrann, að ein ungis hefði staðið á því, að utanríkisráðuneytinu bærist kæran í hendur og af þeim sökum ekki unnt að skýra frá ákvörðun íslenzku ríkisstjórn arinnar fyrr. Þessi afstaða er í samræmi við fyrri yfirlýsingar ríkis- stjórnarinnar um Grikklands málið en það hefur jafnan verið stefna stjórnarinnar að styðja lýðræði og mannrétt- indi í Grikklandi í þeim al- þjóðasamtökum, sem ísland á aðild að. Enginn vafi er á því, að almenningur hér á landi mun fagna aðild íslands að þessari kæru. Atburðirnir í Grikklandi hafa snortið frjálsa menn um heim allan mjög djúpt, ekki sízt vegna þess, að í Grikk- landi stendur vagga lýðræðis í heiminum og Grikkland hefur lengi notið virðingar í samtökum vestrænna þjóða og gegnt þar mikilvægu hlut- verki. Framferði herforingja- stjórnarinnar í Grikklandi hefur verið með eindæmum og hafa þeir ekki verið eftir- bátar kommúnista í einu eða öðru, sem lýtur að ofbeldi og kúgun. Þannig er nú gíf- urlegur fjöldi pólitískra fanga í Grikklandi og þær fregnir, sem ferðamenn flytja þaðan eru næsta óhugnanlegar. Það væri of mikil bjartsýni að ætla að kæra Norðurland- anna fjögurra til mannrétt- indanefndar Evrópuráðsins fengi því áorkað að herfor- íngjastjórnin sæi að sér. Hins vegar mun hún verða til þess að vekja enn athygli á hlut- skipti Grikkja undir ofbeldis- stjórn og með því hefur hún að töluverðu leyti náð til- gangi sínum. EIGA HERS- HÖFÐINGJAR AÐ RAÐA? l?regnir hafa nú borizt um, * að yfirmaður alls herafla Bandaríkjanna á Kyrrahafs- svæðinu, Sharp, flotaforingi, hafi lagt fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings áætlun um, hvernig hægt yrði að vinna skjótan sigur í styrjöldinni í Víetnam, ef flotaforinginn fengi til þess frjálsar hendur. Meginefni tillagna flotafor- ingjans mun vera stórauknar loftárásir á Norður-Víetnam og mjög aukinn herafli Banda ríkjanna í Suður-Víetnam. Styrjöldin í Víetnam er harm leikur eins og allar styrjaldir og úr þeim harmleik yrði ekki bætt með því að gefa hers- höfðingjum frjálsar hendur. MacNamara, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna hef- ur lýst því yfir í vitnisburði frammi fyrir hermálanefnd öldungadeildarinnar, að loft- árásirnar á Norður-Víetnam geti ekki unnið styrjöldina í Suður-Víetnam og þeim hafi aldrei verið ætlað það. Vona verður í lengstu lög, að hinir pólitísku leiðtogar í Banda- ríkjunum láti ekki þá skyssu henda sig að gefa hershöfð- ingjunum of frjálsar hendur. Slíkt hefur sjaldnast orðið til góðs, það yrði hörmulegt ef svo færi í Víetnam. ALMENNINGUR í ÚTGERÐ UTAN UR HEIMI V i ui K'* I G E R *Kano M O R O U R. KADUNA | G E R I 5><*0#..SN I G E R I A I * Mp* ^ m, r I j -V/Eirjý AFrTka poRT HNRCOURTL A ðeins eitt almenningshluta- félag mun hafa verið stofn að hér á landi um rekstur fisiki- og síldarbáts, félagið Haf hf. Félagið hefur nú ákveðið að greiða hluthöfum sínum 10% arð. Það er ekki oft sem slíkar tilkynningar koma frá hlutafélögum hér- lendis. Hugmyndin um almenn- ingshlutafélögin hefur smátt og smátt verið að breiðast út hér á landi, þótt enn hafi ekki verið stofnað hér al- menningshlutafélag um veru- legan stórrekstur. Að því mun þó vafalaust koma. Hins vegar er sérstök ástæða til þess að vekja at- hygli á því almenningshluta- félagi, sem að framan greinir. Það veitir borgurum úr ýms- um starfsgreinum tækifæri til þátttöku í útgerðarrekstri og væri vafalaus* gagnlegt ef slíkt yrði í ríkara mæli. Það mundi m.a. auka skilning hins almenna borgara á þessum höfuðatvinnuvegi þjóðarinn- ar. Benin - nýja lýðveldið I Nigeriu FRÉTTIN um að miðvestur- svæðið í Nigeríu hefur sagt sig úr lögum við sambands- stjórn landsins og lýst yfir sjálfstæði sínu sem lýðveldi undir nafninu Biafra, hefur í för með sér róttæka breyt- ingu á þvi viðhorfi, sem ríkt hefur í landinu, síðan austur- svæði landsins sagði sig úr lögum við sambandsstjórnina og lýsti yfir sjálfstæði sinu undir nafninu Biafra. Fáeinum vilkum eftir að bcxrgarastyrjöldin brauzt út milli herliðs frá Biafra og her liðs sambandsstjórnarinnar, gerðu liðsforingjar af Ibo- ættflokknum uppreisn í Ben- in, höfuðborg miðlvestarr- svæðis landsins, og í byrjun ágúst hertók herlið frá Biafra mestan hluta þess landssvæð- is, sem nú hefur lýst yfir sjálfstæði sínu sem lýðveldið Benin. Yfirmaður hefliðs Biafra á miðvestursvæðinu, Victor Banjo hershöfðingi, lýsiti því strax yfir, að þetta svæði væri óháð bæði sacmbandsstjórn- inni í Lagos og uppreisnar- stjórninni í Emugu, höfuðborg Biafras. Þegar í stað tók við stjórn af honum Albert Okonkwo major og það var hann, sem í stuttri ræðu í út- varpið í Benin skýrði frá því, að stofnað hefði verið lýð- veldið Benin. Líkt og aðrir stjórnmála- menn úr hernum í Nigeríu hefur hinn 35 ára gamli her- læknir, Albert Okohkwo, borizt út í straumiðu stjórn- málanna vegna ættflokka- deilna I þessu víðáttumiklá landi. Okonkwo hlaut lækn- ismenntun sína í Bandaríkj- unum og var major í heil- brigðisdeild sambandshers- ins, áður en stjórnmálaókyrrð in í Nigeríu leiddi til þess, að hann sneri sér að stjórnmál- um. Hann hefur stjórnað, með herinn að baki sér, miðvest- ursvæði Nigeríu, frá því að herlið Biafra hertók svæðið í byrjun ágúst. Okonkwo er af Ibo-ættflokknum, en sá ættflokkur er sá fjölmennasti í Biafra, en er í minni hluta í Benln. Æbtflokkar í Nigeríu hafa mikið vald samkvæmt venju á landsvæðum sínum og Okonkwo lýsti þvi yfir í út- varpsræðu sinni, að hann hefði ráðgazt við „smákon- unga“ og höfðingja á mið- vestursvæðinu, áður en hann tók það ákref að lýsa yfir því, að svæðið yrði sjálfstætt ríki. Landsvæði það, sem nú er lýðveldið Benin, er um 3i9.000 ferkm. að flatarmáli og að mestu þa'kið þykkum regn- skógum. íbúarnir eru um 2,5 millj. og eru helztu ættflokk- arnir Beniar, Ijawar, Sekiriar, Iboar og Edoar. Höfuðborgin Benin hefur 54.000 íbúa. Iboarnir eru tiltöllega fjölmennir, en eru í mikilli andstöðu við Edoa, sem eru stærsti ættflokkur miðvestur- svæðisins. Nafnið Benin er frægt í sögu Nigeríu og borgin göm- ul miðstöð menningar og list- ar innfæddra manna allt frá 16. öld. Listmunir úr bronzi, tré og fílabeini eru á meðal hins fremsta í þjóðlegri list Afríkulanda. Landsavæði þetta var fyrst kannað af Fortúgalsmönnum og eftir að brezkir, franskir og hollenakir könnunarleið- angrar höfðu farið um það, var það hernumið af Bretum 1897. Þá náði Benin yfir stórt svæði við vesturströndina fyrir austan núverandi Ghana, en á síðustu áratug- um hefur það verið minnkað svo, að það nær aðeins yfir svæðið umhverfis Benin. Miðvestursvæðið var að- greint sem sérstakt svæði í Nígeríu. Hinn 27. sept. nk. kemur sex manna sendinefnd frá Einingarhreyfingu Afrilku- ríkja til Lagos í þiví skyni að reyna að finna grundvöll fyrir vopnahléi og síðar frið arsamningum í borgarastyrj öldinni. Möguleikarnir á því, að slíkt takist, virðist hins veg ar vera mjög litlir. Sambands stjórnin í Nígeríu hefur sýnt lítinn áhuga á afskiptum ut anaðkomandi aðila, þar sem hún líbur á þessi mál sem innanríkismál Nígeríu. Það hefur verið gert fullkom- lega ljóst, að stjórnin lítur á sendinefnd Einingarsam- takanna sem einungis ráð- gefandi aðila. Nefndin fær ekkert vald til þess að leita sátta og öll samslkipti, sem hún kemur til með að eiga við stjórnina í Biafra, verð- ur samlbandsstjórnin að hafa fallizt á fyrirfram. Eftir yfirlýsinguna um, að miðvestursvæði landsins hafi einnig sagt sig úr lögum við sambandisríkið eru það að- eins norður- og vestursvæð- ið, sem eftir eru af sam- bandsríkinu. Málum er nú þannig farið í landinu, að Yorumaættflokkurinn í vestri styður sambandsstjórn ina, sem hershöfðinginn Yak ubu Gawon frá norðurhluta landsins hefur forystu fyrir, en bæði austur- og miðvest- urhluti þess hafa snúið bak- inu við Lagos tekið upp nöfn in Biafra og Benin. Plymout,h Massachusetts, 20. sept. — AP: ALBERT Desalvo, sá, er segist hafa myrt þrettán konur í Massa chusetts fyrir nokkrum árum, var í dag dæmdur í 7—10 ára fangelsi fyrir að hafa flúið af Bridgwater sjúkrahúsinu 24. febrúar sl. Desalvo var dæmdur í lífstíðarfangelsi í janúar sl. fyrir að hafa ráðizt á fjórar kon ur. Mál þeirra voru hinsvegar alls óskyld morðmálinu. Desalvo segist sjálfur vel hafa vitað hvað hann var að gera, þegar hann flúði af sjúkrahús- inu, hann hefði vitað, að yrði hann dæmdur, mundi athygli beinast að sjúkrahúsinu og á- standinu þar, sem ekki væri við unandi. Hann hefði ekki fengið þar þá læknisþjónustu, sem hon um hefði borið. Saksóknari Don ald Conn krafðist hæstu refsing ar fyrir brot Desalvos á þeirri forsendu, að hann væri stórhættu legut umhverfi sínu. New York, 20. sept. - NTB: VERKFALLI kennara í New York er haldið áfram, enda þótt það hafi verið dæmt ólöglegt. Aðeins 20% kennaranna hafa mætt til vinnu og er úblit fyrir, að svo verði áfram næstu daga. Samningaviðræður hafa verið teknar upp að nýju — en verk- fallið hefur nú staðið í níu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.