Morgunblaðið - 22.09.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.09.1967, Blaðsíða 12
5 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. SEPT. 1967 ( Tíu íslenzkir myndlista- menn sýna í Liibeck EINS og fram hefur komið í Mbl. stendur nú yfir sýning á íslenzkri málaralist á vegum Myndlistafélagsins í boði Lúbeck borgar. Blaðinu hefur nú borizt fréttatilkynning um sýninguna frá íslenzka aðalræðismannin- um í Lúbeck og fer hún hér á eftir. Kemur þar meðal annars fram, að góð aðsókn hefur verið að sýningunni og hennar getið vinsamlega í blaðafregn- um og víðar. rik Sigurðsson, Sigurð K. Árna- son, Svein Björnsson og Jutta Devulder Guðbergsson, en Jutta, sem er fædd í Lúbeck, hefur átt frumkivæði að þessari sýningu. Fyrir hönd menntamálastjórn- ar Lúbeck sáu forstjóri og list- fræðingar borgarsafnanna um uppsetningu og annan .undirbún- ing. Er sýningunni mjög vel fyr- irkomið í sýningarsal safnhúss- ins Dom-Musem. Dagblöðin í Lúbeck birtu vin- Málverk frá sýningunni eftir Finn Jónsson. Fimimtudaginn 7. september sl. var opnuð í Lúbeck málverka sýning, sem Myndlistarfélagið hefur efnt til í boði Hansaborg- arinnar. Sýnd verða um 80 mál- verk eftir 10 íslenzka listamenn, þá Ásgrím Jónsson, Gunnlaug Blöndal, Jóhannes S. Kjarval, Finn Jónsson, Helgu Weisshapp- el, Jón Gunnarsson, Pétur Frið- gjarnlegar tilkynningar um sýn- inguna opnunardaginn. Hennar var einnig getið í útvarps-frétta- þætti fyrir Schleswig-Holstein sama dag. Við opnunina voru viðstaddir forráðamenn borgarinnar, auk margra gesta. Frú Jutta Guð- bergsson mætti, sem fulltrúi Myndlistarfélagsins og var hún í íslenzkum búningi, sem setti sérstakan blæ á samkömuna. í ávarpi, sem herra Heine, borgar- ráðherra (senator), flutti fyrir hönd stjórnar Hansaborgarinnar Lúbeck, en .undir hann heyra menntamál, skýrði hann frá að- draganda þessarar sýningar, sem hann fagnaði mjög. Senator- inn þakkaði frú Jutta Guðbergs- son mjög fyrir frumkvæði hennar, alla vinnuna og fyrir- höfn, og færði henni fagran blómvönd. Einnig þakkaði hann ræðismanni íslands, Franz E. Siemsen, fyrir góða aðstoð. Ræddi hann um verzlunar- og menningartengslin milli íslands Málverk eftir Asgrím Jónsson. lánuð af ÁsgrímssafnL töluðu alþjóðamál. Væri sýning þessi mjög vel tii þess fallin að auka kynni og vitneskju fólks Sveinn Björnsson á tíu málverk á sýningunm. og Þýzkalands og sagði m.a., að samskiptin á swiði menningar væru stundum erfiðleikum háð vegna tungunnar, en málverk um ísland. Síðan tók til máls, Franz E. Siemsen, ræðismaður. í opnunar ræðu sinni dró hann upp mynd Sex verka hans eru á sýningunni af náttúru íslands og íslending- um fyrir áheyrendum og rakti í stórum dráttum sögu hinnar mjög svo ungu íslenzku málara- listar, sem á mjög skömmum tíma hefði náð viðurkenningu og hylli þjóðarinnar. Væri íslenzk- um listamönnum heiður og ánægja, að fá einnig tækifæri til að kynna sig erlendis. Gat hann þess, að það væri nú í þriðja sinn að íslenzk myndlistar sýning væri haldin í Lúbeck, en fyrri sýningar voru 1928 — fyrsta yfirlitssýning íslenzkra málara, — og 1962. í lok ræðu sinnar þakkaði ræðismaðurinn sérstak- lega herra senator Heine fyrir vinsemd og áhuga á íslenzkum málefnum, en sýning Myndlistar félagsins hefði orðið að veru- leika- fyrst og fremst vegna persónulegs stuðnings senators- ins. Sýninguni var mjög vel tekið af gestunum, og er hún Mynd- listafélaginu og fslendingum til sóma. Hefur hún verið vel sótt, en hún stendur yfir til 1. októ- ber. Fer hún þá til Berlínar og e.t.v. víðar. DANSSKÓLI ASTVALDSSONAR mnMi Skólinn tekur til starfa mánudaginn 2. október. Barnaflokkar — Unglingaflokkar. Flokkar fyrir fullorðna einstaklinga. Flokkar fyrir hjón. — Byrjendur—Framhald. Innritun og allar upplýsingar daglega í eftirtöldum símum: REYKJAVÍK: 1-01-18 og 2-03-45 frá kl. 10—12 og 1—7. Kennt verður að Brautarholti 4. KÓPAVOGUR: 3-81-26 frá kl. 10—12 og 1—7. Kennt verður í félagsheimilinu. HAFNARFJÖRÐUR: 3-81-26 frá kl. 10—12 og 1—7 Kennt verður í Góðtemplarahúsínu. KEFLAVÍK: 2097 frá kl. 3—7. Kennt verður í Ungmennafélagshúsinu. DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS LIMGLINGAR „POP“ dansarnir í ár: SNEEKERS SOUL TOPOL OOH, LA, LA PUPPET DANCE (PUPPET ON A STRING) Gjöld óbreytt. Við kennum alla sam- kvæmisdansa og barna- dansa, jafnt þá gömlu sem þá allra nýjustu. Þjálfun fyrir alþjóðamerkið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.