Morgunblaðið - 23.11.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.11.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NÓV. 1937 Sveinn Benediktsson: Viðhorf í sjávarútvegs- og markaðsmálum FRÁ mörgum löndum berast nú fregnir um mikla örðugleika, sem sjávarútvegur og fiskiðnað- ur eiga við að etja sökum hins mikla verðfalls afurðanna. Er langt frá því, að séð verði hvem- ig þeim vandræðum muni lykta, en þau virðast fyrst og fremst stafa af mikilli og vaxandi fram- leiðslu sjávarafurða hjá þjóðum, sem til skamms tíma sintu fiskveiðum lítið sem ekk- ert, en nota sér tækni nútímans til þess að sækja á mið, sem áð- ur fyrr var ekki sótt á eða voru a'ðeins stunduð af þeim fiskveiði- þjóðum, sem næstar voru mið- unum og bezta höfðu aðstöðuna, áratugum eða jafnvel öldtun saman. Islendingar hafa yfirburði að því leyti, að landið liggur vel við fiskimiðum, og íslenzkir fiski- menn eru meðal hinna dugleg- ustu og þjálfuðustu í heiminum og útbúnaður sumra fiskiskip- anna, a.m.k. síldveiðiskipanna, með því fullkomnasta, sem þekk ist. Hinsvegar þurfum vér að selja aflann, að langmestu leyti, á erlendum mörkuðum og út- flutningsframleiðslan er mjög einhæf. Markaðsvandamálin á sjávar- afurðum víðsvegar um heim segja til sín hér á landi í ríkari mæli en annarsstaðar, þar sem vér íslendingar erum háðari sölu sjávarafurða en nokkur önnur þjóð. Marshall aðstoðin hjálpaði til þess að reisa Vesturlönd ur rúst- um ófriðarins. öll iðnaðarfram- leiðsla óx hröðum skrefum og þar með velmegun í iðnaðar- löndunum. Verð á vélum, tækjum og flestum öðrum iðnaðarvörum fór hækkandi svo og kaupgjald. Öðru máli hefur verið að gegna um mat- og fóðurvörur. Að vísu hefur framleiðsla þeirra farið stöðugt vaxandi, en verð þeirra hefur veri'ð háð mjög mikl um sveiflum og í heild farið lækkandi á heimsmarkaðinum á s.l. 10 árum. Fyrir um það bil tveimur ár- um dróg úr hinum öra hagvexti iðnaðarþjóðanna, þótt verð á iðn aðarvörum lækkaði ekki. Framleiðsla á landbúnaðarvör- um og sjávarafur’ðum hafði auk- izt gífurlega af ástæðum, sem nokkuð eru raktar í þessari "grein, að því er sjávarafurðim- ar snertir. Framleiðslan hefur orðið meiri en markaðarnir taka við I bili eins og málum er varið, nema með stórlækkuðu verði. Það er alkunna, að núverandi örðugleikar íslenzka sjávarút- vegsins stafa jöfnum höndum af alvarlegum aflabresti bæði á ibolfiskveiðum' á 8.1. vetrarvertíð og á síldveiðuim s.l. sumar og í haust samfara gífurlegu verð- falli á útflutningsafurðunum, einkum á bræðslusíldrafurðun- um, síldarmjöli og lýsi. Af þessum ástæðum er talið, að heildarverðmæti afurða til útflutnings muni á árinu 1967 minnka um allt að % saman- 'borið við árið í fyrra. Áhrifana af þessu mikla áfalli útflutningsframleiðslunnar gæt- ir í vaxandi mæli í öllum þjóðar búskap íslendinga. Á árunum 1960 til 1966 jókst heildarafli fiskiskipaflotans úr um 593 þúsund tonnum í 1.240 þúsund tonn og verðmæti út- tflutningsframleiðslu sjávaraf- urða út um 2.268 milljónum króna í um 5.673 milljónir króna. Þessi uppgrip sjávarútvegsins leiddu til hækkunar kaupgjalds í landinu um 125-150% í krónu- tölu og í raunverulegum kaup- mætti tímakaups um 30 til 40%. Hinn 11. nóvember s.L leit samanburður á síldaraflanum fyrir norð-austan land þannig út milli ársins í fyrra og yfirstand- andi árs: Árið 1966: Bræðslusíld 533 þúsund tonn Saltsíld 328 þúsund tunnur Samtals Árið 1967: Bræðslusíld 279 þúsund tonn Saltsíld 224 þúsund tunnur Samtals Munurinn er rúmar 1.000 milljónir króna, sem síldveiðarn- ar fyrir norð-austan land skila nú minna útflutningsverðmæti en í fyrra. Hér við bætist afla- bresturinn á vetrarvertíðinni og verðfall á hraðfrystum fiski, skreið, hvalafurðum o.fl. ★ ★ ★ Að sjálfsögðu spyrja margir: Eru líkindi til þess að afiabrest- urinn á bolfiskveiðum og síid- veiðum verði langvarandi? Enn er í gildi forna máltækið: „svipull er sjávarafli". Hin stór- aukna sókn fiskskipaflota margra þjóða á miðin í Norður- höfuim hefur að sjálfsögðu mikil áhrif. Hún leiðir m.a. af sér of- veiði sumra fisktegunda og smœkkandi stærð þess fisks, sem aflast, þar á meðal þorsksins, og minnkandi magn á skip m-eð sömu tækjum og úthaldstíma, móti því sem áður var. Mjög ískyggilegt er hve ís- lenzki síldarstofninn hefur minnkað mikið síðustu árin. Hlutfall íslenzka stofnsins var árið 1962 53% af aflanum fyrir Norð-Austurlandi, en var aðeins 3% 1966 og mun hafa verið enn.- þá lægra í sumar. Talið er að klak á síldarhrogn- um við Noregsstrendur hafi mis- heppnazt á árunum 1962-1966 þó virðist hafa ræzt betur úr ár- göngunum 1963 og ’64, en búizt hafði verið við í fyrstu. Gerir þetta aflahorfur á sildveiðum í hafinu norður og austur af ís- landi mjög tvisýnar á næstu ár- um, þegar nær allur stofninn á þessum slóðum er talinn vera af norskum uppruna, Styrkleiki Pólarstraumsins við Austur-Grænland befur farið vaxandi síðustu árin og orðið til til þess að sjórinn fyrir Norður- landi og Austfjörðum hefur ver- ið óvenjulega kaldur og hefur 'þessara áhrifa gætt langt norð- ustur í haf og að margra áliti valdið því, að síldin hefur und- anfarin sumur haldið sig lengra norðaustur af landinu m-eð hverju árinu, sem liðið hefur. Á veiðislóðum austur og norð- austur af landinu var í október mánuði og fyrrihluta nóvemiber 500 til 600 skipa floti rússneskra síldveiðiskipa, sem stunduðu veiðar með reknetum. Þessum flota fylgja mörg leitarskip og móðurskip. Auk þess hafa Rú-ss- ar fjölda veiðiskipa á öðrum slóð um á Atlandshafi. Skip margra annarra þjóða stunda einnig síldveiðar á sömu slóðum og fslendingar á sumrin, þar á meðal nokkur hluti norska síldveiðiflotans. Þá stundar fjöldi togara, enskra, þýzkra og annarra þjóða veiðar í Norður- höfum og hér við land allt árið um kring. Þessi mikla og vaxandi sókn á fiskimiðin hefur eins og áður er sagt mikil áhrif á fiskstofnana. Stundum hrökklast íslendingar af vissum veiðisvæðum af þess- um sökum, einkum á síldveiðun- um. ★ ★ ★ Áætlað útflutningsverðmæti: 1.359 millj. króna 516 — — 1.875 millj. króna Áætlað útflutningsverðmæti: 550 millj. króna 296 — — 846 millj. króna. Síldarflutningaskipin „Haf- örninn' ‘og „Síldin“ gerðu ís- lenzka síldveiðiflotanum kleift að sækja á hin fjarlægu mið, sem síldin hélt sig á í sumar. Komu flutningaskipin þannig í veg fyr- ít stöðvun síldveiðanna í sumar að flestra áliti. Alls flutti „Haförninn" 52.000 tonn og „Sildin“ 28.182 tonn. Auk þess birgðu flutningaskipin síldveiðiflotann að talsverðu 1-eyti af olíu, vatni og fleiri nauð- synjum. Að einu leyti var íslenzka síld arútgerðin eftirbátuT annarra þjóða, sem gerðu út á síldveiðar í Norðurhöfum. Þegar sumri var tékið að halla var miklu minni viðbúnaður á islenzku skipun- um til þess að salta síldina uim iborð, 'samanborið við viðbúnað útlendingia-, bæði um borð í veiði skipunum sjálfum og á móður- skipum. Nokkuð var flutt af ísaðri síld af fjarlægum miðum til verkun- ar í landi s.l. sumar, en það var ekki nemia í smáuim stíl. Tilraun- ir hafa verið gerðar til að flytja síld á tönkum með kældum sjó á undanförnum árum og voru endurteknar í sumar, en árang- ur virðist ekki góðu-r enn sem komið er. Hinsvegar er tia-lið að árangur af flutningum á síld með svipuðum hætti í skozku skipi hafi orðið sæmileguir, en þar var um að ræða flutning miklu skemmri vegalengd en hjá Íslendingum, og síldin notuð aðallega til reykingar. Norðmenn gerðu ei-ns og áður út reknetaskip og nokkur herpi- nótarskip, og söltuðu síldina um borð í skipunum. í sumar gerðu Norðmenn einn- ig út stórt móðurskip, m/s Kosmos IV, sem er hvalveiði- móðurskip í Suðurheimskia-uts- höfum á veturna. Um borð í skipi þessu voru saltaðar 25.700 tunnur, aðallega á Bjarnareyja- svæðinu. Slíkir leiðangnar eru dýrir og þurfa mikinn undirbún- ing. Þá gerðu Norðmenn út eitt skip, m/s Uksnoy, sem verkaði síldina um borð í tönkuim í stað þess að salta hana í tunnur. íslendingiar veittu norsku skipi,, m/s Kloster, sem sérstak- lega hafði verið útbúið til þess að flytja ísvarða síld í kössum, sérstaka athygli. Voru sendir h-éðan tveir menn í byrju-n októ- ber-mánaðar til þess að kynna sér útbúnað þessa skips og flutn- ingamöguleika þess. Kom í ljós, að skipið hafði flutt miklu minna magn, en við hafði verið búizt og kostnaður var tiltölulega mjög mikill. Loks, er komið var fram í septembermánuð, voru tuinnur og salt setta-r um borð í nokkur. íslenzk síldveiðiskip með það fyrir augum að salta síldina um borð, ýmist m-eð þvi að moka eða láta síldina heila renna í tunnurnar um leið og hún væri söltuð eða hausskera hana og slógdraga og salta með sama hætti og í landL Reynslan í sumar hjá íslend- ingum og öðrum virðist benda til þess, að unnt sé að salta og h-aus- skera 500 til 3000 tunnur a.m.k. um borð í hverju hinna stærri síldveiðiskipa yfir sumartím- an-n, ef síldveiði verður svipað háttað og var s.L sumar. Með þessu myndu vinnast mik- il útflutningsverðmæti, sem ann- -ars færu forgörðum, því að verð- mæti verkaðrar síldar er marg- falt á við sama síldarmagn, sem fer til bræðslu. Að sjálfsögðu þyrfti mikinn undirbúning til þess að þetta mætti takast, bæði viðbúnað um Sveinm Benediktsson iborð í veiðiskipun-um og birgða- skip til að birgja síldveiðiskipin að tu-nnum, salti og öðrum nauð- s-ynjum og til -að taka á móti síldartunnunum hjá skipunum að einhverju leyti a.m.k. Síldin yrði síðan flutt i land á söltun- arstöðvarnar til skoðunar og verkunar áðuT en hún yrði flutt út. Að sjálfsögðu myndu söltun- arstöðvarnar au-k þessa halda áfram að salta síld, sem þeim bærist á venjulegan hátt. Þetta er ekki auðvelt í fram- kvæmd, en að mínum dóm-i lík- legasta ráðið til þess að unnt verði að halda áfram að flytja út saltsíld frá íslandi í svipuðum miæli og verið hefur. Tak-a þarf til athugunar hvern- ig megi koma við meiri flökun á síld en verið hefur til þessa. ★ ★ ★ Eins og áður en minnzt á, hef- ur fjöldi þjóða, sem áður stund- uðu fiskveiðar í smáum stíl, aukið fiskiskipa-flota sína í rík- um mæli og fært sér í nyt ný- tízku tækni, ekki sízt með bygg- ingu stórra móðurskipa, sem fylgja flotanum eftir. Þessi skip eru búin hraðfrystitækjum og öðrum tækjum til hagnýtingar aflans. Framkvæmdir Rússa eru stórfelldastar í þessum efnum. Rússar hafa sett sér það tak- mark að ársaflinn verði orðinn 8.5 milljónir tonna árið 1970. Bjóða þeir þegar saltsíld í sam keppni við íslendinga á mörk- uðunum í Mið-iEvrópu, Norður- löndu-m og Bandaríkjunum. Japanir stunda fiskveiðar m.a. við vesturströnd Afríku og styðj-ast við móðurski-p útbúin hraðfrystitækjum og öðrum fisk- vinnslutækjum. Suður-Afríkumenn hafa stór- aukið fiskveiðar sínar. Fundin eru út af austurströnd Suður-Ameríku sunnanverðri mjög víðáttumikil og auðug fiskimið. Flestir kannast við hina gífur- legu aukningu á anchovetu-veið- um Perú-manna, sem lítið gætti fyrir 10 áruim, en nemur nú 8 til 9 milljónum tonna árlega. Fram- leiðsla Perú-manna af fi-skimjöli er áætluð á þessu ári um 1,6 til 1,7 milljónum tonna. Er það meira en helmingur af áætlaðri útflutningsframleiðslu fiskmjöls í heiminum. í s.l. októbermánuði nam fram-leiðsla Perú-manna af fiskmjöli 233 þúsund tonnum. Síldar- loðnu- og m-akrílveiðar Norðmanna hafa aukizt mjög síð an 1964, eftir að þeir fóru að beita hinni nýju veiðitæknL Heildar búklýsis-framleiðsla Norðmanna var 1964 84000 tonn og fiskimjölsframleiðsla 169.000 tonn. Vegna þess að aflageta síldveiðiflotans er miklu meiri 1 -N-oregi, en afköst vinnslustöð-v- anna í landi, urðu Norðmenn að setja á hvert veiðibannið á fætur öðru s.l. sum-ar og m.a. að gefa ,,veiðifrí“' við Vestur-Noreg í 3 vikna tíma í sumar. Engu að síð- ur varð metafli. Úr síldar-, loðnu- og m-akríl- afla sínum er áætlað að Norð- menn fái nú í ár um 550.000 tonn af mj-öli og um 300.000 tonn af lýsL iHeildarfr-amleiðsla á búklýsi hér á landi í ár fram til 20/11. sl. er talin nema um 68.000 tonn um og heildarframleiðsla allra tegunda fiskmjöls um 107.000 tonnum til sama tíma. Á árinu 1966 nam framleiðsla af búklýsi 122.000 tonniun og af fiskmjöli 178.000 tonnum. ★ ★ ★ Verð á bræðslusíld norðan- lands og -austan var ákveðið 1. júní s.l. af meirihluta yfirnefnd- ar Verðlagsráðs sjávarútvegsins kr. 1,21 pr. kg. og 22 aurum lægra, ef síldinni væri umskip- að út veiðiskipi í flutningaskip utan hafnar. Þetta verð skyldi gilda fyrir júní og júlímánuð. Síðan hefur verðið verið fram- lengt óbreytt tvisvar sinnum og gildir áfram til n.k. áramóta. Vorið 1966 var verð á síldar- lýsi um £ 76-0-0 til £ 80-0-0 cif per tonn og á síldarmjöli um 20 s'hillingar fyrir proteineiningu í tonn cif. Þegar bræðslusíldarverðið var ákveðið s.l. vor, var verð á síldar lýsi áætlað £ 48-0-0 fyrir tonn cif og verð á síldaimjöli 15 sh. 9d. fyrir proteinseiningu í tonni cif. Þótt þetta verð hefði fengizt, sem ekki v-arð, vantaði skv. áætlun Síldarverksmiðja ríkisins um 21 milljón króna eða um 11 aura á hvert kíló á að rekstur verksmiðanna bæri sig, þótt ekki væru reiknaðar fyrningar. Við bráðabirgðauppgjör á rekstri Síldarverksmiðja ríkis- ins, sem gert var 31. okt. s.l. nemur tap verksmiðjanna í ár til þess tíma 31 milljón króna auk fyrningaafskrifta, og stafar hið aukna tap, frá því sem S.R. höfðu áætlað tapið í vor, af áframhaldandi verfalli á afurð- unum á þessum tíma og hefur þá verið tekið tillit til hærri hundraðshluta af lýsi, en áætlað hafði verið. Eins og ljóst er af framanrit- uðu, hefur tapið af verðfalli bræðslusíldarafurðanna verið borið up-pi að verulegu leyti af síldarverksmiðjunum og valdið því, að þær eru allar reknar með miklu tapi á þessu ári. ★ ★ ★ í aprílmánuði s.l. ákváðu Norðmenn bræðslusíldarverðið N.kr. 22.50 fyrir hektólíter mið- að við 18% fitu. Er þetta verð sem næst ísl. kr. 1,42 fyrir kílóið. Hinn 10. okt. lækkuðu Norðmenn verðið niður í N.kr. 14,29 fyrir hektólíter, eða sem næst 90 aura íslenzka per kíló. Er þetta lækk- un hjá þeim á bræðslusíldarverð inu síðan í vor um 36,6% og ef miðað er við árið í f-yrra um 57%. Norska bræðslusíldarverðið er því miklu lægra en íslenzka verðið, þrátt fyrir það, að Norð- menn greiða sama og ekkert í út- flutningsgjöld á síldarafurðum, en íslendingar 9,7%, sem varið er til greiðslu vátryggingarið- gjalda fiskiskipa og annarra hagsmunamála útvegsins. Þá greiða Norðmenn lægri flutn- ingsgjöld á afurðunum. Þeir- Framh. á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.