Morgunblaðið - 23.11.1967, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.11.1967, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NÓV. 1967 Leitað á Irmu. — Erlent yfirlit Fraimh. af bls. 15 þetta virki, og Bandaríkjamenn urðu að senda liðsauka á vett- vang. Norður-Víetnammenn hafa sjaldan gert eins öflugar árásir á Bandaríkjamenn og við Dak menn upistórskotaárásum á To og á öðrum stöðum á miðhá- lendinu í haust. Fyrir einni viku var sagt, að fjögur norður-víet- nömsk herfylki tækju þátt í árás inni á Dak To, alls um 6.000 menn, og um 1.000 hefðu fallið, en samkvæmt því hefur mannfall í liði þeirra verið fimm sinnum meira en mannfallið í liði Banda ríkjamanna og Suður-Víetmanna. Um helgina dró úr bardögun- um við Dak To, og í Saigon er nú reynt að svara þeirri spurn- ingu, hvað búi á bak við hinar hörðu árásir fjandmannanna. — Einfaldasta skýringin er sú, að Norður-Víetnammenn hafi viljað ná Dak To á sitt vald, en þar er ein mikilvægasta bækistöð 4. bandaríska herfylkisins. En bandarískir herforingjar telja, að aðaltilgangurinn hafi verið sá að neyða Bandaríkjamenn til að senda öflugan liðsauka á vett- vang, þannig að raðir þeirra yrðu þunnskipaðar 'á öðrum svæðum. Þetta tókst. Liðsauki var send- ur frá Bhindinh-héraði á strönd- inni og Phuyen, sem er næsta hérað við Bhindinh, en á báðum þessum svæðum hafa skærulið- ar verið öflugir um 20 ára skeið. Sennilega er það engin tilviljun, að uppskera á hrísgrjónum stendur nú yfir í Bhindinh og Phuyen. Fréttir herma, að Víet- congmenn hafi yfirgefið felu- staði sína I hæðunum til þess að hjálpa við uppskerustörfin og krefjast sinn hluta hrísgrjón- anna. — Tímabundin fjarvera tveggja herdeilda, alls um 5.000 hermanna, dró úr líkum á því, að þessara sjálfboðaliða við upp- skeruna yrði vart. Ein skýringin er sú, að Víet- congmenn og Norður-Víetnam- menn hafi vonað að þeir gætu valdið nýju stjórninni í Saigon erfiðleikum með því að valda truflunum á friðunaraðgerðum og vinna einn eða fleiri sigra á „meginliðsstyrk" Bandaríkja- manna auk þess sem áhrifin gætu orðið þau í Bandaríkjun- um, að sú skoðun fengi almenn- ara fylgi nú er forsetakosning- arnar nálgast, að ógerningur sé að vinna sigur í styrjöldinni. Egyptar áfell- ast ekki Masser NASSER Egyptalandsforseti er enn traustur í sessi og ekkert bendir til þess að vinsældir hans hafi rýrnað. Hann er enn- þá áhrifamesti leiðtoginn í héimi Araba og sennilega eini leiðtog- inn sem Egyptar eiga völ á, þrátt fyrir hinn niðurlægjandi ósigur fyrir fsraelsmönnum og bágborið ástand í efnahagsmál- um. Þótt egypzku stjórninni hafi ekkert miðað áfram í því að fá fsraelsmenn til að yfirgefa Sinaiskaga heldur stjórnin á- fram að gefa yfirlýsingar, sem eru ögrandi í garð ísraelsmanna. Hinn óopinberi talsmaður Nass- ers, Heykal, ritstjóri A1 Ahram, skoraði nýlega á þjóðina að búa sig undir langa og miskunnar- lausa styrjöld við ísraelsmenn. Sennilega er Nasser eini for- ystumaður Egypta sem fengið gæti þjóðina til að sætta sig við einhvers konar samkomulag við ísraelsmenn. Þetta hefur hann ekki reynt að gera og afleiðingin er sú að ef hann eða einhver annar forystumaður tæki skyndi lega þá ákvörðun að slaka til gagnvart fsraelsmönnum mundi það vekja megna andúð. En Nasser telur bersýnilega að hann þurfi ekki að láta undan. Síðan upp komst um hið mis- heppnaða samsæri Amers mar- skálks gegn honum í sumar telur hann að hann þurfi ekkert að óttast af hálfu hersins. Matvæla- birgðir eru töluverðar í landinu og hann hefur fengið loforð fyr- ir matvælum erlendis frá þannig að hann telur að ekki þurfi að óttast matvælaskort fyrr en næsta vor. Mikilvægast er, að óánægja al- mennings vegna hrakfaranna fyr ir ísraelsmönnum hefur beinzt gegn hernum en ekki honum sjálfum, eða borgaralegum yfir- völdum. Miðstéttirnar eru orðnar þreyttar á stjórninni, en þær mega sín minan en herinn og æstur múgur verkamanna. — Ó- spart er kvartað yfir skorti á vörum, olíuskömmtun og léleg- um vörugæðum, en óánægjan beinist gegn stjórninni í heild en ekki Nasser sjálfum. Flestir telja, að ef kosningar væru haldnar á morgun, færi Nasser með sigur af hólmi. Þrátt fyrir mikinn álitshnekki er- lendis hefur Nasser einnig hald- ið áhrifum sínum meðal leið- toga Arabalandanna. Þótt Nasser sé háður láni frá Feisal Saudi- Arabíukonungi og verði að þola harðar árásir Sýrlendinga og Alsírmanna eru áhrif hans enn mikil eins og sjá má á því að hin ar andstæðu fylkingar þjóðernis sinna í Suður-Arabíu hafa snúið sér til hans í von um að hann geti miðlað málum í deilum þeirra. Byltingarstjórnin í Jem- en lýsti þegar í stað yfir stuðn- ingi við Nasser. Þegar stjórnir Jórdaníu og Súdan ákváðu í síðustu viku að þær vildu að æðstu menn Araba héldu nýja ráðstefnu ákváðu talsmenn þeirra að gefa yfirlýsingar sínar þar að lútandi í Kaíró. Áhrif Nassers eru enn töluverð. Japanir vonsviknir ÞRÁTT fyrir loforð bandcirísku stjómarinnar um að skila Bonin- eyjum hefur heimsókn Satos for- sætisráðherra til Washington valdið töluverðum vonbrigðum í Japan. Megintilgangur heim- sóknarinnar var að komast að samkomulagi við bandarísku stjórnina um Okinawa, þar sem Bandaríkjamenn hafa mikilvæga herstöð, en það tókst ekki. — Japanir vilja, að þessari eyju verði skilað, og Sato vonaði, að bandaríska stjórnin mundi gera einhverjar tilslakanir í þessu máli. Vonir hans hafa ekki rætzt, enda þótt hann lýsti því yfir eftir viðræður sínar við Johnson forseta, að hann vænti þess, að eitthvað yrði aðhafzt í málinu á næstu árum. Sato forsætisráðherra hefur lýst yfir fylgi við stefnu Banda- ríkjastjórnar í Víetnammálinu og tekið óvinsæla afstöðu í nokkrum málum, sennilega í von um, að Bandaríkjamenn slaki til í Okinawa-málinu. Þannig hefur Sato bakað sér mikla pólitískra erfiðleika. Samkvæmt samkomu- lagi er stjórnir Bandaríkjanna og Japans gerðu á sínum tíma um Okinawa kemst eyjan aftur und- ir japönsk yfirráð að 22 árum liðnum. fbúar eyjarinnar eru um ein milljón. Herstöðin í Okinawa hefur mikla þýðingu fyrir Bandaríkja- menn, ekki sízt vegna styrjald- arinnar í Víetnam. En bandarísk blöð, sem hafa gagnrýnt stjórn- ina í Washington fyrir að sýna ekki meiri samkomulagsvilja í viðræðunum við Sato forsætis- ráðherra, benda á, að varnar- Lundúnarabb Framfli. af bls. 5 við skulum vona, að Irmu verði ekki meint af. Leiddist sjómennsikan ER ÁHÖFN sovézka skipsins „Volga“ hélt hátíðlegt 50 ára afmæli rússnesku byltingar- innar nú fyrir skemmstu í Manchester, laumaðist ein af skipsþernunum, Antonia Komarova frá borði og týnd- ist. Lögreglunni var tilkynnt samningur Bandaríkjanna og Japans verði uppsegjanlegur 1970, og verði Okinawa-málið ekki leyst fyrir þann tíma fái þau öfl í Japan, er berjast fyrir því að Japan segi sig úr banda- laginu við Bandaríkin, byr í segl- in. Mikilvægi Okinawa blikni í samanburði við mikilvægi banda lagsins við Japan og samkomu- lag verði að takast á næstu tveim ur árum, annað hvort þannig að eyjunni verði skilað eða þannig að Bandaríkjamenn lýsi því yf- ir, að þeir muni láta af yfirráð- um sínum að vissum árafjölda liðnum. í Tókíó hefur tilkynning sú, er gefin var út að loknum viðræð- um Satos og Johnsons vakið þó nokkra óánægju, og er sagt að um hvarf hennar og leit var hafin. En leitin var ekki löng, •því innan skamms gaf ung- frúin sig fram við lögreguna og fór fram á að hún yrði send heim. Það kom í ijós, að sbúlkan hafði ekki strokið til að leita sér pólitísks hælist, heldur einfaldiega vegna þess, að henni lei'ddist sjó- menns'kan. Hún flaug frá London til Moskvu í gær og kvaðst ætla að leita sér að annarri vinnu. forsetinn hafi fengið forsætisráð herrann til að lýsa yfir fylgi við óvinsæl sjónarmið, svo að hann verði berskjaldaður fyrir árásum andstæðinga sinna, bæði í flokki sínum og utan hans. Hingað til hefur Sato forðast að leggja dóm á stefnu Kínverja, þar sem Jap- anir eiga töluverð viðskipti við þá, en nú tók hann undir af- stöðu Bandaríkjastjórnar. í Víet- nam-málinu hefur Sato áður hvatt varfærnislega til þess, að friðarviðræður verði hafnar og loftárásum hætt, en hann hefur aldrei áður gert það í opinberu skjali. Okinawa-málið og yfirlýsingar 1 hinni opinberu tilkynningu um varnarmál munu sæta gagnrýni vinstrisinna og hlutleysissinna, og íhaldsmenn eru óánægðir með loforð Satos um aukna aðstoð við þróunarlöndin. Síðan í fyrra hafa Bandaríkiamenn lagt fast að Japönum að taka aukinn þátt í vörnum Asíu og auka áhrif sín í efnahagsmálum og stjórnmál- um álfunnar, en um þetta eru skiptar skoðanir í Japan. Washington, 13. nóv. AP. Fimmtíu og fimm ára gamall maður skaut konu sína til bana í skrifstofu í dómsmálaráðuneyt- inu í Washington og lokaði sig síðan af í tvær klukkustundir, áður en hann framdi sjálfsmorð. Atburður þessi gerðist í 10 hæða byggingu, sem er í notkun banda ríska dómsmálaráðuneytisins, í þann mund, er þúsundir starfs- manna stjórnarráðanna voru að fara frá skrifstofum sínum, að loknum vinnudegi. — Lögreglan reyndi árangurslaust að telja manninn á að varpa frá sér skammbyssunni og koma út. New York, 13. nóv. AP. Hafkönnuðurinn Jacques Pic- card kom til New York á mánu- dag í því skyni, að undirbúa ferð neðansjávar, en þar ætlar hann að láta sig „reka“ með Golf- straumnum frá Palm Beoch í Florida til Halifax í Nova Scotia. Þessi svissneski hafkönnuður, sem nú er 45 ára að aldri, hyggst far þessa ferð í nýjum ranm- sóknarkafbáti, sem verið er að smíða í Svisslandi. Sunnubúöin sf. auglýsir Höfum tekið við rekstri verzlunarinnar að Skaftahlíð 24, (áður Lídókjör) og rekum hana undir nafninu SUNNUBÚÐIN. Hér eftir, sem hingað til munum við leggja megináherzlu á að hafa jafnan sem fjölbreytt- ast vöruúrval í verzlunum okkar. Vekum sérstaka athygli á hagkvæmu verði, þegar keypt er í heilum pakkningum, eða mik- ið magn í einu af hverri tegund. frá eigin kjötvinnslu: Kjötfars, bjúgu, kjötbúðingur, fiskbúðingur og alls konar álegg. SUMMLBliÐIN Sörlaskjóli 42. Nýlenduvörur. SLMMLBLIHM Mávahlíð 26. Kjötvörur, nýlenduvörur, sölutum. SLMMLBLÐIM Skaftahlíð 24. Kjötvörur, nýlenduvörur, sölutum. SLMMLBLÐIM Langholtsvegi 17. Kjötvörur Nýlenduvörur. kjötvinnsla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.