Morgunblaðið - 23.11.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.11.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NÓV. 1967 19 — Markaðsmál Fraimlh. aí bls. 10 þurfa ebki að ffreiða innflutnings tolla af þessum afurðum í EFTA löndum. Norðmenn þurfa ekki að liggja eins lengi með birgðir og greiða lægri vextL Þá erú ýmsar rekstrarvörur þeirra ódýrari en á íslandL þar á mieðal ol'ía. Loks greiðir norska ríkið I ár a.m.k. 720 milljónir króna styrk til sjávaxútvegsins og er tekna aflað með sköttum á verzl unarflota, viðskipti og iðnað Norðmanna. Þegar þetta er athugað sést, að munurinn á bræðslusíldarverð- inu á íslandi og í Noregi er miklu meiri en hann virðist vera í fljótu bragði. Því miður er högum síldar- verksmiðjanna ekki þannig hátt- að á íslandi, að þær geti til lang- frama risið undir svo miklum hallarekstrL sem þær hafa átt við að etja á þessu ári, ★ ★ ★ Stóraukin framleiðsla annarra þjóða, versnandi markaðir og Viðskiptkjör fyrir íslenzkar sjáv- arafurðir í ýmsum löndum hafa skapað þennan vanda. Ég er sammála ályktun meirihluta stjórnar Landssambands isL út- vegsmanna, sem samþykkt var á fundi stjórnarinnar fyrir skömmu, með 14 atkvæðum gegn 1, um það að rétt sé að ísland gerist aðili að EFTA. Ályktunin var svohljóðandi: „Þar sem sjávarútvegur ís- lendinga á nú í vök að verjast vegna aflabrests og gífurlegs verðfalls afurðanna og ísland er eina ríkið í Vestur-Evrópu, sem ekki hefuT ennþá gerzt aðili að, eða hafið viðræður um upptöku í BBE eða EFTA, og þeir sem utan við þessi bandalög standa, sæta stöðugt versnandi við- skiptakjörum, miðað við aðildar- ríkin að bandalögunum, þá skor- ar L.Í.Ú. á Alþingi og ríkiss-tjórn að semja, svo fljótt sem við verð- ur komið, um aðild að Fríverzl- unarbandalaginu (BFTA) til þess að tryggja að útflutningur íslenzkra sjávarafurða njóti ekki lakari viðskiptakjara en gilda um sjávarafurðir í við- skiptum þessara landa. Jafnframt fari fram athugun á aðild íslands að Efnahags- bandalagi Evrópu (EBE), þar sem sérhagsmunir íslands séu tryggðir". Að sjálfsögðu þurfum vér ís- lendingar að reyna að selja út- flutningsvörur vorar á sem hag- stæðastan hátt á hinum ýmsu mörkuðum. Hefur ekki sú leið, sem Jón Gunnarsson valdi til þess að koma hraðfrysta fiskin- um inn á ameríska markaðinn, reynst svo hagstæð, að vert sé að reyna hana í enn stærri stíl þar og jafnframt annarsstaðar? Leiðin var sú, að flytja mik- inn hluta fiskflakanna inn til Bandaríkjanna í „blokkum“, sem síðan eru matreiddar í neytendaumbúðir í verksmiðju, sem Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna reisti og rak í þessu skyni. Hefur S.H. nú byggt nýja verk- smiðju á öðrúm stað, sem tekur til starfa áður en langt um líður. S.Í.S. hefur og reist verksmiðju í Bandaríkjunum í sama skyni í kjölfar fyrri verksmiðju S.H. Við þessa aðferð vinnst það, að fiskflökin koma sem. hráefni til neyzlulandsins og lenda í lægsta tollflokki. Ekki þarf að matreiða þau fyrr en eftir hend- inni skv. því sem markaðurinn segir til á hverjum tíma. Ef flökin væru miatreidd hér á landi þyrfti að flytja inn til þess talsvert hráefni. Einnig væri hætta á skemmdum vörunnar í flutningum hennar á markaðs- stað og erfiðara að fylgjast með þörfum kaupendanna á hverj- um tíma og vaxtatap mikið. Þá yrði flutningskostnaður meiri og miklu dýrari þegar á hann hlæðist innflutningstollur er- lendis af hærri upphæð en áður, auk þess sem varan lenti í hærri tollflokki. Hraðfrystar vörur ryðja sér æ meir til rúms í heiminum og ekki sízt í Evrópu. Tel ég að ekki megi dragast lengur að hefja aftur undirbún- ing að því að komast inn á Evr- ópumarkaðinn með hraðfrystan fisk eftir sömu eða svipuðum leiðum og í Ameríku. En því miður var því undir- búningsstarfL sem S.H. hafði byrjað á í þessu skyni í Bret- landi og Hollandi hætt að mestu eða öllu leyti fyrir fimm árum. ★ ★ ★ Eins og tekizt hefur að marg- falda veiðisvæði íslenzka síld- veiðiflotans með hinum stóru síldarflutningaskipum og stærri og betur útbúnum síldveiðiskip- um, þá þarf að gera hliðstæðar ráðstafanir varðandi bolfiskveið- ar með eflingu togaraflotans. fslenzku togararnir eru einu fiskiskipin, sem sótt hafa veiðar á bolfiski á fjarlæg mið til lang- frama, oftast með góðum ár- angri. Síðustu 15 árin hefur tog- araflotanum - farið hnignandi vegna misréttis í sambandi við svonefndan bátagjaldeyri og vegna útfærslu landhelginnar. Sjálfsagt virðist vera að leyfa þeim 22 togurum, sem enn eru gerðir út, ásamt bátum, sem tog- veiðar stunda, að veiða inn að gömlu land'helgisMnuni á vissum tilteknum svæðum á vissum árstímum. Það liggur í augum uppL að nauðsynlegt er að endurnýja tog- araflotann til þess að auka sókn- arsvæði íslenzkra fiskiskipa á fjarlægum miðuim. Sú endumýj- un verður þeim mun léttbærari fyrir alla aðila, sem meiri skyn- semi er sýnd í sambandi við hag- nýtingu íslenzku landhelginnar. Heildarhagsmunir þurfa þar að ráða í samráði við álit fiskifræð- inga, en ekki ímyndaðir hags- munir eða þröngsýn hreppa- pólitík. Togaraútgerðin er undirstaða hraðfrystihúsanna og annarra fiskverkunarstöðva í Reykjavík og hinum stærri kaupstöðum. ★ ★ ★ í s.l. febrúarmánuði var fyrir atbeina ríkisstjórnarinnar skip- uð nefnd til þess að athuga rekst- ur hraðfrystihúsanna og gera tillögur til úrbóta. Nefnd þessi hefur látið gera ýmsar athuganir á rekstrinum og mun skila áliti síðar. Eyjólfúr ísfeld, framkvæmda- stjóri S.H. sagði á fundi um sjáv- arútvegsmál hinn 9. nóvember s.l., þegar hann hafði rætt um erfiðleika hraðfrystihúsanna: „Engum þarf að koma á óvart miðað við þetta að 8-10 frystihús hafa orðið að hætta rekstri um lengri eða skemmri tíma. Fimm þessara húsa framléiddu fyrir um 100 milljónir s.l. ár. Miklu fleiri frystihús væru nú stöðvuð, ef ekki hefðu komið til þeir vara sjóðir, sem ég áður minntist á, sérstök fyrirgreiðsla banka og annarra lánastofnana í ýmsum tilfellum og loks bein framlög bæjar- og sveitarfélaga. Er nú fyrirsjáanlegt, að ef ekki verður úr bætt um starfsgrundyöll, munu bæjar- og sveitarfélög á ýmsum stöðum þurfa að taka að sér reksturinn vegna atvinnu- ástands og jafna tapinu í útsvör- um á ibúa sveitarfélaga". Aukafundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna samþykkti eft irfarandi tillögur: „Aukafundur S.H., haldinn í Reykjavík 23. október 1967, vísar til samþykkta um nauðsyn þess, að hraðfrystiiðnaðinum sé skap- aður viðunandi starfsgrundvöll- ur. Telur fundurinn, að eigi megi lengur dragast að gengi íslenzku krónunnar verði rétt skráð, eða aðrar þær ráðstafanir gerðar, sem koma útflutningsframleiðsl- unni að sömu notum. Verði slíkt eigi gert hið bráðasta, mun meg- inhluti hraðfrystiiðnaðarins stöðvast innan tíðar. Treystir fundurinn á, að stjórn arvöld geri hið fyrsta viðeigandi leiðréttingarráðstafanir vegna útflutmngsframleiðslunnar, svo að ekki þurfi að koma til rekstr- arstöðvunar". „Aukafundur S.H., haldinn í Reykjavík, 23. október 1967, ítrekar fyrri áskoranir til ríkis- valdsins um, að aðstöðugjald á fiskiðnaði verði fellt niður og ennfremur, að rafmagn til fisk- iðnaðar verði lækkað og selt á svipuðu verði og til annars orku- freks iðnaðar“. Þá hefur önnur nefnd ásamt stjórn Landssambands ísl. út- vegsmanna starfað að því und- anfarnar vikur að gera tillögur um ráðstafanir sem skapa eiga rekstrargrundvöll fyrir bátaút- veginn á komandi árL Verða þessar tillögur lagðar fyrir aðal- fund L.Í.Ú., sem haldinn verður í byrjun næsta mánaðar. ^ Aðal skreiðarmarkaður íslend- Ver doktors- ritgerð LAUGARDAGINN 26. nóv. n.k. fer fram doktorsvörn við lækna deild Háskóla fslands. Mun Guð mundur Björnsson læknir þá verja rit sitt „Primary Glauc- oma in Iceland" fyrir doktors- nafnbót í læknisfræði. Andmæl- endur af hálfu læknadeildar verða dósent Kristján Sveinsson og prófessor dr. Júlíus Sigurjóns son. Sprengja í 99Fri5arhofinu4< Cairdiff, Wales, 17. nóv. AP-NTB. SKÖMMU áður en viðræður í fundarsailnum „The Temple of Peace“ í borgarmiðstöðinni í Cardiff áttu að hefjast, sprakk sprengja, sem komið bafði verið fyrir rétt fyrir ofan anddyrið. Til fundarins var boðað til að ræða fyrirhuguð hátíðahöld, sem þar eiga að fara fram í tilefni af útnefningu enska ríkisarfans, seim Prins af Wales, vorið 1969. Von var á Snowdon, lávarði, til viðræðnanna, en þegar atburður- inn gerðist, var enginn í hygg- ingunni. Lögreglan segist ekki geta fullyrt, hverjir sökudólg- arnir séu, en velskir þjóðernis- sinnar hafa hótað öllu illu eff af hátíðahöldum þessum verður. Skömmu eftir að sprengjan spirakk safnaðist all stór hópur Wales- manna saman við and- dyrið og héldu menn á mótmæla spjöldum „Wales á að borga 2,500 pund fyrir enskan prins“, en það er sú upphæð, sem Walesmenn segja, að hátíðahöldin muni k°Lögreglan dreifði hópnum og handtók níu manns, sem neituðu að hlýða fyrirskipun hennar. Corue de Murville um: Utanríkisstefnu Frakklands París, 18. nóv. — AP UTANBÍKISRÁÐHERRA Frakk lands, Couve de Murville, sagði í ræðu um utanríkisstefnu Frakklands á föstudag, að þegar Víetnam-stríðinu væri lokið og gjaldeyriserfiðieikar Bandaríkj- anna yfirstignir mundi Frakk- land aftur sættast heilum sátt- um við Bandaríkin. De Murville varði einnig afstöðu Frakka til Bretlands varðandi Efnahags- bandalagið, og stuðning Frakka við aðskilnaðarstefnu franskra Kanadamanna í Quehec. De Murville sagði m.a.: „Þeg- ar gj aldeyriserf iðleikarnir í Bandaríkjunum hafa verið yfir- stignir og Víetnam-stríðinu er lokið munum við aftur verða vinir án skilmála og sérstaklega án slæmra skilmála." Þá sagði de Murville, að Frakkland mundi halda áfram að selja vopn til landanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Sagði hann, að vopnasendingarnar væru engin hernaðarleg ógnun við ísrael, og vissu það allir, nema ísrael. Þá fordæmdi utan- ríkisráðh. uppgang ný-nazism- ans í V-Þýzkalandi, en bætti því við, að þessi hreyfing nyti ekki almenns fylgis og afstaða Frakk lands til V-Þýzkalands væri byggð á þeirri hugmynd, að þar stæði lýðræði föstum fótum. ★ ★ * inga hefur lokazt á þessu ári vegna borgarastyrjaldar í Níger- íu, sem enginn veit hvenær kann að ljúka, en ekki verður fjölyrt um það hér vegna þess að mjög greinargóðar upplýsingar komu um þennan þátt útvegsfram- leiðslu vorrar hér í blaðinu s.l. sunnudag. ★ ★ ★ Örðugleikar þeir, sem nú steðja að íslenzku þjóðinni eru mjög alvarlegir, en vegna upp- byggingarstarfsins á undanfórn- um árum eru íslendingar þrátt fyrir allt betur búnir til þess að mæta örðugleikunum en nokk- urn tíma áður, þegar syrt heffur í álinn,. Hér má ekki hefjast barátta allra gegn öllum, heldur verður að rifa seglin og eyða ekki meira en aflað er, en halda þó umfram allt svo á málum, að ekki komi til atvinnuleysis. Reykjavík, 21. nóv. 1967. Sveinn Benediktsson. PILTAR, Wwl EFÞlÐ EIGI0UNHU5TUNA ÞÁ Á ÉG HRINCrANA / /4<ttr/sfr<x/f S V Mfflunumuni BlLAR Seljum ídag Rambler American árg, 65,' 66. Ramlber Marlin árg. 65. Rambler Classic árg. 63, 64, 65. DKW árg. 63, 64. Renó R 8 árg. 63. Opel Record árg. 62. Opel Caravan árg. 62. Opel Capitan árg, 59. Volvo Amazon árg. 63. Dodige árg. 66. Notið síðasta tækifæri á góðum kaupum. Hagstæðir greiðsluskil. málar. Rambler- - MAMVILLE glenillareinangrunin JON umboðið LOFTSSON HF.I Hrirrgbraut 121 — 106001 llllllllllllllllllll BiLAKAUP. ÍVel meS farnir bílar tilsöluj 1 og sýnis (bflageymslu okkar I að Laugavegi 105. Tækifæri til að gera góð bílakaup.. — | Hagstæð greiðslukjör. — Bílaskipti koma til greina. Falcon, einkabíli árg. 66. Chevrolet Impala árg. 64. Rússajeppi (stórt hús) árg. 66. Volkswagen árg. 65, 66, Taurnis 17 M station árg. 62, 64. Bronco árg. 66. Rambler American árg. 61. Zephyr 4 árg. 66. Chverolet Belair árg. 62. Trabant, fólksbíll árg. 66. Prinz árg. 62. Opel Record árg. 62. Moskwitch árg. 62, 64. Ford Custom árg. 64. Taunus 12 M árg. 64. Taunus 17 M árg. 63. Anglia station árg. 62. Willy’s jeppi árg, 64, 67. Skoda Octavía árg. 62. Cortina station árg. 63. Comet sjálfskiptur árg. 63. Tökum góða bíla í umboðssölu| | Höfum rúmgott sýningarsvæði innanhúss. , UMBOOIÐ SVEINN EGILSSON H.F. LAUGAVEG 105 SIMI 22466 Fleiri og fleiri nota Johns- Manville glerullareinangrun- ina með álpappírnum Enda eitt bezta einangrunar- efnið og jafnframt það langódýrasta. Þér greiðið álíka fyrir 4” J-M glerull og 2y4” frauð- plasteinangrun og fáið auk þess álpappír með! Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Sendum um land allt — Jafnvel flugfragt borgar sig. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121. - Sími 10600. Akureyri: Glerárgötu 26. Sími 21344. Jólavörurnar eru komnar Sérkennilegur og ódýr borð- búnaður frá Thailandi. Útskorin og fílabeinslögð borð, reykborð, styttur, skartgripa. og vindlakassar og margt fleira úr viði. Blómavasar, kertastjakar, öskubakkar, borðbjöllur með kertastjökum, vínsett, ávexta- og konfektskálar og margt fleira úr messing og svörtum málmi. Indversk alsilki herðasjöL slæður, treflar og herrabind; Skartgripir úr fílabeini. Einnig margar tegundir of reykelsum. Gjöfina, sem veitir varanlega ánægju fáið þér í JASMIN Vitastíg 13 - Símj 11625,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.