Morgunblaðið - 23.11.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐK), FIMMTUDAGUR 23. NÓV. 1967
15
ERLENT YFIRLIT
*
Arangur
aðgerða
Wilsons kemui
í Ijós árið 1969
HVER verða áhrif gengisfelling-
ar sterlingspundsins á efnahags-
mál Breta? Stjórn Wilsons telur,
að efnahagsmálin verði komin í
sæmilegt horf næsta vor vegna
gengisfellingarinnar. — Næsta
haust verði lagður grundvöllur
að vaxtarskeiði 1969, atvinnu
leysi hverfi úr sögunni, og eitt
helzta verkefni stjórnarinnar
verði að stemma stigu við verð-
bólgu. Á árinu 1969 telur Wil-
son að greiðslujöfnuður verði
orðinn hagstæður og Verka-
mannaflokkurinn geti tryggt sér
ákjósanlega vígstöðu við þing-
kosningar, sem efnt verður til í
fyrsta lagi vorið 1969. Wilson
virðist þess fullviss, að flokkur
hans tryggi sér sigur í þessum
kosningum, enda verði kjósend-
ur honum þakklátir fyrir að
koma efnahagsmálunum á rétt-
an kjöl.
Hvort ráðstafanir stjórnarinn-
ar heppnast er undir ýmsu kom-
ið. Brezk blöð hafa látið í ljós
áhyggjur um, hvort raunveru-
lega verði ráðizt að rót efna-
hagsvandamálanna og benda á að
gengisfellingin sé engin endanleg
lækning. Ljóst er, að öll þjóðin
verður að leggjast á eitt og mikil
vægt er að binda enda á spá-
kaupmennsku, sem oft hefur
stofnað gengi pundsins í hættu.
Um leið er ljóst, að lífskjör al-
mennings verða skert, enda þótt
Wilson muni hafa sagt þingmönn
um Verkamannaflokksins, að
sérstakar ráðstafanir verði gerð-
ar til að tryggja hag hinna lægst
launuðu. — Sjúkrasamlagsgjöld
verða ekki hækkuð og ekki verð
ur dregið úr byggingu íbúðar-
húsa, skóla eða sjúkrahúsa.
Kunningjar Wilsons forsætis-
ráðherra segja, að undanfarnar
tvær vikur hafi verið honum og
Callaghan fjármálaráðherra mik
ið álag, en þeim hafi létt mikið
er þeir tóku hina afdrifaríku á-
kvörðun um gengisfellinguna. —
Fyrir hálfum mánuði sannfærð-
ist Callaghan um, að gengisfell-
ing væri eina leiðin út úr ógöng-
unum, og fyrir einni viku fékk
hann Wilson á sitt band. Hingað
til hafa þeir báðir barizt gegn
gengisfellingu með oddi og egg
á þeirri forsendu, að slíkt mundi
stofna bandaríska dollarnum í
hættu og gengisfellingar annarra
þjóða mundu gera áhrif gengis-
fellingar á sterlingspundinu að
engu. Það sem olli þessari skoð-
anabreytingu var meðal annars
að Callaghan missti alla trú á
því að unnt yrði að tryggja hag-
Wilson er hann flutti sjónvarps-
ræðu sína.
stæðan greiðslujöfnuð og erlend-
ir bankastjórar töldu að ekki
reyndist unnt að verja pundið
gegn spákaupmennsku. Þörf var
róttækra ráðstafana, og kannað-
ar voru ýmsar leiðir, meðal ann-
ars innflutningshöft, en niður-
staðan varð sú, að gengisfelling
væri eina úrræðið.
Gengisfellingin var ekki rædd
á stjórnarfundi fyrr en á fimmtu
daginn, og var einróma sam-
þykkt eftir þriggja klukkustunda
umræður. En í hálfan mánuð
höfðu Wilson og Callaghan reynt
að sannfæra samráðherra sína
um, að gengisfelling væri bezta
leiðin, sem völ væri á, og ef til
vill óumflýjanleg. Callaghan
sagði einum samstarfsmanni sín-
um, að hann mundi halda áfram
í embætti sínu sem fjármálaráð-
herra til þess að framkvæma
gengisfellingu, jafnvel þótt hann
yrði að taka aftur öll sín fyrri
ummæli. Greinilegt er, að Wil-
son þarf ekki að óttast að ein-
hverjir ráðherrar hans segi af
sér. Hins vegat er fyrirsjáanlegt
að gengisfellingin getur valdið
djúpstæðum klofningi í Verka-
mannaflokknum og áhrif Wil-
sons innan hans verða fyrir
miklu áfalli. Þingmenn, jafnt úr
hægri sem vinstri arminum, hafa
látið í ljósi megna óánægju
vegna þeirrar ákvörðunar Wil-
sons að láta greiðslujöfnuðinn
ganga fyrir þjóðfélagslegum um-
bótum, sem hann hefur margoft
heitið þjóðinni. Þá mun væntan-
leg barátta stjórnarinnar gegn
kaupkröfum mæta andstöðu
verkalýðshreyfingarinnar, sem
hefur verið traustasti bakhjaU
flokksins.
Gengisfellingin getur hins veg
ar haft jákvæð áhrif á umsókn
Breta um aðild að Efnahags-
bandalaginu, en Frakkar hafa
sagt að Bretar verði að fella
gengi pundsins og að leggja
verði pundið niður sem vara-
gjaldeyri eigi þeir að fá aðild að
bandalaginu. — Stuðningsmenn
Breta innan Efnahagsbandalags-
ins eru þó varkárir, og búast má
við að Frakkar finni einhver ný
rök er mæli gegn brezkri aðild.
Allt á huldu
uvn upptök
síðustu átak-
anna á Kýpur
ENN hafa deilur grískra og
tyrkneskra Kýpurbúa valdið
hættu á tyrkneskri innrás. Þetta
nýja hættuástand á rót sína að
rekja til bardaga milli grískra
og tyrkneskra eyjarskeggja, sem
skyndilega blossuðu upp í tveim-
ur þorpum sunnanvert á eynni
á miðvikudag í síðustu viku. —
Annað þorpið er nær eingöngu
byggt Tyrkjum, en hitt þorpið
er bæði byggt Tyrkjum og
Grikkjum.
Bardagar þessir vöktu óhjá-
kvæmilega mikinn ugg erlendis,
því að allt hefur verið með til-
tölulega kyrrum kjörum á eynni
um alllangt skeið. Ráðam. í Aþ-
enu og Ankara fóru ekki í graf
götur um, að átökin gætu hæg-
lega breiðzt út og þróazt í deilu
milli ríkisstjórna Grikklands og
Tyrklands þannig að báðir að-
ilar neyddust ef til vill til að
senda herlið á vettvang. Þannig
standa málin nú. Innrásarhættan
er ekki liðin hjá.
Grískír Kýpurbúar segja, að
Tyrkir hafi hafið átökin. Síðan
hafi sveitum úr þjóðvarðliði
grískra Kýpurbúa verið skipað
að fara á vettvang, en yfirmaður
þjóðvarðarins er Georg Grivas
hershöfðingi. Grískir Kýpurbúar
segja, að orsök árásar Tyrkja
hafi verið sú, að þeir hafi viljað
mótmæla því, að fyrrverandi
leiðtoga þeirra, Dentash, sem
dæmdur hefur verið til fangelsis
vistar, hafi verið vísað úr landi
og fluttur til Tyrklands.
Tyrkir halda því aftur á móti
fram, að Grikkir hafi byrjað T)g
annað hvort Grivas hershöfðingi
eða herforingjastjórnin í Aþenu
hafi viljað koma illindum af
stað. Fréttir frá Aþenu þess
efnis, að Grivas, sem kvaddur
hefur verið þangað til skrafs og
ráðagerða við grísku stjórnina,
muni verða vikið úr embætti yfir
manns þjóðvarðarins, virðast
styðja fullyrðingar tyrkneskra
Kýpurbúa.
Sambúð stjórnanna í Aþenu
og Ankara hefur verið stirð síð-
an Grikkir reyndu árangurslaust
að fá Tyrki til að komast að sam-
komulagi um framtíð Kýpur 1
haust. Herforingjastjórnin hafði
gert ráð fyrir, að samkomulag í
Kýpurmálinu mundi afla henni
vinsælda, sem hún þarf mjög á
að halda um þessar mundir. —
Tyrkir litu svo á, að herforingja-
stjórnin væri ekki fús til að
gera nauðsynlegar tilslakanir, og
auk þess höfðu þeir ekki sérlega
mikinn áhuga á að semja við
herforingjastjórnina. Þess vegna
telja tyrkneskir leiðtogar, að
meint árás Grikkja í síðustu viku
hafi átt að vera eins konar hefnd
arráðstöfun.
Daginn eftir að átökin hófust
tókst friðargæzluliði SÞ á eynni
að binda enda á vopnaviðskiptin
og koma á lögum og reglu. En
áður hafði hermönnum SÞ verið
meinað að fara inn á bardaga-
svæðið og í sumum tilvikum
Grivas hershöfðingi
voru þeir jafnvel afvopnaðir af
grískum Kýpurbúum. Þetta er
enn ein sönnun þess, að grund-
völlur friðargæzlilstarfsins er all
ot veikur til þess að það komi
fyllilega að gagni. Hins vegar
bendir ekkert til þess enn sém
komið er, að SÞ geti flutt gæzlu-
liðið burtu frá eynni án þess að
nýir og enn hræðilegri bardagar
brjótist út milli Tyrkja og
Grikkja.
Johnson
órólegur
SÚ ákvörðun Eugene McCarthys,
öldungadeildarmanns frá Minne-
sota, að freista þess að verða út-
George Romney.
nefndur forsetaframbjóðandi
demókrata í stað Johnsons for-
seta hefur vakið mikið uppnám
í flokknum og neyðir forsetann
til að endurskoða afstöðu sína til
undankosninganna á næsta ári.
þar sem þeir báðir verða ef til
vill í kjöri.
Að vísu er forsetinn ekki sagður
óttast að hann verði ekki til-
nefndur frambjóðandi, en hann
hefur fullan hug á því að hljóta
tilnefninguna, enda mundi Demó
krataflokkurinn játa að hann
hefði beðið skipbrot ef hann
legðist gegn ríkjandi forseta. En
engu að síður virðast ýmsir leið-
togar demókrata, sem andvígir
eru Víetnamstefnu stjórnarinnar
eins og McCarthy, hafa ákveðið
að taka hlutlausa afstöðu til
hins væntanlega uppgjörs milli
Johnsons og McCarthys, sem
við komuna til Aþenu.
hefst í undankosningunum í New
Hampshire í janúar.
Stuðningsmenn Johnsons for-
seta líta framboð McCarthys
mjög alvarlegum augum og telja
það allt annars eðlis og mun
hættulegra en andstöðu stúdenta
og vinstrisinna. McCarthy, sem
er 51 árs að aldri, er þaulreynd-
ur stjórnmálamaður og þekkir
stjórnmálabaráttuna út í æsar,
nýtur trausts og virðingar í hin-
um frjálslynda armi flokksins,
meðal annars fyrir hugrekki það
er hann sýndi þegar hann studdi
Adlai Stevenson á flokksþingi
demókrata 1961, og verður áreið
anlega í engura erfiðleikum með
að afla sér nauðsynlegs fjár til
þess að geta tekið þátt í mörgum
undankosningum.
Nú hefur George Romney,
ríkisstjóri í Michigan, lýst því
yfir, að hann muni keppa að
því að verða tilnefndur forseta-
frambjóðandi repúblikana á
næsta ári. Yfirlýsing hans kem-
ur síður en svo á óvart, en hann
er fyrsti leiðtogi repúblikana sem
tekur af skarið og lýsir því yfir,
að hann hafi áhuga á tilnefning-
unni. Richard Nixon, fyrrver-
andi varaforseti, fer sennilega að
dæmi Romneys áður en langt um
líður, en samkvæmt skoðana-
könnunum ýrði Nelson Rockefell
er, rikisstjóri í New York, sterk-
asta forsetaefni repúblikana.
Romney hefur lýst því yfir, að
hann muni beita sér fyrir því að
friður verði saminn í Víetnam
og byggja upp nýja Ameríku og
hvetur þjóðina að hverfa aftur
til dygðugs lífernis. Romney er
siðavandur mormóni, sem reykir
ekki og drekkur hvorki áfengi,
kaffi né te. Hann hefur verið
ríkisstjóri í Michigan og var þar
áður um átta ára skeið forstjóri
American Motors, sem hann
stjórnaði af miklum dugnaði. —
Hann hefur notið mikillar al-
menningshylli og hefur getið sér
góðan orðstír í ríkisstjóraemb-
ættinu, en ýmsar yfirlýsingar
hans að undanförnu, ekki sízt um
Víetnam-málið, þar sem hann
fylgir friðsamri stefnu, hafa rýrt
álit manna á honum. Yfirlýsing-
arnar hafa verið óheppilegar og
jafnvel þótt lýsa vanþekkingu og
einfeldni.
Herbragð Viet-
cong i
hálendinu
SÍÐAN regntímanum lauk á mið
hálendi Suður-Víetnam nálægt
landamærum Kambódíu, hafa
norður-víetnamskir hermenn
gert öflugar árásir á bandaríska
hermenn á þessum slóðum, eink-
um við Dak To. í marga daga
héldu norður-víetnamskir her-
Fraimih. á þLs. 20
Gengisfelling Dana: Ekstrabladet kallaði hana hrossalækningu.