Morgunblaðið - 23.11.1967, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.11.1967, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NÓV. TfWT Tékkar slegnir út af írum í gær En heimsmeistarar Englands unnu 2-0 L.ANDSLIÐ frlands setti í gær- kvöldi strik í alla spádóma sér- fræðinga er liðið heimsótti lands lið Tékka í Prag og vann 2—1. Með þessu skeði það undarlega, að írlendingar unnu þennan rið- il i undankeppni landsliða Evrópu, sesm nú er að nálgast lokastig, fyrir Spánverja. Má með sanni segja, að írlendingar hafi bjargað heiðri Spánverja, því þeir voru siðast meistarar í þessari keppni — en áttu með sigri möguleika að vinna riðil- inn. Heimsmeistaralið Engiands mætti i öðrum riðli keppninn- ar liði N-íra. Fór leikurinn fram á Wembley að viðstöddum 85 þús. áhorfendum. Englendingar voru aidrei í hættu og unnu 2—0. Mark í hvorum hálfleik skoruð af Geoff Hurst og Botoby Oharlton. Með þessum sigri hafa Englendingar tryggt sig í úrslita keppni 8 liða, þó þeir eigi einn leik eftir. Keppni í riðli Tékka og ír- iendinga er lokið. Hafa Spán- verjar 8 stig, Tékkar 7, Irland 5 og Tyrkland 4. Mörk írlendinga skoruðu Traecy (WBA) og O'Connor (Fulham). Markið sem írar fengu var sjálfsmark, skorað af Dempsey (Fulham). Tékkar léku vel úti á vellinum en kom ust ekki gegnum vörn fra, en áttu ætíð í brösum við sóknar- menn íra við sitt mark. Félagid dœmt úr 3. deild í 4. deild Peterborough United, sem leik ur í þriðju deild í Englandi hef- ur nú fengið harðasta dóm sem um getur í sögu ensku deild- arkeppninnar í knattspyrnu. Fé- lagið, sem er næstyngst af deild- arfélögunum, hefur verið dæmt tii að leika í fjórðu deild naesta keppnistímabil hvernig sem þeim gengur í vetur. Félagið er í þriðja sæti i þriðju deild um þessar mundir og hafði eins mikla möguleika og hvert annað félag að vinna sig upp í a'ðra deild. Það er stjórn ensku deild- anna (The Football League) sem hefur fellt þennan þunga dóm fyrir óleyfilegar greiðslur til leikmanna á margvíslegan hátt. Peterborough hefur ennfremur fengið 500 punda sekt fyrir brot- in. Stjórn félagsins bjóst þó við jafnvel enn harðari dómi, þ. e. að félagið yrði að fara fram á endurkjör í fjórðu deild næsta sumar, en fjögur neðstu félög fjórðu deildar verða að auð- mýkja sig á þann hátt ár hvert. Lið Vals fyrir leikinn á Nep-stadion. Vel má merkja þokuna. Knattspyrnulegur ávinning- ur, en fjárhagshliðin tvísýn Óli B. Jónsson segir frá IJngverjalandsför Valsmanna Valsmenn sem léku tvo Evr- ópuleiki sína í Búdapest á dög- unum eru nú allir komnir heim. Óli B. Jónsson þjálfari liðsins varð á vegi okkar og lýsti mik- illi hrifningu á móttökunum hjá Ungverjum, og kvað hann mikla og eftirtektarverða breytingu hafa orðið á högum fólksins síð- an 1965 að hann var þar sem þjálfari Keflvíkinga, sem einnig kepptu þar í Evrópukeppni meist araliða. • Ný leikaðferð Við ræddum stuttlega um leik- Íþróttahátíi MR Á þriðjudagskvöldið fór fram að Hálogalandi hin árlega iþróttahátið Menntaskólans, en hátíð þessi hefur alltaf boðið upp á góða stemningu og hina beztu skemmtun og verið vel sótt af nemendum skólans, og svo var einnig þetta kvöld og er óhætt að segja að enginn hafi farið leiður út. Hátíðin hófst með því að for- maður íþróttafélags skólans, Jón Magnússon, setti hátíðina, en síðan hófst handknattleikur stúlkna milli MR og KÍ, rem lyktaði 2:2. Knattspyrna drengja MR—MH fór 5:2, en þá fór fram leikur í knattspyrnu milli pilta og stúlkna, sem er algjör ný- lunda, en stúlkurnar unnu ör- ugglega 3:1 í mjög skemmtileg- um leik. Ví sigraði svo MR í handknattleik 16:14 og stærð- fræðideild van máladeiid í poka hlaupi og MR—MA i körfubolta 42—18. Var þá komið að lokaatriðinu og hápunkti kvöldsins en það var leikur kennara og nemenda, sem var mjög tvisýnn og skemmtilegur og höfðu kennarar yfirhondina allan leikinn þar til að nemendum tókst að jafna 10:10 rétt fyrir leikslok. Myndin hér að ofan er ein- mitt úr þessum leik og sézt Óskar Marinósson skora glæsi- lega fyrir kennara. Ljósmynd Mbl. Knstmn Benediktsson. iná tvo við Óla B. Han kva‘ð Valsmenn hafa beitt nýrri leik- aðferð, þeirri að leika með 3 miðframverði. Mætti þvi kalla keffið 5-2-3. Þetta hefði hann ákveðið að gera eftir fyrri kynni sín af ungverskri knattspyrnu og sóknarmönnum þeirra. Óli kvað kerfið hafa tekizt vel í framkvæmd hjá Val, ef undan er skilinn fyrri hálfleik- ur í fyrri leiknum. Hefði leik- mönnum Vals ekki fyllilega tek- izt að framfylgja kerfinu þá, og það hefði kostað mörk. Alls urðu mörk Vasas í þessum leik 6 gegn engu. Voru 2 markanna skoruð úr gegnumbroti ungverskra sókn armanna utan af velli — meðan varnarkerfi Vals var enn ekki „komið í gang“, 1 úr sjálfsmarki og 3 úr sóknarpressu. Áttu Ung- verjar þungar lotur sóknar að marki Vals, en fundu ekki leið- ina gegnum þéttskipaða vörnina á eigin spýtur, en við skot úr þvögu eða þegar knötturinn hrökk af vörn til Ungverja, fengu Valsmenn ekki að gert. Þessi leikur hófst kl. 4.15 (2.15 að ísl. tima). Var þá 7-—8 stiga hiti en þoka og reykur (smog) sem fór vaxandi. Ljós vallar- ins loguðu allan tímann. Er á leið leikinn náðu Vals- menn æ betri leik — og sóknar- tilraunum. Átti Hermann m.a. mjög gott skot, sem var glæsi- lega varið. • Þoka og slagsmál Strax á eftir þessum leik hófst leikur Ferencvaros og Real Zaragossa í „borgakeppninni". Varð þokan þá mun þéttari og frá hliðarlínu sá varla út á mi'ðj- an völl. Markverðir áttu í mikl- um vanda og rýndu út í þokuna. Leiknúm varð að slíta eftir stutta stund. Fór hann síðan fram daginn eftir og þá urðu mestu slagsmál, sem ég hef séð í leik, sagði Óli. Var Varga barinn niður, án þess knötturinn væri nærri, peysur rifnar og eitt sinn mótmæitu allir Spánverjarnir og gerðu aðsúg að dómaranum. Hann var ákveðinn, gaf þeim mínútu frest til að hefja leik — og þeir hlýddu. SlÐARI LEIKURINN. Síðari leikurinn, sem leikinn var í Varpolito (80 km frá Búda- pest), unnu Vasasmenn 5:1. Stóð 3:0 í hléi, en 2:1 urðu úrslitin í síðari hálfleik. Síðari hálfleikurinn var bezti leikkafli Vals í ferðinni. Þá tókst liðinu að breyta vörn í sókn oft. Hermann komst tvívegis inn fyrir vörn og skoraði fallegt mark. Bergsveinn komst innfyrir og var dæmdur rangstæður — en áhorfendur, voru ekki ailir á sama máli. Þá komst nýliðinn Birgír Einarsson innfyrir en mis- tókst. Loks komst Reynir í gott skotfæri, skotið hæfði stöngina, sem þarna er ferhyrnd, hrökk fyrir opið mark, en Hermann var ekki viðbúinn og missti af tæki- færinu. — Eftir leikinn sagði einn Ungverjanna, að ef Vals- menn fengju fleiri leiki þarna, færi þeim svo fram að tvísýnt yrði um sigur. • Samanburður Til samanburðar me'ð Val og öðrum aðkomuliðum má geta þess að írsku meistararnir léku tvo leiki við Vasas. Varð 0:0 í Dublin en í Búdapest unnu Va- sasmenn 8:1. Þá léku þarna bik- armeistarar Austurríkis við Uj- pesti Dozja og vann Dozja 6:1. Óli B. rómaði móttökur Vasas- manna og hvað dvöl Vaismanna hafa verið mjög ánægjulega í borginni. Þar væri lífið svo til komið í sama horf og á Vestur- löndum, m.a.s. bítlamúsík í miklum metum. Skriffinska við komu og brottför frá landinu væri hinsvegar sú sama og hvim- leið mjög. Vaismenn fengu góð æfingaskilyrði, fóru útsýnisfehð- ir, sáu Leðurblökuna í frægu óperuhúsi, fóru í dýragarðinn, verzluðu, styttu sér stundir með félagsvist, áttu eitt fríkvöld en annars var allt fallið í ró 10.30— 11 á kvöldin. • Ávinningur Varðandi þátttöku ísienzkra ■ liða í Evrópukeppni sagði Óli B. að mikill ávinningur væri að því að kynnast slíkum lið- um sem Valur gerði nú og sjá önnur í leik. Fjárhags- hliðin hjá íslenzkum liðum væri hins vegar tvíeggjuð, einkum ef þau kæmust áfram í keppninni. Nú hefðu Ung- verjar verið sérlega samvinnu góðir og e.t.v. bjargað Val frá 1—309 þús. kr. tapi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.