Morgunblaðið - 23.11.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.11.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NÓV. 1967 21 Þróun Kýpur-deilunnar til þessa dags ENN á ný virðist meiriháttar aiþjóðieg kreppa í aðsigi vegna Kýpur-deilunnar og hefur einn af leiðtogum tyrk- ncska þingsins, Ertugrul Akca, látið 9vo ummælt, að styrjöld vegna deilunnar gæti hafizt þá og þegar milli NATO-Iandanna Tyrklands og Grikklands. í ljósi síðustu at- burða í þessum löndum tveim ur og Kýpur þykir Mbl. rétt að bregða upp mynd af sögu síðustu áratuga á Kýpur, sem löngum hefur einkennzt af blóðsúthellingum og hermd- arverkum hinna stríðandi þjóðarbrota á eynni. Með samningum við tyrk- neska soldiáninn tók Stóra- Bretland að sér alla stjórn á Kýpur 4. júraí 1878. f staðinn fullvissaði Bretlaradsstjórn soldáninn um aðistoð við að hrinda inranás Rússa í austux- héruð Tyrklands. Að nafnirau til var Kýpur áfram tyrk- neskt landssvæði. Eyjara var innlimuð í brezka krúnuna 1914, þegar styrjöld- in við Tyrkland hófst. Ári síð ar bauð Bretlandsistjórn Grikklandi eyjuna með þeim skilyrðum, að Grikfcir hjálp- uðu Serbíu að hrinda innrás Búlgara. Grikkland neitaði boðirau. Tyrkir viðurkenndu formlega yfirráð Breta á eynni með Lausanrae-samn- ingnum 1924 og næsta ár vax eyjan gerð að brezkri ný- lendu. Sex árum síðar, 1931, urðu óeirðir á eynni vegraa kröfu grísku íbúanna þess efnis, að hún yrði sameinuð Grikk- landi. Löggjafarráðið var af- numið og löggjafarvaldið var í höradum ríkisstjórans eins. f síðari heimisstyrjöldinni var hernaðarútbúnaðux ýmis konar settux á land í eynni tii nota fyxir herina í Frakk- lanidi, Grikklandi og é ítalíu. Smávægilegar loftárásir voru gerðax á Kýpur, en að öðru leyti fór styrjðldin að mestu leyti framhjá eynni. Eftir stríðið risu enn é ný upp háværar kröfur um sam- einiragu Kýpur og Grikklands. Mihail Mousfcos Makarios, erkibiskup, leiðtogi grísk-ka- þólskra á eynni gerðist forsprakki hxeyfingarinnar, studdux af ýmsum stjórnmóla hópum. Baxáttan fyrir samein ingu varð smóm saman ofsa- fengnari og ítrekaðar tilraun- ix voru gerðar til að smygia vopnum til eyjarinnar eriend- is fró. Þjóðernissinnar í Aþenu tóku undir kröfur landa sinna ,á eynni. Vakti þetta grfurlega gremju í Tyrklaradi, en Tyrkir telja um 18% íbúanna á Kýpur; Grikk- ir aftur á móti um 79%. Á ráðstefnu í Lundúnum í sept- ember 1955 tókst utanríkis- ráðherrum Grikklands, Tyrk- lamds og Bretlands ekki að komast að samkomulagi um þetta vandamál. í kjölfarið komu hermdarverk, gagn- kvæm torgtryggni og kúgun. Upp reis ný hreyfing, E.O.K.A. (Þjóðernishreyfing Kýpurbaráttunnar) og veitti George Grivas ofursti henni forystu. Hreyfiragin náði miklum vinsældum meðal grískra þjóðernissinna " á eynni og hún kom sér upp flokki skæruliða, sem frömdu hermdarverk á brezkum eign- um ó Kýpur og brezkum þegnum. Liðsauki var sendur frá Bretlandi.til að bæla nið- ur skæruliðana og haustið 1955 var sir John Harding skipaður ríkisstjóri á Kýpur. Gripið var til neyðarráðstaf- ana. Harding hóf samninga- viðræður við Makarios, sem utanríkisráðherra nýlendn- anna, Lennox-Boyd, hélt áfram í febrúar 1956. Það sem helzt var rætt á samninga- fundunum var sjálfsákvörð- unaréttur eyjarskeggja, sem brezka stjórnin vildi ógjarn- an veita þeim þá, þótt hún væri fús tiíl að veita þeim talsverðan sjálfsstjómarrétt. f marzsimónuði 1956 voru Makarios erkibiskup og sóm- starfisimaður hans, biskupinn af Kyrenia, flut'tir til Seyc- helles-eyjanna. í samflejrtt 12 mánuði geisuðu hermdar- verk á Kýpur en allar tilraun- ir til að bæla E.O.K.A. hreyf- iraguna niður mistókust. 14. marz 1957 bauðst hreyfingin til að lóta af hermdarverkum á eynni, ef Makarios yrði leystur úr út- legð. Fáum dögum síðar urðu Bretar (við tiimælunum og leyfðu erkibiskupnum að fara hvert á land sem var, nema til Kýpur. E.O.K.A. . stóð við loforð sín og ýms- um þvingunarráðstöfunum var aflétt. Samningum miðaði samt sem áður, mjög hægt áfram. í desember 1957 tók Hugh Foot við af sir John Harding. Á þeim tíma var mikil ókyrrð í tyrkneska minnihlutanum á eynni undir forystu Fazil Kutchuk, vegna tilhugsunarinnar um að Kýpur yrði sameinuð Grikk- landi. Kutchuk krafðist þess fyrir hörad minnihlutans, að eynni yrði skipt. Brezka stjórnin og NATO gerðu til- raunir til að komast að við- unandi samkomulagi við hlut aðeigendur, en þær strönduðu allar á óskum grískra Kýpur- búa að sameina eyraa Grikk- landi, og kröfum Tyrkja, að skipta eynni. Hermdarverk hófust á ný og aftur þurfti að grípa til neyðarróðstafana. Um haustið lagði erkibiskup- inn til, að eftir tiltekið sjálfs- stjórnartímabil yrði Kýpur sjálfstætt ríki. Makarios erkibiskup f ljósi þeesarar uppástungu hófu grísku og tyrnesku stjórnirnar að semja og ráð- stefna var haldin í Ziirich í febrúar 1959. Voru Bretar þar ekki viðstaddir. Ráðstefn- an komst að samkomulagi í höfuðatriðum. Brezka stjórn- in samþykkti þegar í stað lausraina og vonast var til, að unnt yrði að ná samkomulagi um smáatriði þannig að Kýp- ur fengi sjálfstæði 19. jan. 1960. Það reyndist hinsvegar ógjörningur, en samkomulag náðist loksins um sumarið. Bretar fengu yfirróð yfir hernaðarlega mikilvægum svæðum á Dhekhelia og A'krotiri. Samningsbundið var, að eyjaskeggjar samein- uðust engu öðru ríki og ekki mætti skipta eyjunni. Bret- land, Tyrkland og Grikkland ábyrgðust sjálfstæði og ör- yggi hins nýja ríkis, sem þá taldi 571.225 íbúa. Stjórnar- skriáin mælti svo fyrix, að framkvæmdarvaldið skyldi vera í höndum forsetans, grisks Kýpurbúa, og varafor- setans, tyrknesks Kýpurbúa. f þessi embætti höfðu áður verið kjörnir Makarios, erki- biskup, og Kutchuk. í ráð- herraembættum skyldu vera sjö Grilkkir og þrír Tyrkir. Þá skyldi sett á stofn full- trúaþing, sem samanstæði af Grikkjum 70%, og Tyrkjum 30%. Samskonar hlutföll voru látin gilda milli Grikkja og Tyrkja í þjónustu hins opirabera. Á árunum 1962—’63 fóru deiLur harðnaradi milli Grikkja á Kýpur og tyrk- neska minnihlutaras og í árs- lok 1963 kom til a'lvarlegra átaka milli þessara þjóðar- brota. Hófust deilurnar vegna ósamkomulags um kerfi aðskildra héraðsistjórna í fimm helztu borgum Kýpur. Makarios, erkibiij? up, stakk upp á því í marz 1962, að héraðsstjórnirnar skyldu sam- einaðar með tilskildum fjölda tyrkneskra fuLltrúa. Tyrkir neituðu að fallast á þessa lausn .Deilurnar voru flóknar og ekki rúm til að rekja þær hér. Spennan milli þjóðarbrotanna óx og í des- ember kom til vopnaðra átaka milli tyrkneskra og grískra þjóðernissinna í Nico- siu, höfuðborg Kýpur. Margir féllu og um stund riðaði eyj- an á barmi borgarastyrjaldar. Bretar fengu þá samþykki Grikkja og Tyrkja til að senda herflokka frá þessum löndum til að stilla til frið- ar á eynni. Samveldismála- ráðherranum, Duncan Sands, tókst í lok desember að sætta tyrknes'ka og griska leiðtoga á Kýpur og brezkir hermienn tóku sér stöðu á þeim svæð- um í Nioosiu þar sem þjóð- ernissinnarnir höfðu áður barizt. f byrjun árs 1964 tók ríkis- stjórn Kýpur tilboði Breta, Grikkja og Tyrkja um að halda ráðstefnu í Lundúnum um framtíð eyjarinnar. Fuilltrúum ríkjanna tókst ekki að komast að samkomu- lagi og viðræðum var frestað. í febrúar var Kýpurmólið tekið fyrir á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna og í marz var samþykkt ályktun þess efnis, að herflokkar SÞ yrðu settir á landi í eynni. í sarna márauði og þeim næsta kom aftur til átaka, er tyrkraeskir skæruliðar ógnuðu grískum þorpum á Kyrenia. í maí var 7000 manna herlið frá SÞ komið til eyjarinnar. Kýpur var krökk af neðaniarðar- hreyfingum og vopnuðum flokkum, sem sældust mjög til að taka gísla. Vegna þessa ástarads samþykkti fulltrúa- þingið 1. júní að stofna þjóð- vörð þrátt fyrir mótmæli fró Lundúnum og Ankara. Fazil Kutehuk beitti þá neitunar- valdi og ekkert varð af stofn- un þjóðvarðarins að sinni. Johnson Bandaríkjaforseti bauðst í sama mánuði til að miðla málum í Kýpurdeilunni og bauð til Washington for- sætisráðherrum Grikklands og Tyrklands. Tilraunir for- setans fóru út um þúfur vegna mótþróa ráðherranraa gegn beinum samningavið- ræðum. í ógúst hófust ofsa- fengnar óeirðir að nýju að þessu sinni á Kokkina svæð- inu, er Grikkir hófu árósir á tyrknesk þorp. Gerðu tyrk- neskar flugvélax þá loftárósir á strandbéruðin á svæðinu, sem Grikkir höfðu yfir' að ráða. Skárust herflokkar SÞ í leikinn og tókst að koma á lögum og reglu á yfirborð- inu. f byrjun árs 1966 kom til ágreinings milli Makarios og Grivas, en erkibiskupinn vildi takmarka aðgerðir hers- höfðingjans á eynni. Grivas hafði yfir 10.090 marana her að róða og þar að auki 11.000 manna þjóðverði, sem stofn- aður var haustið 1965. Hvað eftir annað kom til átaka milli Tyrkja og Grikkja á eynni, oftast smávægilegra en undir niðri ólgaði og sauð. Allar tilraunir U Thants framkvæmdastjóra SÞ, og fulltrúa hans til að koma á varanlegum friði á Kýpur misheppnuðust og dvöl gæzlu sveita SÞ á eynrai var fram- leragd um sex mánuði. Síðan hefur að mestu leyti verið kyrrt á Kýpur, þar til fyrir réttri viku, er 25 tyrkneskir þjóðevnissinnar voru skotnir til bana í þorpinu Kophinou, en þeir höfðu reynt að hindra, að griski þjóðvörðurinn kæm- ist gegnum þorpið. í hefndar- skyni hófu tyrkneskar leyni- skyttur að skjóta á gríska borgara i Nicosiu yfir „grænu línuna“, sem aðskilur gríska og tyrkneska borgarhlutann. Síðan komu til skjaianraa flugvélar úr tyrkneska flug- hernum er fóru oft margar saman í könnunarflug yfir Kýpur og Nicosiu. Á su-nnu- dag var Grivas hershöfðir\gi kvaddur til Aþenu til skrafs og ráðagerða við herstjórnina, að því er opiraberir aðilar sögðu, en orðrómux gekk um það, að haran hefði verið svipt ur embætti. Hefux Grirvas nú verið vikið úr stöðu yfir- manns gríska hersins á Kýp- ur. - KÝPUR Framhald af bls. 1 sem og fyrrv. hermenn slegizt í hópinn. Á meðan á göragunni stóð, voxu brenndir tveir banda- rískir fánar, en síðar var fest stríðsyfirlýsing á dyr grísku ræð ismaransskrifstofunnar í borginni. Á meðan styrjaldarandinn breiddist út, söfnuðust hundruð manns saman við sjúkrahús alls staðar í landinu í því skyni að gefa blóð. Útvarpsstöðvar hættu útsendingum á veðurfréttum og grísk flutningaskip léttu afcker- um og stefndu beint til hafs. í fréttaútsendingu tyrkneska út- varpsins, en því er stjómað af ríkirau, sagði, að Tyrkir gætu ekki geragið lengra. Þeix myndu ekki framar sætta sig við svik og duttluraga grísku stjómarinn- ar. Suleyman Demireí forsætisráð 'herra heldur áfram viðræðum sínum við yfirmenn hersins og hefur tilkyrant, að tyrkneski flot inn sé við öllu viðbúinn. Herlið Grikkja verði flutt brott í fréttum frá Aþenu segir, að Tyrkir muni hafa krafizt þess, að herlið Grikkja á Kýpur verði flutt á brott þaðan og að Griv- as hershöfðingi yrði vikið frá, sem yfirmanni þessa liðs áður en viðræður æðstu valdamarana ríkjarana geti hafizt. Eftir öllu að dæma eru það þessi tvö atriði, sem tyrkneska stjórnin 'hefur krafizt svars við innan tveggja sólarhringa. Tyrkir hafa einnig krafizt skaðabóta vegna þeirra Kýpur- búa af tyrkneskum uppruna, sem drepnir voru í þeim átökum, er urðu fyrir skömmu, að félags- samtök Grikkja á' Kýpur verði afvoprauð og að hætt verði þeim ,,þrýstingi“, sem tyrkneskumæl- andi Kýpurbúar hafa sætt. Mikil spenna á Kýpur Að afloknum viðræðum við sendiherra margra erlendra ríkja eru Makarios forseti Kýpur og Kyprianou utanxíkisráðherra nú mjög áhyggjufullir vegna hót- ana Tyrkja. Tyrkir krefjast þess m.a. samkv. framansögðu, að her lið Grikkja á eyrani, sem er um 15,000 manns, verði flutt þaðan, en stjórnmálafréttamenn í Nico- siu benda hins vegar á, að það sé einmitt þetta herlið sem komi í veg fyrir að til beinna átaka komi milli hinraa grísku og tyrknesku íbúa eyjarinnar. Frétt um, að hinn umdeildi yf- irmaður herliðs Grikkja á Kýp- ur, George Grivas hershöfðingi hefði boðizt til þess að segja af sér dró ekki úr speran- unni. Hafa grískumælandi menn látið frá sér fara aðvörun þess efnis, að ráðist Tyrkir á Kýpur, þá verði það hinir tyrknesku íbú ar þar, sem fyrsf fái að gjalda þess. — Við höfum ekki í hyggju að láta þau svæði þar sem tyrk- neskumælandi íbúar Kýpur búa, afskiptalaus líkt og örvax að að baki okkar, á rraeðan við berj umst við innrásarliðið, segir í leiðaragrein í hinu áhrifamikla blaði Agon. Tillaga Lesters Pearsons Frá Aþerau bárust þær fréttir, að kjarninn í hinni kanadísku áætlun varðandi lausn Kýpur- deilunnar fæli í sér aukningu gæzluliðs Sameinuðu þjóðanna á eynni og að gæzluliðinu yrði fengið meira vald sem væri mun meira en það, sem það ræðux yfir nú. Sendiherrar Kanada, Bretlands og Bandaríkjanna gerðu gríska utanríkisráðherranum Panayotis Pipinelis grein fyrir þesum til- lögum. Þar er enn fremur far- ið fram á, að herlið Grifckja á Kýpur verði minnkað mjög bráð lega og lögð drög að varanlegri lausn deílunnar. Það var mikið um að vera í gríska utanríkisráðuneytirau í Aþenu í dag og 4 borginni var sá orðrómur stöðugt á kreiki, að innrás Tyrkja á Kýpur stæði fyr ir dyrum. Pipinelis, sem sór erribættiseið siran sem utanríkisráðherra fyrir tveimur dögum með það mark- mið sérstaklega fyrir augum að finna lausn á deilunni, ræddi í dag við Grivas, en ekki er hins vegar vitar, hvað þeirft fór á milli. FriSsamleg lausn úr sögunni? í viðtali við frönsku fréttastof- una AFP skýrði varaforseti Kýp- ur, dr. Fazil Kuchuk, sem einn- ig er leiðtogi tyrkneska minni- hlutans á eynni, að i reynd væri ekki lengur um að ræða mögu- leika á friðsamlegri lausn Kýpur deilunnar. í frétt frá AFP segir enn frem ur, að sá orðrómur hefði verið allsráðandi í ritstjórnarskrifstof- um tyrknesku blaðanna í kvöld, að tyrkneskt herlið myndi stíga á land í Kýpur síðar um kvöld- ið. Þegar var búið að steypa í blý tilkynningar um, að landgangan hefði átt sér stað. Samtímis ’hélt tyrkneska útvarpið ófram hótun um sinum gagnvart Grikklaradi. Grivas vikið frá í AP-frétt í kvöld var sagt að Grivas hershöfðingja hefði ör- ugglega verið vikið frá sem yf- irmanni gríska herliðsins á Kýp- ur. Var frá því skýrt, að aninar foringi úr gríska hernum, Ge- orge Moronis hershöfðingi, yfir- maður þjóðvarraarliðsins á Kýp- ur hefði þegar tekið við störfum af Grivas sem yfirmaður bæ'ði þjóðvamarliðsins og hins reglu- lega hers Grikkja, sem nú er á Kýpur. Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.