Morgunblaðið - 23.11.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.11.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NÓV. 1967 3 „Þetta er eins og á Þorláksmessu Óhemjuinikið keypt af heim- ilistækjum, spariskírteini fyrir 35 milljónir seldust upp á þrem dögum - Rætt við kaupmenn NOKKUÐ hefur horiS á hamstri í Reykjavík undan- farnia daga, og hefur þá eink- um verið keypt mikið magn af matvörum. Þá hefur fólk einmig rokið til og keypt heim ilis'tæki eins og það hefur haft fé til og var grríðarleg sala á þeim í öllum verzlun- um, sem hafa þau á boðstól- um. Mikið hefur verið hringt í bilaumboð, og fólk viljað fá nýja bíla á stundinni, en það hefur ekki verið hægt, því að þeir fást ekki tollafgreidd- ir. Hin verðtryggðu spariskír teini ríkissjóðs hafa runnið út og eru nú uppseld. Frá mánudegi þar til í gær seld- ust skírteini fyrir um 35 milljónir, og verið er að íhuga hvort setja eigi fleiri sparisikirteini á markaðinn. Mocgunblaðið hafði sam- band við nokkur fyrirtæki í gær, og spurðist fyrir um sölu. Jóhann Scheither, fram- kvæmdastjóri hjá Vökul h.f. sagði, að þegar á mánudaginn hefði síminn byrjað að hringja og menn viljað fá nýja bíla. Það hefði þvií mið- ur ekki verið hægt að selja þeim þá vegna þess, að þeir fengjust ekki tollafgreiddir. Fyrirtækið hefði verið nýbú- ið að fá 77 bíla af árgerð 1968, og hefði vissulega kos- ið að geta selt þá, en yrðu í stað þess að láta sér nægja að selja eldri árgerðir, sem þeir hefðu tekið upp í kostn- að fyrir nýjum. Gísli Steinsson hjá Gunn- ar Ásgeirsson hf. sagði, að þau sjónvörp og heimilistæki sem fyrirtækið hefði haft á lager, hefðu strax selst upp. Því miður hefðu þeir aðeins átt litlar birgðir, ekki verið undir svona mikla sölu bún- ir, og ekki gefizt tími til að ná út úr tollinum því sem þeir ættu þar. Hjá Gevafoto hefur salst áberandi mikið af sýningai- véium og ýmsu sem til þeirra þarf, en sala á ljósmyndavél- um hins vegar verið svipuð og venjulega. Vilberg hjá Radíóstofu Vil- bergs og Þorsteins sagði, að þeir stæðu nú í svo til tómri verzlun. Sjónvarpstæki, seg- ulbönd, útvörp og útvarps- plötuspilarar hefðu selst upp á svipstundu og aðeins eftir nokkrir plötuspilarar, sem sjálfsagt hyrftu einnig fljót- lega. Sunnubúðirnar fjórar eru löngu orðnar kaffilausar, og þar vantar einnig ýmsa aðra matvöru. Óskar Jóhannsson, kaupmaður, sagði: „Kaffið seldist upp strax á þriðjudag. Ég hafði ekki búizt við þessum ósköpum frekar en aðrir, og því ekki Það hafa margar frystikistur verið bornar út úr verzlunum siðustu daga. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) birgt mig neitt upp. Við höf- um þann háttinn á, að fá aldrei kaffi eða smjörlíki nema rétt til næsta dags svo að þetta var ekki lengi að fara. Fólk hefur aðallega ver ið að sækjast eftir kaffi, hveiti, sykri og smjörlíki, en ég held að mér sé óhætt að segja, að salan í heild hafi verið helmingi meiri en venju lega“. Leifur Karlsson hjá Fönix sagði: „Þetta er hreint eins og Þorláksmessa. Við höfum því miður ekki mikið af vörum til reiðu, en nú eru hillurnar að verða tómar. Það hefur allt selst, frystikistur, þvotta- vélar, ’brauðristar, ryksugur, ísskápar, allt sem við höfum á boðstólnum. Megnið var selt tvo fyrstu dagana, en það sem eftir var hefur ver- ið að seljast í dag“. Verzlunum J. Þorláksson og Norðmann var lokað, og því var haldið fram, að ver- ið væri að geyma vörurnar vegna erlendra skulda, svo að hægt væri að fá fyrir þær . endurkaupsverð. Óskar Norðmann sagði: „Forráðamenn fyrirtækisins munu ekki óska eftir að fá neitt nýtt verð á vörurnar. Það eina sem við förum fram á er, að fá bættan þann mis- mun sem kann að verða við gengisfellinguna, í samráði Framhald á bls. 17. „100 kvœði" — Ljóðasafn eftir Jón úr Vör FRÁ Helgafelli kom í dag út falleg útgáfa af verkum Jóns úr Vör, og hefur útgefandinn, Ein- ar B. Sigurðsson, kallað safnið „100 kvæði“, en það nálgast að vera heildarútgáfa af verkum skáldsins. f þessu safni munu vera þau ljóð skáldsins, sem það vill viðurkenna sem fullgerðan skáldskap. Einar B. Sigurðsson hefur annazt útgáfuna fyrir for- lagið og ritar allítarlegan for- mála, sem er hið merkasta verk. Jón úr Vör hefur með réttu verið kallaður einn af aðalbraut ryðjendum nýrrar bókmennta- stefnu í skáldskap og með verki sínu „Þorpinu" hlotið viðurkenn ingu sem brautryðjendaskáld á ísiandi. Jón úr Vör á tvöfalt afmæli á þessu ári. Hann varð fimmtug- ur 21. janúar síðastliðinn og ein mitt þessa dagana eru liðin 30 ár síðan fyrsta útgáfa fyrstu bókar hans, Ég ber að dyrum, kom út. Freistandi er í tilefni þessafr- ar myndarlegu útgáfu og hinna tveggja afmæla Jóns úr Vör að birta nokkrar setningar úr rit- dómum frá Svíþjóð er þar birt- ust í blöðunum er „Þorpið“ kom út í sænskri þýðingu. Sænska ljóðskáldið heims- kunna, Jóhannes Edfelt skrifar í Dagens Nyheter, stærsta blað Svíþjóðar: „Með fáum áhrifa- miklum clráttum vexur höfund- ur til lífs endurminningarnar um fátækt bernskuáranna í skjóli fósturforeldranna í húsinu við rætur fjallsins .. Hin glögga sjón er meginstyrkur Jóns úr Vör ... Hann lýsir uppboði á eignum fátæklinganna, verka- mönnum, sem strita við þunga koiavagnana, vinnunni á fisk- reitunum, sjómönnunum undir hvalbak og í erlendri höfn ...... Hver myndin tekur við af ann- arri í þessum ljóðaflokki, allar einfaldar en skýrar ... Afburða- gott íslenzkt skáldrit ....“ Þá skrifar ljóðskáldið Stig Carlson um „Þorpið“ í aðalmál- gagn sósíaldemókrata Morgon- Tidningen: „Þessi ljóðlist hefur fjarrænleg seiðandi áhrif á sænsk an lesanda, í henni kynnumst við veruleika ólíkum þeim sem við eigum að venjast." Skáldkon an Viveka Heyman, sem þá var kölluð óbilgjarnasti ritdómari Svía, skrifar í Arbetaren: „Þetta er einfaldasta gerð Ijóðlistar, þar sem öllu ytra tildri er vís- að á bug, aðeins leitað óbrotn- ustu orða, og hins eina rétta smáatriðis." Bókarkápu gerði Kristján Davíðsson, listmálari. SIAKSTEIIVAR Draga í land Stjórnarandstæðingar hafa í umræðunum um efnahagsmálin undanfarnar. vikur stöðugt hamr að á því, að taka bæri vanda- mál atvinnuveganna til athug- unar samhliða öðrum nauðsyn- legum ráðstöfunum og vitað var löngu áður en gengisfelling sterlingspundsins var kunngerð, að háværar raddir V'oru um það i röðum stjórnarandstæðinga, að gengisfelling væri óhjákvæmi leg og var það ekki sízt í röð- um Framsóknarmanna, sem telja að erfiðleikar SÍS mundu leysast að verulegu leyti með gengisfellingru. Þegar brezka ríkisstjórnin breytti gengi sterl- ingspundsins sl. laugardag breyttust á svipstundu viðhorfin í efnahagsmálum Islendinga og strax eftir helgina kom í ljós, að viðbrögð manna voru á einn veg, bæði forustumanna verka- lýðs og vinnuveitenda svo og stjórnarandstöðublaðanna, að ekki yrði hjá því komizt að fylgja í kjölfar Breta. Nú er hins vegar komið í ljós, sem vænta mátti, að bæði Tíminn og Þjóðviljinn eru farin að draga í land. Nú er látið að þvi liggja að ekki sé nauðsynlegt að breyta gengi krónunnar nema að mjög takmörkuðu leyti og allar breyt- ingar umfram það séu afleiðing „ringulreiðar, handahófs fjár- festingar og óðaverðbólgu." Nú er sem sé ekki lengur talað um nauðsyn þess að leysa vanda- mál atvinuveganna samhliða öðruni nauðsynlegum aðgerðum, Ný viðhorf Það er alveg ljóst, að gengis- felling sterlingspundsins hefur skapað alveg ný viðhorf í efna- hagsmálum hér á landi. Gengis- felling er mjög róttæk ráðstöfun og hún verður að vera vandlega undirbúin. Framkvæmd hennar skiptir einnig verulegu máli. Vegna hinna breyttu viðhorfa er nú eðlilegt að vandamál atvinnu veganna verði tekin til meðferð ar samhliða öðrum ráðstöfunum og hugsanleg gengisbreyting ís- lenzku krónunnar miðuð við það að bregðast ekki einungis við vandamálum, sem skapast vegna lækkunar á gengi sterlingspunds ins heldur og einnig að leysa með samhliða aðgerðum þau vandamál, sem við höfum þegar átt við að etja og unnið að lausn á. Ríkisstjórnin stefndi að þvi að leysa efnahagsvandamál þjóðarinnar vegna verðfalls og aflabrests án gengisfellingar enda skapar slík aðgerð mörg ný vandamál, sem komist verð- ur hjá með öðrum aðgerðum en gengislækkun. En ný viðhorf krefjast nýrra aðgerða og að vandamálin verði tekin öðrum tökum en áður var ætlað. Verði ákvörðun Seðlabankans í sam- ráði við ríkisstjórnina sú, að fella gengi íslenzku krónunnar meir en sem nemur gengisfell- ingu sterlingspundsins er það vegna þess, að það er talið nauð synlegt vegna þeirra áfalla, sem íslenzkt atvinnulif hefur orðið fyrir sökum verðfalls og afla- brests. Það vandamál leysist ekki að sjálfu sér með gengisfellingu sterlingspundsins og sams konar lækkun á gengi íslenzku krón- unnar. Gengisfelling sterlings- pundsins gerir vandamálið þvert á móti enn flóknara úrlausnar fyrir okkur. Enn við sama heygcirðshornið En það er ljóst af forustu- greinum Tímans og Þjóðviljans í gær, að þeir aðilar, sem þar ráða málum eru enn við sama heygarðshornið. Þeir neita stöð- ugt að horfast í augu við vanda málið eins og það liggur fyrir. Það verða mikil tíðindi í stjórn- máium á Islandi þcgar stjórnar- andstæðingar hætta að blekkja sjálfa sig og aðra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.