Morgunblaðið - 23.11.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.11.1967, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NóV. 1967 11 Kvikmyndasýningar hefjast í Búðardal Búðardal, 17. nóvember. NÝLEGA voru teknar í notkun nýjar kvikmyndasýningarvélar í félagsheimilinu Dalabúð í Búð- ardal og verða kvikmyndasýn- ingar framvegis tvo daga í viku: sunnudaga og fimmtudaga. Pen- ingum til kaupa á hinum nýju vélum var safnað með frjálsum samskotum í Laxárdal og nær- liggjandi sveitum og fékkst þannig um helmingur kaupverðs- ins. Söfnuninni stjórnaði nefnd á vegum ungmennafélagsins „Ól- afur ' Pá“, en formaður þeirrar nefndar var Röngvaldur Ólafs- son. Áður en fyrsta kvikmyndasýn- ingin hófst bauð Elis E. Þor- steinsson, bóndi, Hrappsstöðum, gesti velkomna og þakkaði góð- an stuðning við málefnið. Að lokinni sýningu þakkaði Bjarni Finnbog^son, ráðunautur, nefnd- armönnum fyrir lofsvert fram- tak og árnaði Dalabúð allra heilla með þennan nýja þátt í starfseminni. Filmur og vélar hf. í Reykja- vík fluttu vélarnar inn, en þær eru ítalskar, af Piongerð. Upp- setningu þeirra annaðist Gunnar Þorvarðarson frá Reykjavík. — Fréttaritari. A Öctiíun dur Varð- hertjs í Reykjavik — Hilmar Björgvinsson kosinn formaður AÐALFUNDUR Varffbergs, fé- lags ungra áhugamanna um vest ræna samvinnu, í Reykjavík, var haldinn fyrir nokkru. Málverkið „Bæn“ á Fráfarandi formaður, Óttar Yngvason, flutti skýrslu stjórnar um starfsemi félagisins síða-st- liðið starfsár, svo sem bádegis- fundi og aðra funidi, kvikmynda- sýningar, stofnun nýs Varð- bergsfélags, kynnisferðir utan- lands og innam, ráðstefnu á Akur eyri, happdrætti o. fl. Þé las fnáfarandi fonmaður, Hörður Helgason, reikninga félagsinis, og voru þeir samþykktir. Ný stjórn var kosin á fundim- um, og hefur hún nú skipt með sér verkum. Hún er þaimig sikip- uð: Formaffur Hilmar Björgvins- son. 1,- varaformaður: Hörður Helgason. 2. varafonmaður: Ól- afur Ingólfsson. Ritari: Friðjón Guðröðrarson. Gjaldkerfi: Giss- ur V. Kristjánsison. Meffstjómendur: Gunnar Gunn ánsson, Helgi Guðmutndisson, Guðlaugur Tryggvi Karlsson og Siigþór í. K. Jóhanr.sson. Varastjórn: Helgi Ágústsson, Hallgrímur Jóhannesson, Ey- steinn Sigurðsson, Þorfinnur Egilsson, Gylfi Þór Magnússon og Magnús Gunnarsson. Framkvæmdastjóri Varðbergs er Magnús Þórðarson. Stnðarholskirkju í Suurbæ berust goðar gjufir FYRIR nokkru færði frú Helga Jónsdóttir, Reykjavík og dóttir hennar, frú Benedikta Benedikts- dóttir, Ljósalandi í Saurbæ, Staðarhólskirkju að gjöf fagran silfurkross, smíðaðan af Leifi Kaldal í Reykjavík. Er gjöf þessi til minningar um eiginmann Helgu, Benedikt Ketilbjarnarson frá Saurhóli í Saurbæ, en hann lézt árið 1922, aðeins þrítugur að aldri. Steingrímur Sigurðsson gefur út jólakort STEINGRÍMUR SigurffsBon, rit- Jhöfundur og listmálari, hefur gefiff út tvö vönduff jólakort, sem skreytt eru eftir prentun- um af olíumálverkum eftir hann. Málverkin heita „Ljóm- un“ og „Bæn“, og voru bæffi á hinni mikið sóttu sýningu, er hann hélt á Akureyri fyrir nokkru. Þaff var Kassagerð Reykjavíkur sem hafði veg og vanda að gerð litmyndamóta af málverkunum, en kortin eru prentuð hjá Valprent hf. á Ak- ureyri. Þetta eru fjórðungskort, prentuff á gljápappír. Steingrim- ur selur þau beint til verzlana, sem munu hafa viðeágandi um- rJög, og einnig tU fyrirtækja sem myndu vilja senda þau viff- skiptavinum sinum. Teflt ó tvær hættur — Norsk frásaga úr síðasta stríði KOMIN er út í íslenzkri þýð- ingu bókin „Teflt á tvær hætt- ur“ (Det störste spillet) etir Per Hansson.. Höfundur segir m.a. í formála: „Þessi bók s egir frá ungum manni, sem lifði friðsælu lífi í yndislegri sveit í Suður-Noregi, unz Þjóðverjar réðust á Noreg. Á hernámsárunum varð Gunvald Tomstad að axla byrðar, sem eng inn getur borið án þess að bera þess merki allan aldur. Hann varð að leika hið svívirðilega hlutverk svikarans, til þess að leysa af hendi störf sin í þágu upplýsingaþjónustu bandamanna. Engir sérfræðingar höfðu kennt Gunvald Tomstad að leika þenin an hættulega leik. Hann var á- hugamaður í þessu hættulega starfi, en líklega þarf að leita lengi í annálum styrjaldanna til að finna mann sem í mánuðj og og ár lék þetta tvöfalda hlut- verk með svo góðum árangri við svo hræðilega erfiðar og hættu- legar kringumstæður. Hugrakkir menn, sem störfuðu með honum, féllu í baráttunni, og sjálfur hafði hann þjálfað sig upp í að búast við dauðanum á hverrj stundu. — En Gunvald Tomstad lifði. Sál hans og lík- ami er örum sett eftir átökin og í dag lifir hann í raun og veru sem stríðsöryrki" Bókin hefur verið þýdd á fjölda tungumála og hvarvetna hlotið lofsamlega dóma. Þegar bókin kom út í Noregi seldust þar á skömmum tíma 50 þús. ein tök. Bókin er 175 bls. Þýðinguna gerði Skúli Jensson, en útgefandi er Skuggsjá. Þá hefur kirkjunni nýlega bor- izt 2 þúsund króna gjöf til minn- ingar um bræðurna Ólaf Skag- fjöfð í Þurranesi og Guðbjörn Ólafsson á Staðarhóli frá systur þeirra Sigrúnu Ólafsdóttur á Staðarhóli. Að auki hafa kirkjunni borizt mörg áheit á undanförnum ár- um. Fyrir þessar gjafir villl sókn arneíndin þakka af alhug og biður gefendunum Guðs blessun- flthugasemd ATHUGASEMD vegna fréttar í Morgunblaðinu laugard. 18. nóv. frá aðalfundi VÖKU. Ný lög um Lánasjóð íslenzkra námsmanna tóku gildi sl. vor. Samkvæmt þeim miðast úthlut- anir lána til námsmanna við há- skólaár á hverjum stað, en ekki almanaksár eins og segir í frétt- inni. Ástæður fyrir því, að út- hlutun lána til stúdenta við Há- skóla íslands var ekki fram- kvæmd í haust eins og gert hefði verið ef gömlu lögin hefðu ver- ið í gildi enn, eru aðallega þess ar: 1. Uthlutun lána verðúr mið- uð við námskostnaðarkönnun, sem nú er verið að gera og mið- ast við nóvember 1967. Niður- stöður þessarar könnunar verða ekki til reiðu fyrr en í febrú- ar 1968. 2. Nýjar úthlutunarreglur þarf að semja fyrir úthlutun í vetur, en það er mikið verk og enn ekki lokið. 3. Fjöldi stúdenta, sem um lán munu sækja, er mun meiri en nokkru sinni áður og taka mun því lengri tíma að úthluta nú en áður. 4. Til að spara fé og fyrirhöfn ætlar stjórna Lánasjóðs islenzkra námsmanna að láta úthlutun lána fara fram einu sinni á hverju háskólaári og þá fram- vegis í janúar, þó úthlutun á þeim tíma verði ekki framkvæm anleg á þessu háskólaári. Mun úthlutun þessi samsvara tveim úthlutunum síðustu ára. Athugasemd þessi er efnislega í samræmi við erindi er undir- ritaður flutti á fundi með VÖKU mánudaginn 13. nóv. sl. Jóhann Heiffar Jóhannsson. Tíbetar hyggja á uppreisn Nýju Dehli, 21. nóv. — NTB í BÆKLINGI sem Dalai Lama, trúarleiðtogi Tíbeta hefur látið prenta og birtur var í Nýju Dehli í dag, segir að deildir úr Kínaher í Tíbet berjist nú inn- byrðis og ekki líði svo dagur að ekki megi tína tvo tugi fall- inna Kínverja upp af götunum í ýmsum tíbetskum borgum. Dalai Lama segir mikið sund urþykki ríkja með valdhöfum í Tíbet, enda hafi enginn þeirra tögl og hagldir. „Kínverjamir verða að nota stiga og klifra upp á húsþökin, því ferðist þeir eftir götunum eiga þeir vísar árásir tíbetsku andspyrnuhreyf- ingarinnar“, segir í bæklingnum, sem lýkur með þeim ummælum Dalai Lama að hin undirokaða tíbetska þjóð bíði nú aðeins fær- is að skipuleggja velheppnaða uppreisn gegn setuliði Kínverja *-• 'V —• •, 4-4 ÍSEWíöSiif’í11 Mynd þessi er tekin af slátruffum nautgripum á bugarði í Oswestry, þar sem gin- og klaufaveik- innar fyrst varff vart. Alls hafa 11 farsóttartilfel li veriff skráð í héraðinu. Gin- og klaufaveiki í hámarki Lundúnum, 20. nóv., NTB. Á sunnudag höfðu veriff skráð næstum 600 tilfelli af gin- og klaufaveiki og 105.000 nautgrip- um hefur veriff slátraff í skæff- ustu farsótt þessarar tegundar, sem herjaff hefur í Englandi og Wales í 44 ár. Tjóniff nemur nú um 300 milljónum ísl. kr. Brezka landbúnaðarmálaráðu- neytið bannaði í dag neyzlu ógerilsneyddrar mjólkur og mysu í Englandi, Skotlandi og Wales til að hindra frekari út- breiðslu sjúkdómsins. Talsmað- ur ráðuneytisins upplýsti á laug- ardag, að kjötbirgðir Bretlands væru í hættu vegna farsóttar- innar. Þá hefur flutningur hús- dýra verið bannaður i öllu Eng- landi og i Wales. Einnig hefur verið gripið til þess ráðs, að loka dýragör’ðum og lresta veðreið- um. M. a. hefur tveimur búgörð- um í eigu Elísabetar Englands- drottningar verið lokað. Flestir sérfræðingar brezkir, sem starfa að rannsóknum á upp tökum farsóttarinnar hallast að því, að hún eigi rót sína að rekja til ósoðins svínaskvols, sem gef- ið var nautgripum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.