Morgunblaðið - 23.11.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.11.1967, Blaðsíða 1
V* 28 SIÐUR 54. árg. 267. tbl. FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1967. Prentsmiðja Morgunblaðsins Hætta er á styrjöld milíi Grikkja og Tyrkja vegna Kýpur Orðrómur um, að fyrkneskt herlið kunni að stíga á land á Kýpur hvenær sem er Istanbul, Ankara, Aþenu og Nicosiu, 22. nóv., NTB-AP. Tyrkneska stjórnin hafn- aði í dag tilboði grísku stjórn arinnar um viðræður til lausnar Kýpurdeilunni. Sam- fímis fóru um 80.000 manns í kröfugöngu um götur Istan- bul og heimtuðu styrjölcí gegn Grikkjum. Báru göngu- menn skilti, þar sem á stóð m.a.: „Leiðin til Kýpur ligg- ur gegnum Aþenu“, „Við er- um sjálfboðaliðar og viljum styrjöld“ og „Kýpur, hér komum við“. •fc Konstantin konungur Grikklands kallaði saman skyndifund æðsta herráðs landsins og ríkisstjórnarinnar i dag til þess að kanna hætt- una á styrjöld við Tyrki vegna hins versnandi ástands í Kýpurdeilunni. U Thant aðalframkvæmda stjóri Sameinuðu þjóðanna hefur tilkynnt, að hann muni senda sérstakan fulltrúa til Nicosiu, Aþenu og Ankara með áskorun um að forða því, að styrjöld brjótist út milli Tyrkja og Grikkja. Segir Kýpur IJM Kýpurdeiluna er einnig rætt í „Eriendum tíðindum" á bls. 15 og í sérstakri grein á bls. 21. framkvæmdastjórinn ástand- ið uggvænlegt. Grivas hershöfðingja hef- ur verið vikið frá sem yfir- manni herliðs Grikkja á Kýp- ur. í NTB-frétt frá Moskvu segir, að sovézka stjórnin hafi skorað bæði á Tyrkland og Grikkland að sýn,a skilning og láta vopn- in ekki skera úr um lausn á vandamálunum. í yfirlýsingu, sem gefin var út af sovézku stjórninni í kvöld segir, að Sov- étríkin styðji áfram sjálfstæði Kýpur. Segja Rússar, að „vissir aðilar í Atlandshafsbandalaginu" og herstjórnin í Aþenu beri á- byrgð á deilunni nú, og fara þeir fram.á friðsamlega lausn henn- ar, þar sem tekið verði tillit til Kýpurbúa. í London leitast forsætisráð- herra Kanada, Lester Pearson og Harold Wilson, forsætisráð- herra Bretlands við að finna frið samlega lausn varðandi Kýpur, en enda þótt þeir hafi haft sam band við bæði grísku og tyrk- nesku stjórnina, er enn ekkert fyrir hendi, sem bendir til þess, að viðleitni þeirra hafi borið á- rangur. Á Kýpur ríkir mikil spenna og sendimenn erlendra ríkja þar reyna að gera stjórnarvöldum eyjarinnar ljóst að styrjaidarund irbúningur Tyrkja sé alls ekki blekking. Tyrkneskar könnunar- flugvélar og sprengjuþotur flugu yfir Kýpur mörgum sinn- um í dag, að því er stjórnin í Nicosiu skýrði frá. Varð vart við flugvélarnar í 1500—3000 m hæð yfir Nicosiu og norður- og aust- ur strandsvæðum eyjarinnar. Svipaða tilkynningu um ferðir tyrkneskra flugvéla lét Kýpur- stjóm einnig frá sér fara í gær. Áttatíu þúsund í kröfugöngu í Istanbul í Istanbul, stærstu borg Tyrk- lands, fóru um 80.000 manns í kröfugöngu um götur borgar- innar og kröfðust þess, að tyrk- neska stjórnin lýst yfir styrjöld gegn Grikklandi. Voru það stú- dentar, sem skipulögðu þessa kröfugöngu. Göngumenn báru tyrkneska fána og skilti með her skáum áletrunum, sem að fram- an greinir og alls staðar, þar sem þeir fóru glumdi trumbu- sláttur og hergöngulög. Höfðu meðlimir ýmissa stéttarfélaga Framhald á bls. 21 Grivas Konstantín konungur Suleyman Demirel forsætisráðherra Tyrklands Brezka þingið samþykkir gengisfellinguna — Gífurleg gullsala á markaðnum í London — Talin ógnun við gengi dollarsins Ihaldsflokksins London, 22. nóv. (AP-NTB) •jr Neðri málstofa brezka þingsins staðfesti í dag með 77 atkvæða meirihluta ákvörðun rikisstjórnarinnar frá því s.l. laugardag um að fella gengi sterlingspundsins um 14.3%. Greiddu þingmenn atkvæði eftir flokkum, og voru fulltrúar Verkamanna- flokksins fylgjandi aðgerðum stjórnarinnar. en þingmenn Miklar óeirðir í Indlandi Upplausnarástand í mörgum sambandsríkjanna á móti. At- kvæði féllu þannig að 335 samþykktu gengisfellinguna, en 258 voru á móti. ýý Mikil eftirspurn hefur ver ið eftir gulli á gullmarkaðn- um í London í dag, og voru seld þar alls 20 tonn, en með- al dagssalan nemur um sex tonnum. Er talið að Frakkar stefni nú að því að koma doll- araforða sínum í gull, og grafa með því undan gengi dollarans. Harold Wilson, forsætisráð- herra, tók til máls við umræður um gengisfellinguna í Neðri mál stofunni í dag. Sagði hann, að ríkisstjórnin hafi gert rétt í því að fella ekki gengi pundsins um leið og hún tók við völdum ár- ið 1964, en hinsvegai hafi skki verið unnt að bíða lengur nú. Skömmu áður en forsætisráð- herrann tók til máls, barst hon- um tilkynning þess efnis, að verkalýðssamtökin brezku, TUC, hefðu samþykkt með yfirgnæf- andi meirihluta að styðja stjórn ina „á þessum erfiðu tímum í öllu, sem miðar að því að skapa jafnvægi í efnahagsmálum og aukna þróun þeirra mála, og að því að útrýma atvinnuleysi“. Einnig heita samtökin stjórninni stuðningi við að koma í veg fyr- ir hækkanir kaupgjalds og verð- lags, sem gætu gert að engu áhrif gengisfellingarinnar. Wilson ræddi aðallega lækkun opinberra útgjalda, og þá fyrst og fremst lækkun fjárveitinga til varnarmála. Verður mjög dreg- ið úr flugvéla- og þyrlukaupum Framhald á bls. 27. Kalkutta, 22. nóvember NTB-AP. Æstur manngrúi háði í dag harða götubardaga við lög- regluna í borginni Kalkutta í Indlandi og voru 80 manns handteknir vegna stjórnmála óeirða, sem nú virðast vera að breiðast út um allt Ind- land. Fólkið kastaði grjóti að lög- reglumönnum, sem sjálfir beittu bambusprikum með stálhólkum í því skyni að koma á röð og reglu. Lögreglan beitti einnig skotvopnum til þess að dreifá hópi, sem kveikt hafði í lög- reglubifreið. Ekki hafa borizt fréttir um manntjón vegna þessara árekstra, en helztu leiðtogar Samfylking- arhreyfingarinnar í Kalkutta voru fluttir í sjúkrahús, eftir að lögreglan hafði leyst upp fund hennar í dag. Það var frávikn- ing samsteypustjórnarinnar í sambandsríkinu Bengal, þar sem kommúnistar réðu mestu, sem var orsök óeirðanna. Alls hafa 70 andstöðuleiðtogar, vinstri sinnaðir verkalýðsleið- togar og forystumenn stúdenta verið handteknir í Kalkutta samkvæmt lögum, sem heimila, að fólki verði haldið í fangelsi í sex mánuði, án þess að verða leitt fyrir dómara. Allir fundir og mótmælaað- gerðir hafa verið bannaðar af hinni nýju stjórn Bengals, sem vann embættiseið á þriðjudags- kvöld. Upplausnin breiðist út. Áskorun um verkfall af hálfu vinstri sinnaðra aðila leiddi til þess, að öllum stjórnarbygging- um og skólum var lokað í Kal- kutta í dag. Ferðir sporvagna og strætisvagna lágu niðri og verzl- anir voru næstum auðar. Á meðan óeirðirnar áttu sér stað í Kalkutta, féll stjórn Sam- fylkingarhreyfingarinnar í sam- bandsríkinu Punjab, eftir að 17 Framihald á 'bls. 27. Samningar í far- mannadeilunni MBL. barst í gær svohljóð- andi tilkynning frá Far- manna- og fiskimannasam- bandi íslands og samninga- nefnd kaupskipanna: „Samkomulag hefur orðið milli útgerðarmanna og samn- inganefndar farmanna. Sam- komulagið verður borið undir félagsfundi í félögunum á morgun (þ.e. fimmtudaginn 23. nóvember) kl. 14. Sömu- leiðis mun framkvæmdastjórn Vinnuveitendasambandsins og stjórn Vinnumálasambands samvinnufélaganna fjalla um samninginn síðdegis á morg- un.“ Samkomulag var milli samningsaðila um að láta ekk ert uppi um efnisatriði hinna nýju samninga í gærkvöldi. II

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.