Morgunblaðið - 23.11.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.11.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NÓV. 1967 MARY ROBERTS RINEHART: SKYSSAN MIKLA Það' fer ekki milli mála að telpan hefur verið numin á brott. — En i staðinn höfum við fengið traustan góðan stiga. I»ú veizt nú alveg, hvernig mað- ur hann var, Pat. Gekk með hanzka og öklahlífar. Ég hafði séð hann hvað eftir annað síðan ég var krakki. En þarna var hann eins og kominn beint úr bælinu. En þegar líkskoðunarmaðiur- inn kom á vettvang, fann hann nokkuð, sem Jim hafði sézt yfir. Don hafði verið laminn í hnakk- ann. Meiðslið var þarna, undir þykka hárinu — ekki kannski banvænt en nægilegt til að láta hann missa meðvitund. Hann fann líka einhver ör hér og þar á líkinu, en þau voru gömusl og ekki vissi hann, hvernig á þeim etóð. En hann þóttist viss um, að þetta væri morð, enda þótt hann vildi ekki láta það uppí fyrr en eftir krufninguna. Á meðan þessu fór fram, stóð Bill Sterling og horfði á, og þegar líkskoðun- armaðurinn kom með athuga- semdir sínar, leit Jim á hann. Seinna sagði hann, að þá fyrst hefði dottið sér í hug, hvílík frelsun dauði Dons hefði verið fyrir ýmsa. Og einn þeirra væri Bill Sterling sjálfur. —'Ef út í það var farið, þá hataði hann Don af öllu hjarta, sagði hann, án þess að draga neitt úr orðunum. — Hann gerði sér ekki einusinni upp neina hryggð. Hann var órólegur, en það var líka a®t og sumt. En hvað sem um það var, þá tók Jim að minnast á staðreynd- irnar jafnskjótt sem líkið hafði verið flutt burt. — Ég býst ekki við, að Lydia sakni hans sérlega mikið, sagði "þann. — Að vísu gerði hún mann ^ærleiksverk, en þar fyrir hefur hfenn verið henmi einskis virði. Hann fann að Bill stirðnaði upp, við hliðina á honum. — Láttu Lydiu eiga sig í þessu sam bandi, sagði Bill stuttaralega. — Þetta er henni algjörlega óvið- komandi. Jim sleppti Bill við sjúkrahús staðarins, þar sem lík Dons lá þegar í líkhúsinu, tilbúið til krufningar. Eftir það átti hann annríkt. Fyrst af öllu lét hann leita að bíl Lydiu, og setti Cracker Brown við talstöðina, ef hann skyldi hafa verið kominn langt í burt. En það lagðist ákveð ið í hann, að bíllinn væri ein- hversstaðar á næstu grösum. — Þetta virðist vera framið af einhverjum á staðnum, sagði hann. Einhverjum, sem mundi skilja líkið eftir skammt frá borginni, eða Hólnum. Að minnsta kosti hef ég gengið út frá því. Sjálfur var hann þeirrar skoð- unar, að Don hefði farið í ána. Hann sendi lögreglubílinn um hæðirnar, en leitaði sjálfur á dalnum, og rannsakaði hvern stíg, sem lá niður að ánm. En bíll Lydiu fannst samt ekki, og um hádegið gafst hann upp á að leita við ána og fór heim í mat. Lögreglubíllinn hafði ekki haft meiri heppni með sér. Það var sunnudagur og allir stígar voru fullir af bílum. Klukkan var orðin þrjú og líkskoðunar- maðurinn hafði kveðið upp þann úrs'kurð að Don hefði drukknað. en þá hringdi Julian Stoddard í lögreglustöðina. — Einn af mönnum mínum hefur fundið yfirgefinn bíl í gili, rétt fyrir neðan hú&ið hjá mér, hr. Conway. Mér skilst þér séuð að leita að siíkum bíl. — Ég skal koma strax, sagði Jim. — Væri ég fiðraður, skyldi ég fljúga. 25 Julian fannst þetta ekkert fyndið. Hann var fálátur maður og tók eigin virðuleik hátíðlega. — Ef þér viljið koma heim tii mín, skal ég sýna yður hann, sagði hann kuldalega og lagði símann. Þetta var bíll Lydiu. Honum hafði verið ekið eftir m-jóum stíg niður í djúpt gil, handan við hús Stoddards, og vandlega falinn. Garðyrkjumaðurinn, sem hafði fundið hann, var enn á verði þeg ar Jim og Stoddard komu þang- að. Hann var með lítinn riffil með sér og . fullyrti, að ekkert hefði verið hreyft. - Ég var að leita að þessum djöflum, áem hafa verið að eyði- leggja blettinn fyrir mér, sagði hann. Ég kom niður brekkuna, af því að ég hef komið auga á einn eða tvo þeirra hérna niðurfrá. Þá sá ég bílinn. Eg held, að það sé einhverskonar frakki í hon- um. Bí’llinn var ekki læstur og Jim opnaði hann og hafði vasaklút um höndina. Þarna var yfirfrakki Dons, með enáku klæðaskera- nafni á. Hann var enn votur og eing var teppið á gólfinu aftur í bílnum. En hvorki inniskórinn né talan fundust þarna. Julian Stoddard stóð hjá, al- varlegur á svipinn eins og hans var vandi. Og hann virtis.t líka vera í vondu skapi. — Ég vona, að þetta komist ekki í blöðin, sagði hann. — Ég kæri mig ekki um, að blaðasnáp ar og ljósmyndarar fari að þyrp- ast hingað. — Ég er hræddur um, að ekki verði komizt hjá því, hr. Stodd- ard, sagði Jim. Ég heyri sagt, að þeir hafi fengið sér aukalest úr borginni, vegna þess arna. En við skulum flytja bílinn burt, eftir að við höfum leitað að fingraförum á honum. Meira getum við ekki gert. Það var á leiðinni upp Hólinn, að Jim datt nokkuð í hug. — Þér hafið sundlaug hérna, er ekki svo? — Jú, það hef ég. Hversvegna spyrjið þér? — Mér þætti.gaman að mega líta á hana. — Guð minn góður, þér hald- ið þó væntanlega ekki, að Don Morgan hafi verið í sundlauginni minni? — Jæja, sjáið þér nú til, sagði Jim í förtölutón. — Þér þekkið söguna, enda er hún komin út um allt. Morgan hafði legið í vatni einhversstaðar. Og svo er bíllinn hans — eða öllu heldur konunnar hans — hérna. Eitt- hvað vott hefur verið í honum og það er ekki langt til bílsins, hérna niður eftir brekkunni. — Það er beinlínis hlægilegt. Hversvegna í minni sundlaug? Það er fullt af þeim hér um all- an Hólinn, að ónafngreindri sund lauginni í klúbbnum. Hann var stórmóðgaður. Hann var einn helzti maðurinn þarna í sveitarfélaginu, og hér var þessi viðvaningUT af lögreglu- manni að reyna að setja hann í samband við morð. Engu að síð- ■ur fýlgdi hann Jim að sundlaug- inni og sjóð hjá meðan hann at- hugaði hana. Hún var nógu tær í grunna endann, en í þeim djúpa sá ekki i botn. — Ég verð að biðja yður að tæma hana, svo hægt sé að rann- saka hana, sagði Jim og brá fyr- ir sig bezta valdsmannsrómnum, sem hann átti til. — Og ég mundi heldur ekki r.ota hana, hr. Stoddard. — Litlu stúlkurnar mínar eiga nú von á einhverjum kunningj- um sínum seinna í dag, til að synda. — Því miður, sagði Jiim. — Þær verða að fara i skollaleik eða eitthvað annað í staðinn. Þegar hann sá framan í Julián, bætti hann við: — Ég vil ekki láta hreyfa við laugin-ni fyrr en ég hef látið rannsaka huna, og ég kann að þurfa að tæma hana. Þér ættuð að hafa eimhvern við höndina til að gera það. Hann fór siðan leiðar sinnar, en hálftíma seinna hafði Julian þá vafasömu ánægju að sjá gaml an Ford koma akandi, leggjast á snyrtilegu brautina, en maðux, sem var blátt áfram klæddur, en ekki sem snyrtilegast, settist á bekk við sundlaugina og kveikti sér í pípu. Um klukkan fjögur þennan dag, hafði hver sundlaug i næsta nágrenni fengið eitthvað svip- aðan vörð, þar með talin okkar laug í leikhúsinu. Því að um það leyti var frétt um árangurinn af krufningunni. Donald Morgan hafði drukknað. Það var vatn í lungunum og þar eð hann hafði fundizt eins og raun var á, var ekki vafi á því, að um morð væri að ræða. Það var Tony, sexn færði okk- ur þessar síðustu fréttir. Bassie hafði ekki látið sjá sig, en sendi boð þess efnis, að hún væri að hvíla sig, og við Maud þreyðum alla þessa löngu klukkutíma í herberginu mínu. Tony hafði hringt til okkar þegar líkið fannst en svo gekk hann í lið mieð sjáifiboða-leitarmiönnu’num, sem voru að hj’álpa lögreglunni að leita að bíl Lydiu. Ekki veit ég, hvar hann var þegar hann hringdi til okkar um það, að Don hefði verið myrtur. — Líklega hefur hann fyrst verið sleginn niður og síðan hef ur honum verið fleygt í einr hverja sundlaugina, til að Verzlun til sölu Sérverzlun með byggingarvörur er til sölu. Verzl- unin er í fullum gangi og á góðum stað í borginni. Góð viðskipasambönd. Theodór S. Georgsson hdl. Sólheimum 43. Sími 38841 — eftir kl. 17.00. Keimurinn leynir sér ekki DIPLOMAT af gæða vindli hinum nýja DTPTOMAT 1/11 11 MTjpy 'jfíÉÍ. UMV OUBtO SCANDINAVIAN TOBACCO COMPANY BY APPOINTMENT TO THE ROYAL DANISH COURT 380 FXhúsgagnaarkitekt SVEINTNT KJAKVA.L Er sjónvarp í stofunni Venjulegt sófasett getur verið ágætt en í mörgum tilfellum er ákaf- lega erfitt að láta það fara vel ef sjónvarp er í stofunni. Þennan vanda er auðvelt að leysa með S.K. RAÐHIJSGÖGINItlM HÚSGAGNAVERZLUW ÁRNA JONSSONAR laugavcgi 70 simi 164 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.