Morgunblaðið - 23.11.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NÓV. 1967
17
,Átök við aldahvörf'
framhald sjálfsœvisögu Jónasar Þorbergss.
1 FYRRA kom út bókin ,,Brét til
sonar míns“, sem er fyrra bindi
endurmininga Jónasar Þorbergs-
sonar fyrrum útvarpsstjóra. Seg-
ir Jónas þar frá bernsku sinni
og uppvexti í iÞngeyjarsýslu, bú-
skaparháttum í sveitum þar á
þeim árum, skólanámi sínu á Ak-
ureyri, Ameríkuvist sinni og loks
því, er 'hann aftur fluttist heim
til íslands til búsetu og starfa.
Jónas Þorbergsson.
Nú er komið framhald þessarar
bókar pndir heitinu „Átök við
aldahvörf". Spannar sú bók yfir
viðburðarríkasta tímabil ævi
Jónasar, það tímibil, sem hann
nefnir ævistarfið. Hann segir þar
frá ritstjórnarárum sínum á Ak-
ureyri og í Reykjavík, en eins og
kunnugt er ritstýrði hann Degi
og Tímanum um alllangt skeið j
og þótti harðskeyttur og óvæg-
inn í ritdeilum. Hann segir frá
svæsnum átökum nýrra blaða og
stjórnmálaflokka frá þessum
tíma og aldahvörfum þeim, sem
verða upp úr lokum sjálfstæðis-
baráttunnar 1918.
Jónas var kosinn á þing fyrir
Daljmenn árið 1931, en átti þar
skamma setu, vegna stofnunar og
starfa við Ríkisútvarpið, sem þá
var að komast á legg. Lýsir 'hann
allnáið aðdraganda að þingrofiniu
og eftirköstum þess og koma þar
margar kunnar stjórnmálakemp-
ur við sögu. Hann segir frá stofn
un Happdrættis Háskólans og
Kristneshælis. Loks er langur
ur þáttur um stofnun og starf-
semi Rikisútvarpsins, en eins og
kunnugt er stjórnaði Jónas þeirri
stofnun fyrstu tuttugu og þrjú
árin, sem það starfaði.
Saga Jónasar Þorbergssonar
snertir mjög sögu síðustu áratug-
anna þar sem margir núlifandi
menn koma við sögu, ekki hvað
sízt þeir, sem stóðu í eldi stjórn-
málanna á þessum árum, jafnt
samherjar Jónasar sem .andstæð-
ingar.
Bókin er 340 bls. að stærð. Út-
gefandi er Skuggsjá.
— Kosið í nefndir
Framh. af bls. 12
Varamenn:
Af A-lista: Guðmundur V. Jós
efsson, Hafsteinn Baldvinsson og
Lúðvík Gisurarson.
Af B-lista: Guðjón Styrkárson.
Af C-lista: Sigurður Baldurs-
son.
Verðlaunanefnd Gjafar Jóns
Sigurðssonar
Af A-lista: Þór Vil'hjálmsson,
prófessór og Þórður Eyjólfsson
fyrrv. Hæsta réttardómari.
Af B-lista: Magnús Már Lárus-
son, prófessor.
Stjórn Minningarsjóðs Jóns al-
þingismanns frá Gautlöndum:
Af A-lista: Sigurður Jónsson,
verkfræðingur.
Af B-lista: Jón Gauti Péturs-
son.
Framkvæmdastjóri Söfnunar-
sjóffs fslands
Frú Gunnlaug Briem.
Útvarpsráff
Affalmenn:
Af A-lista: Sigurður Bjarnason
ritstjóri, Þorvaldur Garðar
Kristjánsson, framkvæmdastjóri,
Kristján Gunnarsson skólastjóri
og Benedikt Gröndal alþingismað
ur.
Af B-Iista: Þórarinn Þórarins-
son alþingismaður og Þorsteinn
Hannesson.
Af C-Iista: Björn Th. Björns-
son listfræðingur.
Varamenn:
Af A-lista: Gunnar G. Schram
deildarstjóri. Valdimar Kristjáns
son viðskiptafræðingur, Ragnar
Kjartansson framkvæmdastjóri
og Stefán Júlíusson.
Af B-lista: Tómas Karlsson
blaðamaður og Ólafur Ragnar
Grímsson hagfræðingur.
Af C-lista: Óskar Halldórsson
cand. mag.
Stjórn síldarverksmiffju ríkisins
Affatmenn:
Af A-lista: Sveinn Benedikts-
son framkvæmdastjóri, Sigurður
Ágústsson fyrrv. alþingismaður
og Jóhann Möller bæjarfulltrúi.
Af B-lista: Eysteinn Jónsson
alþingismaffur.
Af C-lista: Þóroddur Guð-
mundsson, Siglufirði.
Varamewn:
Af A-lista: Sverrir Hermanns-
son, Eyþór Hallsson og Kristján
Sigurðsson.
Af B-lisba: Jón Kjartansson.
Af C-lista: Tryggvi Helgason.
Tryggingaráff
Affalmenn:
Af A-Iista: Gunnar Möller,
Kjartan J. Jóhannesson og Björg
vin Guðmundsson.
Af B-lista: Ásgeir Bjarnason,
alþingismaður.
Af C-lista: Geir Gunnarsson,
alþingismaður.
Varamenn:
Af A-lista: Guðmundur H.
Garðarsson, Ágúst Bjarnason og
Karl Steinar Guðnason.
Af B-lista: Baldur Óskarsson.
Af C-lista: Adda Bára Sigfús-
dóttir.
Ve rffl agsnef nd
Af A-lisba: Ólafur Björnsson
prófessor, Björgvin Sigurðsson
og Jón Sigurðsson skrifstofu-
stjóri.
Af B-lista: Stefán Jónsson.
Af C-lista: Hjalti Kristgeirs-
son.
Flugráff
Affalmenn:
Af A-lista: Alferð Gíslason
bæjarfógeti og Jón Axel Péturs-
son bankastjóri.
Af B-lista: Þórður Björnsson.
Varamenn:
Af A-lista: Guðmundur Guð-
mundsson slökkviliðsstjóri og
Björn Pálsson flugmaður.
Af B-lista: Guðbrandur Magn-
ússon.
Úthlutunarnefnd listamanna.
Af A-lista: Andrés Björnsson
lektor. Hjörtur Kristmundsson
skólastjóri. Magnús Þórðarson
framkvæmdastjóri og Helgi Sæ
mundsson ritstióri.
Af B-lista: Halldór Kristjáns-
son frá Kirkjubóli og Andrés
Kristjánsson ritstjóri.
Af C-Iista: Einar Laxness.
Yfirkjörstjórn Reykjaneskjör-
dæmis
Af A-lista: Guðjón Steingríms-
son, Hafnarfirði, Ólafur Bjarna-
son, Brautarholti og Ásgeir Ein-
arsson. Keflavík.
Af B-lista: Björn Ingvarsson,
lögreglustjóri.
Af C-lista: Árni Halldórsson,
Kópavogi.
Varamenn:
Af A-lista: Tómas Tómasson,
Kristinn Víum Jóhann Þorsteins
son.
Af B-lista: Þórarinn Ólafsson.
Af C-lista: Hjörleifur Gunn-
arsson.
Yfirkjörstjórn Reykjavíkur
Affalmenn:
Af A-lisba: Páll Líndal, Hjört-
ur Torfason og Eyjólfur Jónsson.
Af B-lista: Jón A. ólafsson.
Af C-lista: Halldór Jakobsson.
142 þúsund stór-
gripum slátraö
London, 22. nóv. — (NTB)
MÁNUÐUR er nú liffinn frá því
gin- og klaufaveiki varff vart í
Bretlandi, og er hér um aff ræffa
versta faraldur veikinnar á þess
ari öld. Hennar varff fyrst vart
á búgarffi einum í Wales, en
hefur síffan breiðzt mjög út, allt
norffur til landamæra Skotlands.
Um fjögur þúsund gripum var
slátraff í dag í því skyni aff reyna
aff hefta útbreiffslu veikinnar, og
hefur þá alls veriff sltáraff 142
Jónas St. Lúðvíksson
„A helvegum hafsins"
- 5. frásagnabók Jónasar
St. Lúðvikssonar
ÚT er komin hjá Ægisútgáf-
unni bókin „Á helvegum hafs-
ins“ sem geymir sannar frásagn-
ir sjómanna á hafinu, af slys-
förum og hetjudáffum. Bókin
skiptist í sex frásagnarkafla um
örlagaríka atburffi er orffiff hafa
á hafinu og hetjudáffir sjómanna.
Jónas St. Lúðvíksson hefur
tekið efni þessarar bókar saman,
þýtt og endursagt. Er þetta
fimmta bók Jónasar um slíkar
hetjudáðir og frásagnir, en hin-
ar fjórar fyrri „Brimgnýr og
boðaföll“, „Brotsjór og bylgju-
rót“, „Hafrót og holskeflur“ og
„Sjóslys og svaðilfarir" eru all-
ar uppseldar.
Jónas St. Lúðvíksson er fædd-
ur í Vestmannaeyjum, þar sem
sjómennska er snarasti þáttur-
inn i lífi og starfi fólksins. Hef-
ur Jónas lengi lagt stund á frá-
sagnir af sjóslysum og afrekum
sjómanna í hættum og mann-
raunum og er manna kunnugast-
— Ástardrykkurinn
Framh. af bls. 8
stundum ekki hafa mátt þrengta
vera, þegar þangað var kornið á
þriðja tug manna. En fram úr
öllum slíkum vanda hafði leik-
stjórinn, Gísli Alfreðsson, ráðið
með lipurð og hugkvæmni og
notið til þe.ss aðstoðar Þórhild-
ar Þorleifsdóttur, sem stjórnaði
nokkrum sviðsatriðum. Allar
hreyfingar voru- furðu frjáls-
legar, þrátt fyrir þrengsilin á
sviðinu, og mun' leikstjórinn hafa
átt mikinn og góðan þátt í þeim
léttleikablæ, sem yfir sýningun'ú
var.
Það mundi hafa þótt léleg spá
fyrir bráðum tveimiur áratugum,
þegar ópera var að nema tand
í Þjóðlikhúsinu, að á þessu
herrans ári yrði fagnað ópe:u-
sýningu, þar. sem tvö píanó
kæmu í stað hljómsveitar. Víst
er það ekki fagnaðarefni ,,í
sjálfu sér“, en við það verður
þó að una, meðan hér er ekki
búið betur að þessari listgrein.
Hér vill það til, að Ástadrykk-
urinn er eindregin „söngópera",
og svo 'hitt, að undirleikurinn
var í öruggum höndum, þar sem
voru Guðrún Kristinsdóttir og
Ólafur Vignir Albertsson.
Textaiþýðinig Guðmundar Sig-
urðssonar virtist mjög vel af
hendi leyst, oft hnyttin og að
mestu laus við þann þýðingar
keiim, sem oft vill loða við verk
af þessu tagi. En á einstaka stað
hefði mátt hagræða nóbunum
betur við textann til þess að
koma í veg fyrir rangar eða
óheppilegar áherzlur.
Það er rík ástæða til að fagna
framtaki þess hóps listamanrva,
sem að þessari sýningu stendur,
og þakka Ragnari Björnssyni
forustuna fyrir því vaska Uði.
Þess er óskandi, að þessi tilraun
hljóti þær undirtektir, sem hú.i
á í fyllsta máta skilið, svo að
tryggt sé að framhald verði á
starfseminni til aukinnar og vel
kominnar fiölbreytni í íslenzku
listalifi.
Jón Þórarinsson.
ur orðinn innlendum og erlend-
um stórviðburðum á hafinu.
í hinni nýju bók „Á helveg-
um hafsins" er sagt frá þýzka
beitiskipinu Blúcher sem reyndi
siglingu inn Oslófjörð í styrjöld-
inni, en var sökkt og um 1500
Þjóðverjar fórust.
Þá er sagt frá „Monte Cevant-
es“ 15000 lesta farþegaskipi og
örlögum þess er það strandaði
og fórst við suðurodda Amer-
íku.
í kaflanum „Ægislys á Eystra-
salti“ er sögð saga þýzka skips-
ins „Múnchen 111“ (siðar Steub-
en). Það átti viðburðaríka sögu
en fórst á tundurskeyti og fórust
4000 manns. Er rakin saga þessa
slyss.
„Upp á líf og dauða“ segir frá
árás Japana á Pearl Harbor og
átökum banadrískra sjóliða við
Japani siðar. Rakin er saga þess
er kafbáturinn Albacore ræðst á
34 þús. lesta japanskt skip og
sökkvir því.
Þá er löng og ítarleg frásögn
um Titanic-slysið og rakin saga
þess. Segir höfundur að í þess-
ari frásögn skýrist margt sem
ekki hafi komið fram áður.
Loks er kaflinn „Aleinn gegn
úthafinú' og segir frá‘ því er 24
ára gamall Norðmaður synti með
línu milli skipa á hafi úti í stór-
sjó og stormi. Hann starfar nú í
Álasundi og segir sjálfur sög-
una af afrekinu sem gerði hann
víðfrægan á sínum tíma.
— Mikil sala
Framh. af bls. 3
við verðlagsyfirvöld“.
Sem fyrr segir, seldust
spariskírteini fyrir um 36
milljónir króna á þremur
dögum. Morgunblaðið fékk
eftirfarandi upplýsingar hjá
Seðlabankanum:
Á mánudag voru eftir 10
milljónir frá fyrri útgáfu og
25 milljónir frá þeirri síðari.
Það getur verið að eitthvað
örlítið meira verði sett á
markaðinn til þess að fara
hærra í þessa heimild ríkis-
stjórnarinnar til lántöku, en
þau yrðu þá aðeins seld sam-
kvæmt pöntun. Þessi spari-
skírteini er hægt að fá fyrir
500, 1000 og 10.000 krónur og
þau eru laus til útborgunar
þremur árum eftir að þau
byrja að bera vexti. Lengst
má geyma þau í tólf ár og
vextirnir eru 6%.
ÁRMÚLA3 SÍMI 38900
þúsund nautgripum, svínum og
geitum frá því faraldurinn hófst.
Brezkir bændur hafa nú lagt
fram kröfu á brezku stjórnina
um skaðabætur fyrir gripinu,
sem slátrað hefur verið, og hljóð
ar krafan upp á sex milljónir
sterlingspunda. Er tekið fram,
að þetta sé aðeins bráðabirgða-
upphæð, sem berytist að sjálf-
sögðu eftir því sem sláturgrip-
unum fjölgar. Auk þess benda
bændurnir á, að erfitt sé að meta
tjón þeirra aðila, sem nú verða
að koma sér á fót nýjum hjörð-
um í stað þeirra, sem slátrað
hefur verið.
Talsmaður brezka landbúnað-
arráðuneytisins sagði í dag, að
ómögulegt væri að spá um það
hvenær faraldurinn næði há-
marki, því daglega væru skráð
ný tilfelli. Slátrun væri því hald
ið áfram jafnt og þétt.
Reynt er að halda faraldrin-
um innan vesturhéraða Bret-
lands, og eru bændur, dýralækn
ar og sveitir lögreglu og her-
manna á verði til að fylgjast
með því að flutningabann á bú-
peningi verði haldið. Var bann
þetta sett á í síðustu viku, auk
þess sem allar dýrasýningar voru
bannaðar. í dag var tilkynnt að
allir herflutningar væru stöðvað
ir í Wales, og írska ríkisstjórn-
in hefur tilkynnt að frá og með
morgundeginum verði bannað
um óákveðinn tíma, að koma
með bifreiðir og önnur farartæki
til landsins.
Vegna niðurskurðar bústofns-
ins á mörgum bæjum, er óttazt
að atvinnuleysis gæti á næstunni
meðal landbúnaðarverkamanna.
Þessir verkamenn hafa þó nóg
að gera sem stendur, því land-
búnaðarráðuneytið hefur ráðið
þá til að sjá um greftrun slátur-
dýranna.
Nokkuð hefur verið rætt um
að gin- og klaufaveikin geti
valdið kjötskorti í Bretlandi, en
þessar lausafregnir hafa verið
bornar til baka. Segir talsmaður
landbúnaðarráðuneytisins enga
hættu á skorti, því 35 milljónir
stórgripa séu utan sýktu svæð-
anna í Bretlandi, auk þess sem
alltaf sé unnt að flytja inn við-
bótarkjöt erlendis frá.
Þótt fjöldi landbúnaðarverka-
manna hafi að undanförnu unn-
ið við að grafa hræ slátraðra
dýra, hafa þeir engan veginn
undan. Víða hefur hræjunum
verið hlaðið í stafla, sem síðan
hefur verið kveikt í. Er þessi að-
ferð einnig talin öruggari, því
ekki er álitið víst, að sýkillinn
verði skaðlaus þó skrokkarnir
séu grafnir.
LOFTU R H F.
Ingólfsstræti 6.
Pan'ið tíma í síma 14772.
HÖRÐUR EINARSSON
héraðsdómslögmaður
MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA
Blönduhlið 1. — Sími 20972.
Borvélai
frá kr. 1000,-
Slipivélar
frá kr. 1400.-
Stingsagir
frá kr. 1400.—
Hjólsagir
frá kr. 2500.—
dyrasímar
innanhússsímar
og alls konar
rafmagns-
vörur.
Verzlunin
cté/'a/z %
jírnnílá 14 sirni 37700
L_______________________