Morgunblaðið - 23.11.1967, Side 27

Morgunblaðið - 23.11.1967, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NÓV. 1967 27 Kæran ekki á rökum reist SAMBANP dýraverndunarfélaga íslands kærði í sl. mánuði veiði- ferð, sem íarin var í Súlnasker, eina af úteyjum Vestmanmaeyja, ■t±l fýla og súlniatöku, svo sem gert hefur verið í aldaraðir í Eyjum. Með í ferðinni var kvik- myndatökumaður frá Sjónvarp- inu til þess að afla heimildar- kvikmyndar um þennan þátt bjargveiða í Vestmannaeyjum og var myndin síðar sýnd í sjónvarp inu. Samband dýraverndunarfélaga Islands kærði til bæjarfógetaem bættisins í Vestmannaeyjum, sem rannsakaði málið og sendi síðan til saksóknara til umsagnar. Kær an var varðandi ætlað brot um fuglaveiðar og fuglafriðun nr. 33 frá 1966 í sambaindi við um- rædda ferð, sem farin var 29. ágúst sl. Samkvæmt bréfi Sak- sóknara til bæjarfógetaembætt- isins í Vestmannaejum, dagsettu 15. nóv., er kærunini vísað frá þar sem 'hún hafi ekki verið á rökum reist og málið látið nið- ur falla. - BREZKA ÞINGIÐ Framhald af bls. 1. frá Bandaríkjunum, og úr kaup- um á skotfærum, flutningatækj- um og öðrum útbúnaði hersins. Þá hefur verið hætt við aðild Breta að sameiginlegri herstöð þeirra og Bandaríkjanna, sem fyrirhugað var að reisa á Alba- bra-eyju á Indlandshafi, og ákveðið að leggja flugvélamóður skipinu „Victorious". Þá minnt- ist Wilson á lækkun útgjalda til opinberra framkvæmda, og til þjóðnýttra iðnfyrirtækja eins og kolanámanna, járnbrautanna, stáliðnaðarins og raforkuver- anná. Hann ítrekaði þó fyrri um mæli sín um að ekki yrði dregið úr smíði íbúða, skóla og sjúkra- húsa. Einnig hét hann því, að ekki yrði dregið úr framlögum til verksmiðjubygginga á þeim svæðum, þar sem atvinnuleysi ríkir nú. Er Wilson hafði lokið máli sínu, kom til nokkurra orða- skipta milli hans og Edwards iHeaths, leiðtoga íhaldsflokksins. Bagði Heath, að gengisfellingin væri afleiðing stefnu Verka- mannaflokksins í efnahagsmái- um, og að sú stefna væri óbréytt frá 'því sem var. Þessu andmælti Wilson, og sagði, að stefnan væri rétt og hefði ekki valdið brey:- ingunni á gengi pundsins. Hins vegar hefðu deilurnar í löndun- um fyrir botni Miðjarðarhafsins, og þá ekki sízt lokun Súez- skurðarins, leitt til gjaldeyris- spákaupmennsku, sem grafið hefði undan sterlingspundinu. „GENGISFELLING Á FRAM- TAKI“ Heath hafði orði fyrir stjórn- arandstöðunni í umræðunum, og sagði m.a.: „Gengisfelling punds ins er gengisfelling á framtaki í landinu. Þjóðin vítir ríkisstjórn ina fyrir þessa auðmýkingu11. Hann sagði, að stjórnin hefði ekki gefið þinginu neina þá skýringu, sem réttlætti gengis- fellingu, né heldur gefið neina Ijósa mynd af því, hverjar af- leiðingar lækkunin mun hafa. Engar upplýsingar hefðu verið gefnar um sambandið milli gengisfellingarinnar og fyrirhug aðra aðgerða stjórnarinnar í launamálum, og vantaði þar þýð ingarmikinn hlekk. Með ákvörð- un sinni hefur ríkisstjórnin lagt þungar byrðar á gjaldeyrissjóði margra landa, sagði Heath, með- al annars fjölda Samveldis- landa, sem áttu við erfiðleika að stríða fyrir. Umræðunum í þinginu lauk með ávarpi James Callaghans, fjármálaráðherra. Sagði hann, að gengislækkunin væri að vísu tákn afturfarar í efnahagsmál- um Breta, sem núverandi ríkis- stjórn væri fær um að bæta úr. „En“, sagði hann, „þegar ég lít hér yfir pallana, sé ég að þar er enginn (meðal þingmanna íhaldsflokksins), sem fær er um það“. Að lokinni umræðu var geng- ið til atkvæðagreiðslu um ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að fella gengi pundsins. Lýsti Neðri málstofan yfir stuðningi við gengisfellinguna með mikl- um meirihluta atkvæða. Greiddu 335 þingmenn gengisfellingunni atkvæði, en 258 voru á móti. Bú- izt hafði verið við einhverjum klofningi meðal þingmanna Verkamannaflokksins um málið, en aðeins einn þeirra sat hjá, allir aðrir fylgdu stjórninni. Hjá sat Richard Crawshaw, þingmað ur frá Liverpool, sem lýsti þvi yfir, áður en gengið var til at- kvæða, að hann léti ekki flokks- stjórnina 'kúga sig til fylgis í þessu máli. GULLSALAN Gífurleg eftirspurn var á markaðnum í London í dag eft- ir gulli, og segja brezk blöð að de Gaulle Frakklandsforseti sé þar ábyrgur. Til dæmis segir blaðið Evening News, að nú þeg ar forsetinn hafi unnið á sterl- ingspundinu, hyggist hann ráð- ast gegn dollarnum með því að kaupa gull fyrir dollarasjóði Frakka. Hver sem áibyrgðina ber, þá er það staðreynd, að aldrei fyrr hefur verið selt jafn mikið af gulli á markaðnum í London og í dag. Ekki eru gefn- ar út skýrslur um heildarsölu dagsins, en fullyrt er, að alls hafi verið seld um 20 tonn gulls, og er söluverðið um tíu milljón- ir sterlingspunda. Er þetta nokk uð meira magn en dagsalan komst hæst árið 1962, þegar Kúbudeilán var í hámarki, en þá var sett það sölumet, sem gilt hefur til þessa. Eðlileg dag- sala gulls á markaðnum í London er um sex tonn. Eftirspurnin eftir gulli olli verðhækkun, og er hún talin stafa m.a. af því, að Frakkar sögðu sig í gær úr alþjóða „gull- sjóðnum" svonefnda, sem ætlað er að halda jafnvægi í gullverð- inu. Aðild að þessum sjóði áttu átta auðugustu ríki heims, þ.e. Bandaríkin, Bretland, Belgía, Frakkland, Ítalía, Holland, Vest- ur->ýzkaland og Sviss. Lögðu Bandaríkin fram helming gulls- ins sem sjóðurinn hefur yfir að ráða, en Frakkland aðeins 9%. Mikil leynd hefur hvílt yfir tilveru gullsjóðsins, sem notað- ur hefur verið til'að mæta auk- inni eftirspurn eftir gulli og halda gullverðinu í um 35 doll- urum á únsu gulls. Varð franska blaðið „Le Monde“ fyrst til að skýra frá tilveru hans, og þá jafnframt að Frakkar hefðu sagt sig úr sjóðnum. Telja efnahags- sérfræðingar að blaðinu hafi af yfirlögðu ráði verið skýrt frá sjóðnum til að auka eftirspurn eftir gulli. f frétt Le Monde segir, að fleiri ríki hafi í huga að segja sig úr sjóðnum, og að sjóðurinn hafi tapað rúmum milljarð doll- ara undanfarið hálft annað ár við að halda niðri gullverðinu. Sérfræðingur brezka blaðsins Evening News í efnahagsmálum heldur því fram í dag, að úr- sögn Frakka úr gullsjóðnum boði varla neitt neyðarástand. Ákvörðun þeirra sýni hinsvegar að de Gaulle sé ákveðinn í að knýja fram breytingar á al- þjóða greiðsluháttum, hverjar sem þær séu. Franski frankinn féll lítillega í verði í gjaldeyriskauphöllinni í London, og er þetta talið benda til ótta við að Frakkar muni krefjast þess að Bandaríkin kaupi dollarasjóði þeirra fyrrr gull, eins og þeim ber skylda til, sé þess krafizt. Þær voru önnum kafnar frúrnar, þegar ljósmyndari Mbl. leit við í sendiherrabústaðnum í gær. Við fremri borðið eru frá v.: Frú Helga Þorsteinsdóttir, frú Dorothy Sampas, frú Au- gusta Ward, frú Thomsen og frá Granbert. Fyrir aftan þær eru: frú Unnur Símonardóttir, frú Guðrún Holt, frú Elín Hannam, frú Karitas Sigmundsson, frú Áslaug Boucher og frú Anna Jónsdóttir. Sendiráðskonur halda bazar KVENFÉLAGIÐ „Vinarhjálp" heldur bazar að Hótel Sögu kl. tvö á sunnudaginn. 1 því eru konur úr erlendum sendiráðum, - REIKNINGAR KÁ Framhald af bls. 28 kvæma könniun fraimkvæmda- stjóra félagsins á fjárreiðum þess, að nokkrir eignaliðir ó reikningi ársins 1965 hafa reynzt óraunhæfir, og hafa nú verið afskrifaðir. Teljum við eft- ir nána athugun, að þessar leið- réttingar séu réttmætar. Auk þess kemur í ljós mikill rekstr- arhalli á árinu 1966, sem við getum ekki betur séð en sé raunverulegur. Það skal tekið fram að gefnu tilefni, að hvorki nú né endra- nær höfum við haft möguleika á að kanna til hilýtar öll gögn, né endurreikna alla skrifstofu- vinnu, enda teljum við skrifstof- una nú undir traustri forystu framkvæmdastjórans." Annar endurskoðendanna Páitl Diðriksson stóð upp á fundinum, er hinar löngu umræður stóðu um reikningana og lýsti því yfir, að hann myndi ekki taka endur- kjöri sem endurskoðandi félagls- ins. Hinn endurskoðandimn baðst einnig undan endur-kjöri og voru í þeirra stað kjörnir Hörður Sigurgrtmsson í Holti og Páll Lýðsson í Litlu-Sandrvík. Fram kom sú hugmynd í um- ræðunum að framkvæmd yrði endurskoðun af löggiltum end- UFskoðendum á reikningum fé- lagsins frá undanförnuim órum. Sú hugmynd náði ekki fylgi og voru reikningamir samþykktir með öllum þorra atkvæða mót- atkvæðalaust. Reikningarnir sýna, að rekstr- arfé félagsins nemur allt að 80 rnilljónum króna, þegar talinn er stofnsjóður félagsmanina, inn- lánsdeild, varasjóður og lán til skamms tíma. Kaupfélagsstjórinn upplýsti að við reikningsuppgjör stæðu reikningar bænda eins vel og kostur væri á árinu, en afurðir sínar fengju þeir greiddar til- tölulega skömmu fyrir uppgjör. Þá hefði félagið ráðist í að láná til bygginga og taka þannig að sér hlutverk annara stofnana. Hefðu þessar ráðstafanix einnig skapað því érfiðleika. Ha-nn sagði og að þótt félagið hefði lent í vanskilum væru það að- eins tímabundnir erifiðleikar og enn hefði enginn borið tap af viðskiptum við Kaupfélag Ár- nesinga og vonaðist hann til að svo yrði ekki. í stjórn félagsins voru kjörnir á aðalfundinum Sigurður Ingi Sigurðsison, oddviti Selfossi og til vara Helgi Jóhanmsson, Núp- um. Aðrir í'stjórn eru: Páli Hallgrímsson, sýslumaður, for- maður, Þórarinn Sigurjónsson, Laugardælum, Guðmundur Guð munidsson, Efri-Brú og Einar Gestsson á Hæli. bandarískar konur af Keflavíkur flugvelli og íslenzkar vinkonur þeirra. Félagið var stofnað fyr- ir einum sex árum og koma frúrnar jafnan saman á fimmtu- dögum og spila eða sitja við hannyrðir. Fyrir fjórum árum ákváðu þær svo að snúa sér að líknar- málum, og safna fé handa ís- lenzkum börnum, sem af ein- hverjum ástæðum ættu erfitt í lífinu. Og fyrir fé sem þær hafa aflað sér með því að halda baz- ar árlega, hafa þær m.a. gefið barnadeild Landakotsspítalans fullkomin súrefnistæki, Sólheim um í Grímsnesi fullkomið þvotta Byssum stolið BROTIZT var inn í heildverzl- un nálægt miðborginni um helgina og hafði innbrotsmaður- inn á brott með sér fjórar byss- ur: þrjár 22 cal. kindabyssur af V.A.P. gerð og einn 22 cal. riff- il af Sakogerð. Þeir, sem kynnu að geta gefið einhverjar upplýs- ingar, eru vinsamlegast beðnir að láta rannsóknarlögregluna vita. hús og í fyrra voru Skálatúni gefnar 150 þúsund krónur til húsgagnakaupa. Ekki hefur enn verið ákveðið hvað gert verður við ágóðann í þetta skipti, en honum verður varið á svipaðan hátt. Konurnar höfðu safnazt saman í bústað brezka sendiherr ans í gær, til þess að leggja síð- ustu hönd að undirbúningi baz- arins og var varla hægt að þver- fóta þar fyrir munum, sem eiga að fara á bazarinn. Auk þess voru margir kassar fullir af varn ingi í geymslu víðsvegar um bæinn. Allir munirnir eru unn- ir í sjálfboðavinnu og efnið ann aðhvort fengið gefins eða keypt. Hafsteinn Baldvinsson ráðinn til H-nefndarinnar BENEDIKT Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri framkvæmdanefnd ar hægri umferðar, tjáði Mbl. í gærkvöldi, að Hafsteinn Bald- vinsson, lögfræðingur, hefði ver- ið ráðinn til þess að veita upp- lýsinga. og fræðslustarfsemi nefndarinnar forstöðu. - KÝPUR Framhald af bls. 21 Áskorun frá U Thant U Thant aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna tilkynnti í kvöld, að hann hefði ákveðið að senda sérstakan fulltrúa til Nico siu, Aþenu og Ankara til þess að leggja þar fram eindregna áskorun til ríkisstjórna landanna þriggja í því skyni að forðast það, að styrjöld brjótist út vegna Kýpur. Segir til kynningu U Thants að fréttirnar um hemaðarundirbún ing og hinar hótandi yfirlýsing- ar ríkisstjórnanna, séu uggvekj- andi. Samtimis sendj U Thant sam- hljóða símskeyti til ríkisstjórna landanna þriggja um að sýna mikla varkárni og gera allt til þess að draga úr spennunni. í kvöld var enn ekki búið að á- kveða, hvern U Thant myndi skipa sem hinn sérstaka sendi- mann sinn, en frá því var skýrt, að hann hefði stöðugt samband við sendiráð Grikkja og Tyrkja hjá Sameinuðu þjóðunum. - INDLAND Framhald af bls. 1. af þingmönnum sambandsþings- ins höfðu hætt stuðningi sínum vfð hana. Sambandsþingið verð- ur nú rofið og nýjar kosningar látnar fara fram. í sambandsríkinu Haryana norðanlega í Indlandi tók ind- verska sambandsstjórnin völdin í sínar hendur á mánudag og í gærkvöldi leit svo út, sem betta vandræðaástand væri að breið- ast út til sambandsríkisins Uthar Pradesh, þar sem tveir komm- únistar í stjórn sambandsríkisins hafa sagt af sér, sökum þess að þeir telja, að indverski kommún- istaflokkurinn hafi ekki haldið loforð sín. í Vestur-Bengal kveikti fólk í dag í tveimur járnbrautarvögn- um fyrir utan Kalkutta og löm- uðu umferð þar með öðrum hætti. Þá hafa átt sér stað mót- mælaaðgerðir einnig í öðrum sambandsrikjum til stuðnings Samfylkingarhreyfingunni. Ekki farið að gefa skepnum í Grímsey Grímsey, 22. nóv. HER hafa verið ólátaveður ann- að slagið og eilíf veðrabrigði, en hámarki náði veðrið í gærkvöldi um kl. 11 og stóð hann þá á vest an. — Sæmilegur fiskreitingur hefur verið, þegar hægt hefur en það sjaldan verið að komast á sjó hefur verið ákaflega vegna ógæfta. Snjólétt hefur þó verið hér og engar skepnur farnar að taka gjöf enn. — M. Sím.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.