Morgunblaðið - 03.12.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.12.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DES. 1967 5 EINS og rakið var að nokkru sl. sunnudag hafa haustmiánuð- irnir verið býsna við'burðaríkir að tjaldabaki stjórnmálanna og markviissar tilraiumr gerðar til þess að breyta þeirri stöðu í is- lenzkum stjórnmálum, sem upp koim að loknum þingkosningun- um í vor. Ráðagerð þeirra Ey- steins Jónasonar og Lúðvíks Jósepssonar um þjóðstjórn í kjöl far almennra verkfalla og stöðv- unar atvinnuveganna er þó far- in út um þúfur og snögg um- skipti hafa orðið ríkiisstjórninni í hag. Enginn vafi er á því, að um skeið stóð ríkisstjórnin höllum faeti og allra veðra var von. En aðgerðir Wilsons og þær ráðstaf- anir í efnahagismálum hér á landi, sem fylgdu í kjölfarið breyttu myndinni mjög og hafa í senn styrkt mjög stöðu ríkis- stjórnarinnar og jafmframt auk- ið áhrif verkalýðssamtakanna. Menn eru smátt og smátt að komast á þá skoðun að við liifum nú upphaf mjög merkilegra tíma í íslenzkri stjórnmálasögu. Á fjögurra ára forsætisráðlherra- ferli Bjarna Benediktssonar hafa ekki orðiið umtalsverð átök á vinnutmarkaðnum, sem þó einkenndu svo mjög alla stjórn- málabaráttu hérlendis áður. Þetta er þegar orðið athyglisvert tímabil sátta og samstarfís í þjóð- félaginu, sem byggist á gagn- kvæmiu trausti manna, sem löng um hafa barízt af miikilli hörku á vettvangi stjórnmálanna. Og tæplega munu þeir, sem muna hin hörðu stjórnmálaátök efti-r- stríðsáranna og þá sérstaklega baráttuna um inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið hafa búizt við því, að sá maður, sem þá var einna mest í sviðsljósinu og öll spjót andstæðinganna stóð á, mundi nær 20 árum siðar hafa forustu um sættár og sam- starf óliikra hagsmunahópa og manna úr mismunandi stjórn- málaflokkum. En sú hetfur orðið raunin og kann að hafa djúp- stæðari áhrif á þróun íslenzkrar stjórnmiálabarát.tu í framtiðinni en við nú gerum okkur grein fyrir. Á þessu tímabúi hafa áhrif verkalýðssamtakanna einnig aukizt verulega og vegur þeirra er nú meiri en nokkru sinni fyrr. Fáir mundu hafa trúað því, að hinn harðvítugi og óbilgjarni forustumaður verkalýðssamtak- anna áður fyrr, Hannibal Valdi- marsson, mundi verða til þess að leiða verkalýðssamitökin inn á þær brautir, sem iþau nú_hafa giengið u,m fjögurra ára skeið •með sívaxandi árangrd. En einn- ig það er staðreynd, sem ekki verður gengið fram hjá. í þeirri keðju sátta og sam- starfs sem sm.átt og smátt er að myndast eru margir veikir hlekkir og líitið má út af bera til þess að ekki fari í sama farið og áður en veikasti hlekkurinn er þó tvímælalaust hin sundruðu samtök vinnuveitenda. Það er leitt til þess að vita, að á isama tíma og ver.kalýðssamtökin tala, svo til, einni röddu, og efla áhrif sín stöðugt, eru atvinnu- rekendur sundraðir, skiptast í marga hópa með mismunandi sjónarmið. Það ástarid hefur hætt ur í sér fólgnar fyrir skynsam- lega samninga á vinnumarikaðn- um og þarf að ráða skjóta bót á. Það voru annasamir tímar hjá Aliþingi um síðustu helgi. Á örfáum dögu-m voru af greidd sem lög frá Alþingi þrjú stjórnarfiw. uim ráðstafan- ir vegna gengislækkunar, um verðlagsuppbót á íaun o. fl. og um skipan verðlagsnefndar. Á þriðjudag og miðvikudag fóru svo fram útvarpsumræöur um vantraust á ríkisstjórnina. Landslýðuf er löngu orðin upp- gefinn á slíkum umræðum og standi alþingismenn í þeirri trú að mikið sé á þá hlustað, ei u þeir í minni tengslum við fólkið í 1-andinu en þeir aettu að vera. Það er tími til kiomin að hætta þessu þrasi í útvarp og fáist Al- þingi ebki til þess ættu blöðin a.m.k. að leggja niður þann Jeiða sið að rekja þessar umræður að ráði. Það heyrir til undantekn- inga að ástæða sé til að birta ræður eða kafla úr ræðum, sem fluttar eru í útvarpsumræðum og raunar eru ræðu birtingar í ís- lenzkum blöðum yfirleitt í óhófi. Gylfi Þ. Gíslason „brilleraði" í þessum umræðum eins og hans er vandi í útvarpi og sjónvarpi. Ég hedd tæpast, að Framsóknar- flokkurinn hafi nokkru sinni hlotið aðra eins hirtingu og af hendi menntamálaráðherra í þes'sum umræðum, enda bá u Framsóknarmenn sig dla aS lok- inni ræðu ráðherrans. Það' var einstaklega ánægju- legt að hlýða á ræðu Pálma Jónssonar. Þar kvaddi sér hljóðs ungur maður, sem ástæða er til að taka eftir í framtíðinni. Pét- ur Benediktsson flutti skemmti- lega jómfrúrræðu í umræðunum ANCLI - SKYRTUR COTTON - X COTTON BLEND og RESPI SUPER NYLON Fáanlegar í 14 stærðum frá nr. 34 til 47. Hvítar — röndóttar — mislitar. Margar gerðir og ermalengdir. ANCLI - ALLTAF og sýndi þar enn, að hann ásamt örfáum öðrum sker sig úr að öðru leyti heldur litlausum hópi alþingismanna. í umræðum í Efri deild á þriðjudag um frv.'um verðlags- uppbót og vísitölu flutti Björn Jónsson athyglisverða ræðu og talaði þar með allt öðrum nætli um það atriði frv. að fella úr lögum ákvæði um visitöluteng- ingu launa og verðlags en Rokks bróðir hans, Eðvarð Sigurðsson, gerði í Neðri deild. Þessar tvær ræður sýndu glögglega, það sem raunar er vitað, að innan verka- lýðsforustunnar eru nokkuð mi« munandi sjónarmið uppi, þótt Eðvarð hafi a.rn.k. fram til þess>a fylgt forustu Hannibals og Björns en að líkindum með tölu- verðri tregðu. Styrmir Gunnarsson. Innihurðir Getum ennþá afgreitt innihurðir á aðeins kr. 3.200.— HURÐIK OG PANEL HF. Hallveigarstíg 10 — Sími 14850. Suðurnesjamenn ÚTNESJAVAKA: Laugardagurinn 2. desember kl. 8.30. Skemtikvöld fyrir Njarðvíkinga og gesti. Fjölbreytt skemtiatriði og dans. Sunnudagurinn 3. desember kl. 3.30. BARNASKEMMTUN: ' Drengjalúðrasveit, barnadansar, (Hermann Ragnar) og dans (NESMENN). Sunnudagurinn 3. desember kl. 8. UNGLINGASKEMMTUN: Tízkusýning, táningadans og dans (NESMENN).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.