Morgunblaðið - 03.12.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.12.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3, DES. 1967 19 Arnbjörn Kristinsson ásamt sex höfundum Setbergs. Sitjandi (frá vinstri): Björn J. Blöndal, Gísli Jónsson og- Stefán Jóhann Stefánsson. Standandi (frá vinstri): Sveinn Sæmundsson, Arnbjörn og Stefán Júliusson. (Ljósm. Mbl.: Sv. í>.) Setberg sendir frá sér 24 bœkur á árinu BÓKAÚTGAFAN Setberg send- ir frá sér sextán bækur í ár auk átta bóka í flokknum „litlu bæk urnar“ eftir Walt Disney. Meðal bóka Setbergs í ár eru: síðara bindið af Minningum Stefáns Jóhanns Stefáns'.onar fyrrum forsætisráðherra, Misgjörðir feðr anna, sem er fyrsta skáldsaga Gísla Jónssonar fyrrverandi al- þingismanns, Heim til íslands, sem er síðasta bókin er Vil- hjálmur S. Vilhjálmsson skrif- aði, Daggardropar eftir Björn J. Blöndal og er það sjöunda bók hans, 1 særótinu, frásagnir og þættir um íslenzka sjómenn, eft- ir Svein Sæmundsson blaðafull- trúa Flugfélags íslands, Veröldin og við, ný fjölfræðibók, sem Freysteinn Gunnarsson þýddi og staðfærði. Auk þess gefur Set- berg út margar barna- og ungl- ingabækur, þar af fimm eftir ís- lenzka höfunda, en ein þeirra er Auður og Ásgeir eftir Stefán Júliusson, sem nú kemur út í þriðju útgáfu. Arnbjörn Kristinsson, eigandi Setbergs, boðaði fréttamenn á sinn fund í gær og kynnti þeim bækur þær, sem Setberg gefur út í ár. Viðstaddir fundinn voru einnig Björn J. Blöndal, Gísli Jónsson, Stefán Júlíusson, Sveinn Sæmundsson og Stefán Jóhann Stefánsson, sem allir eru meðal höfunda Setbergs í ár. Arnbjörn lét þess getið, að þetta væri sautjánda starfsár Setbergs. Þá fór hann nokkrum orðum um bækur þeirra höf- unda, sem fundinn sátu. Síðara bindið af Minningum Stefáns Jóhanns Stefánssonar nær yfir tímabilið frá lýðveldis- stofnuninni 1944 til þessa dags. Höfundur lýsir þar almennum stjórnmála- og sendiherrastörf- um sínum, átökum utan og inn- an Alþýðuflokksins og rekur jafnframt kynni sín af fjölmörg- um samtíðarmönnum bæði sam- herjum og andstæðingum. í þess ari bók sinni gerir Stefán Jó- hann Stefánsson grein fyrir meg inþáttum íslenzkra stjórnmála á miklum og sögulegum breyting- artímum. Misgjörðir feðranna er fyrsta skáldsaga Gísla Jónssonar, fyrr- verandi alþingismanns. Áður hafa komið út eftir hann tvær bækur: Frekjan árið 1941 og Frá foreldrum mínum, sem kom út haustið 1966. Einnig hafa birzt eftir Gísla ljóð og ritgerðir í ýmsum blöðum og tímaritum. Heim til íslands er síðasta bók- in, sem Vilhjálmur S. Vilhjálms- son skrifaði og hefur hún að geyma endurminningar hjónanna Thor J. Brand og frú Elísabetar Helgadóttur. Þetta er tíunda bók Vilhjálms, sem Setberg gefur út. Hjónin Elísabet Helgadóttir og Thor J. Brand voru um skeið húsráðendur á Þingvöllum, en bjuggu áður um árabil vestur í Kanada, þar sem frú Elísabet er fædd og uppalin. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson andaðist að kvöldi 4. maí 1966 og auðnaðist honum ekki að leggja síðustu hönd á þessa bók. Ingólfur Kristjánsson rithöfundur yfirfór handritið og gekk frá því til prentunar í sam- ráði við þau Thor J. Brand og Elísabetu Helgadóttur. Bókin skiptist í tvo hluta: Sonur tveggja þjóða, sem er frásögn Thor J. Brand og Frá Sandy Bay til Þingvalla, sem er frásögn frú Elísabetar Helgadóttur. Daggardropar er fyrsta bókin, sem Setberg gefur út eftir Björn J. Blöndal, en sjöunda' bók höf- undar. f bókinni eru níu þættir, blanda af þjóðsögum, ævintýr- um og skáldskap. í særótinu er þriðja bók Sveins Sæmundssonar og fjallar um baráttu íslenzkra sjómanna við hafið, sem og fyrri bækur höfundar. í bókinni eru 28 kafl- ar, m.a. eru þar frásagnir af her- töku togarans Braga, strandi tog- arans Eiríks rauða á Meðallands sandi og Halaveðrinu mikla árið 1925. Bók sína byggir Sveinn á ýmsum samtímaheimildum, svo sem sendibréfum, en einnig hef- ur hann átt viðtöl við fjölmarga menn, sem upplifðu atburði þá, sem bókin skýrir frá. Arnbjörn Kristinsson sagði, að líklega væri Freysteinn Gunn- arsson sá, sem mest hefði unnið fyrir Setberg, þó forlagið hefði ekki gefið út eftir hann frum- samda bók. Sagði Arnbjörn, að þýðingar Freysteins væru löngu landskunnar fyrir gæði. Meðal bóka, sem Freysteinn hefur þýtt fyrir Setberg má nefna Fjölfræði bókina, sem kom út fyrir tíu ár- um, en í ár gefur Setberg út nýja Fjölfræðibók, sem Freysteinn Gunnarsson hefur þýtt og stað- fært í ýmsum atriðum. Þessi nýja bók nefnist Veröldin og við og er sænsk að uppruna. Bókina prýða um 1600 myndir Verður kirkju- gurður í lundi Korpúlfsstuðu? í VIÐTALI við Mbl. á föstudags- kvöld, sagði forstjóri Kirkju- garða Reykjavíkur, Hjörtur E. Guðmundsson, að mjög væri rætt um staðsetningu nýs kirkjuigarðs og hefðí í því sambandl verið taii- að um land fyrir garðinn hjá Korpúlfstöðum. Engin ákvörðun hefði þó yerið tekin í því máli enn. Þá gat hann þess jafnframt að unnið væri að stækkun Foss- vogskirkjugarðs í vesturátt, en þar væri nægjanlegt landrými til næstu ára. Undanfarin ár hefur kolakraninn verið tákn hafnarinnar i aug- um borgarbúa. Nú hefur verið ákveðið að rífa þetta merka mannvirki og eflaust munu þeir margir, sem sakna þess, þegar það er horfið á braut. ( Ljósm. Mbl.: ÓI. K, M.) Óli og Steini í siglingu er þriðja drengjabókin eftir Axel Guðmundsson, en hann hefur jafnframt þýtt fjölmargar bæk- ur á íslenzku og Ijóð eftir hann hafa birzt á prenti. Þá gefur Setberg út fjórar þýddar barna- og unglingabæk- ur: Milla í Sunnuhlíð eftir Káthe Theurmeister, en það er bók fyrir 8 til 12 ára stúlkur, Gj’ím- ur og draugahúsið er níundá Grímsbókin eftir hinn vinsæla höfund Richmal Crompton, Gull- náman er fjórða bck Sylviu Ed- wards um Sally Baxter og er ætluð stúlkum á aldrinum 12 til 16 ára, Sagan af Veigu Falk er fjórða bókin, eftir Evi Bögenæs, sem þýdd er á íslenzku. Sagan af Veigu Falk er fyrir stúlkur á aldrinum 13 til 16 ára. Síðasta af bókum Setbergs í ár, skal nefna: Enska í sjón- varpi, 1. bók, sem Freysteinn Gunnarsson hefur útbúið fyrir íslenzka lesendur. Þetta er fyrsta bókin, sem gefin er út hérlend- is í samráði við sjónvarp og sagði Arnbjörn, að á því sviði mætti tala um óplægðan akur, sem vonandi yrði vel nýttur í framtíðinni. og er helmingur þeirra litmynd- ir. Þá hefur Freysteinn einnig þýtt Disneybækurnar, en þær eru átta, sem Setberg gefur út í ár. Af barna- og unglingabókum Setbergs má nefna Sumardvöl í Grænufjöllum eftir hinn vinsæla höfund Stefán Júlíusson. Sum- ardvöl í Grænufjöllum er saga 16 ára stúlku og segir frá dvöl hennar í sumarbúðum í Banda- ríkjunum. Einnig gefur Setberg út bókina Auði og Ásgeir eftir Stefán, en þá bók skrifaði Stefán fyrir 20 árum að ósk samkenn- ara sinna. Þetta er þriðja útgáfa bókarinnar. Ingi og Edda leysa vandann, nefnist bók fyrir stúlkur og pilta á aldrinum 11 til 14 ára eftir Þóri S. Guðbergsson, en hann hef ur á undanfornum árum sent frá sér nokkrar barna- og unglinga- bækur. Á síðastliðnum vetri var einnig sýnt eftir hann barnaleik ritið „Kubbur og Stubbur". Anna Heiða vinnur afrek er bók fyrir stúlkur á aldrinum 10 til 14 ára eftir Rúnu Gísladóttur kennara. D fl I ITTcuamunDUR KHUII FRimnnn SORTULVnC RIW UTl FGUomunouR 1 FRimnnn S0I STII IIVI no Nýtt smásagnasafn. Fél.m.verð kr. 265.00 ALMENNA BOKAFELAGIÐ _> V---> C_>VIL/ SORBAS Saga um Grikkja. Þorgeir Þorgeirsson þýddiu Fél.m.verð kr. 335.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.