Morgunblaðið - 03.12.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.12.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DES. 1967 skreytingar og listaverk með öllum tegundum lita, allt írá andlitsmyndum til altaristafla. Hestamyndir han.s eru og þjóð kunnar. Blaðið „Express" í Vín flyt- ur frébt og stuttorða dóma um sýninguna og þar fær Halldór Pétursson umsögn á þessa leið í lauslegri þýðingu: „Halldór Pétursson frá ís- landi sýnir andlitsmyndir, sem hafa skemmtileg áhrif, með hinum skýru, hreinu og óræku áhrifum, en eru á tak- mörkum þess að kallast kari katúrmyndir“. Við snerum okkur til Hall- dórs og fengum að sjá mynd- irnar, sem hann hafði sent á sýninguna. Það voru ekki frummyndirnar, eem þangað fóru, heldur nákvæmar ljós- myndir af frummyndunum. Myndirnar, sem Halldór sendi, voru af eftirtöldum mönnun: Jdhnson, Bandaríkjaforseta, Will-y Brandt utanríkisrað- herra V-Þjóðverja, Danny Kaye bandaríska kvikmynda- leikaranum og Meanuhin fiðlu Leikara. Af íslendingum sendi Halldór myndir af dr. Bjarna Benediktssyni forsætisráð- herra, Gylfa Þ. Gíslasvni, menntamálaráðherra, Geir Halldór Kiljan Laxness, rúhöfundur. Johnson, Bandaríkjaforseti. karikatúr en ðrar listgreinar. Hér getum við á síðunni sjálf fengið að skera úr um það, hvað við viljum lelja karikatúr. Þessar myndir Halldórs voru allar á fyrr- greindri sýningu. Sýning þessi verður ekki aðeins í Vín, heldur verður hún í vor sett upp í Graz í A'usturríki. Aust'urrísk-íslenzka félagið í Vín hefir haft afskipti ■'f sýningu þessari, og frá for- manni þess eru t.d. fyrrgreind ar upplýsingar um sýninguna, fengnar. í Vín eru 40 félags- menn í þessu félagi og for- maður er Iwan Wimpffen for- stjóri. UM mánaðarskeið, nú í haust, stóð skopmyndasýn ing, eða sýning „karika- túr“ mynda í Vín í Aust- urríki. Nánar til tekið stóð sýningin frá því 23. september til 22. október og sóttu hana um fimm þúsund áhorfendur. Meðal sýnenda voru marg- ir heimskunnir skopmynda- teiknarar. í þeirra hóp gekk Halldór Pétursson listmálari, sem öllum íslendingum er kunnur, ekki aðeins fyrir kari katúrmyndir sínar, heldur hverskonar teikningar, bóka- Hallgrímssyni, borgarstjóra, sr. Sigurbírni Einarssyni bisk- upi, Halldóri Kiljan Laxness, rithöfundi og Thor Vílhjálms- syni rithöfundi. Halldór Pétursson hefir allt frá barnæsku verið teiknandi ailskonar myndir. Nú í seinni tíð hefir hann tekið upp þann sið að sitja fyrir framan sjón varpsskerminn, þegar hann hefir tíma, og þá teiknar hann aillskonar menn, bæði inn- lenda og erlenda, og á orðið stórt og mikið andlitsmynda- safn, sem þannig er fengið. — Ég teikna þá, þegar þeir liggja vel við höggi, segir Halldór og brosir sínu inni- lega kímnileita brosi bak við gleraugun. Hann vi'll lítið um þessa þátttöku sína í skopmynda- sýningunni segja. Karikatúr er eitt af þessum umdeilan- legu hugtökum. Þð þarf ekki að afskræma menn,, eða færa mjög stórkallalega á pappir- inn, til þess að myndirnar af þeim séu karikatúrmyndir. í heimspressunni er gífurlega mikið teiknað af karikat.úr, stundum hóflegum, en stund- um stórkallalegum, eitt sinn hlægilegum, annað sinn ill- kvittnislegum. „Sínum augum Lítur hver á silfrið", segir Þar- og það á ekki síður við um Willy Brandt, utanríkisraðherra V-Þýzkalands. Bjarni Benediktsson, forsælis rárthíwra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.