Morgunblaðið - 03.12.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.12.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DES. 1967 s Sr. Jón Auðuns, dómprófastur: Þeir þekktu hann ekki Jesús hefir verið að heiman um skeið en er aftur kominn á æskustöðvar. í gömlu kirkj- unni sinni les hann söfnuðinn spádómsorð Jesaja uim hinn kom andi lausnara mannanna. Undr- un manna verður mikil, þegar (hainn segir dfiarfmannlega Oig blát áfram: „í dag hefir rætzt þessi ritningargrein, sem þér hafið nú heyrt.“ Þá grípur efinn nokkra, sem viðstaddir eru, og þeir segja: „Er ekki þessi maður sonur Jósefs?“ (Lúk. 4). Hvernig gátu menn trúað svo stórkostlegum hlutum um son smi'ðsins og Maríu? Hann hafði vaxið upp á með- al þeirra. Þeir mundu hann sem lítin dreng, þegar móðir hans hélt í hönd hans og leiddi hann um þorpið og inn í litlu kirkj- una, þar sem þeir voi-u nú stadd ir. Konurnar litu til hans: Víst var þetta drengurinn hennar Maríu, sem hún hafði oft haft með sér, þegar hún heimsótti þær til að spjalla um viðburði í þorpinu og dagleg viðfangsefni kvenna. Bkkert höfðu þær séð í fari þessa drengs, sem benti til þess, að í honum byggi nokkuð það, sem ekki bjó líka í börn- unum þeirra! Kvernig gat hann fullyrt um sig- það, sem hann sag'ði nú? Og karlmennirnir litu til hans spurnaraugum: Höfðu þeir ekki margsinnis séð hann fylgjast með föður sínum út að borgar- hliðinu þar sem karlmenn komu saman og ræddu sín mál? En ekkert höfðu þeir séð í fari hans, sem réttlætt gæti það, sem hann sagði nú um sjálfan sig. Allir í Nasaret þekktu hann. Daglega höfðu þeir haft hann, foreldra hans og systkin lians fyrir augum. Víst þekktu þeir hann. Þeir þekktu hann svo vel, að einhverja sárustu reynslu sína batt hgnn síðar þessi orð: „Sann- lega segi ég yður, enginn spá- maður er vel metinn í landi sínu.“ Þeir höfðu sé'ð hann sem barn Sem unglingur hafði hann dag- lega verið meðal þeirra. En þeir þekktu hann ekki. Þannig getum við sagt, en við eig'urn engar kröfur á hendur fólksms samborgara Jesú, í Nas- aret. Við skulum snúa spurn- ingunni að okkur sjálfum: Þekkj um við hann, ég og þú? Þekkjum við hann, þennan undursamlega förunaut mann- kynsins, sem lét eftir sig á þeirri jörð, sem flæmdi hann þaðan burt, háleitari minningu, bjart- ari mynd, en nokkur annar, sem á jörðu hefir lifað? Þekkjum við hann, þú og ég, þennan mann, sem þannig lifði og þann- ig dó, að enn Ijómar. hi'ð ein- stæða líf hans eins og blikandí stjarna á bládimmum himni? Þekkjurr. við hann, sem með síru auðmjúka lífi og einfalda boðskapi hefir meira en allir aðrir glætt þrá mannafnna eft- ir hinu góða og brugðið upp fyrir þá myndum, sem aldrei geta aftur gleymzt? Menn lesa ævisögur, og það getur verið lærdómsríkt að lesa þaár. En hve margir lesa ævi- sögur Jesú í guðspjöllunum þiem hinum fyrstu, til þess að kynn- ast honum þar sjálíir, í stað þess láta aðra segia sér allt um harm, — og eins og þeim umsögnum ber nú saman? Væri þa'ð úr vegi, að taka fram hira helgu bók og lesa með at- hygli — ekki annarra augum — þessar örstuttu ævisögur, og l'esa þær einmitt niú, þegar kirkjan boðar aðu’entu: kornu Kritsst tál mannanna? Við skulum láta okkur hægt um að lá fólkinu í Nasaret, sem hafði haft Jesúm sem barn og ungling og ungan mann daglega fyrir augum, en þekkti hann ekki, þegar hann hóf sitt óvið- jafnanlega starf. Við skuium heldur spvrjp. sjálía okkur, ég og þú: Þekki ég hann? Yf:rskiift allrar aðventunnar, sem byrjar í dag og lýkur á jól- um. er bessi: ..Sjá ég stend við iyrnar og kný á.“ Þú gengur til dyra, en þekkir þú gestinn, sem stendur þar? LEIÐRÉTTING: Ég hefi ekki elt ólar við ein- staka prentvillur, sem inn í sunnnidagsgrekiar þessar hafa slæðzt. En vegna Jówasar Ha31- grímssonar verð ég að leiðrétta meinlega prentvillu í síðustu grein. Þegar séra ..Þorgeir í lundin- um góða" og félagar hans hófu a'ð þýða hið fagra guðræknisrit Mynsters biskups: Hugleiðingar, er sagt að Jónas hafi leyst fyrstu þrautina og þýtt upphafsorðin svo' „ÖND mín er þreytt, hvar má hún finna hvild?" Þetta er fallega þýtt, en hand þreyttur prentari eða prófarka- lesari breytti þessu í: „HÓND mín er þreytt . . . Vegna Jónasar verður a'ð leið- rétta þetta. J. A. Umsóknarfrestur skiptinema til Bandaríkjanna til 13. desember UNDANFARIN 10 ár hafa ís- lenzkir unglingar, 16—18 ára, átt þess kost að komast til árs- dvalar til Bandarikjanna sem skiptinemendur á vegum Ameri- can Field Service. Hafa 162 nemendur farið þangað á vegum stofnunarinnar, en hingað komið í staðinn 18 til sumardvalar og einn til ársdvalar. Nemendurnir dveljast á einkaheimilum sér að kostnaðarlausu. Umsóknarfrestur til slíkrar árs dvalar í Bandaríkjunum hefur nú verið framlengdur til 13. des- ember nk. og eiga umsækjendur að snúa sér til skrifstofu félags- ins, Austurstræti 17, 2. hæð, á mánudögum og miðvikudögum kl. 17.30—19.00. Mbl. átti af þessu tilefni stutt spjall við þau Gerði Pálmadótt- ur og Sigurjón Guðmundsson, en þau komu nú 1 júlí frá Banda- ríkjunum. Gerpi sagðist svo frá: — Eg fór til Wisconsin á veg- um AFS í ágúst í fyrra og vorum við 20 frá íslandi, en alls voru skiptinemendurnir 3100, víðs vegar að úr heiminum. Eftir að vestur kom, var hópnum dreift um hin ýmsu fylki Bandaríkj- anna, en í lok ársdvalarinnar voru skipulagðar þriggja til fjög- urra vikna ferðir, þar sem saman voru komnir fulltrúar sem flestra þjóðlanda. í mínum hópi voru t.d. a.m.k. 28 þjóðerni. Var það mjög lærdómsríkt að kynnast þeim og umgangast þennan tíma. — Við bjuggum á einkaheimil- um og vorum tekin inn í fjöl- skyldurnar eins og hver annar meðlimur þeirra og gengum 1 „high school" með jafnöldrum okkar. Við þurftum að læra það sama og aðrir, en að sjálfsögðu er tekið tillit til þess, að við höfum ekki fullkomið vald a enskunni, þegar við komum. — í New York eru aðalskrif- stofur AFS. Þar er unnið úr öll- um þeim umsóknum um skipti- nemendur, sem berast að hvaðan æva úr heiminum, og þangað snúa þær fjölskyldur sér, sem eru reiðubúnar að taka við skiptinemanda. Síðan er reynt að stilla svo til, að skiptinem- andinn falli inn í fjölskylduna. Takist það ekki, er báðum aðil- um heimilt að æskja breytinga. Fylgjast sérstakir fulltrúar AFS með því, að þessi nemendaskipti megi vel takast, og í hverjum skóla er sérstakur ráðgjafi, sem við getum leitað til, ef til vand- ræða kemur. — Bandarískir unglingar sækj ast mjög eftir því að komast til annarra landa sem skiptinemar. Ekki hefur þó tekizt að útvega heimili fyrir fleiri en 1000 nem- endur árlega. — Við þurfum öll að halda margar ræður um heimaland okkar. — í Bandaríkjunum hélt ég margar ræður um ísland. Fann ég þá, að þetta glæddi mikið á- huga minn á því að kynnast því meir og ég fékk áhuga á ýmsu, sem ég hafði áður tekið gott og gilt án þess að hugsa um það. Sigurjóni sagðist svo frá: — Eg bjó á einkaheimili í Ore- gon og féll mér vistin þar mjög vel. Ég gekk þar í „high school" og fannst mér andinn þar frjáls- ari en hér. Samvinna kennara og nemenda var líflegri og nem- endurnir voru virkari þátttak- endur í kennslustundunum. Einnig er verkleg kennsla þar miklu meiri, svo sem í efna- fræði og eðlisfræði, og loks eiga nemendur kost á því að læra undir handleiðslu kennara. — Þá eru einnig valgreinar í bandarískum framhaldsskólum og þótti mér það gott fyrirkomu lag. Ég valdi mér ræðumennsku, rafmagnsfræði og reikning, en einnig lærði ég nútímasögu og ensku og loks var ég í svonefndu „study-hall“. — Mér virtust nemendur í Bandaríkjunum lesa jafnara all- an veturinn en við hér heima á Islandi, sem e.t.v. á rætur sínar að rekja til þess, að skyndipróf eru þar tíðari og eru lögð fyrir óviðbúið. — Félagslíf í bandarískum skólum er meira en hér, sérstak- lega á þetta þó við íþróttir og ýmiss konar starfsemi, sem krefst mikils útbúnaðar og fyrir- hafnar. Þannig veit ég t.d. til þess, að þrjú Shakespeare-leik- rit hafi verið sett upp í sama skólanum á einum vetri. — Mikill áhugi er á því í bandarískum skólum að fá skipti nemendur í skólana. Nemendur leggja mikið á sig til þess og verða þeir m.a. að safna 750 $ fyrir hvern einstakan og senda til AFS í New York. Reyðarfirði — Þórðuir ÞAÐ er búið að vera óveður 'hér alla undangengna viku og síldarskipin hafa legið í höfn megnið af eíðustu viku, reynt að fara út, en snúið við aftur. 10 eða 12 slkip liggja hér í hötfn núna. Þetta er bara ótíð og eikk ert annað en ótið. Þegar að veð ur leyfir síldarleit, sem hefur verið mjög stopul síðustu viiku, þá er sú síld sem finnst á 120- 140 f. dýpi, en þá er ekki hægt að kasta á hana. Það er búið að salta hér eitthvað á miUi 15 og 16 þásund tunnur og mein- ingin er að salta átfram ef ein- hver sild verður. ÍEKKI er útséð hvað verður um skreiðarsölu Islendinga í ár, en vonandi er að úr rætist. Ljósm. Mbl. Sigurgeir Jónsison dtíö á Reyðarfirði * <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.