Morgunblaðið - 03.12.1967, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.12.1967, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DES. 1967 23 FRÁ alda öðli herma sögur allra þjóða, að þar hafi verið „sjá- endur“, eða fólk, sem sá annað og fleira en allur almenningur. Og slíkt fólk hefir verið uppi alltaf síðan og er til enn. Þetta fólk kallast nú skyggnt, og skyggni er talin sérstök gáfa, sem aðeins sé léð nokkrum ein- staklingum. Þær óteljandi sögur, sem sagð- ar eru um skyggni, verða ekki hraktar, en vísindamenn vilja ekki enn viðurkenna að þar hafi verið um raunverulegar sýnir að ræða, heldur kalla þeir þetta allt missýningar, vegna þess að ekki eru aðrir til vitnisburðar um fyrirbærin en sjáendur sjálf- ir. Þeir hafa sagt frá reynslu sinni í þeirri von, að sér væri trúað. Og víst mætti kalla það óðs manns æði að telja skrök- sögur öll þau fyrirbæri, sem gerzt hafa frá morgni mannkyns ins og fram á þenna dag. Þess vegna hafa vísindamenn kosið að kalla þetta missýningar. Þeir mega að vísu trútt um tala, því að svo margar missýn- ingar hafa þeir átt við að stríða sjálfir. Um seinustu aldamót var hnífsblað talið eitilhart og eggin hvöss og þráðbein. Svo kom smá sjáin til sögunnar og hún sýndi, að eggin var ekki þráðbein, hún er öll skörðótt og líkust hlykkj- óttu stryki. Svo sýndi efnafræð- in fram á, að stálið í blaðinu væri ekki annað en frumeindir járns og kolefnis. Og seinast kom atómfræðin og þá var mönnum ljóst, að í þessu eitil- harða stálblaði var ekki annað en rafeindir á stöðugu flugi með þúsunda kílómetra hraða á hverri sekúndu. Þetta litla dæmi er ágætt sýnishorn af framför- um vísindanna. Það sýnir að við- horfið ræður um útlit hlutanna. Um aldamótin þekktu menn trauðla aðra geimgeisla en þá, sem bárust frá sólinni, ljósgeisla og hitageisla. Nú eru menn viss- ir um, að hingað til jarðar stafi ótölulegum fjölda ósýnisgeisla utan úr geimnum. Þessir geislar smjúga í gegnum mann, en hann verður ekki var við nema örlitið brot af þeim. Sjátfsagt hafa þeir þó sín áhrif, en þau geta verið mismunandi eftir því hvernig menn eru gerðir. Eru þá ekki einmitt líkur til, að þessir ósýnisgeislar valdi því að menn verða skyggnir? Það er sannað, að menn sjá ekki með augunum, heldur með heilanum, og heilanum ætti að geta borizt margvíslegar myndir, þótt ekki fari þær venjulega leið í gegn- um augun. Það er og staðreynd, að skyggnt fólk sér út fyrir svið þrívíddarinnar, alveg eins þótt það hafi augun aftur, eða bundið fyrir þau. Nú eru það ekki aðeins svipir látinna manna og huldufólk sem skyggnt fólk sér, heldur sér það einnig svipi lifandi manna, þótt þeir séu langt í burtu. Spíritistar hafa þá skýringu á þessu, að sjáendurnir hafi and- legt samband við þann, er þeim birtist, hvort sem hann er af þessum heimi, eða öðrum. Þeir segja, að sérhver maður sé hlað- inn orku af mismunandi gerð, og geti þvi aðeins haft áhrifa- samband við annan, að orkusvið þeirra sé að einhverju leyti hið sama. En skapast þá ekki þetta orkusvið af þeim geimgeislum, sem sífellt streyma í gegnum mennina? Fyrir Röntgengeislum verða líkamir manna gegnsæir, og er þá ekki rökrétt að hugsa sem svo, að alveg eins geti gegnsæir líkamar huldra vera orðið sýni- legir fyrir áhrif annarra geisla, sem menn þekkja ekki. Og einmitt vegna þess, að vís- indamenn þekkja ekki þessa geisla né eðli þeirra, kalla þeir raunverulegar sýnir hins skyggna fólks missýningar. Allt lýtur sérstökum lögmál- um, bæði í efnisheiminum og líf- heiminum. Ekkert yfirnáttúrlegt er til. Allt sem menn kalla slíku nafni er eðlilegt og verður skilj- anlegt þegar fundið er það lög- mál, sem þar ræður. Sýuir og vitranir verða daglegir viðburðir þegar lögmál þeirra er fundið, og þá geta allir menn orðið „sjá- endur". Og þá verður hætt að tala um missýningar. Ekið ó kyrr- stæðan bíl EKIÐ var á bílinn R-14563, sem er Hilmanfólksbíll, sl, miðviku- dag og hann stórskemmdur. Bill- inn stóð við eystri göturbún Stakkahlíðar gegnt Kennaraskól- anum. Rannsóknarlögreglan bið- ur ökumanninn, sem tjóninu olli svo og vitni, ef einhver voru, að gefa sig fram. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ í ALMENNRI stjórnmálaálykt un 19. SUS-þingsins er efiir- farandi kafli um samgöngu- mál: Ungir Sjálfstæðismenn minna á: — að greiðar samgöngur eru eitt af undirstöðuatriðum framfara og góðra lífskjara, — úthreiðslu sjálfsvirks síma um landið, — miklar framfarir í sam- göngumálum, og álykta: — að áfram verði haldið gerð varanlegra vega á aðal- umferðarleiðum landsins, — að til framkvæmdar á þessu verkefni, sem enga bið þolir, verði afiað lánsfjár, ef nauðsynlegt reynist, og fram- kvæmdir boðnar út á sam- keppnisgrundvelli, — að áfram verði haldið í flugvalla- og hafnargerð sem víðast um landið, — að frekari umbætur verði gerðar í simamálum, sem Herbert Guðmundsson: af veftvangi stuðli að bættri þjónustu út um land, — að póstþjónustu verði komið í viðunandi horf. Hér er í fáum orðum grip- ið um stór mál. Og einmitt þessi mál vitna hvað skýrast um þau Grettistök, sem lítil þjóð má lyfta í samanburði við stórþjóðirnar, til þess að lifa og njóta lífsins með sam- bærilegum hætti. Samgöngur og sambönd byggðarlaga eru meðal frum- skilyrðanna fyrir nútímalífi þjóðanna. Og í þessum efnum hefur sannarlega verið lyft Grettistökum hér á íslandi. Öll byggðarlög, að heita má, eru nú komin í vega- og síma samband. Hafnarkeðjan er nær óslitin umhverfis landið og flugvellir, stórir og smáir, eru í flestum héruðum. Það er jafnvel umdeilan- legt, hvort kröftunum hefur ekki verið dreift um of, með því, að gera eitthvað of víða á kostnað varanlegri mann- virkja. En þannig er þetta komið, og flestir geta vel við unað sinn hlut. Því verkefni, að riða sam- göngunetið, er þó ekki lokið. Nokkur kafli af hringvegi um landið er ólagður. Það, nær því eitt, er ógert. Verkefnin skortir þó ekki. í náinni framtíð taka við marg- háttaðar og stórvægilegar end urbætur á samgöngunetinu. Það má raunar tala um endur- byggingu í því sambandi, því að nú eru mörg unnin afrek orðin úrelt og kalla á algera endurnýjun. Það liggur fyrir, að endur- byggja aðalþjóðvegina og leggja á þá varanleg't slitlag. Ennfremur að gera stórátak í rykbindingu vega almennt. Það liggur einnig fyrir, að endurbæta flugvellina og ör- yggisbúnað þeirra, og loks, að endurbæta hafnirnar og gera þær fullnægjandi fyrir ört stækkandi bátaflota og við- komur kaupskipa. Framkvæmdir í þessum mál um eru gífurlegt verkefni. Einkum og sér í lagi er þó vegalengdin umfangsmikil og óhemju kostnaðarsöm. Má bú ast við því, að hún vinnist ekki, nema til komi verulegt erlent lánsfé, enda er það í senn knýjandi að hraða fram kvæmdum og hagkvæmt að vinna að þeim í stórum stíl. En undirstöðuatriði í þess- um málum, hverju fyrir sig, er skipulagning ásamt með rannsóknum. Það atriði hefur verið tekið æ fastari tökum á síðustu árum. Hvað flugvell- ina snertir, virðast skipulags- mál vera í góðu horfi, og nýtt skipulag varðandi hafnirnar tekur gildi á næstunni. í vega málum er nú starfað á grund- velli nýlegra vegalaga, sem ollu straumhvörfum í skipu- lagi þeirra mála. Ég sé þó ástæðu til að gagnrýna fram- kvæmd þeirrar áætlunar um vegaframkvæmdir, sem samin var í kjölfarið. Að mínum dómi hefur tilraunum með var anlegt slitlag og rykbindingu ekki verið sinnt sem skyldi. Hirði ég ekki um að rökstyðja þessa skoðun frekar að þessu sinni, en ég er ekki einn um hana. Það er stefna ungra Sjálf- stæðismanna, að unnið sé að þessum málum af kostgæfni, að stöðugar rannsóknir og skipulagsstarf séu grundvöll ur þeirra stórátaka, sem fást verður við í náinni framtíð, ásamt með nauðsynlegri fjár- útvegun. Ennfremur og ekki síður, að nýjasta tækni og sem stórvirkust tæki séu jafn an til nota við framkvæmd- irnar, og sé við það miðað í útboðum. Og ungir Sjálfstæðismenn leggja einnig mikla áherzlu á þátt pósts og síma í samskipt- um byggðarlaganna. Þar þarf vissulega að gera á bragar- bót, þrátt fyrir mjög veru- legar framfarir að undan- förnu. Sjálfvirki síminn hef- ur grundvallarþýðingu í dag- legu sambandi innan byggð- arlaga og milli þeirra. Hlut- verk póstþjónustunnar þarf ekki að útskýra. Þessa þætti báða þarf að efla stórlega. Eins og ég gat um í upp- hafi, þá er hér um að ræða einhver mikilsverðustu mál íslenzku þjóðarinnar. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur haft forystu í þeim nú um skeið og árangurinn er mikill. Á þessum tíma hefur verið sam- þykkt löggjöf um öll aðal- atriðin, sem í hverju tilfelli hefur markað tímamót til auk inna framfara. En aðalþungi framkvæmdanna er nú fram- undan og vissulega veltur ekki síður á um árangurinn, hvernig til tekst um þær. — Ungir Sjálfstæðismenn eru eindregið þeirrar skoðunar, að undir áframhaldandi for- ystu Sjálfstæðisflokksins sé þess árangurs að vænta, sem stefnt er að. Ég vil svo ljúka þessum pistli með því, að minna á stóran þátt í þjóðlífinu, sem þessum málum er nátengdur. Á ég þar við fólks- og vöru- flutningastarfsemi. Hingað til hefur þessi starfsemi þróazt næsta skipulagslítið í ýmsum greinum. Það er ærið tilefni til þess, að opinber aðili kryfji þessa starfsemi til mergjar, í þeim tilgangi, að upplýsa um hagkvæmni og æskilega verkaskiptingu hinna ýmsu flutningsforma. Niðurstaða slíkrar rannsókn- ar gæti orðið grundvöllur bættrar þjónustu og ódýrari þjónustu, til hagsbóta fyrir þjóðfélagið í heild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.