Morgunblaðið - 03.12.1967, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DES. 1967
Unnur M.
Kveðja
Hampton, Virginíu.
Fædd 3. maí 1932.
Dáin 30. október 1967.
Hvað er hel?
Öllum líkn sem lifa vel,
engill, sem til lífsins le:ð r,
ljósmóðir, sem hvEu breiðir.
Sólarbros, er birta él,
heitir hel.
UNNUR Magnea, en svo hét hún
fullu nafni, lézt að morgni 30.
október s.L, í Langley Air Force
Base Hospital í Virginíu, eftir
um trveggja mánaða erfiða sjúk-
dámslegu, aðeins 35 ára að aldrL
Útför hennar fór fram vestra 1.
nóv. sL að viðstöddu fjölmenni.
Unnur var fædd í Vestmanna-
eyjum 3. maí 1932. Ólst hún upp
hjá foreldrum sínum, Magneu
Gísladóttur, sem nú á heima í
Hafnarfirði og Guðmundi Gunn-
arssyni, sem látinn er ’yrir
tveimur árum. Fór Unnur til
Reykjavíkur er foreldrar nenn-
ar fluttu þangað árið 1946, og
átti þar heima í nokkur ár. f
t
Feðir okkar og tengdafaðir
Jóhannes Ásgeirsson
Alftamýri 19,
lézt á Lapdsspítalanum 1. des-
ember.
Guðrún Jóhannesdóttir,
Sverrir Hermannsson,
Unnur Jóhannesdóttir,
Valur Jóhannsson,
Sóley Jóhannesdóttir,
Sigurjón Guðjónsson.
t
Útför eiginkonu minnar,
Kristínar Jónatansdóttur
Varmalæk,
fer fram frá Bæjarkirkju
þriðjudaginn 5. des. kl. 2 e.h.
Jón Jakobsson.
t
Eiginmaður minn, faðir okk-
ar, tengdafaðir og afi,
Jón Erlendsson
Ránargötu 31,
verður jarðsunginn frá Frí-
kirkjunni þriðjudaginn 5. des.
kl. 13.30. Jarðsett verður í
gamla kirkjugarðinum.
Guðleif Bárðardóttir,
börn, tengdabörn
og barnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og
vinsemd við andlát og jarð-
arför eiginmanns míns, fö'ður
okkar, tengdaföður og afa,
Jóns Þórarinssonar
útgerðarmanns.
Guðrún Þorkelsdóttir,
Þórleif Drífa Jónsdóttir,
Halldór H. Jónsson,
Helga Jóhannsdóttir,
Þórarinn Þ. Jónsson,
Þorbjörg Jónsdóttir.
Guðmundur R. Jónsson,
Kolbrún Halldórsdóttir,
Halldóra B. Jónsdóttir,
Kristján Kristjánsson
og barnabörn.
Rousseau og byltjngin I
Reykjavík kynntist hún fyrri
manni sínum, Haraldi Ársæls-
syni. Eignuðust þau tvö börn:
Magneu Guðrúnu og Jón He'ga
Eru þau bæði mestu myndar ung
menni. Örlögin höfðu hagað því
svo að Unnur og Haraldur slitu
sambúð efitir noklkur ár. Seinni
maður Unnar er James M. Gross,
frá Bandaríkjunaim. Fluttu þau
þangað vestur árið 1959. Fór þá
eldra barnið, Magnea Guðrún,
með móður sinnL en Jón Hslgi
hefur alist upp hjá föðursystur
sinni, önnu og manni hennar,
Ellert Á. Magnússyni. Hatfa þau
reynst honum í alla staði hið
bezta, sem sínum börnum.
Unnur og James M. Gross áttu
sitt heim.ili lengst af í Hampton.
Þau eignuðust tvo drengi, James
M. Gross, yngra, sem er nú á 9.
ári og Clark H. Gross, sem er á
7. ári.
Þó það ætfti fyrir Unni að
liggja, að setjast að fjarn sínu
ættlandi, mun hugur hennar oft
hafa dvalið hér heima. Til fs-
lands kom hún síðast haust’ð
1965. Hún var að eðlisfari dul og
rólynd. í þeim erfiðu veikindum
er hún varð að heyja, kom bezt
og gleggst í Ijós sú hugarró og
styrkur sem hún hafði tii að
bera er á reyndi, því sjúkdóm
sinoi hafði hún borið með flá-
dæma stillingu og æðruleysi. Hún
gladdist innilega er Sigríður syst
ir faennar kom frá Guam-eyju,
til að vera við sjúkrabeðinn og
aðstoða heimilið, og mundi nú
Unnur þakka henni göfuga fórn-
fýsi og kærleiksríkt starf msetti
hún mæla.
Unnur var fríð sýnum og björt
yfiílitum. Um hana lifa og geym-
ast einnig fagrar og hreinar
minningar, hjá þeim er þekktu
hana.
Aldraðri móður hennar svo og
öllum öðrum nánum ættingjum,
bið ég huggunar og blessunar.
Maria Guðnadóttir.
- BRIDGE
Fiamh af bls. 21
þá tekur næsta par í röðinni
sæti. Efsta par í B-ri'ðli öðlasrt.
einnig rétt til spilamennsku í
meistaraflokki. Tvö næstu pör
í báðum riðlum fá rétt til þátt-
töku í I. flokk Reykjavíkurmóts
í tvímenning og f^r það einnig
eftir sömu reglum og hér að
ofan.
Lokaumferðin í keppninni verð
ur spiluð n. k. þriðjudagskvöld
og hefst kl. 20.
HIÐ fyrra sundmót framhalds-
skólanna í Reykjavík og ná-
gTenni skólaárið 1967—1968 fer
fram dagana 4. des. og 7. des. n.
k. kl. 20 í Sundhöll Reykjavíkur.
Keppt verður báða dagana i boð
sundum stúlkna og pilta. Sund
aðferð bringusund.
Þann 4. des. (mánudag) keppa
yngri flokkar, en 7. des. (fimmtu
dag) eldri flokkar.
Að vanda verður hörð keppni
og mikil þátttaka.
Skólosundmót ^
4. og 7. des.
1
- síðasta bindið í sagnfræði-
verki Durant-hjónanna
ROAUSSEAU og byltingin
eftir Will og Ariel Durant
(Simon & Schuster, 1.091
bls.) er tíunda og síðasta
bindið í bókaflokknum
„Saga siðmenningarinnar“
og fjallar um tímabilið
1715—1789. Orville Pres-
cott, fyrrverandi ritstjóri
The New York Times,
skrifar um bókaflokk þenn
an í nýútkomið hefti bók-
menntatímaritsins The Sat
urday Review. Fer ritdóm-
ur Prescotts hér á eftir í
ísl. þýðingu Mbl., örlítið
styttur:
Árið 1929, þremur árum
eftir útkomu hins vinsæla
sagnfræðiverks „Saga heim-
spekinnar", hóf Will Durant
að rita bókaflokkinn „Saga
siðmenningarinnar“. — Fyrsta
bindið kom út árið 1935; síð-
asta bindi þessa mikia verks
kemur út tveimur mánuðum
áður en höfundur verður 82
ára gamall. Frú Durant, sem
unnið hefur með manni sín-
um að þessu gífurlega viða-
mikla verkefni, er skráður
meðhöfundur á titilblöðum
fjögurra síðustu bindanna.
Vinsældir verksins hafa ver
ið höfundum og útgefendum
mikil hvatning. í Bandaríkj-
unum hafa fyrstu níu bindin
selzt í 500.000 eintökum. —
BókaRlúbbur mánaðarins hef-
ur dreift fimm sinnum fleiri
eintökum í gjafabókarformi,
eða á annan hátt til áskrif-
enda sinna. Bókaflokkurinn
hefur komið út í Englandi og
Ástralíu. Hann hefur verið
þýddur á frönsku, þýzku,
ítölsku, spænsku, portúgölsku,
hollenzku, íslenzku og hebr-
esku, þótt ekki séu öll bindi
verksins fáanleg á öllum þess-
um tungumálum.
Þótt einungis sé litið á kili
þessara bóka er ógjörningur
annað en finna til lotningar
gagnvart þvílíkri iðni og kost-
gæfni, erfiði þrjátíu og átta
ára. Fæstir eigendur þeirra
geta stært sig af því, að hafa
lesið þær allar spjaldanna á
milli. En tugþúsundir manna
hafa lesið einhver bindanna
sér til fróðleiks og skemmt-
unar. Allmörg nýleg sagn-
fræðirit hafa verið skrifuð af
meiri snilld, t.a.m. „Flotinn
ósigrandi“ eftir Garrett Matt-
ingly, „Ágústbyssurnar“ eftjr
Barböru Tuchman og „Kyrrð
við Appomattox“ eftir Bruce
Gatton. Á hinn bógipn jafnast
fá sagnfræðirit á við bóka-
flokk Duranst hvað snertir
vídd sögusviðsins, ljósa frá-
sögn og sannmannlega af-
stöðu.
Tilgangur þessa bókaflokks
er að kynna skynsömum les-
endum þær rætur menningar-
innar, sem okkar hrjáða þjóð-
félag hefur vaxið upp af. Það
er ekki minni ástæða til að
veita þessu verkefni athygli
en uppgötvunum áður ó-
þekktra staðreynda eða nýj-
um og umdeildum fræðikenn-
ingum. Margir atvinnusagn-
fræðingar eru ekki á sömu
skoðun og finnst lítið til koma
bóka Durant-hjónanna. Sann-
leikurinn er sá, að sagnfræðin
þarfnast hvorutveggja: fræði-
mannsins, sem dvelur yfir
fornum bókum og skjölum, og
rithöfundarins, sem kemur
sögunni áleiðis til hins al-
menna lesanda á ljósan og að-
gengilegan hátt. Durant-hjón-
in kalla verk sitt sagnfræði-
legt tengistarf, og það með
réttu. Þau tengja saman margs
háttar sagnfræðifróðleik. Aðal
áhugamál þeirra er samt sem
áður menningarsagan — hug-
myndir, bækur, listaverk, sem
túlka hið bezta í siðmenning-
unni. Þau skrifa alllangt mál
um þjóðfélagsþróunina og
stuttlega um stjórnmál og
hagspeki; en mestmegnis
þau gefa sömuleiðis gaum að
afrekum hans, hugsjónum og
vonum.
Fyrir fáum árum dró Will
Durant saman söguskoðun
sína á þennan hátt: „Siðmenn-
ingin er fljót með bökkum.
Straumurinn er stundum lit-
aður blóði fólks, sem myrðir,
stelur, öskrar og framkvæmir
þá hluti, sem sagnfræðingar
venjulega skrá, en enginn tek-
ur eftir bökkunum, þar sem
fólk byggir sér heimili, elsk-
ast, elur upp börn, syngur,
semur ljóð og meitlar í stein.
Ariel og Will Durant.
fjalla þau um heimspeking-
ana, rithöfundana, listamenn-
ina og leiðtogana, sem áhrifa-
mestir voru í samtíð sinni og
gáfu hugsunum sínum mál á
hvað snjallastan hátt.
Öll tíu bindin af Sögu sið-
menningarinnar eru krökk af
tilvitnunum, skýringum og
hugleiðingum. Þau eru einnig
krökk af skoplegum sögum,
skemmtilegum frásögnum og
undarlegum og hrífandi stað-
reyndum, sem sumir grafal-
varlegir sagnfræðingar telja
að orki tvímælis. Slíkt og því
líkt er hreinræktuð sagnfræði,
jafnvel þótt það vekji athygli
við fyrstu sýn.
Durant-hjónin viðurkenna
fúslega, að þau hafi látið öðr-
um eftir sögu stjórnmála,,hag
fræði og hernaðar. En hvað
menningarsöguna snertir lásu
þau öll frumrit, sáu málverk-
in, höggmyndirnar, bygging-
arnar og hlýddu á hljómlist-
ina. Þau gengu heilshugar að
verkefni sínu en þau koma
ekki fram með nýjar athugan-
ir og þau hrófla ekki við göml
um og nýjum fræðikenning-
um. Þau hafa ekki sérþekk-
ingu á einhverjum sérstökum
sviðum sagnfræðinnar á borð
við lærða fræðimenn, sem
hafa helgað líf sitt einstökum
þáttum þessarar vísindagrein-
ar. —
Eitt af því, sem gerir Dur-
ant-hjónin að góðum fræður-
um er eigin afstaða þeirra til
lífsins og sögunnar. Þau eru
efagjarnt skynsemishyggju-
fólk. Þau eru þolinmóð, góð-
gjörn og lítt leiðitöm. Þau bú-
ast ekki við of miklu af mönn-
unum og fyrirtækjum þeirra.
Samt sem áður er skynsemis-
hyggja þeirra ekki þurrleg.
Hvað eftir annað örlar á gásk-
anum. Þeim sézt ekki yfir
grimmd, kreddufestu, rang-
indi og volæði mannsins, en
Saga siðmenningarinnar er
saga þess, sem gerðist á bökk-
unum. Sagnfræðingar eru böl-
sýnismenn vegna þess að þeir
gefa ekki gaum að fljótsbökk-
unum“. Þetta er niðurstaða
manns, sem er í eðli sínu
bjartsýnismaður þrátt fyrir
alla söguþekkingu sína. Aðrir,
sem vita eins mikið, eru böl-
sýnismenn — kannske vegna
tilfinnanlegra hleypidóma.
Sem rithöfundur hefur Will
Durant gaman af því að setja
fram beinskeyttar athugasemd
ir og búa til spakmæli. Mörg
þeirra eru snjöll og vekja til
umhugsunar:
„Hið æðsta og óvéfengjan-
legasta trú er mesti óvinur
mannshugarins".
„Maðurinn er í eðli sínu
fjölkvænismaður. Aðeins með
fulltingi máttugs siðkerfis,
með tilstyrk hæfiiegrar fá-
tæktar og með yfirumsjón
eiginkonunnar er hægt að fá
hann til einkvænis“.
„Trúarbrögð fæðast og
deyja stundum, en hjátrúin er
ódauðleg. Aðeins happadrjúg-
ir menn geta lifað lífinu án
dulhyggju. Flestir okkar þjást
á sál og líkama og hagkvæm-
asta fróunarlyf náttúrunnar er
skammtur af yfirnáttúrlegum
fyrirbrigðum". ,
Þessi dæmi um heimspeki
Durants eru tekin úr fyrri
bókum hans. Þeim fækkar í
þremur síðustu bindunum og
fæst þeirra eru í Rousseau og
byltingin. Þetta kemur ekki
alvarlega að sök, en bókin
virðist fyrir bragðið lengri,
en hún er í raun og veru.
Durant-hjónin viðurkenna í
formála bókarinnar, að galli
á flestum bókum sé lengd
þeirra, sem orsakast af því að
þau vildu flest taka en fáu
sleppa. Þetta er mest áber-
andi í Rousseau og byltingin,
Framhald á bls. 30.