Morgunblaðið - 03.12.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DES. 1967
21
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM JlSfl
A ÞESSUM síðustu og verstu tímum virðist ekki
unnt að fá nein glögg svör við einu eða neinu.
Hvernig getið þér verið viss um, að boðskapurinn,
sem þér flytjið, sé sannur?
BIBLÍAN segir: „Guð skal reynast sannorður, þótt
sérhver maður reynist lygari“ (Róm. 3,4). Á þessu
byggi ég vissuna. Maðurinn er flöktandi, og hug-
myndir hans og skoðanir breytast frá degi til dags.
En vonin í Jesú Kristi er örugg og föst og henni má
treysta. Ritningin talar um hana með svofelldum
orðum: „Sæhivonina ... sem vér höfum eins og akk-
eri sálarinnar, traust og öruggt“ (Hebr. 6, 18—19).
Sannleikur Jesú Krists er ekki breytilegur. Hann er
áreiðanlegur, öruggur, óhagganlegur. Guð væri ekki
Guð, ef hann breyttist og væri duttlungafullur að
hætti okkar mannanna. Guð er öruggur í persónu
sinni: Hann er öruggur í orði sínu: „Himinn og jörð
munu líða undir lok, en orð mín munu alls ekki und-
ir lok líða“. Hann er öruggur í valdi sínu: „Einum
Guði, frelsara vorum, sé fyrir Jesúm Krist, Drottin
vorn, dýrð, hátign, máttur og vald fyrir allar aldir
og nú og um allar aldirnar" (Júd. 1, 25).
Einu sinni glímdi ég við óvissuna eins og þér.
En þegar ég veitti Jesú Kristi viðtöku, gaf hann mér
þá vissu, að hann væri hinn eini, stöðugi, áreiðan-
legi máttur í tilverunni, sem aldrei brygðist. Það
litla, sem ég er, hið smáa framlag mitt til lífsins,
þau áhrif, sem ég kann að hafa haft á aðra — allt
á ég honum að þakka, sem sagði: „Ég er alfa og
ómega, upphafið og endirinn, hinn fyrsti og hinn
síðasti“.
BRIDGE
Að fimm umferðum loknum
í úrslitakeppni Bridgefélags
Reykjavíkur er sta'ðan þessi:
1. Símon Simonarson —
Þorgeir Sigurðsson 195
2. Karl Sigurhjártarson —
- ÆSKAN
Framh. aif bls. 12
Árgjald á félaga er 10 krónur
danskar yfir háskólaárið frá 1.
júlí til 30. júní ár hvert.
Að sjálfsögðu styrkir borg og
ríki þessa starfsemi samkvæmt
vissum reglum um fjárúthlutun
til æskulýðssamtaka.
Svo sem geta má nserri er
þarna mjög merkileg starfsemi,
sem einmitt getur aukið þekk-
ingu þjóða á vandamálum hver
annarrar og veitt vitneskju um
hvar og hvernig þarf að hjálpa,
og úr hópi þess unga fólks, sem
þarna kemur og vinnur fara að
sjálfsögðu margir til vanþró-
ifðu þjóðanna sem fræðarar og
leiðtogar studdir og hvattir af
þeim einstaklingum, sem það hef
ur kynnzt í Isc og eignast þar að
fræðurum eða vinum.
Væri slík upplýsingamiðstöð
og samkomustaður starfrækt ó
vegu»i íslenzkra stúdenta, þótt
í smærri stíl væri, yrði fljótlega
hafin og skipulögð starfsemi á
vegum íslenzkrar æsku, sem jrrði
eitthvað í áttina við Friðarsveit-
ir Kennedys.
Og þannig mundi íslenzk æska
komast í beina snertingu við
uppbyggingu friðar og samstarfs
í veröldinni.
En fyrsta sporið væri þó helzt,
halda hér stutt námskeið til
a'ð fá einhverja frá Isc til að
kynningar alþjóðastarfi æsku-
fólks. Og það væri hægt án mik-
illa fjárútláta, ef einhver vildi
hýsa gestinn fyrir lítið og unnt
yrði að fá húsnæði til nám-
skeiðsins á vegum kirkju eða
æskulýðssambands íslands. Væri
einsætt að athuga slíka mögu-
leika sem fyrst.
Reykjavík 9/11 1967.
Árelíus Níelsson.
Jón Ásbjörnsson 159
3. Steinþór Ásgeirsson —
Vilhjálmur Sigurðsson 116
4. Hjalti Elíasson —
Ásmundur Pálsson 115
5. Halla Bergþórsdóttir —
Kristjana Steingrímsd. 94
6. Benedikt Jóhannsson —
Lárus Karlsson 91
7. Jóhann Jóhannsson —
Gunnlaugur Kristjánsson 74
8. Jón Arason —
Sigurður Helgason 59
9. Óli M. Guðmundsson —
Páll Bergsson 51
10. Hallur Símonarson —
Þórir Sigurðsson 42
Einnig er spilað í B-riðli og
er staðan í honum þannig:
1. Bragi Erlendsson —
Ríkarður Steinbergsson 284
2. Ragnar Þorsteinsson —
Þórður Elíasson 186
3. Alfreð Alfreðsson —
Guðmundur Ingólfsson 165
Þrjú efstu pörin í A-riðlinum
að lokinni keppni öðlast rétt til
spilamennsku í meistaraflokki
Reykjavíkurmóts í tvímenning.
Hafi einhver þeirra rétt fyrir,
Framih. á bls. 22
Stúdentaprinsinn
eftir Eddy Cilmore
Caimbridge, Englandi (AP)
„ÞEGAR við heyrðum fyrst,
að Karl prins myndi koma til
Cambridge, stundu mirgir okk
ar og urðu daufir í dálkinn".
Þetta sagði einn stúdent-
anna við Þrenningarskólann,
en þar mun hinn 18 ára gamili
erfingi Brezku krúnunnar
hefja náim 7. októlber.
„Ég var mjög á báðum átt-
um í sambandi við alit þetta“,
sagði stúdientinn. Ég er ekki
jatfn tvístígandi lengur".
Þegar öllu er á botninn
hvoltft, bregzt Cambridge við
komu stúdentaiprinsins sem
sjálfisögðum hlut. Meðal
hinna rúmlegu 600 sfúdenta
ríkir hivorki kæti né örvænt-
ing. Drengskapur á sér djúp-
ar rætur í brezkri sfcapgerð,
og hinir ungu menn við Cam-
bridge munu taka drengilega
á móti Hans konunglegu há-
tign.
Við Þrenningarskólann,
sem er 80 km. "norðan við
Lundúni, hatfa menn atf kon-
unglegu bergi brotnir áður
stundað nám. Til dæmis her-
toginn atf Jórvík, sem varð
Georg konungur VI. Hann
var atfi Karls.
Samkvæanit núverandi á-
ætlunum mun prinsinn nema
fiornleitfatfræði og manntfræði
á fyrsta ári Hann getur
breytt um síðar, ef hann æsk-
ir þess. Gert er ráð fyrir, að
hann stundi nám við Þrenn-
ingarskólann í tvö ár, en
haildi síðan til útlandia — til
McGill-fliáskóla í Kanada, eða
kannski til Harvard eða Stan
tford.
Karl prins mun kom til
Þrenningarskóla ásamt 225
öðrum „rússum“, en svo nefn
ast háskólastúdent-ar á fyrs'a
ári. Hann mun búa í Nýja
skáila, sem er fremur drunga-
legur svefnskáli 123 ára gam
all. Hann mun hvorki hafa
miðstöðvarupplhitun né einka
bað. Eins og aðrir mun Karl
prins að líkindum elda sinn
eigin morgunverð í íbúð
sinnL
Elízabet drottning II, móð
ir Karfe, og Filippus hertogi,
faðir hans, vona, að farið
verði með hann eins og hvern
annn stúdent. Butler lávarð-
ur, yfirmaður Þrenningar-
skóla, segir: „Hugmyndin er
sú, að koma honum til að
lifa eins eðlilegu Mfi og hægt
er. Hinir stúdentarnir von-
ast til þess, að honum verði
ekki vei'tt nein tforréttindj,
þar sem hann er aðeins einn
úr þeirra hópi“.
Stúdentprinsinn má bjóða
stúlkum til herberigja sinna,
en um miðnætti verða allir
Charles prins.
gestir að verða farnir. Etf
hann viil halda kvöldverðar-
boð fyrir fleiri en fknm
gesti, — kventfólk eða karl-
menn, — verður hann að
biðja um leyfi. Sömuleiðis
til að halda hanastélsboð £yr
ir tfleiri en_ tuttugu.
Þegar hann svaraði spurn-
ingum um væntanlegar vin-
stúlkur og mæður frambæri-
legra stúlkna þarna í grennd
inni, svaraði Butler lávarður
brosandi: „Ýmsar framgjarn-
ar frúr bíða með öndina í háls
inum etftir að hitta hann“.
Eins og aðrir „rússar',
mun Karl prins fá örlítið
svefnflierbergi og lítið éitt
stærri dagstotfu fyrir um 33
pund á misserL Þessum her-
bergjuim verður haldið hrein
um aí einlhverri hinna fijöl-
mörgu ræstimgarkvenn3.
Þeim ber einnig að hengja
upp tföt ©túdentanna og
kveikja upp í arni, þar sem
eklki eru ratfmagnsotfnar.
Karli prinsi verður ekki
leyft að hatfa bíl. „Elf hann
er Ihagsýnn, fær hann sér reið
hjól“, segir Butler lávarður.
„Það er hagkvæmasta og al-
gengasta aðferð stúdentanna
til að komast leiðar sin.nar“.
Prinsinn mun sífellt verða
minntur á konungd'óminn. I
borðsalnum horfir hefljarstórt
málverk atf Hinrifci VHI á-
búðarmikið ytfir þá, sem
sitja til borðs. Hinrik stotfn-
aði Þrenndngarskólann árið
1546, og það var ein af síð-
ustu athöfnum hans.
Prinsinn getur klætt sig
eins oig honum þóknast, og
núverandi tízka við Þrenning
arskólann er allisérvitrings-
leg. Menn ganga með passíu-
hár. Gallabuxur eru algeng-
ar. Aðrir klæðast þröngum
sjóliðabuxum og marglitum
skyrtum og peysum.
Butler lávarður segir, að
það sé mjög miikilvægt, að
Karl eignist vini eins fljótt
og mögulegt er eftir komu
sína. „Við kærum okkur ekki
um að sjá drengina sitja eina
í hei’bergjum sinum“, eegir
yfirmaður Þrenningarskóla.
„Við teljum betra, að þeir
fari út í krá og tfái sér glas“.
Stúdentum er leytft að
drekka létt vín eða bjór með
mat. Fyrir það þurtfa þeir þó
að greiða aukalega.
Vinir konunigstfjölskyldunn
ar segja, að Filippus prins,
hinn vísindailega sinnaði fað-
ir Karls, óski etftir þvi, að
hann leggi stund stund á
raunvísindi. „Fram til þessa
hefur hann ekki sýnt vísinda
áhuga föðurs síns“, segir
Butler lávarður. ,,En það
gæti komið síðar".
Karl hetfur álhuga á tónlist
og leiklist. Hann syngur vel
og leikur á nokkur hljóðlfæri,
þar á meðal fiðlu. „Hann get
ur sinnt þeim álhugamálum
hér“, segir Butler lávarður.
„Við höfum tóniistartfélag og
leikfélaig".
Hvernig verður framtáð'n?
Eftir að hatfa rætt við hinn
71 ára gamla Dermot Morr-
ah, sem mun gefa út viður-
kennda ævisögu Karls næsta
haust, sagði London Times:
„Ungur maður, sem heíur
mestan áíhuga á hugvisindum,
en hritfinn atf lækn'isfræði og
áhugasamur um láfifræði, og
jafnvel ennlþá álhugasamari
um mannfræði og fornliifa-
fræði“.
„Ungur maður, sem er al-
gerlega óvélrænn og ger-
sneyddur stærðtfræðitilfinn-
ingu — og það veldur föður
hans fcannski vonbrigðum —;
góður reiðmaður, raunar
betri en faðir hans, en síðri
pólóleikmaður, vegna þess
að hann reynir að hlífa hesti
sínurn".
Þetta er í rauninni ungur
maður, sem hefði orðið góð-
ur skólastjóri, ef til vill með
sögu og tungumál að sér-
greinum.
JökullJakobsson
DAGB ÓK
frá DIAFANI
Segir frá ársdvöl höfundar í grísku þorpi og
persónulegum kynnum hans af fólki og lífsháttum.
Myndskreytt af
Kristínu Þorkelsdóttur
Fél.m.verð kr. 295.00
ALMENNA BOKAFELAGIÐ