Morgunblaðið - 03.12.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.12.1967, Blaðsíða 17
T MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DES. 1967 17 „Séra Bjarni44 Bókin „Séra Bjarni“ er bæði smekkleg til að sjá og geðfelld að lesa. Andrés Bjömsson sá um útgáfu bókarinnar, sem hefst á alllangri frásögn Mathíasar Jo- hannessens „Með séra Bjarna á æskuslóðum". Síðan koma end- urminningar frú Áslaugar Ágústsdóttur um mann sinn „Hver dagur var hátíð“, og eru skráðar af Andrési Bjömssyni. Þá eru nokkrar rseður og hug- vekjur séra Bjama sjálfs, og loks tvaer ræ’ður um hánn eftir Magnús Jónsson og Sigurbjörn Einarsson. Loks eru í bókinni margar skemmtilegar myndir frá ýmsum æviskeiðum séra Bjarna. Efni bókarinnar er að- gengilegt og öll er hún vel úr garði gerð. I frásögn Matthías- Frá atkvæðagreiffslu á Alþingi um vantrausttillögu stjórnarandstöffunnar. Ljósm. Mbl. Ó.K.M. REYKJAVÍKURBRÉF -Laugardagxir 2. des. ar er séra Bjarni lifandi kom- inn, með sambland sitt af glettni og alvöm ásamt ótæm- andi fróðleik um marga sam- tímamenn. Svo sem að líkum læt uir eru skemmtilegar flestar sög urnar, sem þau Matthías og frú Áslaug rifja upp. Endurminn- ingar hennar eru ritaðar af mik illi sanekkvísi. Ekki imá gleyma myndunum. Þær veita ekki einungis fróðleik um séra Bjarna og skyldulið hans, held- ur og félaga hans frá æsbudög- um fram á elliár. Fróðlegt er að bera saman hvernig sumir skólabræðurnir gerbreytast með aldrinum, þar sem svipur ann- arra helzt aftur á móti ætfð hinn sami, og ekki einungis á þeim sjálfum heldur mann fram af manni. Lítum t.d. á örsmáa stúdentsmynd af Jakobi Möller. Hún gæti eins\ verið af sonar- sonum hans, sem nú eru á svip- uðu reki og Jakob var um alda- mótin. „Höfðingi bræðra sinna og heiður þjóðar“ Þessi var texti herra dr. Sig- urbjörns Einarssonar í útfarar- ræðu hans um séra Bjarna. í ræðunni segir herra Sigurbjörn: „Séra Bjarni. Víst var hann bæði heiðursdoktor, biskup að vígslu og heiðursborgari, en slík an heiður geta fleiri hlotið, en það verður aðeins einn séra Bjarni. Enginn hefur villzt á þvi, við hvern væri átt, er tal- að var um séra Bjarna. Og það hefur ekki verið anna'ð virðing- arheiti meira í kirkjunni en þetta. Á bak við hinn venjulega preststitil og algenga nafn var maður, sem var ekki aðeins ó- venjulegur, raunar einstæður að gerð, heldur meiri sjálfur en hvert það hlutverk og allur heið ur, sem honum féll í skaut. I hugum fjöldans var hann, prest- urinn. í margvíslegum aðistæð- um gátu menn ekki hugsað sér neinn annan í hlutverki prests- ins en hann. Hvort sem menn gerðu sér grein fyrir því eða ekki, hafði hann mótað hugsjón þeirra um það, hvernig prestur eigi áð vera, og það vil ég þakka fyrir hönd kirkjunnar á íslandi, að sú hugsjón var í hugum svo margra og um svo langa tíð mót- uð af slíkum manni sem hann var.“ Þessi orð biskupsins sýna, að það er sízt oflæti, að bókin um dr. séra Bjarna vígslubiskup Jónsson er einungis nefnd „Séra Bjarni“. Þá er einnig maklegt að rifja hér upp orð prófessors dr. Magnúsar Jónssonar á sex- tugsafmæli séra Bjarna. Magnús sagði þá m.a.: „Ég minnist þess t.d. nú á sunnudaginn var, er þú prédik- aðir um Jóhannes skírara, og lagðir áherzlu á þessi einföldu orð: „Daginn eftir var Jóhann- es aftur þar“. Þetta sýnast ekki sérlega andrík orð eða fela í sér mikla dýpt. En þú sást af þess- ari guðlegu ritningu það, sem mér hafði aldrei til hugar kom- ið. „Daginn eftir var Jóhannes aftur þar.“ Það er svo auðvelt að hrífast með af hinum stóru viðburðum, hrífast á hátíðleg- ustu stundunum, stórhátíðunum. En svo kemur næsti dagur. Hver er þá á verðinum? Hver er þá hrifinn? Og svo þriðja daginn og fjórða daginn. Hver er hrif- inn á hinum venjulegu, gráu og óskáldlegu dögum? Og ég er sannfærður um, að þú hefur eignazt skilning á þess um orðum við það, áð þetta sama hefur þú lifaff. Þetta er einmitt það, sem ég dáist að í starfi þínu, séra Bjarni; þolið og þrautseigjan að vera ævinlega í starfinu, vera líka í starfinu daginn eftir, hvern dag, óþreyt- andi, ár frá ári, um tugi ára.“ Ekki er tilviljun að slíkir and- ans menn og mælskusnillingar eins og prófessor Magnús og herra Sigurbjörn vildu öðrum fremur hylla séra Bjarna. Þeir kunnu réttilega að meta frá- bæra mælsku hans, sem sumum þótti helzt til óþjál og einhæf í prédikun, en hafði í sér fólgna djúpa tilfinningu og speki að mati þeirra, sem lögðu við hlust- irnar. Svipbrigðin sögðu meira en mör«s orð o Síðustu tvær vikur vefða sennilega lengi taldar með hin- um atburðasömustu í íslenzkri stjórnmálasögu. Um miðjan nóv- ember héldu stjórnarandstæð- ingar sig örugga um að hafa líf stjórnarinnar í hendi sér. Magn- ús Kjartansson gekk þá um sali Alþingis með sigurbros á vör, eftir að hann hafði haldið yfir stjórninni eins konar út- fararræðu. En ekki liðu marg- ir dagar þangað til einn helzti aðdáandi Magnúsar hafði orð á, að það hlyti að vera gaman fyrir stjórnina að hafa með þessum hætti heyrt sína eigin útfararminningu, en vera bráðlifandi eftir allt orðaskvaldr ið. Og það er rétt lýsing, sem Pétur Benediktsson gaf af við- brögðum Eyisteins Jónssonar á Alþingi, hinn 24. nóvember: ,,'Hin snöggu veðrabrigði á svip Eysteins Jónssonar verða áreiðan lega flestum minnisstæð, sem viðstaddir voru.“ Það var ekki Eysteinn Jóns- son einn, sem þá sagði meira með svipbrigðum en orð fá lýst. Hinum álliðuga Lúðvík Jósefs- syni ifór á sama veg. Gapuxaháttur Thorlacius Báðir kunnu þessir menn hins vegar af langri reynslu að haga orðum sínum svo, að þeir létu gremjuna brjótast út í skömm- um um ríkisstjórnina. Hand- bendi Eysteins, Kristján Thor- lacius, gætti ekki eins vel tungu sinnar. Formaður B.S.R.B. fór raunar ekki á fund í þeim sam- tökum til að gera þar grein fyr- ir málum, heldur á almennan fund Framsóknarfélags Reykja- víkur. Þar eru hans heimahag- ar, og þar gagnrýndi hann for- seta Alþýðusambands íslands harðlega, sagði m.a. að sögn Tímans: „Hann sagði, að for- usta Hannibals Valdimarssonar hefði brugðizt í baráttu launþega samtakanna fyrir því mikla hagsmunamáli launþega, að ó- skert verðlagsuppbót yrði fram- vegis greidd á kaup“. Allir miðs'tjórnarmenn Alþýðu sambandsins, að undanteknum Hannibal Valdimarssyni sjálfum, samþykktu þegar í stað mótmæli gegn hinni lúalegu árás Kristj- áns Thorlacius. í mótmælunum segir m.a.: „Miðstjórn Alþýðusambands íslands mótmælir þessum um- mælum sem tilhæfulaiföum og ósönnum, en að þessum málum hefur forsetinn unnið í fyllsta samræmi við samþykiktir mið- miðstjórnar------ Jafnframt lýsir miðstjórnin fyllsta trausti sínu á Hannitoal Valdimarssyni sem fonseta Al- þýðusambands fslands". Gremja Eysteins og Lúðvíks og gapuxaháttur Kristjáns Thorla cius eru vitni þess, sem kunn- ugir vissu, að ætlunin var sú að misnota afl verkalýðshreyifing- arinnar í því skyni að knýja lög- 16ga kjörna ríkisstjórn frá völd- um. Einn úr þessari þrenningu mælti á sínum tíma á móti til- boði Alþýðusambandsins um samþykkt á nýju vísitöunni eitt- hvað á þessa leið: „Þetta tilboð megið þið ekki gera, því að ef ríkisstjórnin sam- þykkir það þarf hún ekki að fara frá“. Þegar Alþýðusambandið síðar saimþykikt á nýju vísitölunni eitt aflýsa verkfölium 1. des., þá hreyttu þessir herrar úr sér ókvæðisorðum um „svik“ verka- lýðsforingjanna! f umræðum um vantraustið gat alþjóð einnig heyrt, hvernig Framsóknarmenn og Mnukommúnistar reyndu á alla vegu að ögra verkalýðsfor- ingjunum til að slaka nú hvergi á kröfunum. Um ræður hinna síðarnelfndu má að sjálfsögðu deila, en þær voru málefnalegar og á málefnaágreiningi má oft miklu fremur finna lausn en þar sem heift og hatur hafa völdin. Þolinmæði og þrautgæði Af ræðu Ólafs Jóhannessonar varð þó Ijóst, að hinum hógvær- ari Framsóknarmönnum finnst ofsi tflokksformannsins og nán- ustu handbenda hans keyra úr hófi. Ólafur Jóhannesson komst ekki hjá að viðurkenna, að verð- fallið hefur stóraukið þann vanda, sem við er að etja í ís- lenzku atvinnulífi, gagnstætt kenningu Eysteins Jónssonar og hins tölvísa andlega föður hans, Sigurvins Einarssonar. En allir eiga þessir menn sammerkt í því að átta sig alLs ekki á hyað gerzt hefur. í öðru orðinu ásaka þeir ríkisstjórnina fyrir að hafa verið með öllu óviðbúin þegar gengisfall pundsins skall ytfir. í hinu, að hún hafi frá upphafi miðað aðgerðir sínar við gengis- lækkun pundsins og haft undir- búna nákvæma, víðtæka og leynilega útreikninga byggða á því. AHt eru þetta hugar- órar. Engin svik hafa átt sér stað, hvorki af hálfu Hanni- bals Valdimarssonar eða ann- arra í forystuliði Alþýðusam- bands íslands, né heldur vissi ríkisstjórnin um að gengi punds- iras yrði lækkað. Hitt eF rétt, að forseti Alþýðusambands íslands og nánustu samstarfs- menn hans hafa ekki viljað láta misnota samtökin i augljósum pólitískum tilgangi. Og auðvitað var ríikisstjórninni ljóst, að pundið kynni að verða fel'lt og það hlyti að hafa mikil áhrif á atburðarásina hérlendis. En um þetta var ekki hægt að gera neina útreikninga, þegar af því, að þótt pundið kynni að falla, se>m enginn gat sagt fyrir með vissu, þá var enn óvissara hversu lækkun pundsins yrði mikil. Fram á síðustu stund var bollalagt um, hvort lækkunin yrði svipuð og hún varð, eða mun lægri eða allt að 30%. En enn hefur sannazt, að ríkis- stjórnin bregst við hverjum vanda, sem að höndum ber, eftir því sem efni standa til og reynir að leysa hann með þolinmæði og þrautgæði. Vill að íólkið sé lil fyrir skipulagið Stjórnarandstæðingar eiga full- an rétt á því að reyna að koma ríkisstjórninni Ifrá völdum, en þeim ber skylda til þess að gera það eftir lýðræðislegum leiðum. í því sikyni mega þeir ekki mis- nota verkalýðshreyfinguna. Þess vegna þora hinir æfðu stjórn- málamenn ekki að segja hug sinn allan, en láta sér nægja ögranir um að þetta og hitt muni verkalýðurinn ekki með neinu móti láta bjóða sér. Kristján Thorlacius gengur feti framar og Magnús Kjartansson segir hreinlega hvað innifyrir býr. Ræða hans í eldhúsumræðunum var með vissum hætti málefna- leg, og hann feldi úr henni þá rætni, sem olf oft einkennir blaðaskrif hans og ræðumennsku á Alþingi enn sem komið er. Magnús vill láta „regimentera" allt þjóðfélagið, skipa því í eins konar herdeild, þar sem aLlir verða að Lúta boði og banni ofan frá. Ef fyrirtækin þola ekki slíkt, þá eiga þau einfaldlega að deyja. Fóikið á að vera tiá fiyrir skipuiagið en skipuiagið ekki fyrir fóikið. í þessu skyni á fyrst að skipuieggja verkalýðshreyf- inguna, og hún neyða Alþingi til að steypa stjórn, sem hlotið hefur æ oifan í æ ótvíræðan meirihluta með þjóðinni. Senni- æga eru Framsóknarmenn ekki ailir sérlega hrifnir af þessu, en þeir láta þó til leiðast í sömu trú og istjórnmálabraskarar ha.fa víðsvegar gert. Þá hafa þeir ætiað að láta ýmist kommúnista eða nazista koma sér til valda í þeirri von að geta síðan haft hemi'l á þeim. Framsókn hafnaði allra flokka stjórn Fyrir Framsóknarmönnum vakir það öllu öðru ofar að kom- ast í stjórn. Vegna þess, að þjóðin hefur lýst andúð á stetfnu þeirra við hverjar kosningarnar eftir aðrar, vilja þeir nú láta mynda það, sem þeir kalla þjóð- stjórn, eða samstjórn allra flokka, en fást ekki til að segja annað um stefnu slikrar stjórn- ar, en hún eigi að brayta þeirri stefnu, sem' þjóðin sjálf hefur markað. Hingað til heifur það aidrei tekizt á íslandi að mynda allra flokka stjórn. Skýringin á því er sú, að oftast hefur of mikið borið málefnalega á miili til þess að slíkt væri unnt. Segja má að einungis einu sinni hafi málefni staðið þannig, að eðli- legt væri að ailir flokkar gengju til samstjórnar. Það var eftir að fullt'- samkomulag hafði náðzt flokkanna á milli um stofnun lýðveidis 17. júní 1944. Þá var við vöLd utanþingsstjórn, og hefði því það eitt verið sæmandi fyrir Alþingi að sanna sannheldni sína með því að mynda þing- ræðisstjórn, sem ekki hafði tek- izt frá því á árinu 1942. Þegar það var kannað, hvort mögu- leikar væru á þvílíkri stjórnar- myndun, setti Framsókn þvert nei við því. Gremja hennar yfir ieiðréttingu kjördæmaskipunar- innar, sem sam,þykkt var 1942, var svo mikil að hún vildi í Lengstu lög hindra myndun þing- ræðisstjórnar. Framisókn kaus þá frekar skömm Alþingis en sameiningu allra flokkar um heiður þjóðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.