Morgunblaðið - 03.12.1967, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.12.1967, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DES. 1967 31 „Hjó selum og hvítufajörnum" — Bók Nansens í íslenzkri þýðingu KOMIN er út í þýðingu Jons Eyþónssonar bók norska heim- skautafarans Friðþjófs N.ansens „Hjá selum og hvítabjörnum" (Blant Sel og Björn). Friðþjófur Nansen Oýðandinn segir svo m.m.. í formála að íslenzku útgáfunni: „Mér ieikur talsverð forvitni á að sannreyna, hvort ég sé einn um að finnast þessi bók Frið- þjctfs Nansens bæði skemmtileg og fræðandi. Ég hef snarað henni á íslenzku mér til dægradvalar, þegar ég hef ekki treyst mér í erfiðari verkefnx... Leeand- inn ætti að gera sér ljóst, hví- líkt ævintýri það er fyrir tvítug- an og harðvitugan pi'lt, eins og Friðþjófur Nansen var, að vera allt í einu koiminn norður í ís- haf frá Suður-Noregi. Hann hef- Færð sæmileg frú Vopnufirði FÆRÐIN Ihér í kring og norð- ur um Þistilfjörð er nokkuð góð og er þetta haift etftir lækninum sem þjónar bæði Þórshafnar- héraði og Vopnafjarðarhéraði. Veðrið í gær var frostlaust og snjólítið í byggð. Flugvöllurinn er opinn, en áætlunarflug Tryggva Helgasonar frá Akur- eyri er á miðvikuidögum og laug ardögum og þá daga fá Vopn- firðingar otftast póst. Flugóætl'un ardagar frá Reykjavík eru á þriðjudögum og föstudögum, en það er Flugþjónustan sem sér um það fflug, en það merkilega er að Reykjavíkurflugið flytur aldrei póst til Vopnafjarðar. - SALTENDUR Framhald af bls. 32. eigi að vita sem allra minnst, en hins vegar er hún óspör á alls konar fyrirmæli með við- eigandi hótunum. Sveinn Guðmundsson. Mbl. hafði samband vi‘ð Jón Þ. Árnason, formann Félags síld arsaltenda á Norður- og Austur- landi, og spurði hann um mál- ið. Jón sagðist vita til þess, að Svíarnir hefðu óskað eftir því, að síldin yrði ekki slógdregin og að þeir hefðu viljað láta þess getið á sérverkunarskýrslum, að þannig heftSi síldin verið verkuð. Hins vegar hefði hann álitið, að það stæði aðeins í sambandi við einhverjar tilraunir Svíanna, en hefði hins vegar ekkert vitað um það, að verðmismunur kæmi til greina. Þá hringdi Mbl. einnig í Jón Stefánsson framkvæmdastjóra Síldarútvegsnefndarinnar á Siglu firði. Jón sagði það rétt vera, sem í fréttinni stæ'ði um verðmis- muninn, en hins vegar hefðu saltendur haft fyrirmæli um það frá Síldarútvegsnefnd, að salta venjulega hausskorna ög slóg- dregna síld upp í þessá samn- inga. Þeir hefðu aftur á móti verkað síldina svo sem í frétt- inni segði, án þess að Síldarút- vegsnefnd vissi af því fyrr en eftir á- ur varla séð sel á sundi, aldrei haifís, ekki hvali og sízt af öllu hvítabirni. Hann er kominn í nýja veröld og nýja dýrheima, sem hann lifir sig inn í af lífi og sál. Innan tíðar er hann orðinn slyngasta selaskyttan á skipinu og áður en lýkur margfaldur bjarnarbani". í bók þessari segir Nansen frá ferð með selfangaranum Víkingi norður í íshaf 13S2. Skipið fest- ist í ís og rak upp undir austur- strönd Grænlands. „Rismiklar gnípur og breiðir jökuldalir blöstu við augum skipverja", segir Jón Eyþórsson í formála sínum. „Nansen datt þegar í hug að gaman væri nú að tfara þarna í land og ganga þvert yfir jökul- inn. Að námi loknu lagði hann upp við sjötta mann í þessa dirfskuför vorið 1868“. Bókin er 284 bls. að stærð. I henni er fjöldi pennateikninga og uppdrátta eftir höfundinn. Útgefandi er ísafold. Mól Lord Tedd- er sent nltur til Seyöistjarðar GAGNASÖFNUN fyrir Hæsta- rétti í máli brezka skipstjórans á Lord Tedder heldur áfram. Verður málið sent aftur til Seyðisfjarðar til frekari fram- haldsrannsóknar þar, vegna fram kominna niðurstaða mats- og skoðunarmanna í framhaldsrann sókninni fyrir sakadómi Reykja víkur. Vorveður í Vík í Mýrdul í GÆR var vorveður í Vík í Mýrdal, hafátt og þokuslæðing- ur. Allt gengur sinn vanagang og menn eru farnir að huga að jólum. Færð hefur verið ágæt og snjólaus't síðustu daga. Líkíega verður róið í dag IMý bók Stefáns Jónssemar NÝLEGA er komin á markaðinn Stefán Jónsson er kunnur fyr- skemmtileg bók eftir Stefán Jóns ir samtalsþætti sína í útvarpinu, son fréttamann á forlagi Ægis- útgáfunnar. og hefur þótt einkar laginn að laða fram skemmtilega og fróð- lega hluti frá fólki í slíkum sam- tölum. Hann hefur gent frá sér all macrgar bækur á liðnum árum, og má nefna Krossfiska og hrúður- kiarla 1961, Mína menn 1963, Þér að segja 1963, Jóhamnes á Borg 1964 og Gaddaskata 1966. Atf efni þessarar nýju bóikar má nefna Steindórsþátt á Hala, Hofstaðagoðann, Jóhannes í Vall- holti, Marka-Leifa, Spámanninn Ruinólf Pétursson, Guðjón á Eyri og tilganginn með'mannlífinu og ýrnsa fleiri forvitnilega þætti. Bókin er bundin í stierkt band, 187 blaðsíður að stærð. Auglýsíngaspjold fiú FÍ hluut heiðursverðlnun ú Ítulíu AUGLÝSINGASPJALD, sem Flugfélag íslands lét gera til að kynna náttúrufegurð landsins, hlaut heiðursverðlaun í alþjóð- legri keppni og sýningu á aug- lýsingaspjöldum, sem haldin var í Turin á Ítalíu nýlega. Á spjaldi Flugfélagsins var mynd aí Dynj- anda í Arnarfirði, sem Jón Þórð- arson tók, en prentun var innt af hendi í Kassagerð Reykjavíkur. Flugfélagið hefur látið útbúa Stefán Jónsson. Bókin heitir: „Líklega verður róið í dag, rabbað við skemmti- legt fólk“. Kvöldskemmtun í Bústuðusókn ÞAÐ er nú orðinn fastur liður hjá Bræðrafélagi Bústaðasóknar að gangast fyrir kvöldskemmt- un fyrsta sunnudag í aðventu. Aðventusamkoman verður í Rétt arholtsskólanum sunnudaginn 3. des. kl. 8.30 e.h. Aðalræðumaður kvöldsins verður séra Jón Thorarensen. Kirkjukór Bústaðasóknar syng- ur sálmalög eftir W. Greeg, T. Schubert, Bortnianskiy, Gisla Pálmason og fl. Jón G. Þórar- inssion leikur verk eftir Bach og Max Reger á orgel. Formaður Bræðrafélags Bú- staðasóknar Hermann Ragnar Stefánsison flytur s'tutt ávarp. Kern Wisman, bandarískur skiptinemi, sem dvelur í sókninni þetta ár, segir frá jólaundir- búningi og jólahaldi heima. Hann talar ísLenzku. Sóknan- presturinn, séra Ólafur SJsúla- son hefur helgistund, sem lýkur með að jólaljósið verður tendr- að. Almennur sálmasöngur. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leylfir. Hætt vinnu við hafnar- framkvæmdir á Flateyri Flateyri 2. des. NÚ nýlega var hætt vinnu við hafnarframkvæmdir sem unnið hefur verið að hér siðan i byrjun júní i sumar, samkvæmt Vest- fjarðaáætluninni. Rekið hefur verið niður í 100 metra stálþil og steyptur kantur og gengið frá festingapollum. Dýpkuð var fimmtíu metra löng renna, um 20 m breið og tveir og hálfur metri að dýpt. Eftir er að ganga fná plötu og fylltingu, og einnig verður dýpkað eitthvað rmeira. Enntfrem ur var flutt grjót til varnar sjó- gangi utanvert við eyrina og fóru í það um 3500 tonn. Al'ls hafa unni'ð við þetta átta menn, að staðaldri í sumar og kostnaður- inn áætlaður vera um 5 millj- ónir. Verkstjóri var Pétur Bald- ursson, býggimgameiistari frá Þingeyri. — Fréttritari. mikirun fjölda af slrkum auglýs- ingaspjöldum á undanförnum ár- um, og hefur þessi þáttur í land- kynningarstarfsemi félagsins reynst hinn farsælasti. Til keppn inrnar á Ítalíu voru valin 200 spjöld víðsvegar að úr heimin- um. Gubbuði slöhkviliðið UNGUR piltur fékk gistingu í Siðumúla aðfaranótt laugardiags ins, fyrir að brjóta brunaboða að Laugavegi 78. Ekki sást til hans þegair hann brant boðann. en þar sem hancn var að flækj- ast þama í nágrenninu og aug- ljóslega undir áhrifum áfengis, var hann tekinn tali, og játaði hann á sig verknaðinn. Enn geisar gin- og klaufa- veikin í Bretlandi og hafa alls verið skráð um 1100 tilfelli í landinu. Bannað- ur hefur verið innflutning- ur á kjöti. Myndin sýnir nautgripi, sem hefur verið slátrað í Oswestry og á að fara að brenna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.