Morgunblaðið - 03.12.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.12.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3, DES. 1997 Skógrækt „Fagur er dalur og fyllist skógi“. — Jónas. ARI fróði segir frá upphafi landnáms, að í þann tíð var ís- landi viði vaxið miili fjalls og fjöru. Orðalag Ara þykir benda til þess að viðurinn hafi verið tekinn að þverra, er Ari reit Is- lendingabók. Fróðir menn telja sennilegt að stórir flákar há- lendisins hafi einnið verið vaxn- ir kjarri á landnámsöld, og gró- ið land þar enn á Sturungaöld. Til þess bendir meðal annars, hve mikið var ferðazt um há- lendið. Gróður landsins hefir búið að viðinum lengi eftir að skóg- urinn var eyddur. Nú er orðið svo langt síðan landið varð skóglaust að áhrifa hans gætir lítið í jarðveginum. En enn eru eftir hér og hvar smáleifar af fornum skógi. Næg- ar til að sýna okkur hvernig landið var gróið, og nægar til að sýna okkur hvernig ísland framtíðarinnar getur orðið gróið, í skjóli nýrra skóga. Hálendið er nú blásin eyði- mörk. Eftir eru þó smá gróður- reitir til að minna okkur á forn- an gróður. Stórir hlutar láglend is eru líka orðnir að auðn, og eyðileggingin heldur áfram. All- ur úthagi er orðinn ófrjótt land. Við lifum á tímum hlýinda. En þau nægja ekki til að hefta uppblásturiinn. Sennilega hefir hann aldrei verið eins ofsaleg- ur og nú. f þurrum stormum er loftið dimmt af moldroki. Það er jörð sem er að fjúka. Gam- alt fólk ^pem fer um örfokaland, saknar víða gróinna rofa, sem þar voru í æsku þess. Tómasar- hagi, sem Jónas kvað um, fyrir rúmum 100 árum, kvað nú vera horfinn, blásinn. Mín skoðun er að ekkert öruggt ráð sé til, til þess að hefta uppblásfcurinn, nema að klæða landið viði á ny. Jarðvegurinn megnar ekki að standast íslenzkar náttúruham- farir, nema í skjóli skóga. Jafn- vel ræktuð tún kelur. Frost og holklaki kubbar sundur grasrót- iina. Vatnsflóð og vindar, sem æða um nakinn grassvörðinn, skilja allsstaðar eftir spor eyði- leggingar. Skógurinn skýlir öllum öðr- um gróðri og öllu lífi í landinu. Hann jafnar raka jarðvegsins og bindiur jarðvegiinn með sín- um sterku rótum. Hann hafúr vatnsflóð og hann hlífir jarð- veginum fyrir veðraöflunum, með sínum sterku stofnum. Hann frjóvgar jarðveginn. Þar sem skógur vex verður jarðveg ur eins frjór og á gamalrækt- uðu túni. Viðurinn breiðir hlýtt teppi yfir allt annað líf í larnd- inu. Hann svo að segja færir Island í röð hlýrri og suðlæg- ari landa. Ef fsland á aftur að verða gróðursælt verðum við að rækta uipp viðinn. Það er gott að rækta smíðatimbur, ef það þrífst. En bezti nytjaskógurinn, og sá eini sem er lífsnauðsyn, er viður, til að skýla jarðveg- inum og til skjóls og styrktar öUu lífi í landinu. Birkið er harðgerður viður. Og varið þolir það íslenzkt veð- urfar betur öllum öðrum gróðri. Birkið er viðurinn, sem enn ætti að klæða fslands og svo smá- gerðara kjarr í hálendi. Það ætti að vera metnaðar- mál nútíma manna að græða skógana. Áldrei fyrr hefir verið tækifæri til þess sem nú. Og raunar höfum við aldrei fyrr haft möguleika til að gera það. Nú þurfum við ekkí lengur að nota skóg til eldiviðar og kola. Og nú höfum við enga þörf JHovjjunWaMft RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGR EIÐSLA • SKRIFSTOFA SÍIVII 10.100 fyrir mikinn sauðbúskap okkur til bjargræðis. Nú ríkir vor í lofti í mörgum skilningi. Náttúran sjálf, með hlýindunum sem ganga yfir landið, manar okkur til tafarlausra athafna. Það ætti að vera takmark okk- ar kynslöðar, og kynslóðarinnar, sem nú er að fæ'ðast að bæta fyr- ir tíu alda mistök feðranna, og græða landið á ný. Feðrunum er mikil vorkunn, ýmist neyð eða fáfræði, og hvorttveggja. Við verðum verri menn en þeir, ef við notum ekki tækifærið nú, til að bæta fyrir mistök þeirra, og gerum okkur sek um að stöðva ekki uppblásturinn. Herópið sé: ísland viði vaxið milli fjalls og fjöru. Tún og akrar framtíðarinnar verði rjóður i skógi og í skjóli skóga. Engan annan minnisvarða geta nútímamenn reist sér fegri, en að bæta þannig óhapp forfeðr- anna. Ein öld mundi nægja til að klæða láglendið skógi, ef að því verður unnið með oddi og egg og veðrátta helzt hagstæð. Það á að vera takmarkið. Seinlegra verður að græða upp hálendið, bæði vegna þess hve svalt þar er, og hve algerlega það er örfoka. Það hlýtur að taka aldir. Örfoka hálendi grær ekki nema með miklum aðflutt- um áburði. En þar sem enn er einhver jarðvegur þarf strax að hefjast handa. Aldrei framar þurfum við að nota birkiskóg- ana til eldiviðar. En sau'ðtönn- in verður sami skaðvaldurinn og hún hefir ævinlega verið. Sauð- fé verður að hverfa úr högun- um. Og því miður verður það eflaust mikið tilfinningamál. All- an annan búskap má auka og efla að fjölbreytni, þó sjálfsagt sé að hafa allar skepnur í vörzlu. Strax mundi draga úr upp- blæstri, er hætt er að beita landið. Og skóglaust, eða jafn- hliða því a'ð skógurinn vex, mundi það viða gróa og jafð- vegurinn batna. Sauðbúskap má einnig stunda á ræktuðu landi, með því að hafa féð í rammlega girtum hólfum. Hvaðan á að koma mannafli og fjármagn til að rækta upp skógana? Athugum mannaflann fyrst. Sauðbændur sem hætta þurfa búskap, ættu að gerast skógræktarstjórar, verkstjórar við skógræktina og eftirlitsmenn Og vinnuaflið ætti fyrst og fremst að koma úr skólunum. Skólinn ætti að flytja sumar- starfsemi sína út í sveitirnar. Vinna við skógræktina ætti að vera allt í senn, leikur og kennsla og almenn þegnskyldu- vinna. Nú verjum við stórfé til að halda uppi byggð í sveit. Öllu því fé ættum við að verja til skógræktar. Gagn þeirra ráðstaf- ana yrði varanlegt, áhrifin guf- uðu ekki upp um leið og fénu er eytt. og það mundi nægja tii að launa fjölda manns. Skógrækt- in.yrði höfuðatvinnuvegur sveit- anna. Það er skaðlaust þó sauðakjöt og smjör hækki í verði, meðan við fáum jafngóð og langt um ódýrari matvæli úr ríki hafsins. Hér er verkefni fyrir skóla 'ög skólaeldhús. Fisk kvað mega mat reiða svo að hann sé eins góm- sætur og kjöt. Allur úthagi og gróin afréttar- lönd í skógrækt. Það er mikið átak. Hér er að ræða um stór- kostlegt landvinningastríð. Stríð þar sem sigur er öruggur. Jafn- vel þó óhöpp tefji fyrir, svo sem slæmt árferði éða aðrir erfið- leikar, höfum við alltaf erindi sem erfiði. Landgræðslan er frekar ráð til að græða upp örfoka land, en hefta algengan uppblástur. Sand- græðsla virðist örugg til að breyta eyðisöndum í tún. Og ræktuðum sandi í góðri umhirðu virðist ekkí hætt við uppblæstri. En hætt er vi'ð að sandurinn geti fljótt b'.ásið aftur, ef landinu er breytt í úthaga. Og það er ein- mitt úthaginn sem hér er tiL umræðu. Landgræðsla hefur verið reynd í úthaga og gengið vel. En land- ið er eftir sem áður varnarlaust gegn náttúruhamförum, og í nýrri og nýrri hættu. Það er langt frá að ég vilji rýra gildi landgræðslunnar. En ég lít á hana sem hjálparmeðal, eða undirbúning til ræktunar birkiskóga, svo og sem túnrækt og jarðabætur. Hálendið verður varla grætt nema með grasrækt fyrst, til að reyna að fá ofurlítinn jarðveg. Síðan kæmi svo kjarrið til að binda jarðveginn og hlífa hon- um. Ég er við því búinn að ein- hverjum finnist lítið til um mál- flutning minn, telji hann loft- kastala, öfgar og rangsleitni. Það mun þykja ójöfnuður að ætla sauðbændum að fórna fénu. Það mun þykja ósvinna að ætl- ast til að landsmenn breyti um mataræði. Þegnskylduvinna hef- ir ævinlega verið fordæmd af sumum. Ég hugsa mér birkirækt- ina á íslandi sem allsherjarstríð gegn eyðileggingaröflunum. Og í stríði hefir aldrei þótt tiltöku- mál, þó einn þurfi að fórna meiru en annar, eða jafnvel öllu fyrir landið sitt, eða þó víkja þurfi frá hefðbundnum lifnað- arvenjum. Við höfum aldrei háð eiginlegt strið. Margir kunna að telja sam- líkinguna fráleita. Engu að síður vona ég að blöð og einstaklingar vilji ræða málið. Skáldið góða kvað um fram- tíðina: „Fagur er dalur og fyllist skógi“. Karl Dúason. Aðventuhvöld KIRKJUNEFND Kvenna Dómkirkjunnar gengst fyrir hinu árlega aðventukvöldi í kirkjunni sunnudagskvöldið kl. 8,30. Þar verður fjölbreytt tón- Iist flutt: Lúðrasveit drengja leikur, telpnakór syngur stutt erindi flutt um jólahald, dómkórinn syngur og tveir ein.söngvarar. Að mestu verð- ur efnið helgað jólum og jóla haldi. Aðgangur er öllum ó- keypis. Ekki er að efa, að Dóm- kirkjan verður full út úr dyr um á sunnudagskvöld. Fólk hefir fjölmennt mjög á að- ventukvöldin, enda vel til þeirra vandað, og jólablæinn vilja margir finna með byrj- un aðventunnar. Hjálmar R. Bárðarson: Stærð og þyngd síldarnóta VEGNA viðtals, sem Mor^unblað ið átti við mig fyrir skömmu um stærð og þyngd síldarnóta, hafði blaðið síðar viðtöl við nokkra skipstjóra síldveiðiskipa um mál ið, og Landssamband íslenzkrá útvegsmanna birti áthugasemd við ummæli mín. Þess misskilnings gætir hjá sumum þessara aðila, að ég hafi í viðtalinu átt við meðalstærð nóta á íslenzkum síldveiðiskip- um. Þegar talað er um það í við- talinu við mig að nætur séu orðnar af umræddri stærð, þá er átt við að stærð þeirra sé kom- in upp í þá stærð. Mér er að sjálfsögðu ljóst að ekki er um meðalstærð að ræða. Stækkun nótanna hefir verið að þróast í þá átt að þær stækka og þyngj- ast. eins og segir í viðtalinu, og auðvitað er fjölda mörg síld- veiðiskip með verulega minni nætur, en þær sem stærstar eru orðnar. Varðandi að færa nót niður á aðalþilfar af bátapalli, þá hefir auðvitað aldrei verið nein fyrir- staða af hálfu Skipaskoðunar- stjóra i því efni, enda gerði Sjó- slysanefnd, og Skipaskoðunar- stjóri ályktun um. að rétt væri að færa nætur niður á aðalþil- far á skipum 150 brúttólestir og minni Miðað við þáverandi ‘stærð og þyngd nóta var ekki tal- ið fært að fara fram á að nætur á stærri skipum yrðu færðar nið- ur aðalþilfar. Reynslan af nið- urfærslu nóta varð hinsvegar svo góð, að skipstjórar stærri skip- anna óskuðu sjálfir eftir að færa einnig niður nætur á stærri skip- unum, og því var að sjálfsögðu vel tekið. Hinsvegar voru vand- kvæðin þau í samb. vi'ð Aust- ur-Þýzku skipin, sem þá vöru í smíðum, að þar var um staðlaða seríusmíði, eins skipa að ræða. og skipasmíðastöðin var treg til að breyta surnum skipanna, sem þegar voru í smíðum, en öðrum ekki. Þetta fékkst þó gert eftir óskum þeirra skipstjóra sem færa vildu niður nætur þá strax. Varðandi þyngd nótanna segir í athugasemdinni frá LÍÚ., að nætur sem séu 300 faðma lang- ar og 110 faðma djúpar séu 12 til 15 tonn að þyngd. en þá séu næturnar dýpri eða allt að 118 faðma. í viðtalinu við mig kem- ur hinsvegar fram, að þyngstu nætur íslenzkra síldveiðiskipa séu orðnar 20-26 tonn að þyngd. Hér er verulegur munur á þyngd. Þyngd sú er LÍÚ., tekur fram er rétt fyrir þurra nót, en Skipaskoðun ríkisins hefir ávallt talið nauðsynlegt að miða þyngd nótanna frá öryggissjónarmiði við blautar nætur. Þegar nót er tekin úr sjó um borð í veiði- skip er hún að sjálfsögðu blaut, og eftir kastið má gera ráð fyrir að skipið verði samtímis meira eða minna hlaðið, og það er í þessu ástandi sem taka þarf vtil- lit_til nóta-þyngdarinnar sérstak lega. f stöðugleikaútreikningum á íslenzkum fiskiskipum, sem um eru lei'ðbeiningar í umburðar- bréfi Skipaskoðunarstjóra frá 5. desember 1962, er tekið fram, að þyngd nótar skuli reiknuð 6 tonn, og þá gert ráð fyrir að nót væri blaut. Netið í nót af þeirri stærð, sem L.Í.Ú. nefnir, vegur um 8—10 tonn þurrt. Blýið á nótinni veg- ur um 4 tonn. Auk þess bætist við þyngd á flotholtum, hanafót- um og hringjum, en hringirnir eru ekki taldir með þegar gef- in er upp þyngd á nót. Þeir eru vanalega um 50 talsins, og hver er 4—6 kg. að þyngd. Samkvæmt upplýsingum frá þekktu netagerðarverkstæði eru nú stærstu nætur 16—17 tonn skrá þurrar, en það taldi þyngd blautra nóta vera minnst 20 tonn, en þó höfðu þær ekki verið vegnar blautar. Þyngdaraukning á gerfiefni nóta þegar þa'ð blotnar er vænt- anlega nokkuð breytileg. Til að kanna þetta örlítið, fékk Skipa- skoðun ríkisins skorinn þurran bút úr notaðri nót. Hann vó 2,14 kg þurr. Síðan var bútnum dif- ið í sjó, látinn liggja þar stutta stund, lyft upp aftur og veginn eftir að dropið hefði úr riðlínum. Þyngdin reyndist 3.46 kg á þess- um nótabút blautum. Þyngdar- aukningin reyndist þannig um 61.7%. Blý og flotholt breyta ekki þyngd við að blotna, en sé nót þar seir. netið vegur 10 tonn bleytt á þennan hátt, má ætla að netið sjálft vegi rúm 16 tonn blautt. Nót sem öll vegur 16 tonn þurr, vegur þannig 22 tonn blaut. Nótin, sem togarinn Víkingur fór með, er 327 fáðma löng og 125 faðma djúp. Þyngd þessarar nótar er 20 til 21 tonn þurr. Nót sú, sem notuð verður á togaran- um „Gylfa" verður 400 faðma löng og 135 faðma djúp, og hún mun væntanlega vega um 26 tonn þurr. Jafnvel þótt þessar tvær stóru togaranætur séu ekki meðtaldar, þá er þó þyngd sú, sem nefnd var í viðtalinu við mig á stærstu nótum síldveiðiskipanna rétt, ef miðað er við blauta nót, en það tel ég nauðsynlegt að gera, þeg- ar rætt er um þyngd nótanna á skipunum þegar verst gegnir. Þetta er að sjálfsögðu bvggt á því, að þyngdaraukning garnsins við það að blotna, sem geMð er um hér að framan sé nærri lagi, en mjög fróðlegt væri að vigta heila blauta nót þegar tækifæri býðst, til samanburðar v’ð sömu nót þurra. Þetta mætti líklega gera með því," þegar nót er tek- in í land úr skipi, að hlaða henni á vörubifreiðar, dæla sjó yfir nótina, og vega síðan á bifreiða- vog eftir áð sjórinn hefir lekið af pöllum vörubifreiðanna, sem flytja nótina. Það ber að hafa í huga að nót í nótakassa b:ndur meiri sjó, en nót sem hened er upp eða hvílir á bryggju. Það var ekki tilgangur minn með því, sem fram kom í við- talinu við Morgunblaðið, að halda því fram að setja beri reglur um stærð síldarnóta. Ég tel æskilegast að engra slíkra reglna gerizt nokkurntíman þörf. Hinsvegar tel ég rétt að fylgzt sé með þróun á stærð síldar- nótanna miðað við stærð skip- anna, og þá öryggismálin höfð ofarlega í huga. Ákvörðun um stærð nótanna tel ég vera bezt komna hjá ábyrgum skipstjóra, sem hver þekkir bezt sitt skip. Hjálmar R. Bárðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.