Morgunblaðið - 03.12.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.12.1967, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1967. KSKUK Sudurlandstiraut 14 — Simi 38550 Þorskflök hækka í Bandaríkjunum SÍÐUSTU vikurnar hafa horfur batnað á Bandaríkjamarkaði „Þorlóksmessu- umferð" í Reykjovík MIKIL umferð var um miðborg- ina í gærmorgun og sögðu um- ferðarlögregluþjónar, að helzt minnti hún á umferðina á Þor- láksmessu. Allar götur að og frá miðborginni voru þéttskip- aðar ökutækjum og gekk um- ferðin því mjög hægt fyrir sig. Uítið var þó um óhöpp í þessari miklu umferð og þau, sem urðu, voru öll smávægileg. Geysilegur vatnselgur var á götunum vegna hláku og rigningar, en ekki var kunnugt um að hann hefði valdið tjóni. með verð á frystum fiski. Hið opinbera verð á þorskblokkum, sem var komið niður í 21—22 cent pundið, eftir að tollar hafa verið greiddir, hefur þokazt upp í 24'4 cent pundið. Þess er þó að gæta að verð- lag fer oft batnandi síðari hluta árs á þessum markaði. Er því ekki ennþá unnt að segja til um, hvort verðlag á þessum mikil- vægú útflutningsafurðum mun halda áfram að hækka. Þótt verð á þorskblokkum hafi farið hækkandi hefur verðlag á tilbúnum fiskréttum frá verk- smiðjunum farið heldur lækk- andi og er það bein afleiðing á þeirri lækkun sem varð á fisk- blokkunum. Getur þetta haft áhrif um tíma á heildarútkomu fyrirtækja, sem eiga og reka eigin verksmiðjur vestra, eins og t.d. Norðmenn og íslendingar. Stal 14.000 krónum af gesti sínum GESTUR á hóteli einu í Reykja- vík stal 14.000 krónum af kunn- ingja sínum, sem hann hafði boðið inn í hótelherbergi sitt. Lögreglan var kvödd á staðinn og eftir nokkra leit fundust pen- ingarnir undir gólfteppinu í her- berginu. Við yfirheyrslu játaði hótelgesturinn að hafa stolið peningunum úr veski kunningja síns. Maður þessi hafði tekið á leigu hótelherbergi í Reykjavík og boð ið til sín fknim kunningjum sín- um í fyrrinótt. Eftir nokkra stund losaði hann sig við fjóra þeirra, en einn sat eiffir að sumbli með honum. Til handa- lögmála mun hafa komið milli þeirra og í þeim náði hótetgest- urinn veskinu af ku'iningja sín- um, tók úr því 14.000 krónur og faldi peningana undir gólftepp- inu í herberginu. Félagarnir fjórir, sem höfðu farið fyrr um nóttina, voru allt annað en ánægðir yfir að skilja vin sinn eftir hjá hótelgestinum og hringdu því í lögregluna. Hún kom strax á vettvang og þe.gar málið var ra.onsakað korc hið sanna í ljós. Hóteigestar- inn var handtekinn og já’aði þjófnaðinn við yfifheyrslu í gær. Tengilíno frá sjónvarpshúsinu til Vatnsenda bilaði ÚTSENDING sjónvarpsins í fyrrakvöld féll að mestu niður vegna bilunar. Var aðeins hægt að flytja fréttir, og rétt byrjun þáttarins „Á öndverðum meiði,“ áður en stöðva varð útsendingu. Samkvæmt upplýsngum Sig- urðar Þorkelssonar verkfræðings hjá Landssímanum, varð bil- un tengilínu milli stúdíósins að Laugaveg og Vatnsendastöðvar- innar, en bæði prógrammið og senditækin voru í lagi. Var bil- unin á línunni viðtökumegin. Er nú búið að gera við þessa bilun. Flytja átti þáttinn Á öndverð- um meiði í gærkveldi, en aðrir þættir frestast fram í þessa viku. m Það er sjálfsagt allur snjór horfinn þegar þessi mynd kemur fyrir augu lesenda, en nokkur fannst rétt að birta hana. Þó a ð fullorðna fólkið muldri önugleg a i barminn þegar það staulast hnjótandi ferða sinna í snjónum, er augljóst að börnin kunna vel að meta hann, og hafa af hon- um beztu skemmtun. Þessi hre ssilegu krakkar voru að leika sé r í snjókasti fyrir neðan barna- skóla Austurbæjar, og Ólafur K. Magnússon, náði rétt að smella myndinni áður en kúlna hríðin dundi á honum. Söltun fyrir Svía á Seyðisfirði: Saltendur segja Síldarútvegsnef nd pukrast með samninga og verð Seyðisfirði, 2. desember. SÍLDARSALTENDUR á Seyð- isfirði fengu nýlega fyrstu greiðslu fyrir síld, sem þeir fluttu út til Svíþjóðar í síðasta mánuði. Þeim brá heldur en Island-T ékkósló vakía í dag kl. 4 * — I síðasta leik þessara liða varð jafntefli ÍSLENZKA landsliðið í hand- knattleik mætir í dag Tékkum í landsleik í IþróttahöUinni í Laugardal. Tékkar eru sem kunn ugt er heimsmeistarar í þessari grein, og hafa verið í fremstu röð handknattleiksþjóða um ára- bil. Leikurinn í dag hefst klukk- an 16 eftir hádegi, eða kl. 4, en forsala á miðum verður í höll- inni frá kl. 1 í dag. Landsliðin keppa svo aftur á mánudags- kvöld, og hefst leikurinn þá kl. 20.15, en forsala á miðum verð- ur í bókaverzlun Lárusar Blöndals í Vesturveri og Skóla- vörðustíg frá kl. 9—18. Þetta er í fyrsta skipti sem tékkneskt landslið heimsækir ís- land, en fjögur tékknesk félags- lið hafa leikið hér áður, og hafa úrslit verið á ýmsan veg. Á hinn bóginn hafa íslenzka og tékk- neska iandsliðið tvívegis keppt á erlendri grund í leikjum í heims meistarakeppni. Árið 1958 sigr- uðu Tékkar með 27:17, en 1961 varð jatfntefli öllum á óvænt, 15:15. Verður því næsta fróð- legt að fylgjast með úrslitum í þessum leikjum hér, en vara- samt er að gera sér neinar gylli- vonir um sigur. íslenzka landsliðið er þannig skipað í dag: Þorsteinn Björns- son, Fram, Logi Kristjárnsson, Haukum, Örn Hallsteinsson, FH, Geir Hallsteinsson FH, Stefán Sandholt, Val, Sigurður Einars- son, Fram, Sigurbergur Sigisteins son. Fram. Hermann Gunnars- son, Val, Ingólfur Öskarsson, fyr irliði, Fram Guðjón Jónsson, Fram, Einar Magnússon, Víking. ekki í brún, þegar í ljós kom, að þeir fengu 40 krónum minna fyrif tunnuna, en þeir höfðu á‘ð- ur fengið fyrir svíasíld. Við nán- ari athugun virðist ástæðan vera sú, að þessi síld hafði ekki verið magadregin. Síðari hluta októbermánaðar, þegar sildin færðist nær landi var hún fremur rýr, eða um 20% feit. Þá óskuðu, eða leyfðu, sumir sænskir umbo'ðsmenn, að síldin yrði ekki slógdregin, enda var síldin átulaus og slógið því aðallega innfita. Töldu sumir síldarkaupendanna þetta aðeins til bóta, þar sem rýra síldin yrði mýkri og bústnari við að halda þessari innfitu. Á sumum sérverkunarskýrsl- um var þetta tekið fram að beiðni Svíanna. Að minnsta kosti einn saltandi spurði sænska umboðsmanninn til hvers ætti að skrá þetta í sérverkunarskýrsl- una og fékk það svar, áð „það ætti að standa í skýrslunni". Ekk ert frekar var sagt og taldi því saltandinn, að þetta væri aðeins venjuleg sérvizka Svíanna. Nú hefur hins vegar komið í ljós, að hér er um verðmismun að ræða — verðmismun, sem ís- lenzkir saltendur vissu ekkert um og fengu enga aðvörun um frá Síldarútvegsnefnd, þar til þeir fengu fyrstu greiðslu fyrir svíasíldina. # Þess má geta, að saltendur greiddu sama fersksíldarverð til báta og sömu söltunarlaun til kvenna fyrir óslógdregna síld og þá magadregnu. Allar líkur benda því til, að leynipukríð, sem Síldarútvegsnefnd er með í sambandi við sölusamninga og verð, eigi eftir að kosta síldar- saltendur nokkur hundruð þús- und krónur. Það virðist vera skoðun Síld- arútvegsnefndar, að saltendur Framhaild á bl. 31. DAGAR j TIL JÖLA 1 1____________ 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.