Morgunblaðið - 03.12.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.12.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DES. 1967 ~r * > iviagimOsar skipholti21 símar21190 eftir lokun $ími 40381 Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 Sigurður Jónsson BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. Riiskínnshreinsun Hreinsum rúskinnskápur, jakka og vesti. Sérstök meðhöndlun. Efnalaugin Björg, Háaleitisbr. 58—65, sími 31380, útibú Barmahlíð 6, sími 23337. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu AU-ÐVITAÐ ALLTAF „Astin er tímaþjófur“ í Mbl. 24. nóv. sl. rakst undirritaður á greinarstúf, fréttaklausu frá Prag, birtri þar í dagblaði undir fyrirsögninni „Ástin er tímaþjófur — segja Kínverjar“. Orðrétt stendur í fréttinni: „Ástin er einskær tímaeyðsla og væri betur, að fólk notaði tímann í þjónustu föðurlandsins" — og síðar — „að verkamenn og stúdentar fari alltof snemma að þykjast verða ástfangnir og hugsa til þess að stofna heimili“. Einnig stendur þar, að ástarævintýri ungra elskenda í kvöldhúminu séu afleitar freistingar frá óvin um alþýðunnar, sem tefji upp byggingu stjórnkerfis þeirra og byltingarhugsjónirnar dvíni vegna ástarvímu fyrrnefnds ungs fólks. Ekki er þeim, er þessar lín- ur ritar fyllilega Ijóst, hvort þetta unga fólk megi geta af- kvæmi ástarlaust og utan hjóna bands jafnframt vinnu, eða hvort aðeins roskið fólk eigi að sjá um endurnýjun og fjölgun hinnar kínversku þjóðar án þess, að „tímaþjófur heims- valdasinna, ástin“, sé með í spilinu. Er stefnumark þeirra í þessum málum kannski það, að framtíðarkynslóðir verði getnar líkt og tíðkast víða hér- lendis í nautgriparækt, þar sem í mjólkurkýr eru getnir kálfar með frjói frá sæðingar miðstöðvum? Ég minnist í þessu sambandi sögu, er útlendur vinur minn sagði mér fyrir allmörgum ár- um um það, hvernig þeir hefðu það í Kína. Þar væru vinnubúð ir skammt hverjar frá annarri, í sumum væru eingöngu karl- menn, í öðrum eingöngu kven- fólk. Ynnu og hvíldust þannig karlar og konur sitt í hvoru lagi virka daga vikunnar, en um helgar væri öllu hleypt saman. Tók ég þetta sem grín á sínum tíma, en forvitnielgt væri að fá nánari fræðslu um mál þessi frú aðilum, sem kunn ugri eru málefnum Kína en „Fróðleiksfús." 'Ar Barnabók sem vekur áhuga f bréfi, sem Velvakanda hef- ur borizt frá H. H., segir á þessa leið: Heiðraði Velvakandi. Fyrir nokkru síðan ætlaði ég að senda þér fáar línur um barnabók, sem breytti viðhorfi minu til lestrarkunnáttu, en það var Bók náttúrunnar eftir Sakaríar Topelius í þýðingu séra Friðriks Friðrikssonar, æskulýðsleiðtogans kunna. f barnaskóla var ég áhugalaus, en þegar hinn ágæti kennari minn, frk. Ingibjörg Sigurðar- dóttir, sagði okkur að koma með Bók náttúrunnar í lestrar- tíma, það Var árið 1910, breytt ist gjörsamlega viðhorf mitt til lestrarnámsins. Aldrei hafði ég komizt í kynni við svipað lestr arefni. Þessi bók breytti við- horfi mínu til náms í lestri og henni á ég það að þakka að ég varð vel læs. — Mér þótti því mjög vænt um að ég rakst á fallega útgáfu bókarinnar í sumar. Sendi ég hana átta ára vini mínum, sem dvaldist í sveit og bað hann að kynna sér hana þegar hann hefði tíma til. Þegar hann kom úr sveitinni þakkaði hann mér fyrir bókina og sagðist eigi lít- ið ólesið, þrátt fyrir veðurblíðu yfirleitt. Hann var ekki þá orð- inn al-læs, en þetta hressti uppá. Fyrir nokkrum árum hljóp ég undir bagga með nokkrum vinum mínum að hjálpa börn- um þeirra í lestri. Það var aldrei um vangefin börn að ræða, heldur þau, sem vantaði áhuga og þurftu á takmarka- lausu umburðarlyndi að halda, en það hefi ég á „lager“ þeg- ar ungviði er annarsvegar. — Margt hefir breytzt síðan ár- ið 1910, en Bók náttúrunnar er hin sama. Hún ber á sér snilli tveggja mikilla mannvina. Að lesa þá bók fyrir börn og ungl- inga og koma þeim til að lesa hana tel ég mikilsvert og er ekki í vafa um að hún á erindi til þeirra. H. H. ★ Af umhyggju fyrir brúnum Guðmundur Einarsson skrifar: í Velvatoanda 23. nóv. er mærðurfull klausa frá einhverj um sem kallar sig Gamlan vegavinnuverkstjóra og gæti ég bezt trúað að svo væri. Hon- uim rennur blóðið til skyldiunn- ar, er bann heyrir að gamalli brú er vantreyst. En hvað var að gerast austur þar? Var það ekki einmitt táknrænt fyrir „vegavinnuverkstjórn" í heild? Stórum_ áfanga í samgöngumál um á íslandi hefir verið náð, og ennþá stærri í flutningamál um. Sem sé, það reynist unnt að flytja vörur til Austtfjarða sunnan jökla. Ein af stærstu brúm landisins var nýlega vígð, á þessari leið með miklum glæsiibrag. Snjallar ræður flutt ar, teknar myndir, flaggað og skemmt sér. Jarðgöng tekin í notkun og hver veit hvað. Stór fé varið til að fullgera vegi í afskekktum héruðum. En ,,maður líttu þér nær“. Tæplega verður farinn svo 5 km langur vegur, frá Reykja- vik til Austfjarða, að ekki sé farið yfir ræsi þ.e. heiti á minniiháttar brúm sem eru svo hrörleg að furðu gegnir hvern- ig þau hanga uppi. Á hverju ári detta göt á mörg þeirra. Við sem höfum ek ið þungum bíium þennan veg um árabM, erum hættir að kippa okkur upp við þetta. „Þetta verður lagað“ hugsar maður, ag það er gert,í en hvernig? Oftast er klesst í gat ið, stundum neglt, stundum tallir þetta og stundum ekki. Með bímanum tekur maður þessu eins og sjálfsögðum hlut. En hýru auga rennir mað- ur til hinna nýju brúa sem byggðar eru lángt fram til dala. Og manni verður á að hugsa, að mörg ræsi hetfði nú mátt laga í Borgarfirði, fyrir það sem þessi brú feostaði, og tveir þrfr bændur nota nú nán ast tii heimilisþarfa. Margar brúaraðkeyrslur í Húnavatns- sýslum hefði mátt laga fyrir það fé, sem þessi vegur hefur kostað. Það var ekki uppreisnarandi gegn reglunum, hjá Austfirð- ingunum sem stöðvaðir voru þar austur á söndum. Þeir vildu halda reglunni að aka á hvaða brú og ræsi sem fyrir varð, eins og þeir voru vanir, hversu hrörlegt sem það var. Það er ekki af uppreisnaranda, að við viljum fá gert við brýrnar. Og ef hinn gamli verk stjóri er ekki fyrir löngu far- inn af veginum þá veit hann vel, að vegagerðin gerir einnig út flutningabíla sem aka um land allt, en um öxulþunga þeirra er ekki spurt, því þá daga sem þeir aka eru engir viktar-menn á verði. Stundum koma myndir af slíkum flutn- ingum í blöðunum. Og þó að hjóiin séu otf mörg undir slíku æki, er það þó stundum allt á brúnni í einu. Reglur eru góðar, það sem þær ná. Það er nauðsynlegt að hatfa bílana létta á vorin í aur bleytu, og jafnvel banna þá með öllu þegar verst er. En er það nokfaur meining að vetrin- um þegar vegur er harðtfrosinn að nýta ekki hin góðu og dýru flutningatæki til fulls. Gamli verkstjórinn veit líka að vigtarverðirnir þar eystra voru þar af umhyggju fyrir brúnni, en ekki bílstjórnunum. Reglur til verndar bílstjórun- um hefir vegamálastjóri aldrei gefið út. Um þann kostnað sem af því hefði hlotizt, ef brúin hefði brotnað, er það að segja að þar hefði hver hirt sitt. A. mJk. hefði vegagerðin ekki borgað ónýtan bíl og ekki þann kostnað, sem hefði hlotizt af brúarleysi á þessari leið. frek- ar en annars staðar þegar svip að hefir faomið fyrir. Að sinni læt ég þessu 1 »kið, en við, sem stundum vöruf'utn inga við hin misjöfnu skilyrði erum orðnir vanir aðkasti úr ýmsum áttum, en þegar unnið er markvisst að því að gera okkur tortryggilega í augum hins almenn borgara og veg- faranda fáum við ekki orða bundist. Guðmundur Einarsson. Blönduósi. Jólagjafirnar eru komnar Vorum að fá ELISABETH ARDEN gjafavörur í glæsilegum umbúðum og miklu úrvali. Gjafapakkningar fyrir herra. ELISABETH ARDEN margar nýjungar. OLD SPICE ONYX og m. fl. Vönduð burstasett og úrval af speglum frá REGENT OF LONDON. ★ ★ Gjörið svo vel að líta inn. Vesturgötu 2 — Sími 13155. Félagsheimili Heimdallar opið í kvöld I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.