Morgunblaðið - 17.02.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.02.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1968 3 SVO sem skýrt hefir verið frá í fréttum efnir Zonta- klúbbur Reykjavíkur til skemmtunar n.k. sunnudag að Hótel Sögu til styrktar starf- semi klúbbsins fyrir heyrn- arskert börn. Klúbburinn hef ir um nokkurt árabii unnið að þessu mjög svo brýna verk efni. Meðal verkefna klúbbs- ins hefir verið að styrkja fólk tii frekara náms, er leitt gæti til þess að auka hjálp- ina til handa börnum þeim, sem einangrast sökum skorts á heyrn. Einn styrkþegi klúbbsins er Hrafnhildur Sig- urðardóttir, ung fóstra í leik- skólum borgarinnar. Hrafnthildur er nú komin frá nokkurra mánaða dvöl við * Hrafnhildur leikur við börnin og kennir þeim um Ieið. (Ljósm. M'bi. .Kr. Ben.) Heyrnarskert börn hljéti þjálfun mei hinum talandi Heimsókn í barnaheimilið Staðarborg, þar sem heyrnarskert börn hljóta þjálfun heiyrnarstöðina í Árósum og starfar nú á tveimur barna- heimilum Sumargjafar hér í borg, Staðarborg við Réttar- holtsskóla og Tjarnarborg. Við hittum Hrafnlhildi þar sem hún var að störfum í Staðarborg, en þar er ein deildin þannig, að heyrnar- skert börn leika sér með heil- brigðum börnum. Þegar við ' litum inn í leikstofuna, sáum við nokkur börn, flest þriggja ára að aldri eða yngri. LítiU hnokki sagðist bara vera tveggja ára. Hraf.nhildur spurði hvort við tækjum eft- ir þvi að í hópnum væri ein- hver heyrnarskertur. Það gát um við ekki séð, þótt við reyndum að fylgjast af at- hygli með börnunum nokkra stund. Þau léku 'sér öll eðli- lega og ó'þvingað. En á löng- um tíma hefði mátt sjá að ein stúlkan talaði næsta lítið. Síð an ræddum við við Hrafn- hildi nokkra stund og barst talið fyrst að dvöl ’hennar er- lendis. — Ég vann á heyrnarstöð- inni í Árásum og á ýmsum leikskólum og dagheimilum þar í borg. Lærði ég þar með- ferð og endui'hæfingu heyrn- ardaufra barna. Nútímatækni gerir fært að hjálpa heyrnardauifum mun meira en áður var mögulegt. Sérstaklega er unnið að því að heyrnardauf börn geti lif- að sem eðlilegustu lífi í sam- skiptum við þau sem tala og heyra. Hin heyrnardaufu fá tæki sér til hjálpar og svo er unnið að því að málið klingi stöðugt í eyrum þeirra, einnig að þau læri að lesa af vörum. Hér á landi eru alltaf nokk- ur tilfelli um heyrnardauf börn, en nú eru þau sérstak- lega mörg, því árið 1964 gekk faraldur „rauðra hunda“ hér og sýktust verðandi mæður, sem gengu með börn sín og leiddi það til þess, að einmitt þá fæddust óvenjulega mörg börn heyrnardauf. Þau eru nú á þeim aldri að með eðlileg- um hætti ættu þau að vera farin að læra að tala. Alls m'unu 80 börn í landinu hafa orðið heyrnardauf af þessum sökum. Af þeim eru 10 hér á Reykjavíkursvæðinu. Þau eru nú komin hér í leikskóla og á dagheimili. Næst berst talið að starfi fóstrunnar og 'hlutverki dag- heimilanna og hinni miklu þýðingu þeirra fyrir þessi börn. — Starf fóstrunnar er mjög þýðingarmikið, segir Hrafn- hildur. — Hún ’hefir mjög mörg tækifæri til þjálfunar barnsins í leik þess. Yið not- um sífellda endurteknin.gu á heiti hlutanna og við gerum okkur far um að vera með andlitið í réttri hæð og beint fyrir framan barnið, svo það sjái rétt hvernig varirnar mynda orðið og læri þar með að lesa af vörum. Hin heyrn- arskertu börn eru mjög eðli- leg í samskiptum sínum við hin börnin og þau skilja hvert annað og leika sér saman á venjulegan hátt. Það er rnjög þýðingarmikið fyrir félags- legan þroska þessara barna, að f'á að vera með öðrum börnum, sem tala og heyra og þetta er einnig einkar mi.kil- vægt fyrir heil'brigð börn að umgangast önnur, sem eitt- hvað er að. Þau skilja fljótt að við því er ekkert að segja. Þeim finnst fljótlega sjálf- Börnin leika sér með brúður. Heyrnarskerta barnið er að setja húfu á brúðuna sína. sagt að þessi börn hafi heyrn- artæki í eyrunum og ekkert við það að afhuga. Við spyrjum Hrafnhildi nú um, hvernig starfi hennar sé háttað. — Ég fer á milli þessara tveggja barn-aheimila hér í Staðafborg og Tjarnarhorg og er þar sem aukastarfekraftur til að annast þjálfun þessara barna. Auk þess vinn ég svo í sambandi við heyrnardeild Heilsuverndarstöðvarinnar. Fóstrurnar á dagheimilunum eru ákaflega liðlegar, en vissu lega kem ég inn á þeirra yerksvið. Laun tek ég að h'álfu hjá Su'margjöf og að hálfu hjá Heilsuverndarstöð- inni. Það hafa margir sýnt máli þessu ríkan skilning, svo sem Sigvaldi Þorgilsson, sem rekur sinn eigin dagskóla. Hann hefir leyft að þessi heyrnarsk.ertu börn fengju að dveljast með heillbrigðum börnurn í skóla hans. Börn þurfa að fá að dveljast í leik- skólum áður en þau fara í heyrnleysingja'skóla, en þang að eru þau skólaskyld fjög- urra ára. Það ber að athuga, að leik- skólar.nir hafa ýmisleg't, sem ekki verður komið við á venjulegum h'eimilum, en sem verður til hjálpar heyrnar- skertum börnu'm. Skólarnir hafa ýmis leiktæki, sem að- eins verða notuð þar sem fleira en eitt barn eru á sama reki. Heil'brigðu ibörnin verða þannig til mikillar hjálpar meðan hin eru að læra að tala. T.d. notum við leik- spjöld þar sem myndir eru af ýmsurn hlutum, 9 my.ndir á hverju spjaldi. Síðan eru sömu myndirnar á litlum spjöl'dum, ein á ihverju. Stóru spjöldunum er dreiflt roeðal barnanna og s'íðan tekur kennarinn upp eitt lítið spjald, heldur því við andlit sér og nefnir heiti hlutarins, sem myndin er af, skýrt og greinilega. Það barn, sem hef- ir þessa miynd á spjaldi sínu gefur það til kynna með því að kalla upp na'fnið á hlutun- um og fær síðan litla spjaldið og er ‘því hvolft yfir sömu mynd, sem fyrir er á spjal'di þes's. Þannig gengur leikurinn og er sérlega spennandi, um leið og hann er fræðandi fyr- ir 'börnin. Margt fleira er hægt að gera og ýmis tæki eru til, sem 'hjálpa til þjálfunar heyrnarskertum hörnum og heyrnarskertu fólki. Sjónvarp ið hefir verið tekið til þeirra rrota. Þá er sett upp sérstakt magnarakerfi í skólastofur, þar sem heyrnardaufir g^ta tengt tæ'ki sín við kerfið. Við endum þessa heirosókn í Staðarborg m.eð því að ‘horfa á Hrafnhildi leika sér við nokkur barnanna og s’íðan fara þau öll og leika s'ér ein með brúður og varð þar ekki greint að hið heyrnarskerta væri útundan. Margra daga verk unnið á 20 klst. HÉR á landi eru nú staddir tveir menn frá skozka fyrirtæk inu Nicole & Andrews, en það fyrirtæki annast ýmisskonar viðgerðir á vélum. Viðgerðar- menn fyrirtækisins eru hér með mjög fljótvirkar vélar til þess að skipa. Þeir eru nú að vinna slíkt verk í Jörundi II., og vinna þeir verkið á 20 klst, ien venju- legur tími í slíkt er 15—30 dag- ar. Venjulega hefur þurft að rifa vélina til grunna, til þess að ná króntöppunum,, en þessir við- gerðarmienn gera þetta á staðn- um án þess að rífa nokkuð að ráði. Þannig sparar þetta mjög miikið tímia og peninga- Fyrir ári var sams'konar verk unn- ið í togaranum Víking og einnig hafa viðg'erðarmennirnir unnið ámóta verk fyrir land- helgisgæzluna. Fyrirtækið sem hefur einkarétt á þessu er skozt og heitir Nicole & And- rews ,en viðgerðarmenn frá þeim fara út um allan heim til slíkra vi'ðgerða. Sem fyrr segir er venjulegur viðgerðatkni á slíku'm bilunum flá 1'5—30 dagar. Sk'ozku viðgerðarmenn.irnir tveir byrjuðu að fræsa kl. 4 í fyrrinótt og bjuggust við að vera búnir með verkið á mið- nætti í gærk'VÖldi. /s á Breiðafirði Stykkishólmi, 14. febrúar ÓVENJU mikill ís er nú í Breiðafirði. Nær hann frá Stykk ishólmi, langt inn fyrir Skógar- strandareyjar og langleiðina' út undir Bíldsey- Þá er mikill ís í kringum Flatey og um norð- austanverðan Breiðafjörð. Flóa- báturinn Konráð, sem gengur frá Flatey og Hvallátrum upp í innfirðina hefur ekki getað hreyft sig nú í nokkra daga vegna íssins. Allir bátar réru f.rá Stykkis- hólmi í gær, en fen.gu afspyrnu- veður og misstu sumir allt að 6 til 8 lóðir. Áætlunarbíliinn til Stykkishóm® átti í miklum erf- iðleikum með að komast um Kerlingarskarð í gær, Þá var 'blindibylU'r á veginum og gekk illa að moka. — Fréttaritari. STAKSTEINAR Gætu lært af Eysteini Tíminn ræðir í gær um at- vinnumál, og segjast blaðamenn Tímans eiga erfitt með að skilja, að sú stefna, sem ríkt hafi í at- vinnu- og efnahagsmálum, geti verið heillavænleg. Og að minnsta kosti vilja þeir ekki taka Morgunblaðið trúanlegt í því efni. Þess vegna skai hér birtur vitnisburður manns, sem ætla mætti að þeir á Tímanum tækju trúanlegan, en það er Ey- steinn Jónsson, en Ólafur Björns- son prófessor benti á þennan ræðustúf hans á þingi s.l. mánu- dag, en ræðuna flutti Eysteinn 1955. Þá sagði hann: „Ég vil að lokum minna á nokkur atriði, sem ég tel þýð- ingarmikil grundvallaratriði í þessum málum. Ég held að það skorti mjög mikið á að menn geri sér almennt grein fyrir því, og það margir af þeim sem mikið tala um frelsi og jafnvægi í at- vinnurekstri, viðskiptum og framkvæmdum, hvað gera þarf til þess að slíkt frelsi og jafn- vægi geti staðið stundinni leng- ur. Ég held að að skorti mjög skilning á því hér á landi ennþá, að jafnvægi í efnahagslífinu, frelsi í viðskiptum og fram- kvæmdum, verði ekki viðhaldið stundinni lengur með því að hafa allar flóðgáttir opnar, ef svo mætti að orði komast“. Ráðstafanir til að vega á móti þenslu Og Eysteinn Jónsson heldur áfram: „Frelsi í viðskiptum og fram- kvæmdum verður t.d. ekki til lengdar haldið, nema tekið sé öruggum tökum á peningamál- um og þau tök notuð til þess að styðja þetta frelsi. Jafnvel þótt styðja þyrfti ýmsar ráðstafanir í því skyni, sem verða hlyti til þess að allir fengju ekki öllu framkomið, sem þeir vildu helzt. Það er vafalaust vonlítið að við- halda jafnvægi, stöðugu verð- lagi og frjálsum viðskiptum, ef rekstur ríkissjóðs er með greiðslu halla og bankarnir aúka útlán sín umfram sparif járinnlög og umfram það, sem framleiðslan eykst á móti. Og þegar efnahags- og atvinnulífið einkennist af miklum athöfnum, fullri atvinnu fyrir alla og skorti á vinnuafli, er víst vonlítið að jafnvægi eða frelsi haldizt, eða mögulegt sé að komast hjá stórfelldum höft- um í mörgum greinum, ef ekki eru beinlínis gerðar ráðstafanir til að vega á móti ofþenslu með þvi að draga úr heildarútíánum að tiltölu við innlán eða öðrum hliðstæðum ráðstöfunum af hendi bankanna eða með því að hafa stórfelldan greiðsluafgang hjá ríkinu með nýjum álögum, ef þyrfti, samanber ný dæmi frá Danmörku um t.d. greiðslu- afgang, sem lagður væri til hlið- ar sem aukinn sparnaður, en ekki notaður fyrr en aftur vott- aði fyrir samdrætti í efnahags- og atvinnulífi, Það er grundvall- arskilyrði frelsis í viðskiptum og framkvæmdum, að ríkis- valdið telji sér jafn skylt að koma í veg fyrir ofþenslu í efna- hagskerfinu og hitt að fyrir- byggja kyrrstöðu og atvinnu- leysi. Það er tómt mál að tala um frels: í viðskiptum og fram- kvæmum, ef ekkert er gert til þess að þjóðin fái skilið, hvað gera þarf, hvað verður á sig að leggja eða neita sér um til að frelsi geti staðizt. Það kemur sem sagt ævinlega upp úr kaf- inu að það er allsendis óhugs- andi að hvergi sé neitt aðhald eða taumhald í efnahags- og at- vinnulífinu“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.