Morgunblaðið - 17.02.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1968
13
Hvað segja
þeir um
sjóslysin
EINS og að líkum lætur
hafa önnur mál ekki ver-
ið meira umrædd í brezku
blöðunum að undanförnu
en sjóslysin miklu við
strendur ,íslands. Hefur
einkanlega verið deilt á
alls ófullnægjandi öryggis-
ráðstafanir um borð í
brezku togurunum og ekki
sízt löngu úrelt fyrirkomu-
lag hvað snertir vakta-
vinnuna um borð. Mbl. tel-
ur rétt að gefa lesendum
sínum kost á því að fylgj-
ast með því í stórum drátt-
um, sem rætt hefur verið
og ritað um þessi mál í
Bretlandi. Birtist hér fyrri
hluti samantektar Mbl- úr
enskum blöðum undan-
farna daga.
dauða 58 manna í þremur togara
slysum beina þær athyglinni frá
ráðstöfunum, sem gætu komið að
beztu gagni.
Brezkar öryggisreglur eru
lítt sambærilegar við samskonar
reglur annarra þjóða: kaup-
greiðslukerfið hvetur menn til
að vinna við óhæfilega hættu-
legar aðstæður. Til er engin
raunhæfur mælikvarði á hvort
skip, sem eru næstum 20 ára
gömul, eins og togararnir sem
Togarasjómcnn búa
við 19. aldar skilyrði
RÁÐSTAFANIR þær, sem
gerðar voru í Lundúnum í
síðustu viku varðandi öi;-
yggi brezku togaranna er
lítið spor í rétta átt í iðnaði,
sem býr við nítjándu aldar
skilyrði — og þær virðast
fremur gerðar til að róa al-
menning en að búizt sé við
að þær komi að einhverju
verulegu gagni. Ætlunin er
að senda brezkt varðskip á
miðin við ísland og er það
hið eina, sem reynzt gæti
happadrjúgt brezkum togur-
um — og þá éinkum hvað
snertir betri og fljótvirkari
veðurþjónustu.
SérfræSingar benda á, að ekk
ert móðurskip getur komiS aS
verulegu gagni í skyndilegum
neyðartilfellum í slæmum veðr
um. Ross Cleveland, þriðji
brezki togarinn sem fórst á
skömmum tíma, sökk inn á firði
eigi allsfjarri íslenzka varðskip-
inu Óðni. Þá sýnist það lítt
skynsamlegt að banna togurum
veiðar á íslandsmið'um (jafnvel
þótt skipstjórar hlýði banninu),
ef þeir eiga að stunda veiðar
þess í stað við N—Noreg, þar
sem veður geta verið jafn vá-
lynd.
Þrátt fyrir tilkynningaskyldu
á 12 klst. fresti — sem er einn
liður hinna nýju ráðstafana —
yrði að leita á víðáttumiklum
svæðum á hafi úti, ef til slyss
kæmi. Þriðji liður þessara ráð-
stafana kveður á um loftskeyta-
mann, er sinni engu starfi öðru,
en einnig þetta lítur betur út
í orði en á borði: tæplega þarf
þjálfaðan mann eingöngu til að
senda út hjálparbeiðni, þegar
hættu ber að höndum.
Hættan, sem fylgir þessum ráð
stöfunum er sú, að með því að
lægja öldurnar, sem risu vegna
fórust, fullnægja kröfum urn stöð
ugleika. Hin almenna skoðun er
sú, að meðan ekkert kemur fyrir
þá hljóti þeir að vera í lagi.
Þá hefur efnahagsástandið í
landinu sitt að segja í þessum
málum. Fiskiðnaðurinn er ein-
ungi's 25% af 'heildarútflutningi
Breta. Það er ef til vill þess-
vegna, að ekkert ráðuneyti virð
ist vilja taka á sig ábyrgðina
á þessum iðnaði. Málefni hans
eru ýmist í höndum flutninga-
málaráðuneytisins verzlunarráðs
ins, landbúnaðar— og fiskimála-
ráðuneytisins og annarra yfir-
valda fiskiðnaðarins.
Mest hætta stafar af því, að
ef það sannast að togaraslysin
eiga sér enga sameiginlega or-
sök, sem hægt væri að ráða bót
á og um leið leysa öll öryggis-
vandamiál skipanna, gæti almenn
ingur mdsst á'huga á þessum mál-
um.
Krefjast verður þess, að ýtar-
leg rannsókn fari fram, en sér-
fræðingar, sem kannað hafa fáan
legar upplýsingar álíta, að St.
Romanus, fyrsti togarinn sem
fórst, hafi ekki lent í fárviðri:
að Kingston Peridot, sem fór
frá Hull sama dag, hafi strand-
að og farizt vegna tækjabilun-
ar: og að bilun hafi orðið á
stýrisútbúnaði Ross Cleveland.
Að sögn íslenzks veðurfræð-
ings var veðrið á þessum slóð-
um eitt hið versta í 20 ár. En
jafnvel þótt rannsóknir sýni, að
sjóslysin urðu við óvenjuleg-
ar aðstæður þá er enn eftir að
gera grein fyrir ófullnægjandi
brezkum öryggisreglugerðum
varðandi togara á fjarlægum
miðum.
Meðan keppinauta í Evrópu
hefur aðeins eitt sjóslys orðið
hjá norskum, v-þýzkum og
frönskum togurum á sl. tveimur
vertíðum — er v-'þýzkur togari
fórst.
f Hull er enn litið á sjó-
menn sem daglaunamenn eftir
20 ára starf fyrir sama fyrir-
tæki; sjómanni má segja upp
starfi án nokkurs fyrirvara.
Laun þeirra grundvallast mest
an part á árangri. í Hull fara
10% af nettótekjum eins veiði-
túrs til skipstjórans, sem þýðir
að laun hans geta verið frá
lágri tryggingu í lélegum túr
upp í 1.000 sterlingspund í af-
burðagóðum túr. Skipstjórar,
sem á þennan hátt eiga afkomu
sína undir veiðinni hafa tilhneig
ingu til að reka áhöfn sína ó-
'vægilega áfram.
’ í Bretlandi gilda reglur fyrir
kaupskip og starf við verk-
'smiðjuvélar ekki fyrir togara-
'flotann. Það eru sem sé engar
reglur til fyrir menn, sem starfa
'á þilfari í slæmu veðri eða varð-
'andi skoðun á spilum og öðrum
'fiskveiðiútbúnaði.
Reglur þær, sem Alþjóða
verkalýðssambandið setti árið
1959 um lágmark starfsaldurs,
læknisskoðun o.fl. hafa ekki enn
þá gengið í gildi í Bretlandi.
í Noregi, V-Þýzkalandi, Jap-
an og írlandi eru sérstakar regl-
ur, sem kveða á um hæð lunn-
inga og handriða til að hindra
að menn falli útbyrðis eða lendi
í vélaútbúnaði á þilfari. í Bret-
landi er engin slík reglugerð.
Próf. R.S.F. Scilling við Lyfja
háskólann í Lundúnum varaði
við ónógum öryggisútbúnaði um
borð í togurum fyrir tveimur ár-
um. Hann sagði: „Við verðum að
játa, að við höfum ekki fylgst
með tímanum." Togaraeigendur
höfðu tjáð honum, að ómögulegt
væri að ganga í öryggisbeltum
við vinnu á þilfari við slæmar
aðstæður. ,,Ég trúi þessu ekki“,
sagði prófessorinn. „Ef menn
leggja sig í lífshættu verður að
gera þessar öryggisráðstafanir."
Starfsfélög togarasjómanna eru
mjög áfram um nákvæma kön.n-
un á útbúnaði um borð í togurun
um áður en þeir halda úr höfn.
Félögin hafa það á stefnuskrá
sinni að hafa kjörinn trúnaðar-
mann um borð í sérhverjum tog-
ara, sem mundi verða millilið-
ur milli áhafnar og skipstjóra
og ennfremur öryggisnefndir í
landi, sem mundu samanstanda
af togaraeigendum og fulltrúum
verkalýðsfélaga. Einnig er um
það rætt að hafa fleiri björg-
unarbáta um borð og þjálfa á-
hafnirnar betur í meðferð þein d.
Móðurskip búið læknistækjum
og sérþjálfuðu starfsliði gæti
komið að einhverjum notum í fár
viðri, en gildi þess væri ómet-
anlegt við venjulegar aðstæður.
Frakkar láta varðskip fylgja
sínum togurum eftir og V-Þjóð-
verjar senda þrjú spítalaskip til
aðalfiskimiðanna.
Hvað ísinguna snertir má
benda á það, að Norðmenn hafa
innibyggð rafmagnshitunartæki
undir þilfari og í yfirbyggingu
nýjustu togara sinna, en brezk-
ir sérfræðingar eru vantrúaðir
á gildi slíks útbúnaðar. Einn
þeirra segir: Kanadamenn, sero
mest hafa beitt sér fyrir rann-
sóknum á þessu sviði hafa eng-
in vísindaleg ráð fundið til að
eyða ísmyndun."
Verkalýðsfélögin hafa með
réttu kvartað sáran vegna þess
að ekkjur sjómanna, sem farast
fá einungis fimm hundruð
pund í bætur frá viðkomandi
togaraútgerð. Ef hún á að fá
meira verður hún að sanna fyrir
rétti vanrækslu útgerðar-
innar — en það reynist mörgum
harla erfitt í iðnaði, þar sem
jafnan er talað um „guðlega ráð
stöfun“. Frú Lillian Bilocca, sú
sem orð hefur fyrir eiginkonum
togarasjómanna, kveðst ætla að
reyna að fá bótareglunum breytt
til hins betra og væntanlega
tekzt henni það.
Eins og nú er Éistatt varðandi
bætur til handa sjómannsekkjum
er farið eftir alls ófullnægj-
andi reglum frá árinu 1954. Þann
ig fer það fé, sem gefið hefur
verlð til ekknanna í Hull í
sjóði, sem miðla mun ekkjum cg
aðstandendum verðandi fórnar-
lamba hafsins þar í borg. Bil-
occa segir hins vegar, að þetta
fé hafi verið gefið til þeirra,
sem misstu fyrirvinnuna í sjóslys
unum miklu við ísland og þeir
eigi fulla heimtingu á því ó-
skertu.
Um eitt atriði eru atvinnurek-
endur, verkalýðsfulltrúar og
skipstjórar sammála: Meðalgæði
þeirra manna, sem nú fást á
togarana hafa minnkað mjög síð
ustu árin. Hafa verkalýðsfélög-
in ásakað atvinnuveitendur fyr-
ir að hafa ráðið menn, sem ekki
séu meðlimir í félögunum.
Laurie Oliver, framkvæmda-
stjóri togaraútgerðar í Hull seg
ir um þetta mál: „Inn í fisk-
veiðiiðnaðinn hefur komið nýtt
afl, óþjálfaðir hásetar. Þeir
vinna ýmiskonar skemmdarverk
um borð og hreinræktaðir sjó-
menn flýja þá eins og pláguna.
Þetta hefur vissulega sín áhrif
á öryggið á togurunum.“
f þessum erfiða iðnaði eiga
efnahagsmálin eftir að hafa úr-
slitaáhrifin.
Einn togaraeigenda í Hull,
Thomas Boyd, segir: „Þetta er
erfiðasti avinnurekstur sem um
getur. Eftir fjögur ár skilar
hann sumum fyrirtækjum aðeins
7.5% ágóða. Ég held áfram
vegna þess að þetta er það eina,
sem ég get gert. Þetta er orð-
ið l'ífsviðlhorf eftir 11 stunda
vinnudag í samfleytt 30 ár.“
Ef ekki verður breyting á
þessu er hætt við að ungir menn
muni ekki lengur láta bjóðasér
slik lífskjör.
THK Sl'NDAY TIME.
The cost of our f ish
Brél frá lesendum
Eftir að hafa lesið grein i
blaði yðar „Hvarsvegna farast
sjómenn?" finn ég mig tilknú-
inn til að rita bréf okkur til
varnar.
í greininni segir, að togara-
sjómönnum finnist sopinn góður.
Það finnst flestum karlmönnum,
sem fjarri eru fjölskyldum og
vinum.
Hins vegar hafa þeir fleira
sér til afsökunar en flestir aðrir.
Um borð í togurum er lítið um
afþreyingu og menn ræða gjarn
an saman yfir bjórglasi. Það hef
ur verið til siðs árum saman og
mun ekki breytast.
Romm fáum við hjá skipstjór
anum og menn fá vanalega eitt
eða tvö staup á dag. Takmörk
eru fyrir því hversu mikið þeir
mega hafa með sér um borð og
það gerist mjög sjaldan, að menn
séu drukknir á hafi úti.
Starf togarasjómannsins hefst
eftir fimm daga siglingu til
Noregs eða N.-Islands. Hið raun
verulega starf hefst á miðunum,
þar sem veður getur verið slæmt
við slík skilyrði að enginn trú-
ir nema sá sem reynir. FisKur
getur gegnfrosið á mjög skömmu
tíma og veltingur skipsins gerir
það að verkum, að það er erfitt
að standa uppréttur hvað þá
vinna, en starfið er framkvæmt
-af harðgerðum, skynsömum
mönnum.
Notaðar eru skjólflíkur, en
þær hindra ekki að menn vökni.
Flestir eyða meira en 80 pund-
um á árum í skjólflíkur, útgerð-
in lætur ekkert slíkt í té.
Veiðarnar standa yfir í u.þ.b.
15 daga og síðan er haldið heim
og þá velta menn vöngum yfir
því hvernig til hafi tekizt og
hversu mikið þeir muni bera úr
býtum. Meðan á fiskveiðum
stendur vinna menn í 18 tíma
á sólarhring.
Fyrir allt þetta fá þeir 20-30
pund á viku. Þetta virðist ef
til vill sanngjarnt, en þekking
og reynsla þeirra manna, sem
veiðarnar stunda gera það að
verkum, að þessi atvinna er
sú lægst launaðaa í landinu.
Richard Billinge,
(háseti um borð í Vianora).
Framihald á bls. 14.