Morgunblaðið - 17.02.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.02.1968, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 196« 23 ViS verðum að búa til okkar eigin sérfræðinga — segir skólastjóri Vélskólans, sem heldur hátíðlegan 99Skrúfudaginn46 í dag — HINN svonefndi „Skrúfudag- ur“ Vélskóla íslands verður í dag, hinn sjöundi í röðinni. Dag- ur þessi er nemendamótsdagur, þar sem eldri nemendur skólans hittast og deila gleði eina dag- stund, kynnast yngri nemendum og sjá hvernig starfið gengur nú í skólanum. Dagurinn er einnig til að gefa nemendum tækifæri til að sýna ýmsar verklegar framkvæmdir, sem unnar eru í skólanum, en skólinn hefir nú fengið mjög aukinn tækjabúnað. í salarkynnum skólans verður margt til sýnis og nemendur fá tækifæri til að sýna gestum mörg tæki og skýra fyrir þeim hvert er hlutverk þeirra og hvernig vinna á með þeim. Þetta er því að nokkru þjálfun fyrir nemend- urna þar sem þeim gefst tæki- færi til að sýna hvers þeir eru megnugir. Eitt'hvað á þessa leið rnælti skóiastjóri Vélskóla fslands, Gunnar Bjarnason, á blaða- miannafundi í gær, þar sem hann skýrði frá „Skrúfudeginum". Dagskrá fundarins verður sem bér segir: Kl. 14:00: Fundur í hátiðasal Sjómanna- skólans. a) Formaður s'krúfuráðs setur fundinn. lb) Sigfús Halldórsson leikur og syngur. c) Nemandi afhendir kennara skrúfuna. d) Skólastjóri afhendir nem- anda verðlaun kennara. e) Brynjólfur Jóhannesson leikari. f) Ávörp gesta. g) Sigfús Halldórsson leikur og syngur. h) Formaður skrúfuráðs flyt- ur iokaorð. verklegu. Þeir umsækjendur samkv. (4), sem ‘hafa lokið gagnfræðaprófi, þurfa ekki að taka bóklegt inn- tökupróf. Próf 2. stigs veitir rétt til að vera yfirvélstjóri á fiskiskipi með 1000 ha. vél og flutninga- skipi með 800 ha. gangvél og á farþegaskipi (mnanlands) með 000 ha. gangvél. 3. stig: 2. bekkur skólanis hefst 15. sept. og lýkur 31. miaá. Inntökuskilyrði: Próf 2. stigs með framihaldseinkunn. Veitir réttindi til að vera yfir- vélstjóri á fiskiskipi með 1800 ha. gangvél, á flutningaskipi með 1500 há. gangvél og far- þegaskipi með 1200 ha gangvél. 4. stig: 3. bekkur skólanis hefst 1. nóv. lýkur 31. maí. Inntökuskilyrði: 6 mánaða starf við gæzlu dieselvélar 400 h'ö. eða stærri og próf 3. stigs með framhaldseinkunn. Veitir ótakmörkuð réttindi að loknu sveinsprófi. Full réttindi allra stiga eru háð skilyrðum um siglingatima. Skólaistjóri lét þess einnig get- ið að ekki væri nóg að setja hin ýmsu námsstig. Svo yrði að ganga frá að skólinn gæti skilað nemendum sínum fullfæruim til að taka að sér þau verkefni, sem þeir hefðu réttindi til. Hið erf- iða og þunga nám leiðir ekki ávallt til að allir nemendur stand ist prófin, en velflestir þó. í skól anum hefir nú verið tekin upp nýbreitni í kenrnslu, þar sem vél stjórar læra fjarskiptatækni. Er kennslan fyrst og fremst fólgin i því að gera vélstjórunum fært að gera við þessi tæki. Verklega námið er mikið og dýrt i þessum skóla. Nú er þess heldur ekki krafizt að nemendur hafi áðui verið fjögur ár í smiðju. Þrátt fyrir takm-arkaðan vélakost er- um við þess fullvissir eftir þá stuttu reynslu sem við höfum af þessu nýja fyrirkomulagi, að við erum á réttri leið. Hin mörgu tæki til verklegrar kennslu hafa komið hingað í skólann á síðasta áratug. Margt hefir verið gefið af þeim og skól inn hefir notið skilnings fjár- veitingarvaldsins til tækjakaupa en að sjálfsögðu vantar ávallt ný og ný tæki. iÞað mun óhætt að segja að fyrir sjö árum hafi skólinn hér verið samlbærilegur við svipaða skóla á Norðurlöndum. Nú erum við hinsvegar að verða aftur úr, sagði Gunnar Bjarnason. Þarna kemur fyrst og fremst til hin nýja stýritækni, en hún felur í sér, að í stað þess að vélstjórinn þurfti áður að rannsaka vélina mjög náið og þreifa hana og lesa af mælum hér og 'hvar um vélarúmið, getur hann nú fylgst með því sem kann að vera að frá einu stjórnborði. Rafeinda- tæknin kemur til sögunnar við þessa nýbreitni. —• Þá er þess að geta, segir Gunnar, — að við getum ekki tekið alla nýja tækni eins og hún kemur fyrir í okkar þjón- ustu. Við verðum að hafa til að bera þekkingu til að geta nýtt hana. Sérstaða okkar er sú, að við eigum einn bezt búna fisk- veiðiflota heims, en hann bygg- ist yfirleitt á minni skiipum en víða er um að ræða annars stað- ar. Við verðum því að búa til okkar eigin sérfræðinga. Nokkur atriði varðandi stöðvunarvegalengd Kl. 15:30—18:00: Starfsemi skólans kynnt í verklegum deildum og rann- sóknarstofum. Kaffisala verður í veitingasal Sjómannaskólans frá kl. 15:30. Gunnar Bjarnason ræddi einnig um starfið í Vélskóla íslands. Hann kvað það vera bæði mikið og erfitt, enda yrðu nemendur að vinna í skólanum 46—46 stundir á viku hverri og þá er heimavinna ekki talin. Síðan rakti hann námsstig þau, sem nú eru í Vélskólanum, en þetta er fyrsta árið, sem unnið er eftir hinum nýju lögum um Vélskól- ann. Námsstigin eru þessi: 1. stig: Vélstjóranámskeið hefst 15. sept., lýkur 28. febrúar. Inntökuskilyrði: 17 ára aldur, skyldunám og sund. Próf 1. stigs veitir rétt til að vera yfirvélstjóri á fiskiskipi með allt að 500 ha. gangvél og rétt til inntökuprófs í 1. bekk ( skólans. Framhaldseinkunn (6.0 og yfir) veitir rétt til inngöngu í 1. bekk, án inntökuprófs. 2. stig: 1. bekkur skólans hefst 15. sept., lýkur 31. mal Inntökuskilyrði, eitt af neðan- skráðum 4 atriðum: 1) Próf 1. stigs með fram- haldseinkunn. 2) Sveinspróf í vélvirkjun. 3) Próf 1. stigls án frambalds- einkunnar og inntökupróf í ís- lenzku og reikningi. 4) Tveggja ára starf við vél- gæzlu eða vélaviðgerðir og inn- tökupróf í ísl. og reikningi og VEGALENGD sú, sem bifreið fer frá því að ökumaðurinn skynjar skyndilega þörf á hemlun og þar tij hún hefur numið staður, er kölluð stöðv unarvegalengd. Stöðvunarvegalengd bif- reiðar er misjafnlega löng eftir aðstæðum. Auðvelt er að gera sér grein fyrir því, að stöðvunarvegalengdin eykst við aukinn hraða bifreiðar- innar, en minhkar við minni hraða bifreiðar. Sem dæmi má t.d. nefna, að stöðvunar- vegalengd bifreiðar sem ekið er með 70 km hraða á klst. eftir þurrum malarvegi er 66% m, en sé hraði bifreiðar- innar aftur á móti helmingi minni, eða 35 km. á klst., er stöðvunarvegalengdin „að- eins“ 21 m. Stöðvunarvegalengd — við- bragðsvegalengd + hemlunar vegalengd. Stöðvunarvegalengdinni er venjulega skipt í tvo hluta, þ.e. viðbragðsvegalengd og hemlunarvegalengd. Við- bragðsvegalengdin er raun- verulega mælikvarði á við- bragðsflýti eða snarræði öku- manns. Allir ökumenn vita aftur á móti, að það eru marg vísleg og margs konar atriði, sem hafa áhrif á snarræði þeirra. Þreyta, áfengisnautn o.fl. sljóvgar öll skilningarvit og dregur stórlega úr athygl- inni, sem aftur dregur stór- lega úr snarræði ökumanns. Þekking manna á umferðar- reglum og gott líkamlegt ástand þeirra, eykur snarræði Við höfum um skeið verið á undan nágrannaþjóðum okkar á vissum sviðum véltækni. Nefni ég þar rannsókn á olíum. Við verðum hins vegar að vinna okk ur áfram af miklum krafti á sviði stýristækninnar. Að lokum gat skólastjóri þess, að í lok þessa mánaðar mundi hefjast námskeið í Vélskólanum fyrir svonefnda „undanþágu- menn“. Er hér um að ræða mienn, sem í 10 ár eða meir hafa siglt mieð undanþágu sem fullgildir vélstjórar, en hafa ekki haft tækifæri til að læra í skóla. Þess ir menn hafa til ■ að bera mikla verklega þekkingu. Það er Mótor vélstjórafélagið, sem ákveður hverjir fá að taka þátt í nám- skeiði þessu. Við endum heimisóknina í Vél- skólann með að heimsækja nokkrar hinna nýjustu deilda skólans, þar sem verkleg kennsia fer fram. Af hálfu nefndar A.S.Í. var á fundinum gerð grein fyrir kröfu verkalýðssamtakanna um verð- lagsbætur á laun og var sú krafa rædd af fulltrúum aðila. Ákveð- ið var að næsti viðræðufundur yrði haldinn n.k. miðvikudag." (Frá Alþýðusambandi íslands) — Viðræðufundur Framh. af bls. 24 sínum bréf þar sem samþykktir þessar eru kynntar og einnig sú ákvörðun hennar, að skipa fjöl- menna nefnd til þess að koma fram fyrir hönd verkalýðssam- takanna gagnvart vinnuveitend- um varðandi vísitölumálið. Jafn- framt var leitað eftir svörum fé- laganna um það hvort nefnd þess ari skyldi veitt umræðuumboð um þetta mál. Nú þegar hafa mörg verka- lýðsfélög fjallað um málið, veitt nefndinni umrætt umboð og sam þykkt heimildir til verkfallsboð- unar. Fjöldi félaga mun halda félagsfundi um þessa helgi og marka þar afstöðu sína. Þar sem A.S.f. hafði þegar sl. fimmtudag borizt mörg umboð einstakra verkalýðsfélaga sneri umrædd viðræðunefnd sér þá þegar til samtaka vinnuveitenda með ósk um viðræðufund. Var sá fundur haldinn í dag kl. 16 og voru mættir til fund- arins fulltrúar Vinnuveitenda- sambands fslands, Félags ísl. iðn- rekenda og Vinnumálasambands samvinnufélaganna til viðræðu við nefnd Alþýðusambandsins. Afmæli FRÚ Ingibjörg Björnsdóttir Skúlagötu 70 er fimmtug í dag. Hún á miargt venzla og vinafólk, sem ég efa ekki að lítur inn til hennar á atfmælisdaginn. Ingitojörg mun sýna í dag, sem aðra daga, að hún er hús- móðir hvenær sem að dyrum er barið og kann að fagna gest- um og laga gott kaffi. , Sigríður Jónsdóttir. - 16. ÞING Framh. af bls. 24 þeirra mætti nefna fjárveitingu til stærð'fræðikennslu í barna- skólum, 1,4 milljónir króna ísl-, 'fjiánveitingu til málvísinidaróð stefnu í Reykjavík sumarið 1969, 760.000 ísl. krónur og fjárveitingu til þess að greiða ferðastyrki til Finnlands, 450. 000 ísl . krómur. þeirra og athyglisgáfu og minnkar þar með viðtoragðs- vegalengdina. Athuganir eftir árekstra hafa leitt í Ijós, að allt að 9 sek. geta liðið frá þvi að ökumaður skynjar hættu og þar til 'hann stígur á fót- hemil. Gott líkamlegt ástand öku- manna, ásamt hugarjafnvægi þeirra, minnkar þvi viðbragðs vegalengdina. Hemlunarvegalengdin er aftur á móti mælikvarði á hæfni og útbúnað bifreiðar- innar og ástand vegarins. Ýmis augljós atriði hafa áhrif á hemlunarvegalengdina og má þar m.a. nefna hraða öku- tækisins, er hemlun ihefst, halla vegarins, gerð hemla- búnaðar, tala 'þeirra hjóla sem 'hemlað er, gerð hjól- barða etc. Nú á þessum tíma ársins eru það einkum þrjú atriði, sem ökumenn ættu að( athuga gaumgæfilega varð- andi hemlun og 'hemlunarvega lengdir. Eitt þessara atriða á reyndar bæði við vetrarakst- ur og sumarakstur, en það er hraði ökutækisins. Með auknum hraða öku- tækisins eykst hemlunarvega- lengd, en hún minnkar, sé hraði ökutækisins minnkaður. Sem dæmi má nefna, að sé bifreið ekið m.eð hraðanum 70 km á klst. er 'hemlunarvega lengd ‘hennar undir ákveðn- um kringumistæðum 49 m, en sé hraðinn minnkaður um helming, niður í 35 fcm á klst., en aðrar aðstæður haldast Rúmlega 14% allra umferðarslysa og árekstra í Reykjavík orsakast af því, að ökumenn hafa of stutt bil milli bifreið- anna. Ef skyndilega þarf að grípa til hemlanna, dugar bilið milli ökutækjanna ekki til að stöðva bifreiðina og afleiðingin verður oft eins og myndin sýnir. óbreyttar, minnkar hemlunar vegalengdin í 12,26 m. Samband hraða bifreiðar- innar og hemlunarvegalengd- ar hennar ættu ökumenn því ávallt að hafa í huga. Ástand vegar hefur mjög mikil á'hrif á hemlunarvega- lengdir bifreiðar, sem eftir honum ekur. Auðvelt er að gera sér í 'hug&rlund, að bif- reið stöðvist á skemmri vega lengd á þurru malhiki en t.d. á ísuðum vegi. Staðreyndin er, að ísing á vegi, hvort sem hann er maibikaður eða mal- borinn, eykur hemlunarvega- lengdina stórlega og sú stað- reynd er mijög mrkilvæg fiyrir ökumenn að 'hafa ‘í huga nú þessa dagana, þegar íslag myndast á vegi og götur á mjög skömmum tíma. Gerð hjólbarða hefuT mjög mikil áhrif á hemlunarvega- lengd. Notkun vetrarhjól- barða, negldra eða ónegldra, minnkar hemlunarvegalengd- ina borið saman við notkun sumarhjólbarða við sömu að- stæður. Sérstaklega ættu ökumenn að hafa í huga þýð- ingu negldra vetrarhjólbarða á ísilögðum vegum eða göt- um. Þessi atriði, sem hér hafa lauslega verið rædd, eru mjög mikilvæg hverjum ökumanpi. Þekking hans á þeim og sambandi þeirra við stöðvun- arvegalengdina getur hæg- lega forðað honum frá slysi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.