Morgunblaðið - 17.02.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.02.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 196« Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúí: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði tnnanlands. ILL TÍÐINDI /\hug sló á menn, er þeiú' * v lásu fréttatilkynningu Seðlabankans og Landsbank- ans, þess efnis, að um eða yfir 50 milljónir króna vantaði á skil Sjávarafurðardeildar Sambands ísl- samvinnu- félaga, vegna viðskipta fyrir- tækisins í Bandaríkjunum. Þessar fregnir koma í kjölfar hins svonefnda Friðriks Jörensensmáls, sem einn- ig snertir útflutning sjávar- afurða og upplýsinganna um, að reikningar Kaupfélags Árnesinga væru gerðir upp með 26 milljón króna halla, en 16 milljónir af þeirri upp- hæð væru raktar til fyrri ára. Hér er um svo stórfelld mál að ræða, að almenningur hlýtur að krefjast fullkom- inna upplýsinga og ýtarlegr- ar rannsóknar, ekki sízt þeg- ar um almannasamtök er að ræða eins og samvinnuhreyf- inguna- Menn hljóta að spyrja: Hvernig geta hlutir eins og þessir gerzt? Og menn spyrja líka: Hvað verð- ur gert til að koma í veg fyr- ir að annað eins og þetta geti endurtekið sig? I forustuliði samvínnu- hreyfingarinnar er mikið af ágætis mönnum. Á þeim hvílir nú sú ábyrgð að rann- saka niður í kjölinn rekstur fyrirtækja þeirra, sem þeim hefur verið falið að stjórna, og vissulega hljóta allir vel- viljaðir menn að óska þess, að unnt verði að endurskipu- leggja rekstur samvinnu- félaganna og treysta hann, jafn gífurlega þýðingu og þessi fyrirtæki hafa um land allt. Morgunblaðið hefur áður lýst þeirri skoðun sinni, að það vildi styðja aðgerðir þeirra manna innan sam- vinnuhreyfingarinnar, sem vilja gera breytingar til að bæta reksturinn og styrkja félögin. Vill blaðið endur- taka þær yfirlýsingar, en jafnframt verður að segja þá sögu eins og hún er, að póli- tísk tök á samvinnuhreyfing- unni eru ósamrýmanleg hags- munum hennar og heilbrigð- um rekstri. Og þess vegna verður að vona og treysta, að áhrif þeirra manna, sem vilja skilja á milli samvinnu- félaganna og Framsóknar- flokksins verði nægilega rík til þess að hagsmunum þess- ara miklu almannasamtaka verði borgið. HAGUR VERZL- UNARINNAR TT'rfiðleikar þeir, sem Sam- band ísl. samvinnufélaga og flest kaupfélögin eru í, gefa tilefni til að ræða um hag verzlunarinnar, en því er tíðum haldið fram, að um óeðlilegan gróða hafi verið að ræða í verzlun hér á landi að undanfömu. Fjármálaerfiðleikar stærstu viðskiptaaðilans, samvinnu- félaganna, eru vissulega ekki vísbending um það, að óeðlileg gróðamyndun sé í verzluninni. Að vísu er ekki efi á því, að ýmislegt gæti farið betur í rekstri sam- vinnufélaganna, og því kynnu menn að halda að aðrir stórgræddu, þótt sam- vinnufélög töpuðu- Á því er raunar enginn efi, að einstakir verzlunarmenn hafa hagnazt verulega, en jafnvíst er hitt, að almennt hefur ekki verið um þann ofsagróða að ræða, sem sum- ir vilja vera láta. Morgunblaðið hefur marg- sinnis látið í ljós þá skoðun sína, að verðlagshömlur aettu ekki að vera við lýði undir venjulegum kringumstæðum, þótt eðlilegt geti verið að grípa til þeirra á sérstökum umbyltingartímum eða t.d. í sambandi við meiriháttar gengisbreytingu eins og nú hefur átt sér stað- Framkvæmd verðlags- ákvæðanna hefur verið með þeim hætti, að allt of lág álagning hefur verið á ýms- um nauðsynjavörum, en kaupmönnum sagt að ná verzlunarálagningunni upp með því að leggja mikið á þær vörur, sem undanþegnar hafa verið verðlagsákvæðum. Þetta hefur aftur leitt til þess, að þeim, sem tekizt hef- ur að verzla einungis með slíkar vörur, hefur verið gert unnt að hagnazt veru- lega, en aðrir hafa átt við að stríða mikla erfiðleika. Areiðanlega er það happa- drýgst til lengdar að verzlun sé frjáls og samkeppnin látin sjá um að halda vöruverði niðri, en þá þarf einnig að banna að hafa samtök um verðmyndun, annars nær frjálsræðið ekki tilgangi sín- um. Að undanförnu hefur mik- ið verið um það rætt, að set ja Starfsfólk Landbúnaðarsýningarinnar 1947. MIKIL LANDBÚNAÐAR- SÝNING UNDIRBÚIN Um 60 aðilar hafa ákveðið þátttöku Búnaðarfélag fslands og Fram leiðsluráð landbúnaðarins hafa, sem kunnugt er, ákveðið að efna til landbúnaðarsýningar í Reykj avík dagana 9. ágúst til 25. ágúst í sumar. Framkvæmdastjóri sýn- ingarinnar er Agnar Guðnason, ráðunautur. Við hittum hann að máli og spurðum hvað væri að frétta af undirbúningi. Agnar sagði að þetta hefði farið hægt af stað. Nokkur deyfð virtist ríkja hjá ýmsum fyrir- tækjum um þátttöku, en þetta væri allt að koma núna. Um 60 fyrirtæki og stofnanir hefðu þeg ar beðið um húsrými og ákveð- ið að vera með, og í næstu viku er ætlunin að skipuleggja svæð- ið. Verður Landbúnaðarsýning- in á sýningarsvæði atvinnu- veganna í Laugardal og á hún að verða að formi til lík öðrum stórum landbúnaðarsýningum — þ.e. sýnd þróunarsaga landbún- aðarins, framleiðsla einstakra greina hans, vísindastörf í þágu landbúnaðarins, vélar verkfæri og húsbyggingar, svo eitthvað sé nefnt. Verður bæði sýnt innan- húss og á stóru útisvæði. Að- stoðarframkvæmdastjóri er Krist ján Karlsson. Og arkitekt sýn- ingarinnar er Skarphéðinn Jó- hannsson. — Hjá Búnaðarfélaginu hafa verið stofnaðar ýmsar nefndir til að annast undirbúning og innan þeirra starfa svo aftur undir- nefndir, segir Agnar. Nefndirn- ar gefa til kynna hvaða þætti Búnaðarfélagið er að undirbúa fyrir sýninguna og því mætti nefna þær. Það er búfjárræktar nefnd, hlunnindanefnd, bygginga og hústækninefnd, véla- og verk færanefnd, jarðræktarnefnd og verðlags- og hagfræðinefnd. I þessum nefndum starfa menn innan og utan félagsins. Myndarleg búfjársýning er á- formuð og skiptist hún í deildir. Hrossasýningin verður sam- keppnissýning og nokkurs kon- ar landssýning, þar eð menn mega koma með hross víðs vegar að af landinu. Verða það fyrst og fremst stóðhestar og kyn- bótahryssur, og er miðað við að beztu gripir verði fengnir. Á þessu sviði auglýsum við eftir þátttöku. Þátttaka góðlhestanna verður þó meira takmörkuð. Þeg ar um nautgripi og sauðfé er að ræða, verður að takmarka sýningargripi við ákveðið svæði vegna sauðfjárveikivarna. Sauð fé má aðeins fá af svæðinu milli Rangár og Ölfusár. En naut- gripi má ef til vill taka af svo- lítið stærra svæði. Ekki er end- anlega búið að ganga úr skugga um það. Á búfjársýningunni er ætlunin að leggja áherzlu á kyn bótagripi — þá gripi sem skarað hafa fram úr á sýningum á und- anförnum árum. Einnig að hafa með eitthvað afbrigðilega gripi. Kannski minnsta hest landsins, og þann stærsta, ef við getum náð í þá. Og svo mislitt fé, fer- Agnar Guðnason, framkvæmdastjóri Landbúnaðar- sýningarinnar. hyrnta hrúta og fleira þesshátt- ar. SJíkt vekur alltaf athygli, eins og þið vitið. Ekki er enn alveg ljóst hve margir gripir geta komizt fyrir á búfjársýning unni. Við gerum ráð fyrir að hrossin verði 50.—60 talsins, fé álíka margt og nautgripir um 30. Varla verður það mikið fleira. Svo verða þarna svín, geitur og allar tegundir af alifuglum. I sambandi við hrossln má geta þess að við höfum góðasam vinnu við Landssamband hesta- manna og munum reyna að hafa samband við hestamannafélögin. Þau hafa svo sína daga, sýna þá kannski skrautreið, hindrunar- hlaup eða eitthvað þessháttar. Og reiðskólarnir hafa væntan- lega líka sína daga. Þarna verður settur upp dómhringur og reið- braut og við höfum rætt um að hafa á boðstólum þægilega hesta svo að krakkar geti fengið að koma á bak. — Allt búfé verður úti og er áformað að byggja stálgrindar- hús eða bara skýli fyrir það. Útisvæðið er stórt og þar er líka ætlunin að hafa myndarlega véla sýningu. Við verðum að girða af æði stórt svæði, og selja inn á það. Umferð verður lítil, því ekki verður ekið inn fyrir girð- inguna. Bílastæði verða fyrir ut an. Vélainnflytjendur hafa verið einna tregastir að leggja í kostn að við að vera með, því þeir selja ekki svo mikið af vélum núna. En það væri lítil land- búnaðarsýning án véla. Við mun um sjálfir sýna þá þróun, sem orðið hefur í véltækni í land- búnaði. Þarna úti verður sýning á alls kyns tækjum, allt frá gömlu áhöldunum eins og ofan- ristuspaða og fram til véla nú- tímans. — Hvað hugsið þið ykkur að hafa inni? — Hugmyndin með innisýn-- ingunni er að sýna með myndum kortum og línuritum o.s.frv. þá þróun, sem orðið hefur í land- búnaði á seinni árum. Iðnfyrir- tækin í landbúnaði kynna þar sína framleiðslu. Búnaðarfélagið er líka með deildir þarna. T.d. er áformað að hafa þar hlunn- indadeildina, en hún verðurmjög myndarleg og skiptist í 7 þætti, sem nefndin hefur komið sér saman um að leggja aðaláherzlu á. Lax og silungur er sýndur lifandi í kerjum og einnig eru þar veiðitækin, sem notuð eru við þessar veiðar. Til að sýna dúntekjuna verður uppstoppað- ur æður á hreiðri, dúnhreins- unarvél, æðardúnsængur o.fl. f selveiðihlutanum verða m.a. upp stoppaður selur og kópur. Bjarg sig er sýnt í myndum og ýmis- konar fuglaegg liggja frammi. Vegna fuglatekjunnar eru fengn ir uppstoppaðir fuglar, svo sem lundi, fíll og svartfugl. Og loks verður reki á rekafjöru. — Rannsóknarstofnun land- búnaðarins hefur nokkuð stóra stúku og kynnir það sem þar er unnið að, eins og t.d. jurtakyn- bæturnar. Skógræktarfélag fs- lands og Skógrækt ríkisins verða með tvær sýningar og hafa feng ið samliggjandi stúkur, þar sem sýnd verður þróunin í skógrækt armálum. Ég geri ráð fyrir að við höfum heimilisiðnaðardeild, svo ég nefni skipulagslaust eitt- hvað af því sem mér kemur í hug og þarna verður. Við höfum haft samband við Kvenfélaga- sambandið. Sjálfir höfum við hér safn Halldóru Bjarnadóttur, sem hún gaf Búnaðarfélaginu, og get um alltaf sýnt það. Þá má nefna að eggjaframleiðendur koma með sína alifugla og hafa á innisýn- ingunni útungunarvél, þar sem alltaf eru að koma ungar úr eggjum. Landgræðslan er byrj- uð að vinna að skipulaginu á sýningardeild. Landnám ríkisins er að láta gera stórt íslands- kort, sem sýnir byggðaþróunina í landinu síðustu árin. Þar sést Framhald á bls. 16. hér löggjöf um fyrirtækja- samsteypur og verðmyndun, líkt og er í flestum nágrana- löndunum. Að þessu máli hefur verið unnið og er von- andi að ekki verði langur dráttur á því, að slík lög verði sett hér til að tryggja frjálsa verzlun og þann mikla ár- angur, sem næst fyrir allan almenning, þegar heilbrigð samkeppni er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.