Morgunblaðið - 17.02.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.02.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1968 um þessa ógnun. Því eruð þér svo vissar um að maður yðar...? — Viss um, hrópaði hún. Ég veit það blátt áfram. Hann vill losna við mig, því hann hefur fundið stelpu, sem hann vill gift- ast. — En það gefur honum ekki ástæðu til þess að vilja myrða yður. Nú var hann búinn að fá slæm an verk í hnakkann. Hann var orðinn 59 ára gamall, og hafði aðeins sofið með höppum og glöppum síðustu dægrin. Allur líkaminn var dauðaþreyttur. Bara að hann gæti teygt úr sér á legubekk, og blundað ofurlít- ið. Hann hafði megnustu skömm á þessum kvenmanni, en var far- inn að hugsa hlýlega til manns- ins hennar. Frú Halmy fann áhugaleysi hans. Hún hallaði sér áfram og horfði beint í augu hans, í því skyni að vekja áhuga hans á erindinu. — Maðurinn minn sagði við mig að hann væri leiður yfir því að við hefðum yfirleitt gifzt. Að hann harmaði að hafa ekki hlustað betur á orð móður sinn- ar. Hún hataði mig nefnilega. 17. FEBRÚAR. Hrúturinn 21. marz — 20. apríl. Þú átt skilið a'ð hvíla þig vel í dag eftir erfiði og eril að undanförnu. Skemmtu þér í kvöld, en ekki fram á nótt. Nautið 21. apríl — 21. maí. Annríki dagsins verður meira en þú hafir ráð fyrir gert. Fréttir færðu góðar og ef til vill óvæntar. Tvíburarnir 22. maí — 21. júní. Góður dagur til að kaupa eða selja fast- eign. Vertu ekki of einsýnn í pólitík. At- hugaðu fjárráð þín fyrir helgina. Krabbinn 22. júní — 23. júlí. Þig langar til þess eins og að hafa það rólegt í dag. Reyndu samt að herða þig upp og ljúka af skylduverkum. Ljónið 24. júlí — 23. ágúst. Hittu ástvini að máli og sýndu þeim góð- veitingahúsið vild, þeim mun þykja vænt um hugulsemi þína. Hvíldu þig vel. Jómfrúin 24. ágúst — 23. september. Þú ert heldur mislyndur í dag og freisting in er sterk til alls kyns óráðsíu. Vertu hag- sýnn og raunsær. Vogin 24. september — 23. október. Taktu daginn snemma og verzlaðu fyrir helgina. Færðu maka þínum og börnum óvæntar smágjafir. Drekinn 24. október — 22. nóvember. Safnaðu saman vinum þínum og rifjaðu upp gamlar samverustundir með þeim. Farðu ekki í ferðalög í dag. Bogmaðurinn 23. nóvember — 21. desember. Gáleysislegt tal kemur þér í koll í dag. Reyndu að sjá líf þitt í nýju ljósi. Farðu snemma í háttinn. Steingeitin 22. desember — 20. janúar. Nöldur þitt verður oft og tfðum óþolandi fyrir þína nánustu. Reyndu að setja þig í þeirra spor og vera skipstilltari. Vatnsberinn 21. janúar — 19. febrúar. Það þýðir ekkert að gráta það sem liðið er. Horfðu fram á við og vertu bjartsýnn þrátt fyrir allt. Vertu þagmælskur. Fiskarnir 20. febrúar — 20. marz. Þú lendir í peningavandræðum í dag, úr þeim mun rætast á óvæntan hátt. en ASKUR BÝÐUR YÐUR HELGARMATINN i handhœgum umbúðum til að táka HEIM GRILLAÐA KJÚKLINGA ROAST BEEF GLÓÐARSTEIKT LAMB GLÓÐARSTEIKT NAUTAFILLÉ gix)ðarst. grísakótelettur HAM BORGARA Gleðjið frúna — fjölskylduna — vinina — njótið hinna Ijúffengu rétta heima í stofujðar. Efþér óskið getið þér hringt og pantað - við sendum leigubíl með réttina heim tiljðar. A SICU R matreiðir fyrir yður alla daga vilcunnar SuðurlamUbmut 14 sími 38550 Nú er hann hættur að vera Napoleon, læknir, — nú heldur hann að hann sé de Gaulle. — Hversvegna? Nemetz var að vona að hljómurinn í hans eigin rödd svipti af honum þeim svefn höfga sem var alveg að yfir- buga hann. — Ég var ekki nógu góð handa honum. Ég átti enga peninga. Við giftumst 1945, rétt eftir stríð- ið. Þá skipti það enn nokkru 2 máli hvort maður var ríkur eða fátækur. Nú má það einu gilda, bætti hún við með stuttum hlátri. — Nú erum við komin út fyrir efnið, sagði Nemetz. Snúum okk- ur að dr. Halmy og ógnunum hans. Hvað sagði hann alveg ná- kvæmlega? Brosi sjálfsánægju brá fyrir í andliti hennar. — Jú, sjáið þér til, hann vill stinga af með stelpunni. Flýja til Vesturlanda. Hann sagði það að vísu ekki við mig, en ég fann það út, og sagði það við hann. Ennfremur að ég vildi ekki sleppa honum. Það yrði þá að mér dauðri, sagði ég. — Já, þér sögðuð þetta við hann. En hvað sagði hann við yður? — Ég get ekki munað orðin. En hvað sem því líður gerði ég honum það ljóst að hann gæti ekki stungið af, svona uppúr þurru. Ég er þó konan hans. Við höfum verið gift í ellefu ár. Lögin eru mín megin. Hvað um það ef allir eiginmenn hlypu út í buskann, bara fyrir það að bylting er í landinu, og landa- mærin eru opin? Ég sagði við hann að ég skyldi sjá um að hann kæmist hvergi. Þá var þáð sem hann sagði að hann mundi myrða mig. Skjóta mig. Hann á byssu. Ég veit það vel. Ég hef séð hana með eigin augum. Má ég spyrja hr. .. Hvað hefur slík- ur maður að gera með byssu? Nemetz stóð á fætur. Til þess var hann neyddur, ef hann átti ekki að velta útaf. — Kæra frú Halmy. Tólf ára Husqvarna - eldavélasett Utborgun Kr. 3000.00. Mánaðarlega Kr. 3000.00. VÖRUMARKAÐURINN, Ármúla 1 A. GRAFVELAR TIL SÖLU 38RB 1% yd Ruston Bucyrus GRAFVEL serial 17993 knúin 6VPHN Ruston díselvél, á standard beltum en yfirstærð af skóm (33 in.) Víraútbúnaður, 45 feta bóma (10 ft og 15 ft jib framlengingar einnig fáan- legar). Yfirfarinn beltaút.búnaður. VERÐ £8.500 F.O.B. Hull. 54RB 2% yd Ruston Bucyrus grafvél seriel 33368 með 6RPHN Pacman dísilvél — löng og breið belti. Víraútbúnaður. Yfirfarinn beltaútbúnaður. VERÐ £11.500 F.O.B. Hull. 19RB 5/8 yd Ruston Bucyrus grafvél 23.500 serial með Ruston dísilvél, standard beltum og víraútbún- aði. Yfirfarinn. VERÐ £3.875 F.O.B. Hull. Þetta eru aðeins fáar vélar af okkar fjölbreytta úr- vali af þungavinnuvélum. Ennfremur fyrirliggjandi á lager: RAFSTÖÐVAR, VÉLAVERKFÆRI, VOKVAPRESS- UR, ALLSKONAR IÐNAÐARVELAR, VORU- LYFTARAR og FLUTNINGARTÆKI. Hafið samband við: GLOBUS HF. Lágmúla 5, Reykjavík, sími 81555 e,a GEORGE COHEN MACHINERY LTD., London W. 12, England. Símnefni Omniplant London.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.