Morgunblaðið - 17.02.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.02.1968, Blaðsíða 8
r MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1969 8 PISTLAR ÚR EYJUM Veðráttan: Janúarmánuður var I heild mjög stormasamur og veðráttan erfið bæði til lands og sjávar. Árið byrjaði með norð angarði og frost komst í 12—14 stig, sem er frekar fátítt hér, og stendur sjaldnast lengi. Sam- fara þessum veðraham setti nið- ur talsverðan snjó, og segja má að snjór hafi verið á jörðu, meira og minna síðan um áramót, og mun um langt árabil ekki hafa sett svo mikin snjó niður sem nú. Vetur hafa verið undanfarin ár mjög snjóléttir. Um mánaðamótin seinustu brá til betra veðurs, norðan og norð austan áttar og hefur haldizt svo síðan. Gæftir og aflabrögð: Fyrri- hluta janúarmánaðar var ekkert róið til fiskjar héðan úr Eyjum. Eftir að ákveðið var um fisk- verð um miðjan janúar og grund Bílstjóri helzt með meirapróf óskast til að aka einkabíl, einnig til lagerstarfa. Tilboð með upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 20. febrúar merkt: „Bílstjóri — 5281“. Píanóstillingar Tek að mér píanóstilingar og viðgerðir. Pöntun- um veitt móttaka í síma 83243 og 15287. LEIFUR H. MAGNUSSON. völlur fyrir útgerð var talinn vera fyrir hendi, 'hófust róðrar. Sjós'ókn var mjög erfið sökum ó- gæfta, en veður batnaði er dró að mánaðamótum, og seinasta hálfan mánuðinn þ.e., það sem af er febrúar hafa verið góðar gæftir og línubátar geta róið samfleitt í 2 vikur. Aflabrögð á línu, hafa verið eftir atvikum, venjulega 4—9 lestir á bát í róðri. Meira eigum við nú ekki að venjast á þetta veiðarfæri. Meirihluti aflans hefur verið langa. Athygli hefur þó vakið að meira er nú í aflanum af ýsu og þorski, heldur en á und- anförnum árum. Þykir það spá góðu um aflabrögð í vetur. Bátar þeir sem fyrirhugað er að stundi togveiðar í veturbyrj uðu yfirleitt ekki veiðar fyrr heldur en um seinustu mánaða- mót. Afli þeirra hefur verið ákaf lega rýr. Varla nokkur bátur fengið viðbragð. Annars er afla hjá togbátum varla að vænta ÍR-ingar, skíðafólk. Dvalið verður í skálanum um helgina. Lyftan verður í gangL Veitingar eru seldar í skálanum. Væntanlegir nætur gestir eru vinsamlega beðnir að tilkynna þátttöku í síma 36304 á föstudagskvöld. Á sunnudag kl. 1 fer Hamragils- mótið fram við skálann. Ferð- ir verða frá Félagsheimili Kópavogs kl. 1,30 og frá Um- ferðarmiðstöðinni kl. 2 á laug ardag og kl. 10 f. h. á sunnu- dag. — Stjórnin. fyrr heldur en loðnan er gengin, og hennar er varla að vænta, úr þessu, fyrr heldur en í byrj- un marz. Útgerð: Svipaður fjöldi báta mun verða gerður út frá Eyjum í ár og var á s.l. ári. Eftir því sem næst verður komizt verða bátarnir 74 að tölu til. Af þess- um bátafjölda munu 57 stunda togveiðar, þar af 40 að stað- aldri út vertíðina. Hluti af tog- veiðiflotanum mun er á vertíð líður taka til við neta- eða nóta- veiði. Línuveiðar stunda eins og er 12 bátar, en þeir munu svo er á vertíð líður taka upp veið- ar í net, en gert er ráð fyrir að 23 bátar munu stunda neta- veiði um það er lýkur. Um veið- ar 1 þorsk- og loðnunót er ekki vitað með vissu, er hald manna er að þessar veiðar stundi um 10 bátar. Athyglisvert er að, þátt- taka í togveiðum fer vaxandi éir frá ári. Er það að vonum. Kostn aður við þessar veiðar er mun minni heldur við t.d., línu og net. Þar sem veiðarfærakostnaðurinn er mun minni. Við togveiðarmá komast af með færri skipverja, minna fjármagn en bundið í veið arfærum og svo mætti lengi telja. Annars er vertíðin að komast í fullan gang og í dag 12. febrúar eru 55 bátar byrjaðir veiðar. Templarahöllin: Fyrir um það bil tveim tugum ára, hófu bind- indismenn hér í Eyjum byggingu á stórhýsi fyrir starfsemi sína. Af ýmsum ástæðum gátu templ- arar ekki lokið við smíði þessa húss. Stóð húsið hálfklárað og ónotað um árabil. Komst svo hús ið fyrir nokkru í eigu bæjar- félagsins og var þá ákveðið að gera þetta hús að samastað fyrir hin ýmsu félög er starfa að menningar- íþrótta- @g æskulýðs málvm. Segja má að þetta verk hafi sótzt heldur seint, og mikið verk er ennþá óunnið þar til þetta hús er fullgert. Þó er svo komið að húsið er að komast í gagnið — a.m.k. að hluta. Skátafélagið Faxi, sem verið hefur á hrakhólum með húsnæði fyrir starfsemi sína, fékk hluta af húsnæði í Templarahöllinni til afnota. Húsnæði þetta þurfti þegar skátarnir fengu það til ráðstöfunar, mikilla endurbóta við, svo nothæft gæti talist. BÆJ arfélagið gat ekki vegna fjárhags örðugleika liðsinnt skátunum sen skyldi. Gripu þá skátarnir til þess að leggja sjálfir fram vinnu til þess að koma húsnæðinu í nothæft ástand. Var að þessu gengið af miklum dugnaði og myndarskap, og með þeim ár- angri að þeir buðu nokkrum gestum til vígsluhátíðar þessa húsnæðis síns fyrir liðlega viku. Er skátarnir fyrstu félagasam- tökin er flytja inn í þetta vænt- anlega félagsheimili Vestmanna- eyja. Þessi vígzluhátíð skátanna var sérlega ánægjuleg. Kom fram að um 300 félagar eru nú innan Skátahreyfingarinnar, og þaraf um 200 virkir, að því er Halldór Guðmundsson, skátaforingi sagði mér. Er það ekki lítils virði fyr- ir bæjarfélagið að innan þess skuli vera starfandi svo þrótt- mikil félagssamtök æskufólks sem þessi, sem alla starfsemi sína miða við að gera sem hæfasta og bezta þegna úr upprennandi æsku. Bj. Guðm. Þessar 2/o, 3/o, 4ra og 5 herbergja íbúðir á einum tegursta stað í Breiðholtshverfinu, eru til sölu. íbúðir þessar eru seldar tilbúnar undir tréverk og málningu, ásamt sameign frágenginni og eru tilbúnar til afhendingar á miðju sumri komanda. Lóð verður frágengin samkvœmt ákvörðun borgarverkfrœðings. Söluverð þessara íbúða er mjög sanngjarnt Ath. að lánsumsóknir til Húsnœðismálastjórnar þurfa að hafa borizt fyrir 15 marz n.k. 'Hr sto a □n o iP a Þ zo cn- □1 3 830 □ «.>12 Fasteignasalan Hátúni 4a Símar 21870 — 20998. Til sölu 15 tonna Bantam bílkrani og Ingersoll-Rand Giroflow loftpressa 250 cub.fet. Upplýsingar í síma 21131 og 21359, Akureyri. Stúlka óskast á heimili Þórarins Olgeirssonar í Grimsby. Yngri en 18 ára koma ekki til greina. Upplýsingar í Bankastræti 14, uppi. Barnaskemmtun í Austurbæjarbíói á morgun, sunnudag, kl. 1.30. Kátir krakkar, Baldur og Konni, Alli Rúts, Drengjahljómsveitin Stjörnur, Ketill Larsen o. fl. Aðgöngumiðar seldir í Aust- urbæjarbíói í dag frá kl. 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.