Morgunblaðið - 17.02.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.02.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 196« 19 af 53 keppendum bættu Olympíumet en Verkerk vann — Barátta um sekúndubrot í 1500 metra skautahlaupi „HOLLENDINGURINN fljúg- andi“ er hann gjarna kallaður, sá er heitir Kees Verkerk. í gær reyndist hann sannarlega fljúg- andi í Grenoble. Enginn fékk staðist hraða hans og fínheit í 1500 m hlaupi á skautum! Hann fékk örlitla bót fyrir það að Fred A. Meyer hrifsaði af hon- um Olympíumet og heimsmet á síðustu stundu í 5 km. hlaupinu í fyrradag. Tími hans í gær 2:03.4 er hálfri sekúndu betri en staðfest heimsmet hans á vega- lengdinni, en tími Norðmanns- ins Thomassens 2:02.5 bíður stað festingar. Keppnin var afar hörð og 19 af 53 keppendum bættu Olym- píumetið sem sett var á síðustu leikum fyrir 4 árum. Öiium fannst sem Kees Ver kerk ætti gullverðlaunin skil ið. — Hann hefur veitt Norð- mönnum hörðustu keppni í lengri vegalengdum, var t.d. „rændur“ gulli í fyrradag á síðustu stundu eftir að hafa bætt OL-metið um 14 sekúnd ur og sett heimsmet. í 1500 m hlaupinu var hann í sérflokki. Hann var hálfri annarri sekúndu á undan landa sínum Ard Shenk (fyrr um heimsmeistara) og slíkur tímamunur þykir mikill í skautahlaupi. Það voru margir sem tilraun gerðu til að hnekkja tíma Ver- kerks, en engum tókst það. Næst komust þeir Ivar Eriksen og Magne Thomassen Noregi, en hann er nýbakaður heimsmet- hafi á vegalengdinni mieð 2:02.5 mín. Það er erfitt fyrir Rússa að Norsku stulkurnar unnu enn eitt gull — Kom á óvœnt en skipaði Noregi efst á verðlauna- og stigalista „ÉG viðurkenni, að ég átti í stríði við sjálfan mig að láta tárin ekki renna eins og þau vildu“, sagði formaður norska skíðasambandsins, eftir að norsku stúlkurnar höfðu unnið 3x5 km boðgöngu kvenna í gær í Autrans, skammt frá Grenobie. Norsku stúlkurnar höfðu gengið hraðar en nokkur hafði þorað að vona. Sigurinn hékk lengi vel á bláþræði, en varð um það er lauk allöruggur eða 21 sekúnda á milli sveitar Svía sem næst kom. Inger Aufles tók forystu fyrir Noreg á fyrsta spretti og það svo duglega, að aðrar sveitir áttu ekki sigurvon eftir það. Að vísu voru Norðmenn ugg- andi meðan Toni Gustafsson var í brautinni fyrir Svía — tvö- faldur gullverðlaunáhafi í kvennagöngu. — Hún saxaði á forskot N'orðmanna, en tókst þó ekki að ógna sigrinum. Höfðu Norðmenn sparað Berit Mördre til lokasprettsins og eng inn gat ógnað henni og Ihafði hún einnig 16 sek forskot er hún hóf gönguna — og jók þá enn á sigur Noregs. Gangan varð nokkurskonar sekúndustrið eins og úrslitalistanum: sjá má á 1. Noregur 57:30.0 2. Sví'þjóð 57:51.0 3. Scrvét 58:13.6 4. Finnland 58:45.1 5. Pólland 59:32.9 6. Austur-Þýzkaland 59:33.9 hugsa til baka er þeir unnu verð- launapeninga eins og á færi- bandi í skautáhlaupi. I ár er uppskera þeirra til þessa fjórða sæti Grisjins í 500 m. hlaupi. Úrsiit í 1500 m hlaupi: 1. Kees Verkerk, Holland 2:03.4 2. ívar Eriksen, Sv’ílþjóð og Ard Shenk, Holland, 2.05.0 4. M. Thomassen, Noregi, 2:05.1 5. B. Tveter, Noregi, og J. Höglin, S’VÍþjóð, 2:05.2 Q$£P NOREGUR hefur enn forystu' 1 í stigum og verðlaunum eftir \ að 27 keppnisgreinum er lok- ið í Grenoble. Norðmenn j hlutu í gær gullverðlaun og ] silfurverðlaun og samtals 16' stig. Sovétríkin eru 6 stigum/ eftir Norðmönnum í hinni* , óopinberu stigakeppni. Eftir að keppni var lokið í' skiðagreinum á fimmtudag- inn var skipting verðlauna ál , Grenoble-leikunum þannig: Noregur Sovét Holiand Frakkland ítalia I V-Þýzkaland Svíþjóð I Austurríki Bandaríkin | Finnland ”Kanada Tékkóslóvakía Sviss ' A-Þýzkaland Rúmenía 5 3 3 3 3 2 2 2 1 1 1 1 0 0 0 5 4 3 3 0 2 2 1 4 2 1 0 2 2 0 1{ 3 { 3 { 1| 0 2 ( 2 3 1! 2 o! 1,( 2 ( 2 1 11 Stig efstu þjóðanna eru: Noregur 79, Sovét 73, Hol- j , land 51.5, Frakkland 51, Finnland 49.5, Austurríki 49, Sviþjóð 45.5, Bandaríkin 36.5, V-Þýzkaland 34, Ítalía 27. Ramsey velur 16 menn London, 14. felbrúar. Sir Alf Ramsey stjórnandi enska landsliðsins í knattspyrnu valdi í dag 16 leikmenn, sem til greina koma í landslið Englendinga gegn Skotum í landsleiknum í Glasgow laugardaginn 24. febrú- ar. Þessir 16 leikmenn eru: Mark verðir: Banks (Stoke City) og Bonetti (Chelsea). Bakverðir: Knowles (Tottenham), Newton (Blackburn Rovers) og Wöson (Everton). Framverðir: Jackie Charlton (Leeds Utd.), Hunter (Leeös Utd.), Labone (Everton), Moore (West Ham Utd.) og Mullery (Tottenham). Framherj ar: Ball (Everton), Bobby Charl ton (Manch.ester Utd.), Hunt (Liverpool), Hurst og Peters (West Ham Utd.) og Summer- bee (Manehester City). Ramsey hefur greinilega valið reynda leikmenn enn einu sinni, því hann sniðgengur framiherja eins og Peter Osgood (Chelsea) og Rodney Marsh (Q.P.R.) sem báðir eru einleikssnillingar og varnarmenn eins og Stephenson (Crystal Palace) og Smith (Liv- erpcol). Þessi landsleikur er af mörgum talinn sá þýðingarmesti sem þes'sar brezku þjóðir hafa háð síðan þeir hófust árið 1872. Ber eitt til. Þessi landslið eru nú ekki einungis að keppa um meistaratign Bretlandseyja, held ur er þessi leikur liður í Evrópu- keppni landsliða þar sem keppt er um titilinn „Bezta knatt- spyrnuland Evrópu". England stendur aðeins betur að vígi, því þeir ’hafa eitt stig umfram Sk'ot- land og aðeins þessi eini leikur eftir í Bretlandskeppninni. Eng- lendingar þurfa því „aðeins“ að gera jafntefli í þessum leik til að komast í 8 landa úrslit. Það virð ist þó erfitt fyrir Englendinga að sigra Skota á Hampden Park,- því S’kotar eru eina þjóðin sem hefur sigrað England síðan þeir unnu heimsmeistaratitilinn sum- arið 191©3. Oskar og Reynir sigruðis á Á OPNU badmintonmóti sem K.R. hélt laugardaginn 10. febrúar í K.R.-húsinu fóru leik- ar þannig að í úrslitum sigruðu Óskar Guðmundsson og Reynir Þorsteinsson þá Jón Árnason og Viðar Guðjónsson í meistarafl. karla, í fyrri leiknum sigruðu Óskar og Reynir nokkuð auð- veldlega með 15—8, en sfðari leikurinn var jafnari og mikil spenna þegar liðin voru jöfn á 14—14. Var þá framlengt upp í 17. Leikurinn endaði svo 17—14 fyrir þá Óskar og Reyni. í 1. flokki var keppnin mjög jöfn QPR — Chrystal Palace í dag LEIKURINN í íslenzka sjónvarp inu í dag verður milli Queen Park Rangers og Crystal Palace. QPR er efst í 2. deild og hefur ekki tapað leik síðan löngu fyr- ir jól. Rodney Marsh, miðherji QPR, en hann lék í landliði Eng- lendinga (undir 28 ára) gegn Skoturn á dögunum ásamt mið- verðinum Stephenson (Crystal Palace), en þeir eiga einmitt skemimtilega viðureign í leikn- um i dag. KR móti og skemmtileg frá upphafi til enda. Hörður Ragnarsson og Jó- hannes Guðjónsson frá Akra- nesi sigruðu fyrst þá Ormar Skeggjason og Örn Ingólfsson úr Val með 15—6, 4—15 og 15—7 og þar næst þá Harald Korni- líusson og Finnþjörn Finnbjörns son með 15—10 og 15—12. í hinum riðlinum sigruðu þeir Adolf Guðm. og Jóhann Muller þá Björn Árnason og Ásgeir Þorvaldsson með 15—14, 4—15 og 18—14, og síðan þá Guðmund Jónsson og Hilmar Steingrímsson með 9—15, 15—8 og 17—-15. Eins og sjá má hefur þurft aukaleik í þessum leikj- um flestum og eins var með úr- slitin. Þar sigrúðu hinir ungu og efnilegu leikmenn frá Akranesi þá Adolf Guðmundsson og Jó- hann Muller úr T.B.R. með 16—17, 15—13 og 15—6. Nú var það reynt í fyrsta sinn hér á landi í badmintonmóti, að allir leikir voru tímasettir fyrir fram í sérstakri leikskrá, en sá háttur tíðkast erlendis á badmin tonmóíum til hagræðis fyrir keppendur og starfsmenn. Reyndist þetta fyrirkomulag mjög vel og fór mótið vel og skipulega fram. Mótstjóri var Sveinn Björns- son. - HRAÐA BER Framhald af bls. 2. ir að framkvæmidum við Vest- urlandsveg og Hafnarfjarðarveg lýkur, Ég hef í stórum dráttum gert grein fyrir þeim helztu umferð arleiðúm að og úr borginni, sem aðals'kipuilagið gerir ráð fyrir ognauðsynlegt er að vinna að í náinni framtíð. Þessar fram- kvæmdir hvíla fyrst og fremst á herðum vegamálastjórnarinn ar og að einhverju leyti ná- grannasveitarfélögunum, eins og ég sagði áður- Borgarverk- fræðingur hefur fylgst með þessu máli og átt gott samstarf við vegamálastjóra, en það er álitt okfkar, sem flytjuim þessa tillögu, að nauðsyn sé á því að borgarstjórn Reykjavíkur af- marki skýrt vilja sinn um það að framkvæmdum þessum verði hraðað sem mest. Eg efast ekk- ert um góðan vilja þeirra, sem mieð framkvæmdir þessar hafa að gera af hálfu ríkisins, en við vitum það öll, hvar í flokki, sem við stöndum, að það er á- vallt innan allra stjórnmála- tflokka tilhneiging til að togast á um það fé, sem ætlað er til vegagerðar. Þessi reipdráttur fer fram á milli einstakra kjör diæma eða einstakra landshluta. Framkvæmdir þessar, sem ég hef fjallað um hér, eru hinsveg- ar orðnar svo brýnt hagsmuna- mál Reykvíkinga, að nauðsyn ber til að markviss og glöggur vilji borgarstjórnar komi fram í þessu efni. Að ræðu Birgis fsl. Gunnars- sonar lokinni kvaddi sér hljóðs Einar Ágústsson. Skýrði hann frá því í upphafi, að hann hefði í hyggju að leggja fram tillögu, er falið hetfði í sér áskorun um að hraða sem mest byggingu nýrrar brúar yfir Elliðaár og hefði riaunar lagt hana fram, en degið hana til baka eftir viðtöl við borgarverkfræðing og vega- málastjóra. Þá ræddi Einar til- lögu Sjálfstæðismanna og bar fram viðaukatillögu, þess efnis, að sfcorað var á ríkisstjórn og Aliþingi að lláta sem mestan 'hluta tekna af umferðinrii renna til vegamála- Birgir ísl. Gunnarsson svar- aði Einari og kvaðst sammála um nauðsyn þess að fá aukið fé til vegagerðar og lagði tiL að viðaukatillaga Einars Ágústs sonar orðaðist á þá leið, að borg arstjórn teldi nauðsyn bera til að auka tekjustofna til vega- gerðar. , Auk þess tóku til máls Geir Hallgrímsson, Kristján Guð- mundsson, Sigurjón Björnsson, Guðmundur Vigfússon, Jón Snorri Þorleitfsson og Óskar Hallgrímsson. Var tillögunum vísað til borgarráðs til umsagn ar milli umræðna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.