Morgunblaðið - 17.02.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.02.1968, Blaðsíða 16
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1968 Frá umræðum um samstarfið við „GÓÐMÁLAFLOKKIIMIM“ MIÐVIKUDAGINN 14. febr sl. var haldinn félagsfundur í Heimdalli FUS um efnið: ”Hvaða afleiðingar hefur stjórnarsamstarfið við Krata haft í för með sér fyrir Sjálfstæðisflokkinn?" Framsögu menn voru þeir Friðrik Sophus son, stud. jur. og Guðmundur „Hvað kost- ar ríkjandi landbúnaðar stefna neytendur?44 MIÐVIKUDAGINN 21. febrúar efnir Heimdallur FUS til félags fundar um ofangreint efni. Framsögumenn verða: Dr. Bjarni Helgason og Óli Þ. Guðfojartsson kennari. H. Garðarsson, viðsk.fr. Miklar umræður urðu á fundinum og komu ýmis at- hyglisverð sjónarmið fram. Friðrik Sophusson rakti að- allega, hvort afleiðingar fyrir Sjálfstæðisflokkinn hefðu orð- ið aðrar en raun hefur orðið á, ef hann hefði verið í stjórn- arsamstarfi við annan eða aðra flokka og taldi það ekki lík- legt. Varðandi spurninguna, hvort betra væri að flokkur- inn hefði verið utan stjórnar, voru menn á einu máli um að ekki væri heppilegt að selja tækifærissinnuðum ævintýra mönnum sjálfdæmi í hagsmuna- málum allrar þjóðarinnar. Guðmundur H. Garðarsson lagði á það ríka áherzlu, að jafnvel þó stórkostleg kreppa eða erfiðleikar steðjuðu að í atvinnulífi þjóðar, þá riði á að stjórnarflokkur hefði þá staðfestu til að bera, að ekki yrði gengið 1 berhögg við skoð anir þess fólks, sem flokkinn mynduðu. Þá bæri þess að gæta í svipuðum tilvikum, sem ekki væru fyrirsjáanleg við upphaf stjórnarsamstarfs, hvort mál- efna'samningur stjórnm'ála- fl'okka þyrfti ekki endurskoðun ar við, sérstaklega með það í huga að tryggja örugga afkomu atvinnuvega þjóðarinnar. Varðandi samstarf Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokks ins lagði Guðmundur á það ríka áherzlu á, að stjórnar- starfið hefði verið jákvætt allt til ársins 1967. Benti hannjafn framt á þá staðreynd, að Al- þýðuflokkurinn væri nú að verða embættis— og ríkisstarfs mannaflokkur, sem ætti hverf- andi lítil ítök meðal launþega og atvinnurekenda, og væri því lífsspursmál fyrir flokk- inn, að þenja út ríkisbáknið með það fyrir augum að koma fleirum sinna manna á ríkis- jötuna. Flokkur, sem ekki ætti fylgi nema innan ríkisbákns- ins væri ekki líklegur til stór ræða í atvinnuvandamálum þjóðarinnar. Aðrar umræður á fundinum féllu að miklu leyti í sama far veg. M. a. kom fram, að Sjálf- stæðisfl. þyrfti rtijög að endur- skoða afstöðu sína til stjórn- arsamstarfsins aðallega með það í huga, hvort Alþýðu- flokkurinn hafi nægilegan styrk til að aðstoða Sjálfstæðisflokk inn við úrlausn aðsteðjandi vandamála. Þá kom fram sú skoðun, að óeðlilegt væri hve ungkratar misnotuðu ýmsar op inberar stofnanir svo sem Hús næðismálastjórn, Framkvæmda nefnd byggingaráætlunar o.fl. í þágu öokks síns. Þótti þetta raunar leiða í ljós, hvert hug ur þeirra stefnir. V íslendingar LKYNNIÐ ykkur leiðara Alþýðublaðsins í gær (16. 2.). Hann ber ótvíræðan vott um vanstillt sálar- r ““““““ Hvað er misskilið? - enn um flokksræði FYRIR skömmu lýsti Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra hér á síðunni viðhorfi sínu til þeirra umræðna, sem orð- ið hafa meðal ungra sjálf- stæðismanna um tillögu, sem hann flytur á Alþingi um breytingu á kosningalögun- um. f grein ráðherrans komu ýmis athyglisverð atriði fram. Ráðherrann ræðir fyrst al- menn viðhorf sín til ungra sjálfstæðismanna, atriði sem þeim eru gerla kunn, þ.e. að Jóhann Hafstein er að öðrum ólöstuðum einna opnastur fyr ir sjónarmiðum yngri manna í Sjálfstæðisflokknum, og skal ekki fjölyrt frekar um það. í tillögu ráðherrans eru tvö meginatriði, sem orðið hafa ungum Sjálfstæðismönn um íhugunarefni þ.e. hvort einungis megi bera fram einn lista í nafni sama flokks í kjördæmi og hvort nauðsyn- legt sé, að flokksstjórnir und irriti framboð. Hvað fyrra at riðinu viðvíkur, hefur flutn- ingsmaður lýst yfir, að það sé sér ekkert aðalatriði, en óútskýrt er hvers vegna hann ber það samt sem áður fram.Um seinna atriðið lætur ráðherrann sér helzt detta í hug, að Heimdellingar hafi þar misskilið eitthvað en ekki er skýrt nánar í hvaða tilliti. Þetta er misskilningur hjá háðherranum, Heimdell- ingar skilja vel, að þetta er tillaga í þá átt að auka flokks ræði og á það fallast þeir ekki. Varðandi þann „hrá- skinnaleik“, er ráðherrann segir kommúnista hafa leik- ið í kosningunum í vor væri ívið snjallara að grennslast fyrir um, hvað olli rangtulk un yfirkjörstjórnar á kosn- ingaákvæðum stjórnarskrár- innar og furðulegri afstöðu til úrskurðar landskjörstjórn ar. Ef eitthvaC v«r hráskinna leikur í kosningunum þá var það merking lista Hannibals Valdemarssonar o.fl., sem greinilega hefur slegið ryk- mekki í augu gleggstu manna. Hvað viðvíkur upplýsing- um ráðherrans, um að full- trúar þingflokkanna séu riú að velta fyrir sér sameigin- lega, hvernig hugsuð breyt- ing á kosningalögunum sam- samræmist skipulagsreglum stjórnmálaflokkanna þá vakn ar sú spurning, hvaða „lág- markskröfur verði að gera til flokka um skipulega starf- hætti, ef þeir vilja og heita stjórnmálaflokkar." Er það ekki að byrja a öfugum enda að ætla að láta kosningalögin samræmast skipulagi stjórnmálaflokk- anna í stað þess að kosninga- lögin geri kröfur til flokk- anna og þeir setji sér skipu- 1 lagsreglur í samræmi við í landslög? — ritstj. / Aðolfundur FUS í Kjósorsýshi Aðalfundur félags ungra sjalf stæðismanna í Kjósarsýslu var haldinn að Fólkavangi á Kjalar nesi þriðjudaginn 6. febr. s.l. Fundurinn hófst með því að for maður las upp skýrslu fráfar- andi stjórnar. Þá fór fram stjórn arkjör og var Helgi Jónsson end urkjörinn formaður félagsins. Meðstjórnendur voru kjörnir Ol afur Þ. Ólafsson, varaformað- ur, Haraldur Jónsson, ritari, Flemming Jesson, gjaldkeri og Aðalheiður Sigurðardóttir spjald skrárritari. Einnig var kjörið til annarra trúnaðarstarfa í félag- inu. Á fundinn mættu þingmenn kjördæmisins þeir Matthias Á Mathiesen, og Pétur Benedikts- son, og einn stjórnarmanna úr stjórn Samfoandls ungra Sjáif- stæðismanna, Jón E. Ragnarsson, hdl. Að loknum aðalfundarstörfum fluttu þeir Jon E. Ragnarsson og Pétur Benediktsson stutt ávörp og að lokum var sýnd kvikmynd. Hringborðs- ráðstefna í DAG efna Samband ungra sjálfstæðismanna og Heimdallur FUS til hringlborðsráðstefnu um efnið „Neytendamál og hringa- myndanir". Inngangserindi flytja Hjörtur Torfason, hrl. og Jónas Kristjánsson, ritstj. Hefst ráðstefnan kl.12 með borð haldi í Tjarnarbúð. — Landbúnaðarsýn. Framthald af bls. 12 hvaða jarðir hafa lagzt í eyði. að ráða arkitekt. Garðyrkjumenn að ráða arkrtekt. Garðirkjumenn verða með stóra deild og sýna mikið af grænmeti. Innréttingin i skálanum verður sú sama, sem notuð var á iðnsýningunni, sal- urinn stúkaður í sundur á sama hátt. Ekki er ákveðið hvað gert verður við anddyrið. Ætlunin var að hafa mikla blómasýningu þar frammi, en blómamenn eru tregir að leggja í kostnaðinn. Inni verða semsagt margar deild ir á vegum stofnana og félaga. — Fyrirtækin sýna þar líka ýmsa hluti, sem varða landbún- aðinn og rekstur hans. Verða þar bæði tæki, sem notuð eru við útistörf, og einnig gerum við ráð fyrir að hafa heimilistækjadeild þar sem sýnd verða öll nýjustu heimilistæki. Þar höfum við feng ið mjög góðar undirtektir. Verða þarna meira að segja eldhúsinn- réttingar, líka prjónavélar og saumavélar Yfirleitt viljum við hafa allt, sem notað er af bænd- um og húsfreyjum þeirra. — Ætlunin er að hafa mikið af vélum og alls kyns bygging- arefni. Þarna verða sýndar bygg ingar og þróunin í byggingum. Verða þar líkön af nýtízku úti- húsum, sem byggingarnefndin er að láta gera núna. Hvort það er framtíðarhugmynd? Nei, eigin- lega ekki — og þó. Við höfum í hyggju að hafa þarna eitt lík- an af fjósi, eins og þau verða væntanlega á næstunni en þó ekki enn. Aðal nýjungar þar eru í sambandi við mjaltakerfið, fleytiflórinn og dæluútbúnað til notkunar við losun á safnþróm. Er ætlunin að smíða 3—4 líkön hér, en fá svo að auki lánuð er- lendis líkön af nýtízkulegum byggingum sem verið hafa á sýn ingum. — Síðast var hér landbúnað- arsýning í Reykjavík árið 1947. Er þá átt við landssýningu. En Búnaðarsamband Suðurlands efndi til minni sýningar á Sel- fossi árið 1958. Landbúnaðarsýn inguna 1947 sóttu 60 þúsund manns, sem á þeim tíma var næstum annar hver Islendingur. Við ættum með sama hlutfalli að fá 100 þúsund gesti. Ja, alltaf 70—80 þúsund manns. Það er ó- mögulegt annað. Tilefni? Það er ekkert sér- stakt tilefni til þessarar sýning- ar núna. Þetta hefur lengi verið á döfinni. Eðlilegast væri að litl ar landbúnaðarsýningar væru haldnar annað hvert ár. Síðan 1947 hefur alltaf verið veitt á fjárlögum smá upphæð í sýning- arsjóð. En það hefur dregizt að halda sýninguna. Hugmyndin var að Búnaðarfélagið yrði með í Iðnsýningunni fyrir tveimur ár- um. Var það á döfinni lengi vel. En svo sáu menn fram á að það var ekki hægt. Þar var ekkert rými aflögu til slíks. Tilgangur- inn með þessari sýningu er að skapa meiri velvild í garð land- búnaðarins og sýna hver þróun hans hefur orðið á seinni árum. Einnig að kynna vörur fram- leiðslufyrirtækja landbúnaðarins og sýna hve góð vara er þar framleidd. — Við erum semsagt byrjaðir að vinna hægt og sígandi að undirbúningi Landbúnaðarsýn- ingarinnar. Von er á merki sýn- ingarinnar innan skamms. Allir að minnsta kosti farnir að hugsa og skipuleggja, sagði Agnar að lokum. Og hann bætti við ein- beittur að ekki mætti dragast lengur en fram í næstu viku að skipuleggja svæðið. — E.PÁ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.