Morgunblaðið - 17.02.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.02.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1968 Hraða ber framkvæmdum aðalum- ferðaræða að og frá borginni — Vegamálastjóri vinnur að nýrri brú yfir Elliðaár Leikmenn annast guðs- þjónustu ■ Bústaðasókn Á SUNNUDAGINN, 18. febrúar n.k. annast félagar úr Bræðra- félagi Bústaðasóknar guðsþjón- ustu safnaðarins og bjóða síðan konum sínum og vinum á skemmtun um kvöldið. allir „kirkju“-gestir fjölritaða messuskrá, þar sem ritaður er víxllestur stjórnanda og safnað- ar. Orgelleik og söngstjórn ann- ast Jón G. Þórarinsson. og veg upp Artúnsbrekkur EINS og skýrt var frá í gær, fluttu borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins á fundi borgar- stjórnar í fyrradag tillögu þar sem beint var þeim tilmælum til vegamálastjórnarinnar að hraða sem mest undirbúningi og framkvæmdum við gerð aðal umferðaleiða frá Reykjavík. Er í tillögunni bent á, að til þeiss að framkvæmdir Reykjavikur- borgar við gerð aðalumferða- leiða innan borgarinnar komi að fullum notum, þurfi ríkis- vald og nágrannasveitirnar að vinna markvisst að því, að aðal umferðaræðar utan borgarinnar geti tekið greiðlega við um- ferð að og frá Reykjavík. f tillögunni er sérstaklega bent á að hraða sem mest nýrri brú yfir Elliðaá og veg upp Ártúns- brekku, en vegamálastjóri hef- ur að undanförnu unnið að und irbúningi þeirrar framkvæmd- ar. Birgjr fsl. Gunnarsson mælti fyrir tillögunni og benti í upp- hafi ræðu sinnar á, að það yrði æ meira áberandi, að aðalum- ferðaræðar að og frá borginni, gætu ekki með góðu móti tekið við þeirri umferð, sem nauðsyn leg væri, og væri sýnt að þetta ástand versnaði, eftir því sem lengra liði- Rakti hann síðan helztu fram fcvæmdir borgarinnar við gerð hraðtorauta innan borgarsvæðis ins, svo sem Kringlumýrarbraut ar og Miklubrautar, en henni er efcki hægt að ljúka fyrr en kom in er ný brú yfir Elliðaár. Þá rakti Birgir fsl. þau verk- efni, er nauðsynlegt væri að hefja framkvæmdir við, sem fyrst. Nefndi hann þar m.a. breikkun Skúlagötu og Lækjar- götu og endurbyggingu Kalk- ofnsvegar. Þetta er í stórum dráttum yf 'irlit yfir hraðtorautaframkvæmd ir, sem við blasa innan borgar- landsins sjálfs og borgin sjálf hefur veg og vanda að. Til þess hinsvegar að þessi gerð aðalum ferðaæða innan borgarinnar bomi að fullum notum, þarf að taka til höndum við gerð hrað- brauta út úr borginni frá þeim stöðum, þar sem gatnakerfi sjálfrar borgarinnar endar- Þar kemur til framtak ríkis- valdsins eða vegamálastjórnar- innar svo og nágrannasveitarfé laganna að einhverju leyti. Ég mun nú í stórum dráttum gera grein fyrir því. hverjar þessar brautir eru og hvernig undirbúningi miðar áfram. 1. Vesturlandsvegur á að liggja 1 beinu framhaldi Miklu brautar yfir Elliðaár á nýrri brú og upp Ártúnsbrekku og mun hann að líkindum liggja lítið eitt sunnar en núverandi vegur upp Ártúnsbrekku. Veg- ur þessi mun síðan liggja um Mosfellssveit. Gert er ráð fyr- ir að Vegamálastjórnin byggi nýja brú yfir Elliðaár og geri veginn áfram upp Ártúns- brekku. Þetta er mjög mikilvæg framkvæmd, því að það er kunn ara en frá þurfi að segja. að á þessum stað myndast oft mikil umferðarteppa, sérstaklega á sumrin. Á nokkrum fundum borgarráðs að undanförnu hefur þessi vegur sérstaklega verið ræddur í til- efni viðræðna borgarverkfræð- ings við vegamálastjóra. Undir- búningi er nú nokkuð á veg komið og borgarráð hefur óform lega fallizt á gerð hinnar nýju brúar og legu vegarins, en gert er þó ráð fyrir að það kæmi endanlega til samþykktar. Vega málastjóri hefur áhuga á að gera þetta í sumar, en á þessu stigi mun erfitt að fullyrða um það. 2. Hafnarfjarðarvegur í fram haldi Kringlumýrarbrautar um Kópavog. Undirbúningi að bygg ingu þessa vegar mun langt kom ið, en þessari framkvæmd þarf að hraða eins og unnt er, svo slærnt sem ástandið er á núver- andi vegi. 3- Þá er gert ráð fyrir nýrri braut, svonefndri Reykjanes- braut, er liggi í beinu framhaldi af Elliðavogi, þar sem hann sker Miklubraut um Blesugróf og áfram. Á vegum borgarinn- ar hefur að undanförnu verið unnið fyrir vegamálastjóra að lagningu þessa vegar frá Blesu- gróf að vegamótum Breiðholts- brautar í sambandi við nýja byggð í Breiðtoolti. Undirbún- ingl þessa kafla er nú að miestu lokið, en þessari vegagerð þarf að halda áfram í Fífuhvamm og væri æskilegt að gera þar a. m. k. bráðabirgðasamband við Hafnarfjarðarveg til að létta þungaumferð um Hafnarfjarðar veginn. , 4. Suðurlandsvegi framtíðar- innar er ætlað að liggia frá vegamótum Fossvogsbrautar og Reykianestorautar rétt neðan við Breiðtooltshverfið og þaðan áfram sunnan Elliðaáa og að Rauðhólum og áfram um Suður land- 5. í framhaldi þess vegar, sem ég gat um áður að koma ætti úr Sóleyjargötu framhjá umferðamiðstöð og Loftleiðum í Fossvogi er gert ráð fyrir Fbss vogsbraut um Fossvogsdal, er tengist beint við Suðurlandsveg, þannig að myndast geti greið- fær leið að miðfoorginni um tvær hraðbrautir fyrir þá, sem koma utan frá borginni. Hin öra þróun í okkar umferð armálum gerir það að verkum, að líklegt er að fliótlega þurfi að gera tvær síðast nefndu brautirnar, a.m.k. fljótlega eft- Framh. á bls. 22 Það hefur nokkrum sinnum gerzt við guðsþjónustur í Bú- staðasókn, að presturinn hefur fengið sér sæti, þegar kom að prédikuninni, en eitthvert sókn arbarnanna stigið í stólinn. Nú á sunnudaginn kemur annast meðlimir Bræðrafélags sóknar- innar guðsþjónustuna að öllu öðru leyti en því, að sóknarprest urinn lýsir blessun í lokin. Á sunnudaginn er það Aðal- steinn Maack, byggingaeftirlits- maður, sem stígur í stólinn og prédikar, en flutningur ýmissa liða er falinn þessum meðlim- um Bræðrafélagsins: Davíð Kr. Jenssyni, byggingameistara, Gísla H. Jóhannssyni, verzlunar- manni, Jóhanni Bj. Magnússyni, kaupmanni, Jóni Jónssyni, fiski- fræðingi og Úlfari Eysteinssyni, matreiðslumanni. Við guðsþjónustuna, sem hefst kl. 2 í Réttarholtsskólanum, fá Bítloi d ierð Nýju Delhi 16. febr. AP. BÍTLARNIR John Lennon' og George Harrison komu \ flugleiðis til Nýju Delhi íí 1 gær. Konur þeirra eru í fylgd / I með þeim. Bítlamir héldu ’ rakleitt til bústaðar læri- meistara þeirra og andlegs j ' leiðarljóss, Maharisihi Mahesh en ekki er vitað hversu langal viðdvöl þeir Lennon og Harri-1 son hafa hjá honum að þessu { sinni. Ránsmálið í Kaupmannahötn: íslendingurinn dæmdur í 15 mán. fangelsi Eínkaskeyti til Mbl. 16. febr. 31 ÁRS íslendingur, Magnús Jónas Sigurðsson að nafni, hefur verið dæmdur í borgarréttinum Athugasemd SIS út af rannsökn bankanna MBL. barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá Samfoandi íslenzkra samvinnufélaga: „Eins og fram hefur komið hefur Samtoand ísl. samvinnu- félaga ofreiknað frystihúsum á sínum vegum fyrir framleiðslu ársins 1966 til frystihúsanna. Þá ar Sambandið að taka fram eft- irfarandi að svo stöddu: f febrúar mánuði 1967 var á- kveðið að afreikna framleiðslu ársns 1966 tl ifrysthúsanna, Þá voru á vegum Sambandsins ó- venjumiklar birgðir af freðfiski, aðallega í Bandaríkjunum. Sjávarafurðadeild Sambands- ins og sölufélag þess í Banda- ríkjunum framkvæmdu mat á þessum birgðum miðað vð mark aðshorfur. Þetta mat reyndist of hátt af tveimur ástæðum fyrst og fremst: 1. Mikið verðfall á fiskblokk átti sér stað eftir febrúar 1967, en við því hafði ekki verið bú- izt. 2. Mikið og óvænt verðfall varð á tilbúnum fiskréttum, þeg ar líða tók á sumarið 1967, sem ekki hafði heldur verið gert ráð fyrir. Þess skal getið, að hinar miklu birgðír af freðfiski um áramótin 1966-67 áttu að nokkru rætur sínar að rekja til þess, að hin nýja verksmiðja sölufélags- ins, Iceland Products, var seinna tilbúin en áætlað hafði verið og við byrjunarörðugleika var að etja- Auk þess höfðu afskipanir fyrri hluta ársins 1966 tafizt af óviðráðanlegum orsökum, svo sem strandi Jökulfellsins, en það var fná siglingu í um þriggja mánaða skeið, einmitt á þeim tíma, sem markaðurinn var hagstæðastur. Samfoandið hefur lýst yfir því, að það taki fulla ábyrgð á greiðslu fulls skilaverðs til bankanna". í Kaupmannahöfn í fimmtán mánaða fangelsi fyrir aðild sína að ráni á Valdemarsgötu í Kaup- mannahöfn hinn 3. janúar sl. Ránið framdi hann ásamt öðrum íslendingi, sem nú er í fangelsi á íslandi fyrir tvær ránárásir á Vesterbro í Kaupmannahöfn. Magnús játaði fyrir réttinum að hafa rænt peningafouddu með 35 dönskum krónum frá manni, sem félagi hans hefði beint byssu að inni í porti nokkru. Þegar dómurinn hafði verið kveðinn upp óskaði hann eftir því að mega afplána refsinguna heima á íslandi. Bón hans var skráð í réttarbækur og verjandi hans, Jette Hecht Johansen hóf þegar viðræður við dönsk og íslenzk yfirvöld um málið. En það get- ur tekið sinn tíma að ganga frá því, þar sem beiðnin verður lík- legast að fara þá leið, að Magnús sendi hana til yfirstjórnar ís- dönsku fangelsanna, sem siðan senda hana til yfirstjórnar ís- lenzkra fangelsa. Enda þótt Magnús hafi aðeins verið dæmdur fyrir aðild að ráni, er svo litið á, að dómurinn sé mildur. Algengt er að rán séu framin í Kaupmannafoöfn og eru dómar danskra yfirvalda fyrir þau yfirleitt harðir, til þess að þeir verði öðrum tú viðvör- unar. Verjandi Magnúsar sagði, að dómurinn væri eins mildur cg hugsanlegt væri í Kaupmanna- höfn. Upphaflega var Magnús einnig sakaður um að hafa tekið þátt í ránstoótun við ljósmynd- ara frá Politiken, sem náði að taka mynd af félaga toans og kom þannig upp um hann. En ákæru- valdið lét niður falla þá ákæru. — Rytgaard. Engar eáhyggjur Washington, 16. febr. AP-NTB SÍÐASTLIÐINN föstudag varð varnarliðið á íslandi vart við fimm rússneskar orrustuflugvél ar, sem flugu í námunda við Grænland og nýfundnaland, að því er segir í frétt frá kana- díska varnarmálaráðun.eytinu. Fóru vélarnar næst Nýfundna- landi í um 100 km fjarlægð áð ur en þær sveigðu burt- Taismaður bandaríska land- varnaráðuneytisins í Waishing- ton sagði í dag, að alloft komi fyrir að sovézkar orrustuþotur fljúgi nærri ströndum Banda- ríkjanna en þær hafi aldrei Skert lofthelgi þeirra og því hafi Bandaríkjamenn ekki haft nein ar sérstakar áhyggjur af þessu flugi. Til öryggis voru þó banda rískar flugvélar af Keflavikur- flugvelli sendar á eftir sovézku vélunumi, flugmenn tóku mynd- ir af þeim, kölluðu þær upp og mæltust tíl að þær sneru burt. Danska stjórnin kveðst ekki hafa neinar upplýsingar. sem bendi til þess, að sovézkar or- rustuivélar hafi skert lofthelgi Grænlands. - VIETNAM Framh. af bls. 1 segir að slíkar tölur verði ekki birtar fyrr en að þeim loknum. Hinsvegar upplýsti hann að 2 þúsund N-Vietnam hermenn hefðu fallið í bardögunum um borgina. Þá hefur talsmaður flughers Suður Vietnamhers staðhæft, að sumstaðar í Hue hafi skæruliðar fundizt hlekkj- aðir við vopn sín. Barizt var víða annarsstaðar í S-Vietnam í dag og loftárásir gerðar bæði þar og á Nodður Vietnam. Alls hafa Bandaríkjamenn nú misst 800 flugvélar í loftárásum á Norður Vietnam. Við Khe Sanh stöðina gerðu B-52 sprengjuflugvélar loftárásir á stöðvar skæruliða og N-Viet- namhers. Hinsvegar var veður svo slæmt við Khe Sanh í dag að varpa varð vistum og vopn- um til bandarísku hermannanna úr fallhlífum. Var það gert eftir tækjum, þar sem flugmennirnir sáu ekki til jarðar og hefur slíkt ekki gerzt í þessari styrjöld fyrr. í dag komu tll Vientiane, höfuborgar Laos þrír banda- rískir flugmenn, sem stjórn Norður-Vietnam hefur látfð lausa. Höfðu þeir verið hand- teknir í september og október sl. er flugvélar þeirra voru skotnar niður. Flugmennirnir voru afhentir meðlimum banda- rískra samtaka, sem berjast gegn stefnu Bandaríkjastjórnar í Vietnam, prófessor að nafni Howard Zinn og presti að nafni Daniel Berriegeng. Haft var eftir einum flugmannanna David Paul Matheny, að þeim hefði verið séð fyrir helztu nauðsynjum meðan þeir voru í fangelsi. - 100 ÞUSUND Framh. af bls. 24 bifreiðastjóra á Hreyfli, og að ekki skuli hafa tekizt að finna þann seka. Vegna þessa atburðar teljum við nauðsynlegt, að allt það sé gjört, sem í mannlegu valdi stendur til að auka öryggi bif- reiðastjóra í starfi og tryggja það, að slíkir atburðir endurtaki sig ekki. Eina tiltækilegustu leiðina til þess teljum við að vinna að því, að talstöð verði sett í allar atvinnubifreiðar, en vegna hárra tolla á talstöðvum hefur fjöldi bifreiðastjóra ekki talið sig hafa efni á því að setja slíkar stöðvar í bifreiðar sínar enn sem komið er. Af þessu tilefni skorar fund- urinn á stjórn s.f. Hreyfils að taka mál þetta upp við opinber stjórnarvöld og vinna að því, að tollur af talstöðvum, öryggis- skilrúmum eða öðrum þeim ör- yggistækjum, sem til greina koma, verði stórlega lækkaður til samræmis við toll á sams konar öryggistækjum til sjávar- útvegsins." Ingólfur Þorsteinsson varð- stjóri hjá rannsóknarlögreglunni var viðstaddur fundinn og sagði hann: ,,Ég held, að þetta peninga- boð, gæti örvað fólk, sem fram að þessu hefur ef til vill ekki gert sér grein fyrir því, að það byggi yfir upplýsingum viðvíkj- andi þessu máli. Ég vil enn einu sinni taka það fram, að með allar upplýsingar, sem rannsóknarlögreglunni eru gefnar, er farið með sem trún- aðarmál." Þá sýndi stjórn s.f. Hreyfils fréttamönnum milliskilrúm úr öryggisgleri, sem komið hefur verið fyrir í einum stöðvarbíln- um. Slíkt skilrúm var reynt í einum bíl fyrir um einu og hálfu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.