Morgunblaðið - 17.02.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.02.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1960 t SÍH' 1-44-44 mmm Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 effa 81748 Sigurður Jónsson. BÍLALEIGAiM - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. SPARW FYRIRHSFN RAUOARARSTÍG 31 SflVII 22022 Nýr sími 23-222 SENDIBILAR H.F. Einholti 6. AU-ÐVITAÐ ALLTAF Hitaveitan okkar. Fyrsta bréfið í dag fjall- ar um Hitaveituna. „Heiðraði Velvakandi. Mig langar til að koma nokk- um línum á framtfæri. Ég ætla ekki að fjargviðrast út af húskuldanum í vetur — og undanfarna vetur. Nú er orðið hlýtt í húsum íhér í kuldabelt- inu og menn eru ánægðir. Auð- vitað er ég í þeinra hópi, en er þó ekki eintóm þakklátsem- in og sætti mig ekki við það eitt að vona nú á tækniöld. Það bar llíka svolítið á tortryggni 'hjá einum viðmælenda Morg- unblaðsins og ég er þar skoð- unarbróðir hans. Við höfum nú lifað hlýindatimabil, en ég man vel frostaveturinn 1918, þegar ég var úti að starfi. Það eru aðeins 50 ár síðan, en ef til vill hafa einhverjir af verkfræð- ingum hitaveitunnar verið ófæddir og hitaveitustjóri var ungbarn. Við þekkjum lika frá- sagnir af frostavetrum, en þeim skal sleppt hér, enda skrifaði Markús heitinn Sigur- jónsson ágæta grein um þessi efni í Morgunblaðið. En efni þessara lína er nokkrar spurningar, sem mig langar að fá svarað. Ég er ófróður „leikmaður" um tækni hitaveitunnar og var ekki á húseigendafundinum í vetur, og ég hlaut ekki fræðslu þar. Við, sem höfum einfalda hita- vatnslögn, vitum, að heita vatnið rennur úr pípunum og burt. Þegar kólnar er rennslið aukið og ill reynsla hefir kennt okkur, að vatnið getur þorrið. Nú hefir vatnsmagnið verið aukið, en takmörk hljóta að vera fyrir því, fave miklu er hægt að bæta við. Ný hús og hverfi bætast við og eittíhvað vatn hljóta þau að fá. En til hvers eru tvöföldu hitaleiðslurn ar? Mér skilst, að þser séu til þess gjörðar, að ekki renni alR vatnið burt og leiðslur tæmist. Með þessu er mikið unnið. Það er ekki tiltökumál, þótt hita- Áprcntuðu límböndin Allir lltir. Allar breiddir. Statív, stór og lítO. Kar! M. Karlsson & C«. Karl Jónass. . Karl M. Karlss. Melg. 29. . Kóp. . Símj 41772. veitan geti ekki haldið fullum þrýstingi og fullum herbergis- hita í miklum og langvinnum frostum, en betri er hálfur skaði en allur, og ef alltaf er vel volgt vatn í pípum og ofn- um þá þarf þó ekki að óttast, að hitatækin springi. En spurning- ar mínar eru þessar: Hvað er átt við með því, að hitaveitan þoli ákveðið frost, t.d. aðeins 6, 8 eða 10 stiga frost? Og er þá átt bæði við einfalda og tvöfalda lögn? Hvernig tryggir ihitaveitan það framvegis, að heita vatns- rennslið þrjóti ekki í miklum og langvinnum frostum? Þetta síðastnefnda er aðalatriðið. Mér er tjáð, að ‘húsibyggjendur séu hættir að setja eða gjöra ráð fyrir kynditækjum í nýjum hús um og jafnvel hætt að horfa á þeim reykháfa. Hvernig í ósköpunum má það vera, að borgaryfi'rvöldin líði slíkar framkvæmdir, ef hitaveitunni væri ekki ætlað að anna upp- hitun húsa á hitaveitusvæðinu nema að nokkrum hluta? Reykjavík 15. febr. 1968 Ámi Ámason. Endurgreiði þjóðfélag- inu áður en þeir setjast að erlendis. Ýlir skrifar: „Velvakandi góður. Ég sé að ýmsir fá inni hjá þér með hugleiðingar sinar, og langar mig nú til þess að leggja orð í belg. Eftir því sem mér hefur skilizt er urgur nokkur meðal stúdenta vegna lánamála þeirra. Virðist þar við ýmsa erfiðleika að etja, og það að vonum þar sem mál þessi eru ekki jafn auðleyst og mörgum finnst ef til vill í fljótu faragði. Ég er því fyllilega sammála, að íslenkk æska sé styrbt til náms og stuðlað að því eftir fremsta megnd að hún verði sem bezt undir m'anndómsár sín búin, þannig að hún geti orðið þjóð sinni tii sem mests gagns. Nú viðurkenna allir, að þótt bókvitið verðd ekki í ask- ana látið sé menntun máttur. Við höfum ekki efni á því að félítil ungmenni verði að hætta námi vegna fjárskorts. Þeim verður að hjálpa. — En tak- mörk hljóta þó að vera fyrir því, hve langt skal gengið — og erfitt að gera sér grein fyrir, hverjum hjálpa skal til fram- haldsnáms og hverjum ekki. Námsmenn hafa síður en svo gott af því að hafa of mikil fjár ráð, og þess vegna verður lán- veitandinn að reyna að gera sér grein fyrir, 'hvar þörfin er mest. En svo er það annað, einlhliða kröfur getur enginn gert til fósturjarðar sinnar. Enginn námsmaður, hve efnilegur sem hann er, getur krafizt þess af þjóð sinni, að hún styrki hann til mennta til þess eins að gera honum kleift að snúa við henni baki og láta aðra njóta hæfi- leika sinna. Þá er öðrum færð- ur endurgjaldslausl afrakstur- inn af elju okkar. Ég mæli ekki með átthaga- fjötrum, en mér finnst að þá lágmarkskröfu verði að gera til íslenzkra menntamanna, að þeir Ihvergi ekki til búsetu er- lendis fyrr en þeir hafa endur- greitt þjóðfélaginu það fjár- magn, sem eytt faefur verið til menntunar þeirra. Nóg er blóð- takan samt. Finnist þeim það fórn — ætti manndómur þeirra að minnsta kosti að vera það mikill, að þeir færðu hana — þó annað kæmi ekki til. Trúlegt er, að margir, sem yfirgefa landið, fari ekki til náms erlendis með þeim ásetn- ingi að setjast þar að, en þegar til kastanna kemur verða eig'in hagsmunir, eða stundarhagur, þjóðerniskenndinni sterkari. Aðrir hafa lítla eða enga mögu- leika til starfs hér heima á því sviði, sem menntun þeirra nær tiL Er kannski skiljanlegt, að þeir vilji notfæra sér lærdóm sinn þar sem tækifærið býðlst. En þetta vita flestir fyrirfram, áður en námið er hafið — og eigum við að styrkja þá til þess nárns, vitandi það, að því fé er kastað á glæ, ef til vill á kostn- að annarra, sem hér ætla að vera og vinna? Nei, vandinn í samtoandi við styrk og lánveitingar til náms- manna er ekki svo auðleystur. Þó finnst mér að svo verði að búa um hnútana, að þeir, sem styrktir eru, hlaupist ekki spor- laust á brott — gefi fóstru sinni langt nef og segi kannski ekki einu sinni „takk“. Segja má að ekki sé rétt að tala um fjárhagshliðina, þegar horft er á eftir glötuðum syni eða dóttur. En það minnkar ékki sviðann, að ef til vill hefur þetta fólk tekið styrk frá öðr- um, sem unnið hefðu landi sánu allt og notið menntun sína í þágu þess. Ýlir“. Lofið kisu litlu að borða fiskinn sinn. Ingibjörg Þorbergs skrifar: „Velvakandi birUr í dag smá- klausu eftir eiwhvern, sem kallar sig „H“. yirðist „H“ hneyksl'ast og telja það sljóva hugsun, að _ kona hafi sagt í Barnatíma Útvarpsins, að dýr og fuglar borðuðu. Ég vil taka fram, að ég er ekki sú kona. Hinsvegar fór ég að hugleiða þetta. Hélt ég, að úrelt væri að tala um „skynlausar" skepnur, sem svelta mætti og sparka í að vild. Við erurn alltaif að brýna fyrir börnunum að vera góð við dýrin og umgangast þau sem vini sína. Hvers vegna mega þessir vin- ir þá ekk'i borða? — Og hvers vegna þarf að tala um kjaftinn á þeim? — o.s.frv. Verst er, að við skulum þurfa að nota sögnina að sofa um þau eins og okkur sjálf. Við getum kannski fundið upp nýyrði, eins og t.d. að „rúma“ (sbr. að borða), til þess að fullvissa okkur um, að við séum ekki dýr! — Jafnvel þó að einhvers- staðar standi, að maðurinn sé grimmasta rándýr jarðarinnar! Annars verð ég að segja, að mér finnst sögnin að borða, ekkert fallegri en sögnin að éta, — þó að sagt sé éta með é hljóði. Enda þætti okkur víst álíka óeðlilegt talsmál að segja eta með e hljóði, eins og við færum að segja eg í staðinn fyrir ég. Sé sögnin að borða eingöngu bundin við dúklögð borð, er hún víst oft misnotuð. Auðvitað eigum við að hafa orðaval okkar sem fjölbreyti- legast. Við getum sagt; borða, snæða, éta, fóðra o.s.frv., eftir því hvað við á 'hverju sinni, enda sjáTfsagt að nottfæra okk- ur þann orðaforða, sem við höf- um yfir að ráða, hvort toeldur um át eða annað er að ræða. Og bágt á ég með að trúa, að málfræðingunum okkar finnist ekki sjálfsagt að lofa t.d. kisu litlu að borða fiskinn sinn — jafnvel þó að diskurinn hennar standi á góltfinu! Ingibjörg Þorbergs". ^ 500 króna sparimerki Hagræðingur skriíar: „Kæri Velvakandi! Mig langar til að biðja þig að koma á framfæri til réttra aðila, (sennilega póststjórnar- innar), hvort ekki sé ráðlegt að gefa út Kr. 500.00 sparimerki og Kr. 500.00 orJofsmerki. Það myndi spara mikla vinnu 4já stærri fyrirtækjum, að þurfa ekki að telja alla þessa merkja- hrúgu. Einnig hvort ekki væri faægt að afnema: einna, tveggja og fimim krónu merkin. Þetta myndi spara mikla vinnu og veita meira öryggi við taln- ingu. Með kæru þakklæti, Hagræðingur". Varðberg Hádegisfundur Varðberg Varðberg og Samtök um vestræna samvinnu halda sam eiginlegan hádegisfund í Þjóðleikhúskjallaranum í dag. Ræðumaður fundarins verður Norðmaðurinn EIVIND BERDAL, upplýsingafulltrúi Atlantshafsbandalagsins. Nefnir hann erindi sitt: ER NATO NAUÐSYNLEGT? Að erindi sínu loknu mun ræðumaður svara fyrirspurn um fundargesta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.