Morgunblaðið - 17.02.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.02.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. FÐBRÚAR 196« Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson: Fiskað í grugguðu vatni „.. átti hver maður að verzla við kaupmann þeirrar sveitar, er ha-nn var búsettiur í, og lá við búslóðarmissi og Brimar- Ihólmsvist, ef út af var brugðið.“ Andi sá er í þessari frásögn fellst kom upp í huga mér við lestur viðtals Kristjáns Jóh. Kristjánssonar við Morgunblað- ið, 31. f. m. Þar er lítillega minnst á nokkra tilburði til út- flutnings umbúða, en aðal inn- tak viðtallsins er óhróður um Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og rangtúlkun á samskiptum hennar við Kassagerð Reykja- víkur og stofnun eigin umbúða- fyrirtækis. Eftirtektarvert er, að jafn ólík málgögn og Alþýðublaðið og Þjóðviljinn með Vísi í broddi fylkingar hafa undanfarin tvö ár fallizt í faðma í fordæming- arvímu af tilefni fjárfestingar, sem svarar til verðmætir 300 tonna báts. Vegna fjárhagsörðugleika frysti húsanna og þar af leiðandi stöðvunar þeirra nú um áramót- in hefur forráðamönnum Kassa- gerðar Reykjavíkur þótt henta að grípa tækifærið og fá þennan áróður sinn endurprentaðan. Af hálfu S.H. hefur lítt verið hald- ið uppi andmælum og hér mun ekki gerð tilraun til að elta ÓJ- ar við allar staðleysur Kassa- gerðarinnar í þessu máli, en fullyrðingar Kristjáns Jóh. Kristjánssonar í nefndu viðtali teknar sem dæmi um hæfileika forsvarsmanna Kassagerðarinnar till að axla þá ábyrgð að hafa einokunaraðstöðu í verðlagningu á allt að helmingi sinna við- skipta við eitt fyrirtækj og jafn- framt stærsta kostnaðarlið frysti húsanna, ef hráefni og launa- kostnaður er undanskilinn. Höfuðröksemd K. R. gegn framtaki S. H. um eigin umbúða framlieiðslu og jafnframt þau rök, sem mestan hljómgrunn hafa fengið manna á meðal er sú, að Kassagerðin eigi fallegt og stórt hús með nýjum vélum og geti hæglega fullnægt um- búðaþörf frystihúsanna. f vel- flestum löndum. þar sem fram- tak einstaklinga eða félaga er leyfilegt í viðskiptum. þarf nú orðið meira til, en að eiga nýtt hús og nýjar vélar. svo að af- koma fyrirtækis sé tryggð. Höf- uðskilyrði mun vera, að forráða- menn fyrirtækis hafi hæfileika til að sannfæra viðskiptarvini um, að hag þeirra sé bezt borg- ið með því að eiga öll sín við- skipti við fyrirtækið. Hér erum við komin að kjarna þessa máls, því að forráðamönnum Kassa- gerðarinnar hefur algjörlega mistekizt að sannfæra frysti- húsaeigendur um. að hagkvæm- azt væri fyrir þá að kaupa all- ar sínar umbúðir frá Kassagerð- inni. Máltækið segir, ,.að það þurfi sterk bein til að þola góða daga.“ Það er einnig mikil freisting að heyta aðstöðu í við skiptum til hins ýtrasta. Fyrir þessari freistingu 'hefur K. R. faliið og levft sér að senda S. H. bréflegar tilkynnigar um stórhækkanir á umbúðum og neitað að ræða eða skýra, hvern ig þær væru til komnar. Því hefur verið haldið fram, að ekki væri um neina einokun- araðstöðu hiá K. R. að ræða, þar sem heimilt væri að flytja inn umbúðir, og það tollfrjálst. Hér eætir nokkurs misskilnings því þó sleppt sé öl]u ó*hagræði og kostnaði f sambandi við inn- flutning vegna vaxta og geymslukostnaðar, þá gætir mik illar fiarlægðarverndar við flutning iafn fyrirferðarmikillar vöru. Mun þessi verðmunur nema sem svarar 10—20% tdlli. eða um 5 miiljónum á umbúða- notkun frysitihúsana á hverju ári. Við höfum fylgzt með erlend- um umbúðaverðum og það virð- ist K. R. einnig hafa gert, því yfirleitt hefur samanburður leitt í ljós, að það hentaði þeim að nýta þessa fjarlægðarvernd. Nokkuð hefur verið á lofti hald- ið, að K. R. væri vel rekið fyr- irtæki. Má vera að svo sé, en frernur virðist mega líta á þetta sem fullyrðingu en staðreynd á meðan rök eru ekki tilfærð og viðhlýtandi mælikvarði ekki fyr ir hendi. Þó má segja, að sam- keppnisaðstaða sé ekki sterk, ef vandkvæði eru á að selja frænd um okkar á Grænlandi og í Fær eyjum, þar sem landfræðileg að Eyjólfur fsfeld Eyjólfsson staða Virðist ihagstæð. Fróðlegt væri að K. R. gæfi upp verð og magn þessara útfluttu umJbúða til saroanburðar við þau kjör, sem ísl. frystihúsin njóta. Þá verður ekki síður fróðlegt að sjá, hvort K. R. getur nú boðið einstökum frystihúsum hagstæð ari kjör en S. H. gat náð. Kristján Jóh. Kristjánsson miðlar okkur þeim fróðleik, að stærstu pökkunarfyrirtaeki heirns (eins og hann nefnir þau), svo sem Findus, Birds Eye og Ross, „sjái ekki ástæðu til að eiga eig- in umbúðaverksmiðju sjálf, heldur kaupi umbúðirnar, þar sem þau fái þær á hagkvæmasta verði“. Draga verður í efa-, að Kristján Jóh. Kristjánsson gera sér nokkra grein fyrir, hversu víðfeðmar fyrirtækjasam.steypur hann minnist hér á, þar sem eign eða eignarhlutdeild í um- búðaverksmiðju er mjög senni- leg og þættu engin tíðindi. Þetta er þó ekfci aðalatriði máilsins, heldur hitt, að Kristjáni Jóh. Kristjánssyni er vel kunnugt, að S. H. á fyrirtæki í USA, sem pakkar fiski í umbúðir. Umbúða- kaup þar eru meiri en S. H. kaupir frá K. R. og samt hefur ekki komið til tals að eiga þar eigin umbúðaverksmiðju. Skýr- ingin er einfaldlega sú, .að þar eru mörg fyrirtæfci, sem bjóða umbúðir, og þær eru keyptar frá þeim, sem býður þær á hag- kvæmasita verði. Kristjáni Jóh. Kristjánssyni finnst það firn mikil að S. H. skuli hafa leitað eftir eignar- hlutdeilld í K. R. Ekki þyrfti hann þó lengi að kynna sér starf semi þeirra erlendu fyrirtækja, sem hann nefnir til að komast að raun um, að kaup fyrirtækja er þar talinn sjálfsagður þáttur í viðskiptum, enda eru fyrirtæki efcki annað en hver önnur vara með sitt maraðsverð. Miðað við kringumstæður var þettta að mörgu leyti eðlilegasta leiðin til að leysa þetta mál, enda tók Kristján Jóh. Kristjánsson þess- ari málaleitan vel í byrjun. Þeg ar K. R. hafnar þessu tilboði, gerir S. H. lokatilraun til að nýta hin ágætu hús og vélar K. R. Forsvarsmönnum Kassa- gerðarinnar. er því gefinn kostur á samkomulagi um framleiðslu aillra umbúða fyrir S. H. með því eina skilyrði, að við mættum sannfæra okkkur um, að þær væru á sanngjörnu verði miðað við tilkostnað. Eigi skulu hér raktar allar þær viðræður og bréfaskriftir, sem áttu sér stað milli S. H. og K. R. um þessi mál. Niðurstaðan í samningsuppfcasti K. R., sem Kristján Jóh. Kristjánsson af skiljanlegum ástæðum fer létti- lega yfir, varð þannig: 1. Samkomulagið nái aðeins til öskjukaupa (sem Umbúðamið- stöðin ætlar að framleiða), en ekki til bylgjukassa (sem ætlun- in var að kaupa áfram frá K. R.) 2. Við útreikning framleiðslu- kostnaðar og þar með verðs til S. H.. skal miða við: a) afskriftir af endurkaupsverði véla (ekki bólkfært verð), b) hæstu sparisjóðsvexti á hverj um tíma af eigin fé K. R. c) 8% af veltu í hreinan hagnað, umfram vexti af eigin fé. Fróðlegt er að bera þennan starfsgrundvölll saman við það,. sem frystihúsunnum er ætlað. Afkorou þeirra má ekki miða við að þau hafi fyrir bókfærðum af- skriftum og nánast talin þjóðar- ógæfa, ef einhver hafa sem svar- ar vöxtum af eigin fé, að ekki sé minnst á hagnað umfram það. 3. S. H. máttti fylgjast með (eins og það var orðað), hvern- ig þettta væri framkvæmt. Við vildum hins vegar fá að skoða og sannfæra okkur um útreikn- ing fr'amleiðslufcostnaðar. Á þessu tvennu er regin munur í framkvæmd. Safflb'liða þessu, eða í marz 1966, sendir K. R. nýja verðskrá, sem felur í sér 8% hækkun á öskjum og 21.7% hækkun á bylgjupappakössum og nam þetta um 5 milljón króna hækikun á umbúðakostnaði frysti'húsanna á ári. Áttu þessi verð að vera mið- uð við þann grundvöll, sem fram kom í samningsuppkasti K. R. Nú í ársbyrjun tilkynnti K. R. 2—3% hækkun á öskjum en 28% hækkun á bylgjupappaköss- um. Getur það verið tilviljun, að urobúðirnar, sem K. R. þarf nú að framleiða í samkeppni við Umbúðamiðstöðina hækka snöggtum minna en byilgju- pappakassarnir, þar sem einok- unaraðstaða 'heldur áfram? Þótt Kristján Jóh. Kristjáns- son hafi setið nofckra aðalfundi S. H., sem einn aif eigendum a.m.k. eins hraðfrystihúss, virð- ist honum ókunnugt um tilkomu og tilgang sjóðseigna félags- manna. Fyrir að annast sölu á framleiðslu félagsimanna ásamt margháttaðri annarri þjónustu tekur S. H. 2% sölulaun. Undan- farin ár hefur tilkostnaðurinn ekki numið nema um 1%. Ef Kristján Jóh. Kristjánsson getur bent á fyrirkomulag, sem gæfi frystihúsunum hagkvæmari og ódýrari þjónustu á þessu sviði, t.d. með samanburði erl. frá, þá væri það vel þegið. Þessi tekju- afgangur 'hefur síðan verið not- aður í sameiginlegar þarfir frysti 'húsanna. Erlendis í sölufyrir- tæki og verksmiðj'u S. H. og inn anlands í skrifstofuhúsnæði, vörugeymslur og umbúðabirgðir fyrir framleiðsl'una. Þegar sam- töfcin hafa séð sig tilneydd að verjast ágangi einstakra aðiila í viðskiptum, eins og t.d. að því er varðar umbúðir, þá er leyfð út- borgun á hluta þessara inneigna, en félagsmönnnum í sjálfsvald sett, hvort þeir nota féð sem stofnframlag í sameiginlegt um- búðafyrirtæki, eða hvers annars, sem þeir telj.a sér betur henta. Hins vegar hafa samtökin unn- ið að því að starfsgrundvöllur frystihúsanna væri með þeim hætti, að þau gætu 'haldið eign- um sínum við og ennfremur hef- ur verið reynt að stuðla að því, að þeir sjóðir sem til þess eru ætlaðir í landinu lánuðu til end- urbót.a. Þó mun árangur þeirrar viðleitni lítill, ef borið er sam- an við fyrirgreiðsilu Iðnlánasjóðs Úr Umbúðamiðstöðinni til Kassagerðar Reykjavíkur, sem •roun hafa numið 15 millj. króna á sl. ári. Vart hefur K. R. þurft endurbóta við, svo sennilega er þarna um nýja fjárfestingu að ræða. Kristján Jó'h. Kristjánsson seg ir í umræddu viðtali: „Okkur (þ.e. forráðamönnum K.R.) hef- ir hins vegar fundizt, að ekki hafi verið um almennan áhuga frystihúsaeigenda í landinu fyr- ir stofnun sérstaks umibúðafyr- irtækis." Engan skyldi undra þótt erfið- lega gangi að eiga samninga við menn, sem ferðast í ein'hverjum sérstökum hugarheimi fjarri raunveruleikanum Staðreyndin er sú, að 52 frystihús stóðu að stofnun Umbúðamiðstöðvarinnar h.f., en starfandi frystihús inn- an samtaka S. H. hafa verið um. 55 talsins. Höfðu þeir aðilar, sem að félaginu stóðu um 90% af heildarframleiðslumagninu. Fyr- ir þá, sem til þekkja, gengur það kraftaverki næst, að forráða mönnum Kassagerðar Reykjavík- ur skuli hafa tekizt að sameina j.afn ólík sjónarmið, sem rúmast innan ramma Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, og mun silík- ur sam'hugur í framkvæmd mála vera nær einstæður í sögu sam- takanna. ,,Þau eru verst, hin þöglu svik...## ÞÁTTURIiSrN „Daglegt líf“, sem Ríkisútvarpið flytur lanidsmönn um á laugardagskvöldum mun yfirleitt vinsæll með hlus'tend- um, enda oftast vel úr garði gerður og hinn fróðlegasti. Út af þessu brá þó all hastar le?a á laugardagskvöldið, hinn 10. þ. m- Skipstaparnir hörmu- legu við Djúp voru mönnum þá en.n í fersku minni, enda ný orðnir. Þótti því umsjónarmanni þáttarins hlýða að lýsa því yfir í þáttarbyrjun. að nú ætlaði hann að eiga viðt'öl við nokkra beirra manna, er mest (eða mik ið) höfðu haft að gera, í sam- bandi við sjóslysin að undan- förnu. , Hugðu menn nú gott til, og bjuggust við að heyra radidir þeirra manna við Djúp, sem af drengskap og dugniaði stóðu að leit og biörgun þessa dimmu daga. En — miarfft fer öðruvísi en ætlað er. Hr. Árna Gunnars- syni þótti hér betur hæfa til- efninu að tala við hál'fan tuig Reykvíkinga um þeirra hlut- verk í harmleiknum vestra, eða afskipti þeirra af afleiðingum hans- Efcki efa ég, að allir hafa þeir leyst hlutiverk sín þokfca- leaa af hendi, og sumdr senni- lega með ágætum, enda tæpast langbrafctir við þá iðju. Og um einn þeirra, Hannes Hafstein, veit ég af eigin kynnum, að hann hefði sómt sér jafn vel í klaka- fj'öru sem á kontórstól. Enda var hann eini maðurinn, í þess um þætti, sem ég varð var við að gæti þeirra að verðleikum, er fremstir stóðu í hildarleikn- um vestra. Er slíkt drengilega mœlt, og honum líkt. Hvað er hér að gerast? Eiga landsmenn, kostendur útvarps- ins, að trúa því, að þessi til- tekni starfsm'aður Ríkisútvarps- ins hafi svo ótrúlega bjagað mat á veruleikanum, að hann telji þessa rnenn geta gefið glegffsta mynd af því, sem gerð- ist við Djúp. þessa eftirminni- legu febrúardaga? Reyfcivísk bú seta hans nægir tæpast til skýr ingar á svo hörmulegri glám- skyggni, þótt margri Faxaflónsk unnd eigi menn að venjast úr Ingólfsbæ. — Eða er e.t.v- hugs anl'egt að íslenzka ríkisútvarpið telj sig ekfci hafa efni á því að senda fréttamenn á vettvang, þeaar svipað er ástatt og hér var? — En hvað sem valda kann, þá er hvorugur þessa kosta góður. Við hverja átti þá útvarpið að eiga viðtöl af þessu tilefni? Áð ur en ég svara þessari spurn- ingu, vil ég minna á þá raun- ar sjálfsögðu staðreynd, að til þess eru fréttaviðtöl, að þau kasti lj'ósi eigin kynna og reynslu sögumanna að atburð- unum, svo að við það skýrist þeir og skerpist í vitund hlust- enda. Sé þetta haft í huga, sést glöggt, að af nógu er að taka. Starfsmenn loftskeytastöðvar- innar á fsafirði, félagar slysa- varnadeildanna á Isafirði og nágrenni, hjálparsveit skáta á ísafirði .álhafnir varðskips og báta. sem leituðu hinna týndu og biörguðu því, sem bjargiað varð, líknarlið sjúkra'hússins og heimamenn við Djúp, — allir þessir, og m.argir fleiri, unnu hér að með ágætum og gátu því sjálfir trútt um talað, hefði til þeirra verið leitað. Eðia mundi ekki landsmönnum þykja rneiri fengur að lýsingu þessara manna á aðstæðum vestra við leit og björgun, en hjali kontóríusanna um ærsl og yfirgang brezku blaðamann- anna við stýrim'annsfrúna af Ross Cleveiand, sem Árni innti þá sem grandgæfiliegast eftir- En, — til hvers þessi skrif? Eðlilegt er, að svo sé spurt. Ungum fréttamienni, sem oft- ast vinnur starf si'tt af alúð, verða hér á leið mistök, sem meiðandi eru fyrir marga. og — það sem verra er — afbaka illilega yfirbragð þeirrar mynd ar, sem menn gerðu sér af at- burðunum við Djúp. Væri slfku eiei mótmœlt, jafngilti það já- yrði við ósvinnunn.i. f þeim þagnarbópi vil ég ekki vera. „Þau eru verst, hin þöglu svik, að þegja við öllu röngu“. Á hitt er einnig að líta, að hugsunar- leysi sem þetta, er engan veg- inn neitt einsdæmi úr hópi þeirra, sem reyfcvískan hefir giert glámskyggna á hagi landis manna, sem ekki sér til daglega úr víkinni, „þar fornar súl'ur flutu á land“. Útsýnið úr efri hæðum stórhýsisins við Kol- beinahaus, virðist hér litlu breyta, þv£ miður- — En von- andi verða þessar línur til þess, að litið verður á þessi leiðu mis töfc sem víti til varnaðar, og jafnframit til þess að minna ein hverja á, að utan sjóndeildar- hringsins frá Kolbeinshaus eru líka menn, meira að segja fs- lendingar. — Verði svo, er þessi hugvekja efcki til einskis skrif- uð, né illa varið prentsvertu Morguniblaðsins, Stefán Eggertssom.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.