Morgunblaðið - 03.03.1968, Page 7

Morgunblaðið - 03.03.1968, Page 7
MORGUNBLAE>IÐ, SUNNUDAGUR 3. MARZ 1968 I Kútmagakvöld Ægis fimmtudag Lifraraiagi og méimagri voru orð ailmikið notuð á þessum árstíma fyrr á árum, þótt nú á öld hraðans og aukinnar vel- megunar, fáir af yngri kynslóð inni þekki þau. Hausastappa, tros, súr sundmagi og annað góðgæti sést heldur ekki á horð um íslendinga. Lionsklúbburinn Ægir hefur í 10 ár eða frá stofnun klúbhs- ins haldið herrakvöld, þar sem á borðum er eingöngu fiskmeti, nýtt og gamalt, en aðalréttur- inn eru kútmagar fyrir þá, sem þá geta borðað. Að sjálfsögðu eru einstaka, sem velja sér ann an aðalrétt af hlaðborðinu hvort sem það er siginn fiskur, inn- bakaður fiskur, humar, sildar- réttir eða jafnvel hákarl. Hlaðborð „kútmagakvöld" Ægis samanstendur af fjöl- breyttari fiskréttum en dæmi eru til. Enda leggur veitinga- maðurinn, Konráð Guðmunds- son og starfsfólk hans sig mjög fram um að gera hlaðborðið, sem allra glæsilegast. Auk þessa girnilega matar hafa meðlimir Lionsklúbbsins séð gestum fyrir skemmtiatrið- um í 2—3 tíma á meðan að matur sjatnar í mönnum, því að ætlast er til að gestir hverfi ekki heim strax að loknum kvöldverðinum, en njóti hans með hljóðfæraslætti, gamanvxs- um, frásögnum eða öðru, sem fram fer á sviðinu. Meðal með- lima klúbbsins eru listamenn og revíuskáld eins og Sigfús Halldórsson, Svavar Gests, Om- ar Ragnarsson og Guðxnundur Guðmundsson. Eins og allir Lionsklúbbar, vinnur Ægir að mannúðarmál- um, en verkefnið hefur verið og verður aðstoð við Barnaheim ilið að Sólheimum í Grímsnesi, en „kútmagakvöldið", svo og önnur fjáröflun hjá klúbbnum fer í Sólheimasjóð. Ægisfélag- ar, svo og aðrir, sem sótt hafa „kútmagakvöldin" mega vera þakklátir fyrir að hafa styrkt Girnilegur er kútmaginn á hlað borðinu, svo göfugt málefni að hjálpa þeim, sem eiga ekki samleið með fjöldanum, til að lifa í birtu undir handleiðslu Sesselju Sigmundsdóttur. Næsta „kútmagakvöld" klúbbs ins verður n.k. fimmtudag í Súlnasal Hótel Sögu. Ef ein- hver eða einhverjir, sem lesa þessar línur og langar í kút- maga eða til að styrkja Barna- heimilið Sólheima, væri sjálf- sagt fyrir hann eða þá að sækja þetta í kvöld, ef miðar verða þá enn fáanlegir og hafa sam- band við einhvern klúbbmeð- lim eða P og Ó, Austurstræti 14, sími 12345. Bamaheimilið á Sólheimum sem Lionsklúbburinn Ægir styrkir. HHW Jpii # v Kirkjuvika r Lágafellskirkju Kirkjuvika heÆst í kiikjunni á æskulýðsdaginn, 3 marz. og er þetta sú 9. í röðinni, sem þar hefur verið haldinn. Á samkomunni á mánudagskvöldið verða ræðumenn Páll V.G. Kolka læknir og Karl Benediktsson kennari í Hlaðgerð- arkoti. Einsöngur: Hjálmtýr Hjálmtýsson með úndirleik Gunnars Sigurgeirs- sonar. Einnig kemur fram í fyrsta skipti kór Tónlistarskóla Mosfells- Ihrepps, undir stjórn Gunnars Reyn is Sveinssonar. Meðal efnis á þriðju dagskvöldið verður: Séra Frank M. Halldórsson segir frá ísraelsför og sýnir skuggamyndir. Ræðu flytur frú Aðalbjörg Sigurðardóttir. Ein- söngur: frú Guðrún Tómasdóttir við undirleik Hauks Guðlaugsson- ar. Kammerkórinn syngur undir stjórn frú Ruth Magnússon, en und irleik annast Jósef Magnússon og Haukur Guðlaugsson. Föstumessa á miðvikudagskvöldið. Prestur: séra Ragnar Fjalar Lárusson. Kirkju- kór Hallgrimskirkju syngur undir stjórn Páls Halldórssonar. Blöð og Tímarit SAMVINNAN, 1. hefti 1968, er komin út og hefur borizt blaðinu. Höfuðmál hennar að þessu sinni er: ísland og umheimurinn. For- siða blaðsins er mjög skrautleg að vanda, og getur þar að líta fjöl- marga þjóðfána, þar á meðal þjóð- fána allra Norðurlandanna, en spurningin vaknar: Hvers vegna ekki lfka fána Færeyja? Af fjölbreyttu efni heftisins má nefna m.a.: Bréf frá lesendum frá öllum landshornum, ritstjóraspjall s—a—ms um Viet Nam. Fróðlega grein um Vinston Churchill, prýdda mörgum myndum, en með einni villu varðandi missi Breta í orustunni við Malakkaskaga. Þá koma margar greinar um aðalefni blaðsins: fsland og umheimurinn. Björn Th. Björnsson ritar um Dags hríðarminni, dr. Sigurbjörn Einars son skrifar: íslenzka kirkjan, sproti á alþjóðlegum meiði, Sigurður A. Magnússon birtir fullveldisræðu sína: ísland á alþjóðavettvangi, sem hann flutti í Háskóla fslands 1. des. 1967. Dr. Gylfi Þ. Gísla- son á greinina: ísland og viðskipta- bandalögin. Eysteinn Jónsson skrif ar um ísland og markaðsbanda- lögin. Erlendur Einarsson um fs- land og alþjóðasamvinnusamband- ið. Hjálmar Ólafsson um ísland og norrænt samstarf. Þór Vilhjálmsson um ísland og Evrópuráðið. Sigurð- ur A. Magnússon um fsland og Sameinuðu þjóðirnar. Guðjón B. Ólafsson um Utanríkisþjónustu og viðskipti. Njörður P. Njarðvík á Ævintýri handa nútímamönnum, Gísli J. Ástþórsson: Eins og mér sýnist. Magnús Torfi Ólafsson skrif ar: Vietnam logar. Matthías Jóhann essen á heilsíðu af myndskreyttum ljóðum. Bragi Ásgeirsson skrifar um íslenzka myndlist, vandamál og viðhorf. Gagnrýnendur blaðanna rita um 5 beztu bækurnar 1967. Þorgeir Þorgeirsson og Hjörtur Pálsson eiga kvæði. Ritstjóri Sam- vinnunnar er Sigurður A. Magnús- son. Gamalt og gott Orðskviðaklasi 33. Margur inni maðurinn lafir, matar sumir þiggja gjafir: nokkrir eiga eina kú. Um það kvarta ekki tjáir, aðdrættir þó verði smáir. Sultr er haldinn sauðlaust bú. (ort á 17. öld.) Spakmœli dagsins Vertu þess viss, að það getur ekki verið sönn trú, sem spillir þeim, er tekur hana. — W. Penn. VISUKORN Það veikist heldur vonin mín, sem brást á vegferð langri um bröttu klifin fanna. Þó kýs ég heldur hlýja þjóðarást, en hundrað þúsund krónur listdóm- endanna. Hjálmar frá Hofi. sá NÆST bezti Baddi: „Pabbi, hversvegna þarf að víkja bílnum til hægri, þó skip og flugvélar geri það?“ Matti: „Sjáðu nú til drengur minn. Nú ek ég bíl með vinstri handar stefnu og mæti bíl, sem kemur brunandi á hægri handar umferð, nefnilega báðir á sama kanti. Hvernig fer þá?“ Baddi: „Þið skellið saman, skemmið bílana og meiðið ykkur.“ Matti: „Já líklega stór slys. En hvað mundi þá, ef þetta hefði verið flugvél á fjögur hundru'ð kílómetra hraða?" Bílateppi, 160.60 kr. stykkið, baðhand klæði mjög falleg 128.20 stykkið. Þorsteinsbúð, Snorrabraut 61 og Keflavík Miðstöðvarketill með brennara til sölu. Uppl. í síma 35151. Nýtt fallegt úrval lérefts- blúndur og bómullarblúnd- ur. Sængurveramilliverk. Þorsteinsbúð, Snorrabraut 61 og Keflavík Bíll Opel-Kapitan model ’57 til sölu í topp lagi. Uppl. í síma 38426. Damask í vöggusett, bleyj- ur og uiigbarnanærföt, ungbarnaföt, ungbarnakjól- ar og ungbarnatreyjur. Þorsteinsbúð, Snorrabraut 61 og Keflavík Trillubátur Trillubátur 4ra til 6 tonna óskast til kaups. Uppl. ! síma 38426. Ungan reglusaman mann vantar herb. Uppl. í síma 17570 í dag. Sængurveradamask, sæng- urveraléreft, lakaléreft, dúnléreft, fiðurdúnn, listadúnn. Þorsteinsbúð, Snorrabraut 61 og Keflavík Staðgreiðsla eða há útborgun fyrir 4-5 manna 2-3 ára bíl, milli- liðlaust. Tilboð er greini tegund, árgerð og verð leggist inn til Mbl. fyrir þriðjud.kvöld merkt 5310. Óska eftir konu, sem vill taka að sér heim- ili. Aldur 40-45 ára. Tilb. merkt „Ekkjumaður 5314“ sendist Mbl. Keflavík Ódýru gluggatjaldaefnin eru komin í mörgum litum. Storisefni í nýjutn munstr- um. Verzl. Sigríðar Skúladóttur símj 2061. Nýtt raðhús í Austurbænum til leigu nú þegar. Uppl í síma 21667. Sníð og sauma kápur, dragtir og annan kven. og barnafatn. Tek breytingar. Saumast. Guðf Magnúsd. Safamýri 63. Símj 30328. Keflavík Erum að taka upp einlit og munstruð flauel, í kjóla og barnafatnað. Verzl. Sigríðar Skúladóttur sími 2061. Sönderborgargarnið er komið. Gloria Freesia Oheri og dralon. Nýir glæsilegir litir. HOF. Vil kaupa vel með farinn einkabíl, ekki eldra módel en 1966. Uppl. í síma 16436 í dag og næstu daga. Hof hefur ennþá garn á gamla verðinu. Ennfremur nokkra liti á niðursettu verði. HOF. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu Keflavík — Útsala Útsala hefst á mánudag. ELSA, Keflavík. Klæði og geri við bólstruð húsgögn á kvöldin og um helg ar. Kem og geri tilboð. Sími 51393. ARABIA-hreinlætistæki Sfórkostleg nýjung Hljóðlaust V/.C. Hið einasta í heimi Verð á W.C. Handlaugar Fætur f. do. aðeins kr. 3.375.00 — 930,00 — 735,00 Clœsileg vara. Verð hvergi lœgra Einkaumboð fyrir ísland: HANNES ÞORSTEINSSON heildverzlun, Hallveigarstíg 10. — Sími 2-44-55.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.