Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1968 og segir, að ekkert sé því til fyrírstöðu að samí kafbáturinn hafi verið þarna að verki. Síð an s»ýr hann sér að þessum hrausta, íslenzka háseta og bæt ir því við að Pétursey, sem þá var saknað hafi verið á þess- ari sömu siglingaleið, því geti vel verið að hún hafi einnig orðið fórnardýr sama kafbáts- ins. En það er áf Pétursey að segja, að hún fórst með allri áhöfn á leið til Englands og má ætla að nú hafi kafbáts- mönnum loks orðið að ósk sinni: að koma íslenzku skipi fyrir kattarnef án þess nokkur yrði til frásagnar. En dauðir hlutir segja oft mikla sögu. Þriðja september þetta sama haust finnur mótor- báturinn Svanur flak um 18 sjómílur frá Garðskaga og flytur það til Reykjavík- ur tVeimur dögum síðar. Það er kannske mælskasta vitnið sem enn hefur talað: Vélstjórarnir á Pétursey, Jón M Magnússon og Guð- mundur Jóhannsson, sem hvor ugur var með skipinu þessa aíðustu örlagáferð „fullyrða báðir, að flak þetta sé hluti af þaki, af yfirbyggingu „Péturs- eyjar" ". segir í skýrslu rann- sóknarneíndar. Pétursey fór með fiskf arm frá Vestmannaeyjum mánudag inn 10. marz, eða sama dag og Reykjaborgin var skotin niður. Hún sást síðast miðviku daginn 12. sama mánaðar, „en þá mætti v.b. „Dóra" frá Hafn arfirði „Pétursey", um 300 sjó- mílur suður af Vestmannaeyj- um. Síðan hefir ekkert til skips ins spurzt. , Þakið er 3ja metra langt og um 180 cm. breitt og hefir það tekið yfir miðhluta stýrishúss- ins og skipstjóraherbergið, sem var áfast við stýrishúsið fyrir aftan það, með skilrúmi á milli. Var þessi hluti stýrishússins um 1 metri á lengd, en skip- stjóraherbergið 2 metrar. Ofan á þakið er íslenzka flaggið mál- að, en að neðanverðu er það hvítmálað. Til beggja hliða hafði verið gerð viðbót við stýrishúsið, með því að byggja yfir brúarvængina báðum meg in. Járnteinn, sem haldið hafði þaki viðbyggingarinnar bak- borðsmegin við upphaflega þakið er fastur við það, en þakhlutarnir báðir horfnir að öðru leyti. Svo lítur út, sem frekar lít- il ca- 60 m.m. fallbyssukúla hafi hitt ofarlega í bakborðshorn viðbyggingarinnar og sprung- ið þar, en brotin tvístrast um alla yfirbygginguna. Fannst allmikið af sprengjubrotum í þakinu neðahverðu (lofti yfir byggingarinnar), og er eitt þeirra — sneiðmyndað stykki úr hvítmálmi — merkt með tölunni 28. Fyrir aftan töluna eru tveir sporbaugar sem grípa lítið eitt hvor inn í ann- an og ferhyrningur innan í öðrum þeirra. Fyrir framan töluna er skástrik eða aftari leggurinn af stafnum „V". Auk þess er á brotinu eitthvert krot sem ekki verðuf séð hvað á að merkja (2800). Ekki er útilokað að sprengjubrotin séu úr fleiri sprengjum en einni .." Þannig talar þögult vitni um afdrif skips, sem nóttin gleypir. Og víkur nú sögunni til enn eins íslenzks fiskiskips, togar- ans Geirs, sem er á heimleið eftir söluferð til Englands. Hann er 309 brúttótonn, skip- tjóri Elías Jónsson, ungur mað ur og ugglaus og mikill full- hugi. Nú kominn á sjötugs ald ur og er stýrimaður á Herjólfi. Hann sigldi allt stríðið og fór fjölmargar ferðir til Bretlands. Þeir eru komnir af veiðum. Geir liggur í höfn í Reykja- vík. Þorgeir Pálsson, fram- kvæmdastjóri, segir Elíasi skip stjóra að það verði farþegi með, Runólfur Sigurðsson. „Hann kemur um borð eftir hádegi". Elíasi þykja þetta góðar frétt ir. Hann verður þá ekki einn á Ieiðinni, því að hann er ákveð ínn í að láta farþegann vera hjá sér í káetunni. Það er ekki verið að staldra lengi við í höfn, aðeins tekin kol og veiðarfæri sett í land. Síðan er siglingaleyfið sótt til Bretanna. Þegar Elias kemur niður í skipið sitt eftir hádegi þehnan dag, er allt sjóklárt. Þar er fyr ir Þorgeir framkvæmdastjóri Og segir honum nú „að Run- ólfur hefur séð sig um hönd og ætlar að fara með Reykja borginni vegna þess að hún er stærra skip. Honum finnst að þar munu fara betur um sig". Elias klórar sér í höfðinu. Honum þykir að vísu miður að missa farþegann. En hann um það. Svo horfir hann út í þok- una. Hún er svo dimm, að sér varla handa skil. Frá því þeir sleppa hafnarmúlanum í Reykjavík hafa þeir enga Iand sýn. Hann byrjar ekki að birta upp fyrr en þeir eru komnir 70 mílur suður af Reykjanesi. Eftir það er albjart. Reykjaborgin liggur í höfn- inni, þegar Geir siglir inn í þokuna. Hún á að fara litlu síðar. En Geirs-menn verða hennar aldrei varir. Þegar El- ías skipstjóri fréttir síðar, hvar og hvenær árásin var gerð á hana, kemur í ljós, að þá var Geir staddur 60-70 mílumvest ar. Þar er einnig alstirndur himinn og ládauður sjór. „En við sáum enga blossa og urð um einskis varir alla leiðina út." Hernámsliðið í Reykjavík ákveður siglingaleiðina og Reykjaborg þræðir hana. Elí- as fer aftur á móti dálítið vest ar, „ég tók strax stefnuna á Barrahead. Ég hafði alltaf ill- an bifur á þessari eystri leið, sem svo var kölluð, bæði vegna þess að ég var á ganglitlu skipi og einnig af því, að mér fannst þægilegt fyrir kafbáta að leynast á leiðinni sem Bret- ar gáfu upp. Þar er mikið mis- dýpi. Og mörg fylgsni". Elías veit, þegar hann legg- ur af stað frá Fleetwood, að Reykjaborgin hefur orðið fyr- ir einhverjum töfum. Hún er ókomin. En þeir vita ekki, hvað hefur komið fyrir hana — og fínviðri alla leiðina út. Grunurinn læðist að þeim. Þegar Geir er svo kominn 50 sjómílur norður fyrir Barra head, er þar hægviðri, en mist- ur í lofti og því meir sem nær dregur sjónum, því að nær al- bjart er í háloftið. Þá sjá þeir allt í einu hvar kafbátur kem- ur á móti þeim og hefur brezk- an fána víð hún. Elías hefur látið setja upp dagfánann, sem átti að sigla með þennan dag samkvæmt fyr irskipun Bretanna. Það ætti því ekkert að vera að óttast. „Við fengum þessa dagfána innsiglaða, þegar við fórum af stað, og mátti ekki brjóta inn siglið fyrr en við vorum komn- ir á haf út. Bretar ákváðu hvaða fána skyldi nota hvern dag. Og ef við hittum brezk herskip, gátu þau þegar í stað Guðmundur E. Guðmundsson. séð á fánanum, að þar færi ekki óvinaskip" Þegar kafbáturinn er kom- inn framhjá Geir, snýr hann við og þeir setja menn við fall- byssuna, koma svo upp að síð- unni á togaranum og miða á það byssunum. Kafbátsmenn kalla yfir til þeirra og skipa þeim að fara í bátana. „Við gát um ekki annað en hlýtt. Við settum út bát og það var róið frá skipinu, en ég fór 'ásamt öðrum á mínum bát í áttina til kafbátsins. Geir var nýmálað- ' ur og mér þótti hélvíti hart, ef hundarnir skytu hann niður fyrir mér, e.n mér datt ekki annað í hug, þegar ég sá að þeir mönnuðu byssuna. Og ég þóttist viss um að þetta mundu vera Þjóðverjar, eins og þeir létu. - Þegar við nálguðumst kaf- bátinn, segja þeir okkur að koma að gönguþrepum, sem voru á ytra byrðingi hans fram an við bóginn. Við gerum það. Þá koma tveir menn frameftir og segjast vilja fara með okk ur yfir í Geir. Við rerum með þá yfir í togarann og þeir fara með mér niður í káetu. Áður en við lögðum frá kaf bátnum spurðu þeir, hvort við hefðum sent nokkur skeyti. Ég sagði það ekki vera. Þá kallar annar kafbátsmannanna strax til yfirmannsins í turninum og segir að við höfum ekkert skeyti sent. Það er eins og fargi sé af þeim létt. Ég spurði: „Hvers vegna eru þið að stöðva okkur, fyrst við erum með réttan dagfána." „Við er- um búnir að vera svo lengi úti, að við höfum ekki heyrt um þessi merki", sögðu þeir. Þeir kváðust hafa haldið að þetta væri þýzkur togari og ætluðu að sökkva honum. Við spurðum hvers vegna. Þeir sögðust hafa hitt þýzkan tog- ara með íslenzk einkenni og samskonar skorsteinsmerki og hjá okkur — og þeir hefðu sökkt honum. í björgunarflek- ana á íslenzku skipunum var raðað korkfylltum stáltunnum og flekunum komið fyrir í rennu aftur á skipunum, svo að tilsýndar var þetta ekki ólíkt djúpsprengjum. Togarar- nir gátu því sýnzt vopnaðir. Ég vildi helzt losna við kaf- bátsmennina strax og hægt var svo að ég talaði ekki við þá meir en ég þurfti. Þeir vildu ekki líta í skipsskjölin, heldur aðeins siglingapappírana frá Bretunum og leiðina sem við áttum að fara. Og síðan skoð- uðu þeir dagmerkin. Að svo búnu kvöddu þeir og sögðust mundu senda okkur smávegis til minja. Það kom aftur með bátnum: Þrjár dósir af enskum ávaxtasafa, tvær dósir af enskri uxahalasúpu. Mér hefur alltaf þótt undar- legt að þeir skyldu ekki þekkja dagmerkið, því að her- skip höfðu stöðugt samband sín á milli og fengu nauðsyn- legar upplýsingar, þó að ekki væri komið í höfn nema endr- um og eins. Auk þess virtist okkur þeir leggja sérstaka á- herzlu á að sannfæra okkur um, að þeir væru Bretar. Þeir töluðu einkennilega ensku, að okkur fannst. Það var eins og þeir hef ðu lært hana. Ég spurði þann, sem fyrstur kom niður í bátinn til okkar „Ekki ert þú Englendingur? „Nei, ég er Skoti", svaraði hann. Helgi vél stjóri, sem var með mér í bátn- um segir við hinn, þegar hann kemur í bátinn til okkar: „Ekki ert þú Englendingur?" „Nei, ég er fri" svarar hann. Þegar þeir höfðu gefið okk- ur leyfi til að halda áfram, hurfu þeir á fullri ferð inn í mistrið. En ég fór ósjálfrátt að bera saman í huganum reykháfsmerkin á Geir og Reykjaborg. Reykjaborgin með hvítu belti, en svartri rönd efst á skorsteininum, en Geir með svartan aðallit, hvítt belti og svarta rönd efst. í myrkri hlutu þessi merki að líta svipað út. Það gerði hvíta beltið á báðum reykháfunum. Eg hrinti frá mér þessari hugsun". Þegar Geirs-menn koma heim til Reykjavíkur úr þessari ferð eru þeir látnir gefa brezkum hernaðaryfirvöidum skýrslu um atburðinn. Elías er kallað- ur til yfirheyrslu um borð í skip, sem líggur við Faxagarð og hýsir yfirstöðvar brezka flotans á fslandi. Þar er hann yfirheyrður fram yfir kvöldmat og síðan sóttur aftur heim til sín klukkan tvö um nóttina og þá farið með hann um borð í þetta sama skip, þar sem hann er enn yfirheyrður og honum sýndar myndir af kafbátum. Tveir komu heim og saman við kafbátinn sem stöðvaði þá, en þó virtust þeir í ýmsu frá- brugðnír. „Hvort þessir kaf- bátar voru enskir eða þýzkir, veit ég ekki". Það verður kannski leyndar dómur enn um mörg ár. Og kannski verður aldrei upplýst hverrar þjóðar kafbátsmennirn ir voru, sem eltust við ís- lenzku sjómennina og brytjuðu þá niður í úthafsmyrkririu. Bretar gáfu víst einhvern tíma út tilkynningu þess efnis, að þeir hefðu sökkt þýzk- um kafbáti og tekið for- ingjann og nokkra menn hans höndum, og hafði hann sagt að „hann hefði aldrei séð eins fagra sjón og þegar Reykjaborgin hvarf logandi í sjóinn". Mundi ekki vera hollt að trúa þeirri sögu varlega. Lítið hefur nú lagzt fyrir þann kafbátsforingja, sem hafði ekki séð tignarlegri sjón en þetta lítla, íslenzka fiskiskip hverfa í hafið. En styrjöld og heil- brigð skynsemi fara aldrei sam an. Tiltölulega saklaust fólk gerist fulltrúar dauðans á jörðinni. Allt fer úr skorðum. Dáð og djörfung er metið í öfugu hlutfalli við manneskju- legt viðmót og siðferðislega reisn. Allt getur gerzt. Jafn- vel hafið getur logað. Hver. . . .hvers vegna? Skipt ir það lengur máli? Mundi ekki þögnin hæfa bezt þessari minningu, sem lifir með okkur eins og gras undir hvítum skafli. En ef við svo aftur á móti horfumst í augu við sögulegar staðreyndir blasir við okkur, að skömmu eftir þennan atburð lýsa Þjóðverjar yfir hafnbanni á ísland. Væri fráleitt að láta sér detta í hug, að terror og taugastríð gegn íslenzkum sjó- mörinum hafi þótt nauðsynleg ur undanfari svo veigamikillar yfirlýsingar. „Þýzka útvarpið tilkynnti í gærkvöldi í öllum útsendingum sínum, „að ísland væri komið á ófriðarsvæðið". Hefur hafn- bannsvæðið umhverfis Eng land, sem Þjóðverjar settu í fyrrasumar verið stækkað, svo ísland er nú innan þess . . ." segír Morgunblaðið 26. marz 1941. „Nú, er Þjóðverjar hefðu stækkað þetta hernaðarsvæði, þá stof nuðu þau skip, sem f æru um þetta svæði sér í hættu, að þeim verði tortímt. Þýzkaland mun ekki telja sér skylt að bæta það tjón, sem skip þessi yrðu fyrir", segir ennfremur í tilkynningunni. Himinninn er stjörnubjartur Það er ládauður sjór. Kannski er þetta allt draumur. Draumur einhvers sem við þekkjum ekki- M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.