Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 32
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1968 SUNNUFERÐIR TIL SOLARLANDA Vinsœlar utanlandsferðir með íslenzkum tararstjórum Margra ára reynsla og ótvíræðar vinsældlr tryggja farþegum okkar snuðrulaust ferða- Iag undir leiðsögn reyndra fararstjóra, sem mörg ár í röð hafa farið sömu ferðirnar við- urkenndar og vinsælar af þeim mörgu, sem reynt hafa. Á síðasta ári komu yfir 3000 ánægðir farþegar heim úr SUNNU-ferðum. Við auglýsum sjaldan, því ánægðir viðskiptavinir komnir heim úr vel heppnuðum og skemmtilegum SUNNU-ferðum eru okkar bezta auglýsing. Nú þegar er mikið pantað í margar ferðir. LONDON — AMSTERDAM — KAUPMANNAHÖFN Brottfarardagar: 7. júlí — 11. júlí — 4. ágúst — 18. ágtíst — 8. sept. — 15. sept. 12 dagar. Verð kr. 14.400.— Þessar stuttu og ódýru ferðir gefa fólki tækifæri til að kynnast þremur vinsælum stórborg- um Evrópu, sem þó eru allar mjög ólíkar. Milljónaborgin London, tilkomumikil og sögu- fræg höfuðborg heimsveldis, með sínar frægu skemmtanir og tízkuhús. Amsterdam, heill- andi og fögur með fljót sín og skurði, blómum skrýdd og létt í skapi. Og svo „Borgin við sundið", Kaupmannahöfn, þar sem íslendingar una sér betur en víðast á erlendri grund. Borg í sumarbúningi með Tívolí og ótal aðra skemmtistaði. Þar er hægt að framlengja dvöl í ferða- lok. Þessi stutta og ódýra ferð hefir átt vaxandi vinsældum að fagna með hverju ári. í fyrra voru farnar fimm slíkar ferðir og komust færri en vildu. Fararstjórar: Jón Helgason, Jón Sigurbjörnsson og Gunnar Eyjólfsson. PARÍS — RÍNARLÖND — SVISS Brottför 23. ágúst. — 17 daga ferð. — Verð kr. 22.840.— Þessi vinsæla ferð hefir verið farin svo til óbreytt í sjö ár, og jafnan við miklar vinsælir, enda fólk komið heim með óbrotgjarnar endurminníngar. Fólki gefst hér tækifæri til að kynn- ast nokkrum fegurstu stöðum Evrópu, í rólegri ferð. Flogið er til Parísar og dvalið þar í borg fegurðar og gleði sólríka sumardaga. Frá París er flogið til Sviss, skroppið í skemmtiferð suður yfir fjallaskörðin til ítalíu. Frá Sviss er farið fljúgandi til Rínarlanda, og dvalið fjóra daga við Rín í Rudesheim, einum frægasta skemmtanabæ við sögufræga Rín. Þar er „Vín- hátíðin", þar sem drottningin er krýnd. Farið er í ökuferðir um Rínarbyggðir og siglt á fljótinu með skemmti'egum farþegaskipum. — Fararstjóri: Jón Helgason. EDINBORGARHÁTÍDIN Brottför 24. ágúst. — 7 daga ferð. — Verð kr. 8.900.— Þessi vinsæla ferð hefir verið farin á hverju ári í sex ár og jafnan fullskipuð. Fara allmargir árlega, enda er Edinborgarhátíðin mikilfenglegasta listahátíð álfunnar, auk þess sem Edin- borg er mjög fögur borg og ánægjulegt að dvelja þar sólheita sumardaga. Farið er í skemmti- ferðir upp í háiendi Skotlands og hin fögru vatnahéruð, en jafnan komið heim á hótel í Edin- borg að kvöldi. Hægt er að framlengja dvölina og skreppa til London. Fararstjóri: Gunnar Eyjólfsson, leikari. ÍTALÍA — SEPTEMBERSÓL Brottför 1. september — 21 dagur. — Verð kr. 27.600.— Þessi luxusferð er mun ódýrari en aðrar hliðstæðar ferðir, vegna hagkvæmra viðskiptasam- banda SUNNU á ítalíu. — Flogið til Milano og ekið þaðan um fegurstu byggðir ítalíu, Fen- eyjar hina „Fljótandi borg" ævíntýra, söngs og sögu. Róm eru heigaðir fimm dagar, þvi þar er margt að sjá. Fré Róm liggur leiðin suður um Napoli, Pompei til Sorrento, siglt með einu glæsilegasta hafskipi heims, risaskipinu Michelangelo 43 þús. smól. að stærð til Cannes á frönsku Riverian og ekið til Nizza, þar sem dvalið er síðustu daga ferðarinnar. Frá Nizza er flogið heim með viðkomu í London, þar sem hægt er að framlengja ferðina, ef óskað er. Fararstjóri: Thor Vilhjálmsson, rithöfundur. NEW YORK og ÍSLENDINGABYGGDIR f AMERÍKU Brottför 29. júlí. — 16 dagar kr. 28.700.— Flogið til New York og haidið þaðan flugleiðis eftir nokkurra daga dvöl til Noður Dakota, þar sem heimsóttar eru nokkrar meðal elztu byggða íslendinga í Ameríku, þar sem enn byggir heiiar sveitir svo til eingöngu fólk af íslenzku bergi brotið. Þaðan er ekið norður til Winnipeg og dvalizt í nokkra daga í Nýja fslandi og tekið þátt í hátíðahöldum íslendinga- dagsins í Gimli við Man'tobavatn. Stanzað nokkra daga í New York á heimleiðinni. Farið til Washington og að Niagarafossum. — Fararstjóri: Jón Helgason. PORTUGAL — ÍTALÍA — SPÁNN og skemmtisigling Brottföt 11. október. — Verð kr. 34.800.— Þessi vinsæla ferð hefir verið farin nokkur undanfarin ár og er ferð hinna vandlátu, sem margt vilja sjá. Flogið til Lissabon, þaðan eftir tvo daga til Madeira. Siglt þaðan með glæsi legasta hafskipi ítala Michelangelo til Canarieyja, Gíbraltar, Mallorca, Sikileyjar og Napoli. Dvalið í Sorrento, Róm og Feneyjum á ítalíu og flogið heim með dvöl í London. Fararstjóri: Jón Helgason. ÆVINTÝRAFERÐIN TIL AUSTURLANDA Brottför 6. október. — 21 dagur. — Verð kr. 28.900,— Þeir mörgu, sem tekið hafa þátt í þessum vinsælu ferðum SUNNU á ævintýraslóðÍT Austur- landa, eiga fæstir nógu sterk orð til að lýsa þeim undrum og furðum sem fyrir augun ber. Flogið til London og þaðan til Aþenu, þar sem dvalið er í tvo daga. Flogið tii Beirut. Skoð- aðir leyndardómar þessarar frægu borgar vegamóta í Austulöndum nær. Heimisóttir pers- neskir teppasalar í fríhöfninni. Frá Beirut er flogið til Kairo og dvalið á góðu hóteli á bökk- um Nílar. F:á Kairo er flogið til Jerusalem, dvalið í fimm daga og skoðaðir alli-r helztu sögu- staðir Biblíunnar. Frá Jerusalem er flogið til London og hægt að framlengja dvöl, ef óskað er. — Fararstjóri: Guðni Þórðarson. FERÐIR TIL HELGISTADA í AUSTURLÖNDUM og EVRÓPU Fararstjóri: séra Frank M. Halldórsson. Ferð til Biblíulandanna Aþenu og Bóm. Þessi ferð er með svipuðu sniði og séra Frank hefir stjórnað á hverju vori undanfarin tvö ár. Flogið til Aþenu, Líbanon, Egyptalands og landsins helga. og dvalið í Róm á heimleið- inni. f þessari ferð kynnist fólk „vöggulöndum menningarinnar", og heimsækir alla helztu helgistaði í Bibiíulöndunum. — Brottför 23. júní. — 17 dagar. kr. 26.700.— ÍTALÍA — LOURDES — PARÍS Flog:ð til Róm. Farið til Assisí, Napoli og Pompei. Dvalið í Sorrento og í Feneyjum. Flogið þaðan til Frakklands og dvalið í kraftaverkabænum Lourdes. Síðan nokkra daga í París og flogið heim um London. — Brottför 8. júlí. — 16 dagar kr. 23.740.— JÓNSMESSUFERÐIN TIL NORÐURLANDA og SKOTLANDS Brottför 21. júní — 16 dagar kr. 18.700.— Þessi vinsæia ferð hefir verið farin árlega við miklar vinsældir. Flogið ttJ Bergen. Ekið og siglt um hinar fögru fjalla- og fjarðabyggðir Vestur-Noregs, heimabyggðir íslenzku land- námsmannanna. Dvaiið i Osló, Kaupmannahöín, og að lokum tvo daga í Glasgow, þar sem fólk hefur frjálsan tíma og fer í stutta ferð um vatnahéruð skozku hálandanna. Fararstjóri: Jón Helgason. KAUPMANNAHÖFN — (Hamborg) — EDINBORG 12. september. — 10 dagar. — Verð kr. 9.400.— Þessi ódýra og vinsæla haustferð var farin árlega. Ferðin er svona ódýr vegna þess að SUNNA le-gir flugvél til ferðarinnar. Dvalið í hinni glaðværu Kauprmnnahöfn, skroppið í tvo daga til Hamborgar og stanzað í sólarhring í Edinborg á heimleiðinni. Þó þessi ferð sé nú auglýst í fyrsta sinn eru margir þeirra búnir að panta, sem voru með í fyrra. — Fararstjóri: Árni Waag. ÆSKULÝDSFERDIR séra Ólafs Skúlasonar Fyrir nokkrum árum stofnaði þáverandi æskulýðsfulltrúi Þjóð- kirkjunnar til þeirrar nýbeytni að efna til ódýrra æskulýðsferða til útlanda, eins og lengi hefir tíðkazt með nágrannaþjóðunum. Fyrir þremur árum fór séra Ólafur Skúlason fyrstu æskulýðs- ferðina á vegum SUNNU, í samvinnu við æskulýðsnefnd Þjóð- kirkjunnar, og vegna þess hve þessar ferðir hafa orðið vinsælar jafnt af hinu unga fólki og aðstandendum þess höfum við nú skipulagt, þrjár slíkar ódýrar æskulýðsferðir í sumar. Mallorka og London 17 dagar 3. júlí kr. 9.800.— Flogið beint til Mallorka og dvalið þar á stúdentagarði, þar sem sundlaug er í garðinum. Farið í skemmti- og skoðunar- ferðir, siglt og synt. Stanzað tvo daga 1 London á heimleið. Fararstjóri: séra Ólafur Skúlason. Danmörk—Stokkholm og simis'ku Dalirnir 15 dagar 18. júlí kr. 10.900.— Flogið til Kaupmannahafnar. Dvalið þar í nokkra daga. Farið með lest til Stokkhólms og dvalið þar. Siglt um Skerjagarðinn. Þaðan er haldið til „Dalana" og dval'ð í nokkra daga á sænsku æskulýðsheimilf við hið undurfagra Siljanvatn. Fararstjóri: Unnur Halldórsdóttir safnaðarsystir. Danmörk — Noregur — Svíþjóð 15 dagar 11. júlí kr. 9.800.— Flogið lll Danmerkur. Ekið þaðan til Noregs. Dvalið á Æsku- lýðsheimili við Oslófjörð. Farið um Svíþjóð og dvalið nokkra daga í Kaupmannahöfn. Flogið heim. Fararstjóri: Séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Danmörk — Þýíkal. — Rínarlönd — Holland, 27. jún 21 dagur kr. 11.800.— Flogið til Kaupmannahafnar. Ekið um Fjón og Jótland til t>ýzkalands. Dvalið í Rínarlöndum. Komið til Hollands og dvalið í Kaupmannahöfn síðustu daga ferðarinnar. Flogið heim. Fararstjóri: Séra Björn Jónsson MALLORKA — LONDON 17 dagar. Brottfarardagar: 8. maí — 5. júní — 12. júní — 3. júlí — 17. júlí — 31. júlí — 14. ágúst — 18. ágúst — 14. sept. — 25. sept. — 9. okt. — 23. okt. _ Verð frá kr. 8.900.— Þessar ótrúlega ódýru ferðir til hinna sólríku Spánarstranda og London getum við haft svona ódýrar vegna þess að vin- sæidir þeirra leyfa að teknar séu heilar fiugvélar á leigu, sem flytja farþegana á m:lli áfangastaða og hótelin gefa SUNNU beztu fáanleg kjör vegna þess að skrifstofan semur um fyrir rúmlega 100 gesti yfir árið, til margra ára. Búið er í tvær vikur á glæsilegum baðsírandhótelum með einkasundlaugum og baði með hverju herbergi aðeins 7 km. frá miðri höfuðborginni PALMA. Mallorca er vinsælasti ferðamannastaðurinn í Evrópu í dag, enda fær fólk þar allt sem hugurinn girnist. Sól, náttúrufegurð og fjölbeytt skemmt- analíf, góð hótel og góðan mat Á heimleiðinni er stanzað tvo daga í London. Innifalið í verði ferðar eru flugferðir, ferðir milli flugvalla og hótela. gisting og þrjár máltíðir á dag á Mallorca og gisting og morgunverður í London. Þið fljúgið með þotu Flugfélagsins beint til Mallorca á 4 tímum og niótið leiðsagnar og aðstoðar ágætra íslenzkra fararstjóra og skrifstofu okkar á Mallorc;,. Þið getið valið um dýrðlega aðbúð á beztu hótelum í þremuv verðflokkum, eða dvöl í luxusíbúð- um og getið fengið bíl með. Nú þarf eng'nn lengur að fara ti'l Kaupmannahafnar til að komast ódýrt til Mallorca með „billeg- um" skrifstofum dönskum og taka aíla þá áhættu, sem því fylgir. íslenzkar ferðir hæfa íslendingum bezt, þvi við gerum okkur ekki ánægða nema með það bezta. Fararstjórar: Daði Runólfsson og Alda Snæhólm. í SLNNIiFERÐIJIVI eru eingöngu notuð góð hótel. Flogið lengstu leiðirnar og ekið eingöngu þar sem landslagsfegurð er mest. Kjörorð okkar er: Aðeins það bezta er nógu gott fyrir okkar farþega. Við gefum sjálfum okkur ekki einkunn, en spyrjið þá mörgu sem reynt hafa StJNNU-ferðir og velia þær aftur ár eftir ár. Kynnið ykkur verð og gæði annarra ferða — og vandið valið. Biðjið um ná- kvæma ferðaáætlun og pantið snemma, því yfirleitt komast aldrei allir sem vilja í SUNNU-ferðir. Það eru ferðir, sem fólk gctur treyst. rtRBrVSKRSrSTOFAÍi SUIMMA Bankastræti 7 — Símar 16100 og 12070.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.