Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1968 um, 13. febrúar, dró til tíðinda svo um munaði. Þar var meðal gesta Sigríður Þorláksdóttir, eigínkona Einars Arn- órssonar hæstaréttardómara, og varð hún völd að því, sem forystumenn félagsins kölluðu „slys" eða „óhapp" — hún tók í einn líkamninginn og taldi sig hafa þar í hendi gasefni, er henni fannst rifna við átakið. Fund- urinn fór þar með út um þúfur og þetta varð upphaf að margra vikna úlfuð og deilum í bæjarlifinu. Að því er Aðalbjörg hefur skýrt okkur frá, kom Sigríður ekki meira þar við sögu, að öðru leyti en þvi, að hún birti skýrslu um fundinn — og komum við að henni síðar. — Kveðst Aðalbjörg sannfærð um, að Sigríður hafi ekki hleypt fundinum upp af neinum ill- vilja — hún hafi sjálf orðið spíritisti og einnig maður hennar, en senni- lega talið, að svik væru í tafli hjá Ein- ari Nielsen. „Sigríður var óvön að sitja á slíkum fundum og hefur ekki gert sér grein fyrir því hve hættulegt það væri miðlinum að grípa í slæðurnar eða útfrymið". En lítum áður en lengra er haldið í Morgunblaðið og athugum, hvernig málið hefur verið rakið þar. Þar er heldur hljótt um þau ósköp, sem á hafa dunið þennan febrúar- mánuð — og það er ekki fyrr en undir lok marzmánaðar, að þar birtist til- kynning frá sálarrannsóknarfélag- inu um, að allmargir tilraunafundir hafi verið haldnir með danska miðl- inum og síðan: „Tveir fundir að undangenginni ná- kvæmri rannsókn á miðlinum og um- hverfi hans. 1 rannsóknarnefndinni voru hæstarjettardómari Páll Einars- son, læknir Halldór Hansen, forseti fjelagsins, Einar H. Kvaran rithöf., prófessor Haraldur Níelsson og docent Guðm. Thoroddsen læknir. Nefndar- menn gengu allir úr skugga um, að útfrymisfyrirbrigði gerðust og heilir líkamningar mynduðust". Firnmtudaginn 3. apríl segir Morg- unblaðið: „Svo mikið hefir verið talað um miðilinn Einar Nielsen, og svo mjög eru dulræn efni á dagskrá hjá þjóðinni, að Mbl. taldi sjálfsagt að leita upplýsinga um hvað gerst hefði um manninn, þennan tíma er htmn hef ir dvalið hjer sem gestur Sála'. rann- sóknarfjelagsins. Vjer höfum því náð tali af Einari H. Kvaran . . ." Fyrst er talað um Kristjaníufundina og skoð- anir Einars á þeim en síðan er hann spurður, hvað fram hafi komið á fund- unum hér. Segír hann fyrirbrigðin að- allega hafa verið tvennskonar, flutn- inga og líkamninga. „Flutningunum o.þ.l. er þannig varið að miðillinn sit- ur meðal fundarmanna, og halda 2 þeirra við hann. Hlutir hreyfast um herbergið, ósnertir mannshbndum og ber þá að fundarmönnum hér og þar; slegið er á píanó, og jafnvel spilað á fleiri hljóðfœri í einu..... Dauft Ijós er í herberginu og koma líkamningarnir annaðhvort fram í tjaldraufina i miðjunni, eða meðfram veggjunum .... Verur sjást, þó það sje misjafnlega skýrt. Þær eru ávalt hvítklæddar. — Andlitsdrœttirnir sjást dauflega en það er eigi eingöngu fyrir Ijósskort, því veruleg andlit sjást glóggar. Auk þess sjest stundum útstreymi eða út- frymi, sem enga lógun fær, og þann- ig var í Kristjaníu um árið.....". ,JEf þetta œttu að vera svik", segir Kvaran að endingu, „þá þarf maður- inn að vera svo frabær loddari, að það er óskiljanlegt með öllu. Og þá um leið óskiljanlegt, að hann notaði sjer ekki þá frábæru hœfileika sína sjer til fjár og frama, því fyrir miðilsgáfu sína hefur hann aðeins fengið 20 kr. eimt sinni og svo lítillega þóknun hjá okkur núna". Rúmum mánuði seinna, dagana 13.- 15. maí kemur svo fram í Morgunblað- inu, hvað það var, sem hleypti slíkri ólgu í bæjarlífið og olli deilunum. Þá birtist í þrennu lagi frásögn Sigríðar Þorláksdóttur af miðilsfundinum 13. I ! Dr. Halldór Hansen. febrúar. Hún segir þar: „Jeg œtlaði mjer ekki að birta neitt af þessum fundi, sem jeg var á, enda taldi jeg vafasamt, hvort það væri rjett, með þvi að hann var hatdinn á heimili eins fundarmanna, hr. E.H.K., enda þótt aðgangur væri að uonum seldur við verði. (Síðar kemur fram að aðgangur að fundinum var 15 krónur sem hefur verið töluverð fjárupphæð þá, ef t.d. er miðað við að aðgangur að tónleik- um Páls Isólfssonar er um svipað leyti seldur á 2 krónur). „En nú", heldur hún áfram, „er sjálfir forvígis- menn spiritismans h/jer, þeir H.N. og E.H.K. birta skýrslur af fundum þessum, og margir líta suo á, að ann- ar þeirra beri mig sökum, þá tel jeg rjett að birta í heild sinni skýrslu mina af fundi þessum. — Skýrsluna skráði jeg undireins daginn eftir að jeg var á fundinum, svo sanna og rjetta sem ég frekast gat. Jeg skal þegar geta þess, að jeg fór ekki á fund þennan til þess að tileinka mjer skoðanir annavra eða trú á sannindi spíritismans, heldur vildi jeg af sjón og raun sjálfrar minnar sannfœra mig um, eftir þvi sem kostur væri á, hver hæfa væri fyrir sumu því, er spíri- tistar halda fram. En förin varð alger- lega áranagurslaus, því að það sem gerðist á þessum fundi, var síst lagað til að sannfæra mig í þessu efni . . . .". Þá hefst skýrslan sjálf, sem er mjög nákvæm og alltof löng tíl að hægt sé- að endurtaka hana hér. En þar sem höfundur hennar er ekki lengur í tölu lifenda og getur ekki rifjað upp sína hlið málsins, verður leitazt við að skýra svo frá efni skýrslunnar að ekki brenglist í meðförum málstað- ur Sigríðar. Hún segir í fyrstu frá fyrirkomulagi á fundinum. Þar voru átján manns auk miðilsins og var fólkinu raðað í tvöfaldan hálfhring framan við byrg- ið, sem miðillinn var í, en það var gert af svörtum lastingdúk. Þegar allir höfðu komið sér fyrir og tekizt í hend- ur, var ljósið slökkt, aðeins látið lifa á rauðri peru á píanóinu „en við það sat frú Matthildur Arnalds og spilaði meðan á fundinum stóð". Eftir litla stund kveðst Sigríður hafa vanizt birtuleysinu — og glögglega séð mið- ilinn og fólkið í kring. ,fir. próf. Har- áldur Nielsson hjelt nú nokkuð langa bcen, bað fyrir mtðlinum, bað fyrir „þeim hinum megin", er væru að hjálpa miðlinum, bað fyrir okkur, sem vorum þarna saman komin o.s.frv. — Að bœninni lokinni hófst sálmasöngur — sem við öll vorum beðin að taka þátt í — og nú dró próf. H.N'. tjöldin alveg fyrir byrgið. Fyrst voru sungnir danskir sálmar, síðan islenzkir. Þeg- ar þessi sálmasöngur hafði staðið nokkuð lengi, heyrðist rödd innan úr byrginu og vorum við ávörpuð á dönsku. Hr. E.K. sagði mjer, að þetta vœri aðal-„kontrollör" (sijórn- andi) miðtlsins, og skyldtst mjer þá, að nú vœri miðillinn fallinn í „trance". Alveg hafði þessi svokallaði „stjórn- andi" sama málróm og miðillinn, — jeg heyrði miðilinn tala við fundar- menn áður en fundurinn burjaði. „Stjórnandinn" gat þess meðal ann- ars, að hann vœri mjög ánœgður yfir að geta verið þarna með okkur um kvöldið. Þegar hann þagnaði hófst sálmasöngur á ný, og voru sungnir íslenzkir sálmar. Eftir litla stund er sagt inni í biyrginu, að hann („stjórnandinn") viti ekki, hvernig á þvi standi, að sjer gangi illa í kuöld, kuaðst ekki finna betur en að það vantaði kraft til þess að „materialisera"; sálmasöng- urinn hófst þá enn á ný litla stund. Var þá Ijósið minnkað lítið eitt. Jeg heyrði þá frú Aðalbjörgu Sigurðar- dóttur, konu próf. Haralds Nielssonar, líka vara við því að hafa Ijósið of mikið, og minnti hún einhverja af þeim, sem inni voru, á það, að á síð- asta fundi hefði komið „vera," fram i byrgisgættina en hörfað aftur og ekki þorað fram fyrr en búið var að minnka Ijósið. Einhverja heyrði ég samsinna þessu". Nú tilgreinir Sigríður ýmis orða- skipti fundarmanna meðan beðið er eftir því, að miðillinn „materialiseri". Ljósið er alveg slökkt dálitla stund og haldið áfram að syngja sálma. Síðan er kveikt á rauðu perunni aftur og innan úr byrginu berast þær fregnir, að miðillinn hafi fengið nægan kraft.....„Enn voru íslenzkir sálmar sungnir", heldur Sigríður áfram frásögninni, „en rjett eftir að byrjað er að syngia, er tjöldunum slegið til hliðar og milli tjaldanna stendur „vera", alhjúpuð hvítum slœðum frá hirirfli til ilja, líka með slæðu fyrir andlitinu. Þessi „vera" stendur þarna andartak, en jer síðan inn í byrgið og dregur saman tjöldin. Heurði jeg þá frú Aðalbjörgu tala um, að líklega hefði þetta verið „systir Elísabet". (vera er áður hafði komið fram á fundum.) Eftir örstutta stund kemur aftur „vera", hjúpuð slœðum, alveg eins og sú fyrri. Greíp mig nú áköf löngun til þess að snerta á þessum „verum", en nú var haldtð fast í báðar hendur mín- ar, öðrum megin af hr. E.K., en hinum megin af hr. ísleifi Jónssyni. Jeg spurði þess vegna hr. E.K., hvort jeg mcettt snerta á slœðunum, en hann segir: „Nei, það megið þjer ekki, þjer megið ekkt sltta keðjuna". Ht. /. J. lýtur niður að mjer og segir: „Yður langar til að snerta þetta". „Auðtrit- að", svara jeg. Eftir þetta kemur „vera" mtlli þilstns og tjaldsins, þeim megin, sem frú Kvaran sat, og sá jeg greinilega, að hún lagði handlegginn yfir höfuð frúarinnar, því að milli mín og hennar sat engtnn nema maður hennar. — Næst sjest „veran" milli þilsins og tjaldsins hinum megin, en þeim megin sat hr. H.N.". Þá er næst lýsing á fleiri „verum", er birtast framan við byrgið og til— burðum þeirra, en síðan segir Sigríð- ur: „Eins og jeg gat um áðan, vildi jeg snerta á þessum „uerum". Jeg var sannfœrð um, að innan í slæðunum vœri ekkert annað en miðillinn sjálf- ur, því að ekkert sá jeg eða heyrði á fundinum, er bent gœti í áttina til annars. En huernig sem jeg re-yndi að losa aðra hvora höndina, gat jeg það ekki lengi vel. En loksins kemur þó að því, að hr. Orugg viðgerðaþjónusta framkvœmd af fagmönnum meb fullkomnum tœkjum og Volkswagen varahlutum tryggir yður betri endingu og vib'heldur verðgildi bílsins Sími 21240 HEKLA hf Laugavegi 170-172

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.