Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1968 21 inn á sjókortið. Var stefnan sett út með landi, rétt norðan til við Skagatá. Þaðan skyldi sigla vestur á móts við Hirs- hals, en síðan þvert yfir Skage- rak beint til Kristianssands. Hafði herstjórnin lagt ríkt á við okkur að breyta ekki út af þessari stefnu, bæði vegna þess að við ættum þá á hættu að lenda inni á tundurdufla- svæði, og auk þess gætum við verið fullkomlega vissir um, að ef við hugsuðum okkur að stinga af beint út í Norðursjó, mynd- um við verða skotnir í kaf af þýzkum flugvélum. Eftir að komið var fyrir Skag en, fór veðrið versnandi. Báran varð stærri og vindur vaxandi og skipið tók að láta illa. Skömmu fyrir hádegi vorum við þó komnir vestur á móts við Hirshals og var þá tekin stefna beint til Noregs. Við höfðum ekki siglt nema nokkrar mílur, þegar Gunnar kallaði: „Dufl beint fram undan“. í sömu mund brá Lárus skipstjóri stýr- inu með hraða á stjórnborða, svo að skipið kastaðist fram hjá tundurdufli, marandi í hálfu kafi, svo sem einn metra frá bakborðshlið skipsins. Voru nú fjórir hafðir á verði fram á til þess að hafa sem beztar gætur á leiðinni. Hafið var hvítfyssandi og því lakara að greina það, sem á vegi kynni að verða. „Þarna flýtur eitthvað", kall- aði Theodór og benti til stjórn- borða „og þarna eittíwað" sagði Konráð og benti til bakborða, svo að skipstjóri átti þann kost einan að sigla mitt á milli. Innan stundar sigldum við í gegnum breitt belti af spýtnarusli, flek- um frá lestaropum, tunnum, kössum og öðru, sem þögult en skýrt talaði sínu máli. Hér hafði auðsjáanlega sprungið upp skip alveg nýlega. Þannig var siglt áfram og þó að við sæjum dufl hvað eftir ann- að, tókst okkur jafnan að sigla fram hjá þeim. Og áfram var siglt eins og skútan þoldi fram undir myrkur, en veðrið fór heldúr batnandi undir kvöldið. Um nóttina héldum við kyrru fyrir, en þegar birti, grilltum við í Noregsstrendur og var þá stýrt beint inn til lands og skútunni lagt að bryggju í Krist ianssand kl. 6 um morguninn. Fyrsti áfangi var á enda. Þrátt fyrir illviðri, tundurdufl, kafbáta og flugvélar hafði okk- ur tekizt að komast slysalaust frá Danmörku til Noregs á litl- um og lélegum bát með lítt vana skipshöfn og sjálfsagt með takmarkaðri fyrirhyggju, þegar á allt var litið. Þrátt fyrirþað, þó að allt væri í óvissu um áframhald ferðarinnar, vorum við þó fegnir því að vera komn ir í örugga höfn. Norður með Noregsströndum í Kristianssand urðum við að bíða í 4 daga, á meðan verið var að senda öll skipsskjölin til Berlínar og fá þaðan stað- festingu á fyrra leyfi til sigl- ingar til íslands. Á fimmta degi var okkur afhent svohljóðandi skjal: „Samkvæmt fyrirskipun For- ingja Stór-Þýzkalands heimilast hér með mótorskipinu „Frekj- an“ frá Bíldudal á fslandi að fara óhindrað frá Kristianssand í Noregi til íslands ásamt 7 manna áhöfn, sem með henni lagði af stað frá Danmörku samkv. skipshafnarskrú skips- ins, áritaðri af þýzku herstjórn inni. Ber skipinu að koma við í Stavanger til rannsóknar svo og í Bergen, enda fái það á báðum þessum stöðum fyrirskip anir um siglingaleiðina innan norsku landhelginnar. Allir þýzkir þegnar, sem á vegi þess kunna að verða, skulu leið- beina því og mega á engan hátt hefta för þess. Þýzka herstjórnin í Oslo“. Snemma næsta morgun fórum við frá Kristianssand áleiðis til Stavanger. Þegar við fórum fyrir Jaðarinn, mættum við bát, sem varaði okkur við að fara lengra, því að skammt þar frá hafði sprungið skip á tundur- dufli um nóttina og væri öllum skipum ófært fyrir nesið vegna sprengiduflahættu. Þrátt fyrir þessa aðvörun ákváðum við að halda áfram inn til Stavanger. Tókst ferðin þangað klakklaust og lögðum við skipinu að bryggju. Hafði enginn gert til- raun til þess að stöðva ferð okkar og við ekki heldur beð- ið eftir leiðsögu eða tollaeftir- liti þar fremur en á öðrum stöðum. Lárus skipstjóri hitti strax hafnarstjórann þýzka og kom hann snöggvast út í skip, en gaf okkur síðan leyfi til þess að halda ferðinni áfram, eins og til var ætlast. Næsta dag fórum við til Haugasunds og komum síðan til Bergen 1. ágúst. Mjög mik- ið af þýzku herliði var þar í borginni. Þýzkir herforingjar komu strax til þess að rann- saka okkur og skipið, en eftir nokkra stund var okkur til- kynnt, að okkur væri leyft að ferðast um borgina sem frjáls- um mönnum, en það myndi taka nokkurn tíma, þar til við gæt- um látið úr höfn, því að það þyrfti að aðvara allar varð- stöðvar, um 150 alls, bæði á sjó, landi og í lofti, að þetta skip mætti fara hindrunar laust frá landinu, og fyrr en staðfesting á fyrirskipuninni kæmi frá sérhverri stöð, fengj- um við ekki að fara. Um nóttina héldum við boð fyrir Þjóðverjana, sem komið höfðu til að skoða skip okkar, því að við vildum allt gera til þess að eiga vinfengi þeirra, svo að ekkert af þeirra hálfu yrði til þess að hindra sigling- una heim. Menn átu og drukku, sungu og skemmtu sér og voru glaðir langt fram eftir nóttu. Loksins kl. 5 um morguninn höfðu Þjóðverjarnir fengið nóg. „Ég finn hvergi hattinn minn“ sagði einn Þjóðverjanna. „Ég hlýt að hafa lagt hann hér eða hér“, og svo leitaði hann í öll- um krókum og kimum, en fann hvergi hattinn, sem varla var von, því að hann kom hattlaus út í skipið um kvöldið. Okkur skildist strax, aðhann notaði þetta sem átyllu til þess að geta framið leit í klefanum að skjölum eða einhverju, sem gæti komið upp um okkur, ef ferðin stæði að einhverju leyti í sambandi við njósnir. Við lét- um því á engu bera, en lofuðum að senda hattinn, ef við kynn- um að verða hans varir. Þegar Þjóðverjarnir loksins hættu að leita og fóru í land, kvöddu þeir okkur með virktum og kváðust ekki hafa skemmt sér svo vel lengi. Var Lárusi skipstjóra sagt að mæta stund- víslega kl. 9 á hafnarskrif- stofunni til þess að taka á móti leyfinu. Er Lárus og Gunnar komu þangað, hittu þeir fyrir kunn- ingja okkar frá því kvöldið áð ur. Herforinginn, sem fyxir þeim var, sagði m.a.: „Hér erferða- leyfið ykkar. Við skildum ekki í fyrstu, hvernig þið, skítugir, órakaðir, líkt og rónar, á lé- legri kollu, hefðuð getaðfeng- ið leyfi Foringjans til að ferð- ast til óvinalands. Nú vitum við, að Foringinn hefur valið vel menntaða, hugstóra menn, sem fela gildi sitt undir þessu gerfi, til þess að inna af hendi stórt hlutverk fyrir Stór-Þýzkaland á fslandi. Allar stöðvar hafa fengið fyrirskipanir um að láta ykkur fara í friði. Við óskum ykkur góðrar ferðar og treyst- um því, að áform ykkar heppn- ist til blessunar fyrir Stór— Þýzkaland og Evrópu“. Þeir vissu vitanlega ekki, að það var aðeins fyrir persónuleg á- hrif vinar míns í Þýzkalandi, að leyfi var mér veitt. Kl. 3 e.h. var lagt af stað frá Bergen. Okkur var fylgt út fyrir tundurduflabeltin nokkuð áleiðis noi*ður með skerjagarðinum, en við vildum ekki leggja á hafið undir nótt- ina og kusum því að bíða birt- unnar. Ferðin til Færeyja Árla morguns laugardaginn 3. ágúst lögðum við af stað yfir hafið áleiðis til Þórshafnar í Færeyjum og komum þangað eftir 54 klst. Fengum við tölu- verðan storm og sjógang á leið- inni. Strax og við vorum lagztir í höfn í Þórshöfn, kom til okkar árabátur og spurðu bátsverjar okkur almennra tíð- inda um ástandið á Norður- löndum. Höfðum við rétt byrj- að frásögnina, er bátur með brezka fánanum og undir gtjórn sjóðliðsforingja kom til okkar, rak Færeyingana brott og setti tvo vopnaða verði um borð í „Frekjuna". Vorum við síðan færðir utan á enskt varðskip, sem lá upp við bryggju í höfn- inni og öflugur hervörður lát- inn gæta þess nótt sem dag, að við hefðum ekkert samband við landsmenn. Sýndu Englend ingar hina mestu tortryggni í okkar garð. Stakk þetta mjög í stúf við það, sem við höfðum búizt við. Áður en við höfðum lagt af stað frá Kaupmanna- höfn, höfðum við beðið umboðs- mann Breta þar um áritun á vegabréf okkar, en hann svar- aði því einu til, að þess væri engin þörf. fsland og íslending- ar væru nú undir brezkri her- vernd. Bretar væru vinir okk- ar og jafnskjótt og við kæm- um í grennd við brezkt skip, yrði okkur sýnd full vinátta og greitt fyrir okkvu: á allan hátt- Hinn 8. ágúst fengum við samt að halda frá Færeyjum til fslands. Hafði brezka her- stjórnin leitað upplýsinga um okkur heima og tilkynnt um leið, á hvaða leið við værum. Hún gaf okkur einnig upp þá leið, sem við skyldum sigla til íslands, og kom þá í ljós, að ef við hefðum haldið þá leið, sem við höfðum áður ætlað að fara og ekki komið við í Fær- eyjum, hefðum við siglt þvert í gegnum tundurduflasvæði. Þeg ar „Frekjan" hélt úr höfn, gullu við húrrahrópin frá mannfjöld- anum, sem safnazt hafði á bryggjuni. „fslendingurinn lifi. Góða ferð heim“ og við svör- uðum á móti: „Færeyingurinn lifi“. fsland framundan Fyrstu nóttina á leið heim- leiðis frá Færeyjum fengum við sæmilegt veður en úr því aust- an storm alla leiðina upp und- ir Hornafjörð. Kl. 10 að morgni laugardaginn 10. ágúst kom Lárus fram á og kallaði niður í klefann til okkar: „Landsýn" Við hefðum ekki verið fljótari upp, þó að hann hefði sagt tundurdufl eða kafbátur. Allir í hóp stóðum við á þilfarinu og horfðum til lands. Beint fram undan gnæfði Öræfajökull hár, hvítur og tignarlegur upp úr hafinu, austar blár fjalla- hringurinn, gylltur morgunsól- inni, sem nú var að hella geisl- um sínum yfir landið. Það voru engin köll, engin hróp, en gleði okkar var þögul, djúp og hrein. „Fögur landsýn, drengir", sagði Lárus. „Ég hefi nú farið hér oft að landi áður, en aldrei séð það fegurra. Það er eins og heppnin sé með okkur á öllum sviðum“. Þann 11. ágúst kl. 6 árd. vorum við komnir til Vestmann eyja eftir 61 klst. siglingu frá Þórshöfn. Þar hittum við toll- þjón fyrir, sem skipaði okkur að fara samstundis út úr höfn- inni, því að annars mættum við búast við því að verða fluttir til Englands og létum við ekki segja okkur þetta tvisvar. Við fengum sæmilegt veður, unz komið var á Reykjanes- röst. Þá fengum við suðvestan hvassviðri og töluverða öldu, en „Frekjan" velti þar einnig af sér öllum áföllum. Kl. 9 um kvöldið fórum við framhjá Garðskaga og stefndum inn Faxaflóa. Árdegis þann 12. ágúst kom um við inn á Reykjavíkur- höfn í slagveðursrigningu og suðvestan stormi. Hvorki hafn- sögumaður né tollvörður komu á móti okkur og þegar Lár- us spurði, hvort við ættum að bíða eftir þeim, svaraði ég, að skipið bæri ekki nafn með rentu, ef vi'ð sýndum ekki þá frekju að sigla beint að hafnar- bakkanum. Ferðin var á enda eftir tæpa 22 sólahringa, frá því að lagt var af stað frá Danmörku. Strax og við lögðum að, var hafnar- bakkinn þakinn mannfjölda, en skipshöfnin var færð upp í Hafnarhús af herstjórninni, sem bauð okkur velkomna, kvaðst dást að hugrekki okkar, tjáði, að okkur væri heimilt að segja blöðum og útvarpi satt og rétt frá öllum fréttum frá Norð- urlöndum og bar fram afsökun um að hafa neyðzt til þess að hersetja landið. Næstu daga birtu blöð og útvarp nákvæma frásögn um ferðalagið og fréttir af því birtust á forsíðu blaða bæði í Bretlandi og Ameríku. Örlög „Frekjunnar“ ■— Hver urðu síðan örlög „Frekjunnar"? —Örlög „Frekjunnar" urðu þau sem þýzka herstjórnin hafði ekki óskað eftir. Báturinn var notaður um alllangan tíma í flutningum fyxir herinn milli Hvalfjarðar og Reykjavíkur. Um tíu árum síðar var bátur- inn brenndur inn við Elliðavog. — Hvað er að segja af áhöfn „Frekjunnar" nú? — Af áhöfn „Frekjunnar“ eru tveir menn látnir, þeir Lárus Blöndal og Konráð Jónsson, en hinir fimm eru búsettir og starf andi hér í Reykjavík. — Gísli, að lokum þegar þú lít- ur til baka, var þá í rauninni nokkurt vit í þessari hættu- ferð? — Nei, sannarlega ekki. En ó- vissan um endalok ófriðarins, samfara erfiðleikum við lang- dvöl í Danmörku, fjarri eigin atvinnurekstri heima og ekki sízt vitnezkjan um, að vinir og vandamenn biðu heima í of- væni eftir heimkomu okkar, varð allt í senn þyngra á vogarskálunum en áhættan. Að „Frekjan" náði nokkurn tímann höfn á íslandi, má þakka hinni sérstöku sjómannshæfni skip- stjórans og sameiginlegum átök um skipshafnar, sem aldrei greindi á um úrræði, að við- bættri óskiljanlegri mildi mátt- arvaldanná, sem sannarlega héldu verndarhendi sinni yfir þessu litla fleyi í gegnum brim og boða. Það er skoðun mín eftir öll þessi ár. cJohnson MjfimRiNM J simi 114S6 Áh n . Fr kjunnar“. Frá vinstri: Gísli Jónsson, Björgvin Frederiksen, Konráð Jónsson, Theodór Skóiason, Lárus Biöndal, sem var skipstjóri, og Úlfar Þórðarson. Á myndina vantar Gunn- ar ‘' nðjónr. en, en hann tók myndina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.