Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRIL 1968 kokkur á skii»inu og vilð deild um káetu saman nokkra mán- uði. Klukkan þrjú um nætur skiptumst við á að fara upp, hita kaffi eða te og færa körl- unum i brúnni eða vélarrúm- inu. Aldrei hafði Guðmundur minnzt á þær raunir, sem hahn hafði ratað í. Svo hógvær er hann og hæglátur, en jafn- framt hjálparhella ungum dreng úr Vesturbænum, sem fer til sjós að herða ómótaða sál í söltum veðrum og volk- sömum ævintýrum. Guðmundur Einar var á Fróða frá 1932. Og nú eruþeir á leið til Fleetwood með full- fermi af fiski og eru staddir 192 sjómílur SSA af Vest- mannaeyjum. Þeir eru á öðr- um sólarhring, og ekkert ber til tíðinda. Það er blíðuveður, ofurlítil hreyfing að vísu. Sjór vætlar upp á dekk, þegar skipið liggur þvert fyrir kul- inu, „Og þeir á kafbátnum gera sér ekki grein fyrir því, hve lágt skipið er á sjónum." Fróði er eins hlaðinn og hugsazt getur og í hreyfing- unni veltir hann sjónum upp á dekk. Fyrstu kúlnagusurnar þjóta yfir skipið, bæði aðfram an og aftan, og þeir eiga fullt í fangi með að sökkva þessum litla daili þarna í næturhúm- inu. Það eru aðeins 30 senti- metrar frá sjó upp á skamm- dekk, og frá sjó upp á lunn- ingu, þar sem hún er lægst, er aðeins tæpur metri. Guðmundur situr andspænis mér og rifjar upp nokkur at- riði í atburðarás morgunsins 11. marz og leggur niðurstöð- ur sínar skýrt og skorinort á borðið. Ástæður þess að kaf- bátsmenn yfirgefa Fróða og sigla út í hafsauga eru — hvað hann er drekkhlaðinn og lágt í sjó, hvað mikill gufumökkur streymir úr leiðslu sem liggur frá katlinum upp í miðstöðvar- ofnana í brúnni. og loks telur hann þá ástæðu að kviknað var í tróði og smá- rusli í brúnni og lagði af því mikinn reyk. „Þessi atriði hafa bjarg- að okkur, sem komumst til lands. Kafbátsmennirnir hafa verið þess fullvissir, að skip- ið sykki á hverri stundu og þó þeir sæju mannrolu væflast á dekkinu, þegar ég staulaðist þar fram og aftur undir lok árásarinnar, hefur þeim ekki dottið annað í hug en allir aðr- ir væru dauðir og sá sem stíl- aði þarna eftir dekkinu mundi senn hverfa í hafdjúpið með skipinu" Þegar árásin hefst, veit Guð- mundur að hann muni komast af. Það hjálpar honum. Kannski bjargaði það lífi hans, hver veit. „Þegar ég heyrði fyrsta skot ið, var ég ekki alveg viss um, hvað var að gerast. En svo þeg ar ég heyrði það næsta, sem var sýnu nær, gerði ég mér grein fyrir þvi. Og ég tautaði við sjálfan mig, þar sem ég stóð við stýrisvölinn í brúnni: „Nú-já, það er þá komið að því". Ég sagði víst svo margt þarna í brúnni. Þegar þriðja kúlan splundr- aði brúnni og drap þrjá fé- aga mína, eða alla þá sem stóðu mér til hægri handar, hneig ég niður, fékk kompásinn í höfuð ið og skaddaðist á hnakkan- um, en um leið og ég missti meðvitund tautaði ég við sjálf- an mig: „Nú-já, það er þá svona að deyja". En samt vissi ég með sjálf- um mér að minn tími væri ekki kominn, það þóttist ég vita vegna draumsins. Hann hjálp- aði mér. Kannski bjargaði hann lífi mínu". Árásin kom Guðmundi ekki á óvart. Hann hafði lengi átt von á henni. Hann hafði raun- ar oftsinnís um veturinn haft í hyggju að fara af Fróða, en ekki orðið af því. Ástæðan var sú að honum þótti skammar- legt að fara af skipinu, þó að hann hefði erfiða drauma. Um veturinn hafði hann oft haft vþungar draumfarir og hann Eyjólfur Jónsson. vissi „að eitthvað mundi koma iyrir Fróða". Á síðustu koju- vaktinni fyrir árásina, þ.e. að- faranótt 11. marz, dreymir hann draum sem rætist með ó- hugnanlegum hætti skömmu síð ar: „Mig dreymdi", segir hann „að ég er kominn í land þar sem ég kannast ekkert við mig og með mér eru nokkrir af áhöfn> Fróða. Ég sé í draumn- um að ég á að vera forsvars- maður þessara manna, því að ég geng á undan þeim og koma þeir á eftir mér í halarófu. En nokkra vantar í þennan hóp — það voru allir þeir sem dóu í árásinni". Klukkan er fjörug um nótt- ina. Guðmundur er vakinn. Hann skreiðist fram úr rúm- inu, klæðir sig. Gengur síðan upp í brú. Ekki er laust við að hrollur sé í honum vegna draumsins. Einhvern veginn býst hann við hinu versta. Þeg ar hann kemur upp í brú, atendur skipstjórinn þar á- (samt öðrum háseta. Þeir heils- ast. Guðmundur á fyrsta stýri. iÞað ber ekkert til tíðinda. Myrkrið umlykur þá. Og það er þögn. En hann getur ekki losnað við drauminn úr huga sínum. Klukkan nálgast fimm. Hvernig eiga þeir að vita að þeim er veitt eftirför? Gráum turni hefur skotið upp úr haf- inu, fórnardýrið valið. Þegar Fróði kemur til Vest- mannaeyja eftir árásina, stíg- ur Guðmundur fyrsta skipti fæti sínum þar á land, og hafði þá haft forustu um að sigla skipinu til hafnar. Hann hefur aldrei fyrr komið í land í Vestmannaeyjum. Þeir höfðu lagt af stað frá Reykjavík, en komið aðeins við á ytri höfn- inni í Vestmannaeyjum til að fá hleðsluvottorð, því að ekki var leyfilegt að sigla til Bret- lands án slíkra vottorða. En draumurinn . . . aðvörun- in sem hann fékk á kojuvakt- inni grófst í undirvitund hans og lá ekki á glámbekk. Eða upplifun Leu spákonu .... hver vissi um hana. Það er ekki verið að eyða bleki í svoleiðis píring fyrir sjódómi. Og enn sjáum við djöfullegt glampaæði þessa morguns með kvikum og margreyndum aug- um hásetans, Guðmundar Ein- ars. Það er ekki fyrr en þeir stöðva Fróða og kveikja öll siglingarljós og íslenzki fán- inn flennir sig yfir skipshlið- ina, sem kúla kafbátsmanna hittir: fjórar og hálf tomma i þvermál, að sögn brezks her- manns, sem síðar athugaði sprengjubrotin. Hávaðinn er svo ægilegur að hljóðhimnurn- ar springa af þrýstingi í báð- um hlustum Guðmundar og hefur hann aldrei náð fullri heyrn síðan. Bn um það hugs- ar hann ekki á þessari stund. Þegar hann raknar úr rot- inu eftir sprenginguna, fer hann að hugsa um að bjarga sjálfum sér, skrönglast út á dekk og ætlar að finna sér skjól. Honum kemur fyrst í hug að fela sig bak við keis- inn, en þá heyrir hann kallað að fíra bátnum: „Ég fór yfir á bakborðssiðuna, því á sjón- um er venja að hlýða yfir- boðurum sínum umyrðalaust. Skipstjórinn stendur aftan við björgunarbátinn, en bróðir hans, einn af hásetunum, ætlar að losa bátinn að framan. Rétt áður en ég kem að bátnum, dynur kúlnahríðin á skipstjór- anum, og hann hnígur niður. Og vélbyssuhriðin sagar bát- in í sundur að aftan. Það er engu líkara en kúlurnar leiti mennina uppi". Sama aðferðin við höfð og þegar ráðizt var á Reykjaborg ina — nema hvað kafbáturinn fer ekki í kringum Fróða, held ur liggur hann alltaf á sama stað — „við sáum hann ekki í myrkrinu nema þegar kúlur- nar komu eins og belti af ljós- um, þá glytti í hann." Guðmundur fer að björgun- arbátnum að framan, þar sem bróðir skipstjórans stendur, en þá — hann kastar sér endi- löngum á dekkið og kúlnahríð in lendir í félaga hans, sem hnígur niður á þilfarið. Guð- mundur iiggur á dekkinu nokkra stund. Hann hugsar um það sem er að gerast. Auð- vitað átti hann ekki að geta séð kúlurnar þjóta að honum með leifturhraða — samt sá hann þær koma — og í tæka tíð, svo að hann gat fleygt sér niður á dekkið. Það var engu líkara en hulinn verndarkraft ur myndaði skjaldborg umhverf is hann — og gæfi honum sjötta skilningarvitið: gæfi hon um eina vopnið sem diigSi í þessum ójafna leik. Ekki verð ur ófeigum í hel komið, höfðu karlar og kerlingar sagt vest ur í Dýrafirði, þar sem hann ólst upp við sjó og seltu. Og enn liggur hann á þilfar- inu. Hreyfir sig ekki. Hann er í þykkri prjónapeysu. Þegar hann fer úr henni seinna um morgunin, sér hann tvö skot- göt. Kúla hefur þotið rétt fyr- ir ofan hann, þar sem hann lá á þilfarinu og farið í gegnum fellingu eða felju á peysunni, svo að þar mátti sjá þessi göt þegar sléttað var úr henni. „Áreiðanlega má þakka það hreyfingu á skipinu, að ég skyldi ekki fá þessa kúlu í bakið". Strax og kúlnahríðinni linn- ir, skreiðist hann niður á ketil toppinn. Þar hafði hann járn sér til hiífðar. Þar liggur hann góða stund, eða þangað til þeir eru að mestu hættir að skjóta. Þá kemst hann niður í ganginn á stjórnborða og er þar í skjóli við keisinn. „Eftir að ég fór af ketiltoppnum hafa þeir skotið dampleiðsluna í sundur, því að ég hefði ekki getað verið þar í gufustrókn- um". Og nú er farið að eida af degi. Hann hniprar sig saman í skjóli við keisinh. Hann sér kafbátinn sniglast við skips- hliðina og horfir svo á eftir honum. Hann siglir á fullri ferð burt. Það er gustur á honum. Og hann klýfur hvítar freyðandi öldurnar eins og hann sé búinn að vinna „Or- ustuna um Atlantsfaafið". En Fróði sekkur ekki. Það verður honum til bjarg- ar, hvað hann er litill — og hlaðinn. Þeir áttu erfitt með að skjóta gegnum skipsskrokk inn vegna þess hve hann var lágt í sjónum. Þó fóru kúlur gegnum dekkið niður í káetu. Þegar fyrsti vélstjóri rétti út handlegginn að kojunni sinni til að ná í öryggispokann, lentu tvö kúlnabrot í handleggnum á honum. Og svo lágt höfðu þeir skotið að kúla fór gegnum lunninguna bakborðsmegin niður í rennustein stjórnborðs- megin og skóflaði þar upp steypunni. En allt kom fyrir ekki Draumurinn hafði sagt hingað og ekki lengra. Og þegar þeir voru þrír fallnir í brúnni og skipstjórinn og bróðir hanshel særðir á bátadekkinu, „vissi ég að lengra yrði ekki haldið. Þá voru þeir úr leik,sem vant aði í drauminn." Hann hafði sjaldan reykt. En á leiðinni til lands keðju- reykti hann. „Eg lét hvíla mig við stýrið og fór oft niður að líta á sjúklingana" — Ferðin gekk vel þrátt fyrir kompás- skekkjuna. Þegar þeir komu til hafnar, leituðu Bretar að hverju ein asta sprengjubroti og sögðu skipverjum, að þeir mættu ekki eiga nokkurt kúlnabrot, hvað þá meir — ekki einu sinni til minja. Þeir leituðu hátt og lágt í skipinu og fóru loks í sjúkra húsið, það sem fyrsti meistari lá og greri sára sinna, og sóttu þangað þessi tvö kúlnabrot, sem lentu í handleggnum á honum. Og svo vel fylgdust þeir með því sem fram fór við yfir- heyrslur, að þeir faöfðu við- staddan brezkan mann, sem skildi íslenzku, svo að þeir misstu ekki af einu einasta orði, sem sagt var. Og óneit- anlega veldur það grun á fs- landi, þegar sprengjubrot eru send i rannsókn til Bretlands, en aldrei fást nein svör við því, hvaðan kúlurnar eru ætt- aðar. Það er því ekki að undra þó sá kvittur gjósi upp að þær séu brezkar að uppruna. En hvað sem því líður á Guðmundur Einar enn sína drauma „ef mér liggur á". Og ekki er laust við að hann hafi á langri sjómannsævi hneigzt til forlagatrúar — „ég mundi til dæmis ekki fara út í bát, sem væri snúið rangsælis frá landi". Mundi hann ekki geta trútt um talað? Þegar Guðmundur Einar, há seti á Fróða er kallaður fyrir brezkan sjórétt í Reykjavík, merkir liðsforinginn sem tekur af honum skýrsluna, niður á stórt sjókort á veggnum, hvar Reykjaborgin varð fyrir árás, síðan hvar ráðizt var á Fróða * 30 ? •CNIf* * PLAIN MESH ÍSABELLA-REGINA 30 denier, ern sokkarnir sem nú er spurt eftir vegna mikillar endingar, hóflegs verðs og útlits sem allar konur eru ánægðar með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.