Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1988
19
IOTION
J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN H.F.
Bankastræti 11 — Skúlagötu 30.
Heildverzl. Ýmir Garðastræti 4.
Sími 14191.
Ásgeir Asgeirsson, forseti Sam einaðs þings, flytur hátíðarræðuna 1930.
minnzt á tiLkostnað með eftir-
tölum, og er slíkt þó býsna al-
gengt. Nei, það var fagnandi
fólk, sem reið heim frá Þing-
vallahátíð og flutti góð tíðindi
til þeirra sem heima sátu.
Mörgum óx meir ásmegin eftir
Alþingishátíð en vanmáttartil
finning, lílkt og var á næstu ár-
um eftir Landnámshátíðina á
Þingvöllum 1874.
— Morgunblaðið segir líka
síðan að margir munu hafa
þekkt sjálfan sig „betur en áð-
ur. En svo giftusamlega vildi
til að sú þekking varð þegar
allt kemur til alls frekar til að
auka en rýra sjálfstraust okk-
ar.“
— Jú, þar er ég fyllilega
sammála Morgunblaðinu!
— Vilduð þér, herra Forseti,
fara nokkrum orðum um' undir
ritun gerðardómssamninganna
og þá þýðingu sem þeir höfðu
fyrir Island?
— Undirritun gerðardóms-
samninganna var vissulega há-
tíðleg athöfn sem bar þess
skýran vott að íslendingar voru
fullvalda þjóð, hliðstætt hinum
fjórum Norðurlandaþjóðum.
Þeir samningar sýndu einnig að
vér vildum eiga gott eitt við
bræðraþjóðirnar, og lúta rétt-
inum einum en hvorki mætti né
ofbeldi í öllum samskiptum.
Bróðerni hinna náskyldu Norð-
urlandaþjóða mætti verða
mörgum öðrum til fyrirmyndar
En eklki er mér kunnugt um að
neinum ágreiningsmálum hafi
enn verið vísað til gerðar-
dómsins. Hin táknlega athöfn
á Alþingishátíðinni stendur þó
enn í fullu gildi.
Að lokum vil ég benda á að
engin landkynning hefur orðið
oss íslendingum jafndrjúg og
Alþingishátíðin. Þá komum vér
fyrst fram sem frjáls og full-
valda þjóð gagnvart umheim-
inum. Þess heyri ég þráfaldlega
minnzt erlendis allt fram á
þennan dag. Það skapar oss
jafnframt aukna ábyrgð á því
að standa undir þeim alþjóða-
orðstír sem vér höfum sem
langþroskuð þingræðisþjóð.
bláum himni. Það hitar um
ihjartaræturnar. Tign fjallanna,
niður ánna, grænka jarðarinn-
ar og blámi himinsins rennur
saman við minning Ingólfs og
Úlfljóts, drengskap, manndóm,
löggjöf og bókmenntir, — allt
rennur Það saman í eina mynd,
mynd hinnar ættgafgu Fjall-
konu, dóttur íslenzkrar náttúru
og norræns eðlis _ í brjóstum
vorum og vinnum Íslandi með-
an ævin endist.
íslandi lengi lifi!
Hr. Ásgeir Ásgeirsson hefur
sýnt greinarhöfundi þá vinsemd
að svara nokkrum persónuleg-
um spurningum um viðhiorf sitt
nú til Alþingishátíðarinnar
1930. Lék mér mest forvitni á
að vita hvað honum væri
minnisstæðast frá Alþingishá-
tíðinnni og efst í huga er hann
li'ti nú aftur til þessa tíma.
— Það er margt sem mér
líður fyrir hugskotssjónir, svar
ar forsetinn. Kuldahret sem
breyttist á fyrsta morgni hátíð-
arinnar í blíðviðri.Sólin dreifði
gráum skýjabólstrum-og hellti
geislum sínum yfir Helgan Völl
um hádegisbil. Tjaldlborgin,
mannfjöldinn, á að gizka þrjá-
tíu þúsundir úr öllum lands-
hlutum, Vestur—íslendingar,
Æulltrúar allra hinna traust-
ustu lýðræðisþjóða, konungur
og drottning íslands og Dan-
merkur og Svíakrónprins. í sem
fæstum orðum, það var ein-
Konungsstúkan á Þingvöllum 1930.
huga þjóð, stolt af þúsund ára
þingsögu, fegin sínu nýfengna
fullveldi og bjartsýn á fram-
tíðina, sem hélt stórhátíð á hin-
um söguríka stað.
— Hver þótti yður erfiðasti
hjallinn í undirbúningi hátíða
haldanna?
— Ég treysti mér varla að
nefna eitt sérstakt vandamál
öðrum fremur. Það voru marg-
ar sundurleitar hugmyndir
uppi meðal almennings um ein-
stök atriði, og ágreiningur um
það hve hátt risið skyldi vera
á hátíðahöldunum. Viðfangsefn
ið óx koll af kolli í meðferð
Alþingisfhátíðarnefndarinnar og
stórhugurinn. Samstarfið var
lipurt og ágreiningslítið í
nefndinni og framkvæmdastjór
inn árvakur og úrræðagóður.
Hrakspár mátti heyra úr ýms-
um áttum, en þær rættust ekki.
— Vellir voru sléttaðir og
munu þá hafa horfið grónar
götur. Vilduð þér, herra for-
seti, segja nokkuð um afstöðu
yðar til þessarar ákvörðunar?
— Hún var jákvæð að því
leyti sem kom til kasta nefnd-
armanna. En annars réð Þing-
vallanefnd að sjálfsögðu mestu
um allt sem við kom Þjóðgarðs
svæðinu. Það er nóg um troðn-
inga í nágrenni Þingvalla og
land allt eftir þingreiðar og
lestarferðir, þó vellirnir fái að
vera sléttir eins og þeir
voru í upphafi.
Kjarakaup
— í Morgunblaðinu 6. júlí
1930 stendur þetta: „Margir.
höfðu spáð því að við hefðum
með hátíðahaldi þessu reist
okkur hurðarás um öxl ... og
gagn það sem hátíðin gerði
okkur mundi fyrst og fremst
verða á þá leið að við þekkt-
um vanmátt okkar og vankanta
betur en áður“. Hvað segið þér
um þessar spár?
— Sama og um aðrar hrak-
spár. Það er ekki óeðlilegt né
heldur óvenjulegt að einhverj-
ir séu kvíðnir. Sumir eru jafn-
vel alltaf svartsýnir. Og mér
kemur ekki í hug, að Alþingis-
hátíðarnefndin sjálf hafi alltaf
verið örugg um að allt gengi
að óskum. En svo fór þó um
allt sem máli skipti. Gifta þjóð
arinnar sat í stafni. Að hátíð-
inni lokinni heyrði ég ekki
GERIÐ
GÓD
Fáanlegar Coppertone-vör-
ur: Suntan lotion, Suntan
oil, Shade, Baby Tan og
Noskote.
Njótið hinnar útfjólubláu geislunar af fjallasnjónum
- VERDIÐ BRÚN - BRENNIÐ EKKj -
K O T I Ð
COPPERTONE
COPPERTONE er langvinsælasti sólaráburð-
urinn í Bandaríkjunum. Vísindalegar rann-
sóknir framkvæmdar af hlutlausum aðila,
sýna að Coppertone sólaráhurður gerir húðina
á eðlilegan hátt brúnni og fallegri á skemmri
tíman, en nokkur annar sólaráburður sem
vöi er á.
ENSKIR OG ÞÝZKIR
„IDEAL“ STÁLMIÐ-
STÖÐVAROFNAR
Á GAMLA VERÐINU.
KAUP Á GÓÐUM OFNUM.
Keflvíkingar
Sýnikennsla í blómaskreytingum og meðferð á
blómum, verður í Tjarnlundi fimmtudaginn 11.
apríl kl. 20.
Blómaskr.fræðingur frá Blómahúsinu annast
fræðsluna.
Skolphreinsun úti og inni
Sótthreinsum að verki loknu. Vakt allan sólar-
hringinn. Niðursetning á bruiinum og smáviðgerðir.
Góð tæki og þjónusta.
Rörverk
sími 81617.