Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 31
MOKGUN'BLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1968 31 - Á BISLETT Framhald af bls. 12 við þessar aðstæður. Daninn og Norðmaðurinn ruku báðir af stað, áður en skotið reið af. í næsta skipti tókst allt vel — og Hörður fór í fararbroddi. Skipting hans og Ásmundar Bjarnasonar tókst sérlega vel og Ásmundur átti prýðisgott hlaup og vann mikið á. Önn- ur skipting tókst einnig vel og nú var það hlutverk Arnar Clausen að verja forskotið fyrir Schibsby hinum danska og það gerði hann með sóma. íslenzki tugþrautarmaðurinn hafði lok- ið sinni þriðju keppnisgrein þetta kvöld og var sannkölluð hetja dagsins. Torfi Bryngeirs- son hljóp síðasta sprettinn í stað Hauks, og þó skiptingin tækist illa, var keflið í örugg- um höndum og sigurinn ís- lands. Keppni fyrri dags var lokið. Stigin stóðu: ísland — Noregur 55:51 ísland — Danmörk 54:52 Noregur — Danmörk 56:50 Flokkurinn var léttstigari á heimleið, en til vallarins. Úr- slitin voru betri en þeir bjart- sýnustu höfðu þorað að vona. En þó Örn syngi og héldi uppi húmörnum, var alvaran alltaf skammt undan. Menn vöruðu sig á of mikilli bjartsýni. En það var bollalagt og spekúler- að mikið áður en menn gengu þreyttir en sælir til náða. ★ Torfi sjúkur! reynir við Ev- rópumet. Það jók ekki sigur- vonir manna morguninn eftir, er Torfi vaknaði með háls- bólgu og hita. Benedikt heit- inn Jakobsson, þjálfari liðsins, dreif hann til læknis og þar fékk Torfi vænan penecillin— skammt í sprautu. Við þóttumst líka allir sjá að Torfi væri veikindanna vegna illa fyrir- kallaður þá er hann fór reynslustökk sín. En annað kom á daginn. Torfi stökk 3-70 „í varúðarskyni“ og flaug hátt yfir. Á 3.90 féll Stjernild Dan- mörku úr keppninni — og nú hófst einvígið milli „hins sjúka“ Torfa og Erling Kaas Noregi. En Torfi vissi til hvers hann var kominn til Bislett og hvers var af honum vænzt. 4m, 4.10 og 4.20 fór hann yfir í 1. til- raun — og flaug hátt yfir, en sá var líka yfirleitt siður Torfa. Þarna skyldi með hönum og Kaas. En Torfi var ekki ánægður. Hann hafði hug á að bæta metið. Ráin lá á 4.30 m. Torfi flýg- ur yfir •— og veifar til fagnandi þúsundanna. Nú var Vestmann- eyingurinn kominn „í stuð“ og engan veikindasvip á honum að sjá. Það er hækkað í 4.42 m, sem þá hefði verið Norðurlanda — og Evrópumet. Aðhlaupið og uppstökkið er gott. Hann er yfir ránni. Fagnaðarlætin eru byrjuð. En handleggirnir voru enn hinu megin rárinnar og þeir tóku rána með sér niður. í 2. og 3. tilraun munaði einn- ig mjóu — en nógu, og Evrópu- metið stóðst þetta áhlaup ís- lendingsins. En menn voru lengi að jafna sig á eftir. Getur ísland tapað? En Örn Clausen var rólegur meðan hann gróf sér viðbragðs- holur fyrir 110 m grindahlaup- ið. Og hann tók forystuna, rann yfir grindurnar á fögrum stíl, svo örugglega að taugarnar ró- uðust og um stund greip sú tilfinning mann, að ísland gæti ekki tapað landskeppninni. En bilið milli Arnar og hinna minnkaði undarlega lítið. Það var okkar eigin Ingi, sem fylgdi svona fast eftir. Ingi Þorsteins- son hafði komið Norðmönnum og Dönum á óvart, ef til vill mest allra íslendinganna. Hann hafði verið talinn auðunninn, en á daginn kom að hann var skuggi Arnar og ofjarl nálega allra hinna, bæði í 110 m og 400 m grindahlaupi. Spjótin flugu og Jóel Sig- urðsson tók forystu með 60 m kasti. En síðar komust báðir Norðmennirnir framfyrir og hrepptu gull og silfur. En Dönum var sú þraut ofraun og Jóel hlaut bronsverðlaunin. í 400 m hlaupinu sást falleg samvinna milli Guðmundar Lár ussonar og Ásmundar. Ásmund- ur á 6. braut þaut af stað sem kólfi væri skotið, en Guðmund- ur á innstu braut fór sér ró- lega. Ásmundur náði miklu for- skoti, en í síðari beyjunni jók Guðmundur hraðann og tók við forystunni. Honum fannst þó lítið liggja á. Áætlunin var tvö- faldur ísl. sigur og Guðmundur beið Ásmundar til að létta hon- um lokasporin — jafnvel veif- aði til hans og hvatti. Það voru yfirburðir! Og áætlunin stóð — tvöfaldur íslenzkur sigUr. Með hörku hefst það. í 100 m hlaupinu áttu Hörð- ur Haraldsson og Örn Clausen (í stað Hauks) að taka af allan vafa um hvar væri að finna beztu spretthlaupara á Norður- löndum. Schibsby var fyrstur úr holunum en Hörður á hæl- um hans, en Örn sat illa eftir í viðbragðinu. Baráttan um fyrsta sætið varð stutt. Eftir um 40 m hafði Hörður tekið örugga forystu og hélt henni í mark Örn vann mjög á og hörkukeppni varð um þriðja sætið — og þrír á sama tíma, en Örn tók sér bessaleyfi og fór á pallinn og tók við 3. verðlaunum. Alltaf ákveðinn strákurinn sá. í barningi. En það voru ekki eingöngu þessar „öruggu“ greinar okkar sem úrslitum réðu. Kannski voru það einmitt hinar, þar sem óvissan réði, sem skiptu enn meira máli. Slíkt skeði t.d. í kringlukastinu. Huseby byrjaði með því að skjóta 45 m. merkið niður — við mikinn fögnuð. En það voru fleiri en hann sem augastað höfðu á 1. sætinu og Stein Johnsen Noregi og Jörgen Munk Plum köstuðu báðir lengra. En Huseby lét það ekki á sig.fá. Rólegur gekk hann í hringinn í 5. umferð — strauk kringluna vel, spýtti í lófann og þurkaði lófann síð- an á ístrunni, horfði fram að merkjunum við bogana úti á vellinum, hefur sennilega miðað á 50 m. merkið — náði því að vísu ekki, en 47.92 og það nægði. Enn var hann á pall- inum. Sama má segja um þrístökk- ið þar sem Kári Sólmundarson náði 2. sæti eftir harða og eftir- minnilega keppni. Þar var hark an og viljinn fyrir hendi. Ýmis gamanatvik hentu í keppninni t.d. í 10 km hlaup- inu. Þar var að venju mikill viðbúnaður að telja hringina. En tímavörðum brá í brún er þeir litu á klukkurnar og 3 fyrstu menn voru undii- 30 mín. Það var með ólíkindum. í ljós kom að hlaupið hafði verið einum hring of stutt og því varð ekki breytt héðan af. En Kristján Jóhannsson, sem blandaði sér að vísu ekki í úrslitakeppnina, þó hann næði í þýðingarmikil stig, varð af meti í þetta skipti. En hann bætti það upp síðar. Sigur unnið áður en lokið var. íslenzka liðið hafði þegar hér var komið náð svo góðri for- ystu, að síðasta greinin 4x400 m boðhlaupið skipti engu um úrslit. Örn hætti því við þátt- töku enda hafði hann keppt í 5 greinum. Ingi hljóp fyrsta sprettinn ágætlega — kom ann- ar í mark eftir of hraða byrjun. Hörður tók við og skilaði for- skoti til Ásmundar, sem átti í vökvök að verjast, en var þó aldrei í hættu. Úr því þurfti ekki að sökum að spyrja. Guð- mundur Lárusson sá um það. Millitímarnir voru 51.8, 50.0, 50.7 og 49.0. Minnisstæðir keppendur. Keppninni var lokið með sigri íslands. Drengirnir höfðu ekki farið til einskis til Bislett. Þeir vorú uppáhald áhorfenda og með þeim fylgst af áhuga eftir því hver stóð í eldlín- unni. Hjá liðinu ríkti sá andi, sem gerir slíkan sigur er þeir unnu kleifan. Þeir eiga allir þátt í sigrinum sem vannst og allir voru þeir fúsir á að leggja sig fram, hvort sem við blasti gullverðlaun eða „aðeins“ að krækja í stig fyrir 5. og 6. sæti þar sem við ofurefli var að etja. Þau stig voru engu að síður nauðsynleg. Stigahæsti maður mótsins var Örn Clausen og keppti jafn- framt í flestum greinum, eða 5 alls. Þó hafði hann milli þess tíma til að hlaupa til land- anna og þakka þeim fyrir þeirra skerf — eða hvetja þá til dáða. Hörður, fjórfaldur sig- urvegari, Guðmundur með sína frægu endaspretti, Skúli Guð- mundsson fyrirliði með sína háttvísu og rólegu fram- komu, Torfi, sem næst- um varð Evrópumethafi og Huseby, sem hefði getað staðið aftan við kúluvarpshringinn og sigrað samt — verða allir ó- gleymanlegir þeim, sem á horfðu. íslenzki flokkurinn var vel að sigri kominn. Hann náði sín- um árangri á hreinan hátt. Engin sérstök heppni réði úr- slitum og óheppni lét flokk- inn alls ekki óáreittann. Það fólst dýr sannleikur í ummæl- um Benedikts heitins Jakobs- sonár við eitt horsku blaðanna við komuna til Oslo. „Við kom- um hingað til þess að sigra“. - Á MELAVELLI Framhald af bls. 13 „njósnari" verið frá hinum frægari atvinnuliðum Evrópu viðstaddur leikinn, hefði Rík- harði umsvifalaust verið boð- inn atvinnusamningur með góð um kjörum. Það fóru margir léttstigir af Melavellinum kvöldið 29. júní 1951. Það var líka ástæða til að bera höfuðið hátt — hafandi séð Svía sigraða í knattspymu, og fá þær fréttir Baldurs vall- arstjóra í ofanálag, að frjálsí- þróttamennimir hefðu unnið Dani og Norðmenn á Bislett. Þetta var mesti sigurdagur íslenzkra íþrótta. MiÆ FÉLAG ÍSLENZXRA □JfgHtJÓMUSTARMANNA ÓÐINSGÖTU 7. u. IV HÆÐ OPIÐ KL. 2—5 SlMI 20 2 55 veflum allókonat nuiói L AUGLVSIHGAR SÍMI 22.4*80 VINSÆLASTA FERMINGARCJÖFIIV Mest ©g bezt úrval Verð vlð allra hæfi HLJÓÐFÆRAHIJ8 REYKJAVÍKUR H.F. LAUCAVECI 96 - SIMI 13656 nteð vir&um viöarMols-íjblfilteir. .......... 4' ''.... FILTER Gæðaframleiðsla frá Philip Morris Inc.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.