Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 16
 16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1968 ,Ión í rúminu daginn eftir. (Ljósm.: Jón Sen) BJORN JOHANNSSON: „SUMT REKALD KEMUR AÐ LANDI, ANNAO EKKI" ÞEGAR flóðin miklu voru í Ölfusá á dögunum var um tíma óttast um hina rammgeru brú. Þetta varð til þess að rifja upp í huga mínum annan at- burð, „stórfrétt," þar sem Ölf- usárbrú kemur við sögu,, að vísu ekki núvernadi brú held- ur gamla hengibrúin yfir Ölf- usá. Fyrir rúmum 23 árum féll .Ölfusárbrúin niður, þegar mjólkurbíll var á leið yfir hana með annan í eftirdragi. Báðir bílarnir féllu í ána og það má telja kraftaverk að mennirnir tveir sem í þeim voru komust lífs af. Báðir eru þeir enn í fullu fjöri, búsettir á Sel- fossi. Atburður þessi er mér í barnsminni af tvennum ástæð- um. Ég var þá í sveít hjá afa- systur minni, Margréti Jóns- dóttur og manni hennar Guð- mundi Eggertssyni, bónda að Breiðamýrarholti í Flóa. Næsti bær við er Keldnakot og þar átti Jón Guðmundsson heima, annar bílstjórinn, sem í ána fór, „hetjan í sögunni". Og þegar ég fór heim úr sveitinni varð ekki komizt yfir Ölfusá nema á báti og var það sannarlega ævintýri fyrir lítinn dreng. Frá atburði þessum er sagt í Morgunblaðinu fimmtudaginn 7. september 1944, en brúin féll niður aðfaranótt miðviku- dags. Á forsíðu blaðsins var mynd af Ölfusárbrú, þar sem hún hékk á öðrum burð- arstrengnum, skökk og snúin. Aðalforsíðufréttin þennan dag bar fyrirsögnina: „Framsveitir inn í Þýskaland — Kanada- menn umkringja Calais — Snörp vörn Þjóðverja í Havre, Brest og Boulogne." Þótt forsíðan væri að mestu helguð fréttum af heimsstyrj- öldinni var atburðinum við Ölf usá gerð rækileg skil í Morg- unblaðinu. Sjálf fréttin tók yf- ir alla blaðsíðu tvö og var myndum prýdd og á blaðsíðu 4 var viðtal við Jón Guðmunds son. Fyrirsögn fréttarinnar á bls 2 var svohljóðandi: „Ölfusár- brúin fellur niður — Annar burðarstrengurinn slitnar — Tveir bílar velta í ána — Reynt verður að lyfta brúnni og nota sem gangbrú." Upphaf fréttarinnar var svo- hljóðandi: „Aðfaranótt miðviku dags sl. slitnaði annar (nyrðri) aðalburðarstrengur á Ölfusár- brúnni og hangir nú brúin uppi á hinum strengnum. Voru tveir vörubílar á "brúnni, er strengurinn slitnaði og féllu þeir báðir niður í ána. Engir farþegar voru í bílunum, en báðir bílstjórarnir björguðust. Það var um klukkan 2 um nóttina, sem þessi atburður skeði. Báðir bílarnir voru eign Kaupfélags Árnesinga, en not- aðir til mjólkurflutninga fyrir Flóabúið. Annar var stór Dodge bíll, og voru tómir mjólkur- brúsar á honum, en hitt var bíll af venjulegri stærð og var hann með trjetexhleðslu. Hafði sá bíll bilað í Reykjavíkurferð og Dodge-bíllinn fenginn til að draga hann austur. Báðir bílarnir munu hafa far ið veltu, er þeir fóru út af brúnni. Annar sá sem var dreg- inn lenti á grynningum nær vesturbakka árinnar og var vaðið út í til hans og tókst þannig að bjarga bílstjóran- um. En hinn lenti í aðal-álnum og er þar strengur mikill og hyldýpi. Bílstjórinn fór í kaf með bílnum, en bjargaðist á undraverðan hátt og er nánar skýrt frá því á öðrum stað í blaðinu (bls. 4)." í áframhaldi fréttarinnar var þess getið hversu brúin var orðin ótraust vegna mikillar notkunar og „ofþreytu járns- ins". Hafði verið bannað að fara með meiri þunga en 6 tonn yfir brúna og farþegum í stórum fólksbílum skylt að ganga yfir hana. Þá var getið fyrri bilana á brúnni, bolla- lagt um aðrar samgönguleiðir og nýja brú og skýrt frá því, að vatnslaust hafi orðið í Sel- fossþorpi vegna þess að vatns- leiðslan kubbaðist í sundur und ir brúnni. Á bls. 4 var svo birt frá- sögn ívars Guðmundssonar af atburðinum og viðtal hans við Jón Guðmundsson. Var birt mynd af Jóni með. Fyrirsögnin hljóðaði svo: „Saga bílstjórans sem fjell í Ölfusá: Barst 1200 metra með straumþunganum á — segir Jón Cuð- mundsson yfir- lögregluþjónn, sem lenti í hinum mestu svaðilförum, þegar Ólfusárbrúin féll niður árið 1944 hjólbarða — Snarræði og dugn aður tvítugs pilts." Upphaf frásagnarinnar var svohljóðandi: „Bílstjórinn, sem bjargaðist á hinn undraverða hátt úr jök- ulvatnsstrauminum í Ölfusá í fyrrinótt, eftir að bíll hans hafði oltið ofan af brúnni, er tvítugur að aldri og hefur feng ist við bifreiðaakstur í 3 sl. ár. Hann heitir Jón Ingibergur Guðmundsson, yngsta barn hjónanna í Keldnakoti í Stokks eyrarhreppi, Guðmundar Eir- íkssonar og Þórunnar Jónsdótt ur. Talið er, að Jón hafi bor- ist með straumnum um 1200 metra niður með ánni ogr er hluti af þeirri leið hvað straumharðastur í ánni. Jón bjargaði lífi sínu með frábæru snarræði og hugrekki. Ekki eitt augnablik datt hon- um í hug að gefast upp, og hann man furðanlega atburða- röðina skýrt, eins og þeir gerð- ust, bæði áður en bíll hans fjell í ána, meðan hann var í ánni og eftir að hann hafði bjargað sjer á land, eftir að hafa hang- ið, fyrst á mjólkurbrúsa og síð an á varadekki í hinum mikla straumþunga Ölfusár. Afrek Jóns mun verða talið þrekvirki hið mesta og getur enginn gert sjer ljóst hve mik- ið það er, nema sá, er sjeð hef- ur aðstæður allar og beljandi jökulvatnið, þar sem Jón flaut í ánni, alla leið frá brúnni, nið- ur fyrir tangann, er gengur fram í ána skammt fyrir neðan hana, síðan eftir hávaðanum vestan tangans niður, í lygn- una og allt að 300 metra niður fyrir túnið á Selfossi. — Úr þessari heljarför slapp Jón ó- meiddur að kalla. Hafði aðeins skurð á höfði, sem hann hefur sennilega fengið er bíllinn fjell eða þegar hann fór út um glugg ann á stýrishúsi bílsins." Nokkru síðar segir í frásögn ívars og viðtali hans við Jón: „Það, sem næst skeði, skifti engum togum. Jeg fann að bíll- inn kastaðist til og tók loftköst en nokkur gnýr heyrðist um leið. Augnabliki síðar var jeg í ánni. Þetta mun hafa verið rjett fyrir klukkan 2 um nóttina, því úrið mitt hefir stöðvast kl. 1.56. en það var ekki vatnshelt og mun því hafa stöðvast um leið og það kom í vatnið. Lokaður inni í stýrishúsinu á árbotninum. Jón telur að bíll hans muni hafa komið niður á stýrishús- þakið í árbotninum, því Jón fann, að hann fjell á bakið, En í straumnum í ánni mun bíllinn hafa snúist við og stað- Ölfusárbrúin eftir fallið, séð frá vestri bakkanum. Annar bíllinn á grynningunum, hinn sökk í hyldýpið nokkru neðar í ánni. (Ljósm: Jón Sen) ið á hjólunum er hann stöðvað- ist. Það fyrsta, sem Jón reyndi að gera, var að brjóta fram- rúðuna í stýrishúsinu, en hafði ekki nema bera hnefana og tókst það ekki. Af því dregur hann, að bíllinn hafi snúið með framendann móti straumi og þessvegna hafi sjer ekki tekist að brjóta rúðuna. Er þetta mistókst reyndi Jón að brjótast út um dyraglugg- ann vinstra megin á bílnum. Er honum ekki ljóst, hvort hann hefur brotið rúðuna, eða hvort hún hefir verið hálfopin og sjer haf i tekist að draga rúðuna nið ur, en allt um það, Jón komst þar út úr bílnum og barst fljótt uppá yfirborðið. Nær í tómaim mjólkurbrúsa Þegar Jóni skaut upp á yfir- borðið sá hann tómann mjólk- urbrúsa á floti skammt frá sjer. Náði Jón taki á brúsanum og hjelt sjer í hann. En takið á brúsanum var slæmt: brúsinn valt í straumiðunni og vildi snúast úr höndunum á Jóni. Var hann ekki með brúsann nema örlitla stund, en þá sá hann varadekk bílsins á floti skammt frá sjer. Hafði dekk þetta legið aftast á vörupalli bifreiðarinnar og var það upp- blásið á "felgu". Sleppti Jón nú brúsanum og synti að dekk- inu. Hafði hann þá flotholt, sem var öruggara og hægara að halda sjer í felguna en brús ann." Undir lok frásagnarinnar seg ir: Ýmist undir eða ofan á dekkinu Jón bar nú óðfluga með straumnum niður ána og allt í einu tók hjólið að snúast og Jón með, því hann ríghjelt sjer í felguna sem áður. „Var ég ýmist undir eða ofan á dekk- un og þá fyrst saup jeg dálítið af vatni. Mun jeg þá hafa ver- ið í hávaðanum, sem er fyrir vestan Selfossbæinn. En brátt tók vatnið að lygna og ferðin að hægjast. Sá jeg þá í tunglsljósinu, að jeg var úti í miðri á og virtist mjer vera jafnlangt til beggja ár- bakka. Tók jeg þá að synda með fótunum en sleppti samt ekki taki á dekkinu. Synti jeg í áttina til eystri bakkans og komst brátt til lands. Gekk jeg þaðan upp að Sel- fossbænum, en mjer er sagt, að jeg muni hafa komið á land um 300 metra fyrir neðan tún- ið á Selfossi. Á hlaðinu hitti jeg mann. Háttaði ég ofan í rúm á Selfossi. Fékk kaffi og brennivín og hresstist brátt. Þangað kom læknirinn og gerði að sárinu á höfðinu á mjer." Þannig sagði Morgunblaðið og Jón Guðmundsson sjálfur frá atburðinum, sem gerðist fyr ir rúmum 23 árum. f dag er Jón yfirlögregluþjónn á Sel-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.